Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 12
 'Tlllll ITI1HBIITIIII Fimm+udagur 4. janúar 1962 2, tM. 46. árg. Skozkir listamenn í þjóðleikh Til Reykjavíkur er væntan- legur hópur skozkra lista- manna á næstunni og sýnir hann í ÞjóSleikhúsinu um næstu helgi, þann 7. og 8. ianúar. Listafólikið er á leið til Banda- ríkjanna í sýningarför og mun flokkurinn sýna þar í vetur. Fyrir einu ári fór þetta sama listafólk tií Bandaríkjanna og sýndi í mörg um borgum og í sjónvarpi þar við góðar undirtektir. Þetta lista fólk 'hcfur sýnt á hinni veliþekktu Edinborgarhátíð' undanfarin ár og vakti listræn túlkun þeirra á skozkum dönsum og þjóðlögum mikla aíhygli. í þess-ari sýningarför Skotanna eru 18 listamenn, dansarar og söngvarar, sekkjapípuleikarar og einn píanóleikari. Listafólkið er ailt búið hinum þekktu skozku þjóðbúninguim, sem eru litfagrir og sérkennilegir. Sérstaka athygli vekja að sjálfsögðu pilsin, sem karlmennirnir klæðast og sekkja- pípurnar. Söngvarnir, sem lista- fólkið syngur eru skozk þjóðlög, sem mörg eru kunn hér á landi, t.d. „Loch Lomond“, „Annie Laurie“, „The Piper O’Dundeé'1, „The Buchan Eightsom Reel“ og fleiri. Einnig syngja söngvararnir nokkur lög við Ijóð eftir skozka þjóðskáldið Robert Bums og sér- Heyrist illa Þórshiöfn, 2. janúar — Mgög illa heyrist í Reykjavíkur- útvarpinu hér á norðaustur kjálk- anum, einkum á tímanum milli kl. 8—10 á kvöldin, vegna trufl- ana frá erlendum stöðvum. Hér er al-mennt mest hlustað á end- urvarpið frá Eiðastöðinni, en þeg ar truflanir þar ganga úr hófi fram, er reynt að hlpsta á endur- varpSstöðina á Skjaldarvík, eða beint á Reykjavík. Á gamlaárs- kvöld voru truflanir ráðandi á öll um þessum stöðvum frá kl. 8—10, en eftir það heyrðist sæmilega. Vinningar í happdrættínu Á Þorláksmessukvöld var dregið í happdrætti Fram- sóknarflokksins. Þessi núm- er komu upp: 19682 íbúð í Safamýri 41. 26784 ferð fyrir tvo til Svartahafs. 892 fiugferð Rvík-Akureyri. 45593 flugfar Reykjavík— Vestmannaeyjar. Áður var búið að draga þessi númer: 8998 — 3616 — 7712 37978 — 40650 — 24298. Upplýsingar um vinninga í síma 12942. stakur hluti á dagskránni er helg aður honum. Dansarnir, sem sýndir eru í þessari sýningu, eru gamlir, skozk ir þjóðdansar, eða réttara sagt gamlir dansar, sem á seinni árum hafa verið færðir í listrænt form, en þekktastir af þeim eru „The Sword Dance“, „The Schottish Highland Fling“ og fl. Skozkir þjóðdansar og söngvar hafa löng- ' um átt miklum vinsældum að ' fagna og hafa verið stofnaðir klúbbar áhugamanna, þar sem ein , göngu eru sungin skozk þjóðlög i og dansaðir skozkir dansar. KtSŒmamzsQiBm Agnar Tryggvason og Helgi Bergs ræðast við. SKIPT Á MÖNNUM í STARFI HJÁ S.Í.S. Harry Frederiksen tekur vitJ framkvæmdastjórn skrifstofu SIS í Hamborg Sú breyting verSur nú um þessar mundir hjá S.Í.S., að Agnar Tryggvason, sem verið hefur framlcvæmdastjóri skrif- stofu S.Í.S. í Hamborg alimörg undanfarin ár, lætur af því starfi og flyzt heim til íslands. Mun hann þar halda áfram trúnaðarstörfum fyrir Sam- bandið. Við starfi hans í Ham bprg tekur Harry Frederiksen framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar S.Í.S. Helgi Bergs verk fræðingur tekur við fram- kvæmdastjórn ISnaðardeildar. Harry Frederiksen hefur að baki 33 ára starf á vegum Sam- bandsins og mi.kla reynzlu og margs konar þekkingu á störfum mnan þess. Ilann hóf vinnu hjá Sambandinu 14 ára og hefur unn- ið þar síðan, nema hvað hann stundaði nám í Samvinnuskólan- um í tvo vetur. Hann varð fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS þegar hún var stofnuð árið 1949, en áður hafði hann gegnt margs konar trúnaðarst.