Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 5
Útgetandi FRAMSOKNARFlOKKURINN
FramJrvæmdastióri: Tómas Arnason llit
stjórar Þórarinn Þórarinsson iáb i Andrés
Kristjánsson lón Helgason Fulltrú) rit
stjórnar Tómas Karlsson AuglVsinga
stjóri Egili Bjarnason - Skrifstofur t
Eddubúsinu - Simar 18300- 1830í> Aug
lýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi 12323
- Prentsmiðjan Edda b.l -
Askriftargjaid kr 55 00 a mán mnanlands
í iausasölu kr 3.00 emtalcið
Framleiðslan þarf að
tvöfaldast á næsta
áratug
Þær aðvaranir berast íslendingum nú utan úr heimi,
að fjárfesting sé hér allt of lítil. íslendingar muni dragast
aftur úr öðrum þjóðum, ef þeir efli fjárfestingu og fram-
kvæmdir ekki meira.
Þessar aðvaranir eru ekki óeðlilegar. Samdráttarstefna
ríkisstjórnarinnar hefur stórdregið úr fjárfestingu allra
efnaminni einstaklinga og fyrirtækja. Ef þessu heldur
áfram, verður afleiðingin sú, að framleiðslan mun ekki
aukast nægilega á komandi árum, jafnvel dragast saman.
Þetta er hið sama og Framsóknarmenn hafa varað við
á undanförnum misserum eða síðan „viðreisnin“ kom til
sögunnar.
Framsóknarmenn hafa þrásinnis á undanförnum árum
eða allt síðan 1943 lagt það til í tillöguformi á Alþingi,
að samin yrði skynsamleg heildaráætlun um helztu fram-
kvæmdir þjóðarinnar svo að það sæti í fyrirrúmi, er
mestu máli skipti. Þetta hefur strandað á andstöðu ann-
arra flokka, einkum Sjálfstæðisflokksins,
í samræmi við þetta, samþykkti aðalfundur mið-
stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var í febrú-
armánuði síðastl., að flokkurinn beitti sér fyrir mark-
vissri framkvæmdaáætlun, þar sem stefnt væri að því
að tvöfalda þjóðarframleiðsluna é næstu 10 árum.
1 ályktun miðstjórnarinnar var sýnt ljóslega fram á,
að auðið ætti að vera að ná þessu marki.
Síðan núv. stjórnaflokkar tóku að sjá fram á óvin-
sældir „viðreisnarinnar“, hafa þeir gert sér ljóst, að
þjóðin myndi ekki sætta sig við kyrrstöðu til frambúðar.
Því yrði að bjóða henni upp á eitthvað annað. í framhaldi
af því hafa þeir látið byrja að semja framkvæmdaáætlun,
sem þeir ætla að birta með miklu skrumi fyrir næstu
kosningar. Norskir hagfræðingar hafa m. a. verið fengnir
til aðstoðar við þetta verk.
Alþýðublaðið skýrir nokkuð frá þessari fyrirhuguðu
áætlun í gær og segir m. a., að markmið hennar sé
að auka þjóðarframleiðsluna um rösk 50% næstu 10
árin eða nær helmingi minna en Framsóknarmenn hafa
sett sem takmark.
Alþýðublaðið rökstyður þetta 50% takmark með því,
að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu hafi sett svipað
takmark fyrir þátttökuþjóðir sínar.
Hér er hins vegar ólíku saman að jafna. Annars vegar
eru háþróuðustu ^ðnaðarþjóðir heimsins. en hins vegar
þjóð með hálfþróaða atvinnuvegi. Þeir sem lengra eru
komnir, geta farið sér hægara. Aukningin þarf að verða
hlutfallslega meiri hjá okkur, ef við eigum að komast
meira til jafns við þessar þjóðir en við erum nú.
Takmark okkar hlýtur að verða það'að komast jafn-
fætis þessum þjóðum, svo að við getum búið við svipuð
lífskjör og þær. Annars heldur það áfram, að við missum
í vaxandi mæli sérmenntaða menn til annarra landa og
trúin dvínar á landi og þjóð Því má ekki setja markið
lægra en Framsóknarmenn hafa sett: Að tvöfalda þjóðar-
framleiðsluna á næstu 10 árum.
Því marki á líka að vera auðvelt að ná, ef rétt er á
málum haldið.