örfum fyrir Sam- bandið. Hann starfaði um tíma á skrifstofu SÍS í Kaupmannahöfn og veitti skrifstofunni forstöðu um eitt skeið. Hin mikla reynzla hans og þekking í sambandi við utanríkisverzlunina gerix það að verkum, að honum var falin for- staða skrifslofunnar í Hamborg Agnar Tryggvason hefur veitt henni forstöðu af mikilli prýði. en flytur nú heim, sem fyrr var sagt. Hins vegar blasir við stór- aukið verkefni þessarar skrif- stofu, þar sem er öflun nýrra markaða fyrir íslenzkar fram- leiðsluvörur í Evrópu. Er ekki að efa, að reynzla Harrys og þekk- ing á þeim málum, auk fjölhæfni og ágætra mannkosta gerir hann ákjósanlegan í þetta starf. Helgi Bergs verkfræðingur hef ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og meðal annars unnið á vegum SÍS áður. Er ekki að efa, að hið vandfyllta sæti Harrys verði vel skipað af honum, er hann tekur við framkvæmdastjórn Iðnaðar- deiidar. ISISi Skozk dansmær úr „Caledonia". Skaddaðist Á gamlaársdag sprakk start- byssuskot í höndum níu ára drengs, Kjartans Kristjánssonar, til heimilis að Heiðargerði 89. Kjartan var með fleiri börnum að leik fyrir utan heimili sitt. Skot- hylkið var vafið í bréf og límt yf- ir. Talið er að drengurinn hafi tek ið það upp og haldið, að tilraun til að kveikja í því hefði misheppn azt. Þá sprakk skotið, og brotin úr hylkinu flugu í auga Kjartans. Hann var fluttur á Landakotsspít alann og gerð á honum mikil sknrðaðgerð. Ekki er vitað, hvort drengurinn heldur sjón á auganu. 2 drengir slas- ast í Keflavík Tvö slys hafa orðið við út- skipun á freðfiski í Lagarfoss í Keflavík, annað á mánudag- inn, en hitf á þriðjudaginn. Féllu tveir drengir niður í lestina og fengu báðir heila- hristing og misstu meðvitund. Þeir eru nú í sjúkrahúsinu í Keflavík. Drengir þessir eru Sigurður Val geirsson, ellefu ára, og Pétur Jó- hannsson, tólf ára. Oft er erfitt að fá menn í skipa- vinnu í Keflavík, og er þá stund- um gripið til þess ráðs að smala saman unglingum, einkum þegar um er að ræða útskipun á varn- ingi, sem vel er viðráðanlegur. Svo var í þetta skipti, að í vinnu var margt drengja, er var í skólaleyfi um hátíðarnar. Slys þessi gerðust með þeim hætti, að annar drengjanna féll úr stiga, en hinn mun hafa hrasað af lestarkarminum. Hvorugur þeirra mun talinn stórslasaður. HARRY FREDERIKSEN Meö sprenging ar og ærs! Akureyri, 2. jan. Hér var 21 brenna á gamlaárs- kvöld, og var kveikt í þeim milli klukkan 8 og 9. Þar var megnið af ungu fólki bæjarins. En eins og venjulega söfnuðust unglingar saman í miðbænum með spreng- ingar og ærsl, og drógu kassa og tunnur út á göturnar til þess að hindra umferð. Af því hlutust þó engin vandræði. Dansleikir voru á 6 stöðum og venju fremur rólegir, og eru þetta rólegustu jól og ára- mót, sem lögreglan man eftir. Kl. 12 á miðnætti var kveikt á blysum á Vaðlaheíði, og mynduðu þau ár- talið 1962. Mikið var um flugelda, blys og sólir, og voru bæjarbúar mikið utanhúss, enda hæg sunnan átt og hlýtt í veðri. Voru allir glað- ir og ánægðir, nema skógarþrest- irnir, sem voru dauðhræddir við ljósaganginn og hvellina og vissu ekki, hvað þeir áttu af sér að gera. ED ■L sunnudagskvöldið 7. janúar BINGO I LIDO Stórgiæsilegir vinningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.