Joseph G. Harsch:
lamningar við Rússa nást ekki
án tvískiptingar Þýzkalands
Vandinn í sambuð Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands
Joseph G. Harsch er einn af
ritstjórum hins mikilsvirta ame
ríska dagblaðs, The Christian
Science Monitor. Hann hefur
undanfarið verið búsettur i
London og sent blaðinu þaðan
greinar sínar um alþjóðamál,
en hann er talinn meðal
fremstu blaðamanna Banda-
ríkjanna, er skrifa um þau
efni. Eftk-farandi grein hans
birtist í The Christian Science
Monitor í seinasta mánuði:
VARNARMÁLARÁÐHERRA
Vestur-Þýzkalands, Franz-Josef
Strauss hélt ræðu í Georgetown
háskóla í Washington-ríki 26.
nóv. s.l. Þar sagði hann m.a.:
„Vandinn er einkum sá, að
kjarnorkuvopn og vald yfir
þeim er að verða tákn og jafn-
vel einkenni á fullveldi eða
sjálfstjórn ríkis.“
f Izvestía 28. nóvember hef-
ur Alexei Adzhubei, tengdason-
ur Krustjoffs, það eftir Kenne-
dy forseta, að hann sé andvíg-
ur því, að Vestur-Þýzkaland fái
kjarnorkuvopn til umráða og
jafnvel aðild að yfirráðum yfir
þeim.
ÞESSAR tvær tilvitnanir
koma að kjarna málsins, sem
Berlínarvandamálið í raun og
veru snýst um í dag. Þetta er
orsök allra ferða stjórnmála-
mannanna og áróðursmann-
anna fram og til baka.
Því er síður en svo þannig
varið, að allir framámenn í
Vestur-Þýzkalandi óski eftir
kjarnorkuvopnum eða umráð-
um yfir þeim. En Strauss hefur
hvað eftir annað látið það álit
greinilega í ljós, að Vestur-
Þýzkaland hafi ekki í augum
hans endurheimt fullveldi sitt
fyrr en það hefur kjarnorku-
vopn og ræður yfir þeim. Og
þegar hann talar um umráð
yfir kjarnorkuvopnum sem
tákn fullveldis, þá er hann að
biðja um þau.
ÞVÍ HEFUR verið haldið
fram í þessum dálkum, að utan
ríkisstefna Sovétríkjanna sé
hverful og ófyrirsjáanleg, og
það er hún sannarlega oft og
einatt. En í einu atriði hefur
hún verið alveg óbreytanlég
um langt skeið, og við verðurn
að mínu viti að líta svo á, að
hún haldi áfram að vera hin
sama í þessu efni.
Síðan í lok heimsstyrjaldar-
innar síðari og fram á þenna
dag, hefur það verið einn af
hornsteinum utanríkisstefnu
Sovétríkjanna gagnvart Vestur
veldunum, að Þýzkaland haldi
áfram að vera klofið í tvennt.
Krustjoff hefur í mörgum efn
um horfið frá stefnu Stalins,
en hann hefur aldrei hvarflað
frá þessari kröfu. Hinn nýi
leiOtogi Sovétríkjanna hefur
verið jafn ósveigjanlegur og
fastheldinn um kröfuna á skipt
ingu Þýzkalands og Stalín íyrir
rennari hans var.
SAGAN og landafræðin gefa
á því góða skýringu, hvers
vegna hinir rússnesku valdihaf
ar eru svo áfram um klofn-
ingu Þýzkalands.
Sovétríkin njóta ekki einu
sinni verndar breiðra fljóta,
hvað þá úthafa eða háfjalla á
vestur- eða austur-landamærum
sínum. Landfræðilega eru þau
sérstaklega opin fyrir vestur-
landamærum sínum í EvrópU.
Á Rússland hefur líka oft verið
ráðizt yfir sléttur Austur-
Evrópu.
Það var eitt af aðalviðfangs
efnum Sovétrikjanna, meðan
á heimsstyrjöldinni síðari stóð,
að forðast ófrið á tveimur víg-
stöðvum í senn. Stjórnendurn
ir í Moskvu lögðu sig fram
um að forðast stríð við Japan,
þar til búið var að sigra Þýzka
land. Árás Sovétríkjanna á Jap
an, eftir ósigur Þýzkalands, var
ekki meðal hinna hetjulegri at-
hafna í stríðinu, þó að Vestur-
veldin hvettu til hennar á sinni
tíð.
HÆTTULEGASTA aðstaða,
sem Sovétríkin gæbu lent í,
væri árás öflugra óviinaríkja
í senn bæði að austan og vest
an. Stalín reyndi að koma í
veg fyrir þessa hættu með því
að halda Þýzkalandi klofnu og
Kína veiku. Kína hefur eflzt
mjög á dögum Stalíns. Það hef
ur endurheimt af Sovétríkjun
um herfang Stalíns síðan í stríð
inu við Japan. Og það hefur
smátt og smátt orðið óhlýðnara
óskum valdhafanna í Moskvu.
Krustjoff gerir allt, sem í
hans valdi stendur til þess að
varðveita það, sem kommúnist
ar nefna „hernaðarlega einingu
alþýðulýðveldanna", og með
því eiga þeir við bandalag
Sovétríkjanna og Kína. En
hann getur varla verið viss
um, að honum eða eftirmönn
um hans takist alltaf að halda
þeirri „hernaðarlegu einingu“.
Þessi vandamál í austri gera
það enn meira áríðandi í aug-
um valdhafanna í Moskvu að
forðast endurreisn öflugs stór
veldis í Þýzkalandi, hvað þá
kjarnorkuveldis á vesturlanda
mærum Sovétríkjanna.
VESTURVELDIN mega ganga
út frá því sem gefnu, að sam
eining Þýzkalands mundi verka
eins og stríðsyfirlýsing á vald-
hafana í Moskvu. Vesturveld-
in verða enn fremur að gera
ráð fyrir, að Sovétríkin myndu
líta á það sem undirbúning að
sameiningu Þýzkalands með
vaidi, ef Vestur-Þjóðverjum
væri fengin í hendur kjarnorku
vopn.
Sá tími virðisRenn langt und
an að Sovétríkin hætti að ótt-
ast endurvakningu öflugs Þýzka
lands. Og meðan svo er ekki,
verða Vesturveldin að reikna
með því, að friður þeirra og
Sovérríkjanna velti á skiptingu
Þýzkalands, og enn fremur því,
að Vestur-Þýzkaland verði ekki
fullgilt með þeirri kjarnorku
viðurkenningu, sem Strauss
biður um.
Framundan eru miklar samn
ingaviðræður við og um Vestur
Þýzkaland. Eitt erfiðasta við-
fangsefni Kennedys - forseta í
þessum samningum verður að
halda áfram að vera traustur
bandamaður Vestur-Þýzkalands
án þess að afhenda því kjarn
orkuvopn eða styðja eðlilega
ósk þess um sameiningu alls
Þýzkalands. Hann verfJur að
reyna að gera þátttöku Vestur
Þjóðverja í Samfélagi Atlants
hafsins girnilegri í augum
þeirra sjálfra en kjarnorkuvopn
in um endur-sameiningu alls
Þýzkalands.
Þetta verkefni verður ekki
auðvelt. En mistakist það, er
það sennilega' stytzta og fljót-
farnasta leiðin út í kjarnorku-
styrjöld.
Nær allt íþróttalíf á Bret-
iandseyjum féll niður um ára-
mótin vegna snjóa og ísingar á
völlum. Þrjár umferðir í
skozku deildakeppninni áttu
Enska knattspyrnan
um áramótin
að fara fram, en aðeins örfáir
leikir voru háðir, og á Eng-
landi féllu niður nær allir
leikir á laugardaginn.
Þó var einn leikur í 1. deild ensku
keppninnar leikinn milli Lundúna
liðanna Tottenham og Chelsea, og
sigraði Tottenham með 5—2 í
frekar skemmtilegum leik. Við
sigurinn færðist Tottenham í ann
að sæti í deildinni, einu stigi á
eftir Bumley, sem hefur 32 stig,
en Burnley hefur leikið tveimur
leikjum færra.
Nokkrir leikir voru í 2. deild
og var það merkilegast, að Leyt-
on Orient sigraði Swansea með
3—1 Leyton er nú aðeins tveim-
ur stigum á eftir Liverpool. sem
hafði átta stiga forskot fyrir iól
Á Skotlandi tapaði St. Mirren
heldur illilega á laugardaginn
gegn Dunferline, sem sigraði með
sjö mörkum gegn engu, og ,skor-
aði einn og sami maður, Dixon
að nafni, sex af mörkum Dunfer-
line. Rangers sigraði þá Kilmar
nock með 1—0, Partick vann Air-
drie 1—0 og Hiberian vann, í
gær átti ein umferð að fara fram,
en aðeins einn leikur var í 1. d.
milli Raith Rovers og Hiberian.
og sigraði Hiberian með 2—0
Si Mirren átti þá að leika gegn
Falkirk og á nýársdag gegn Kil-
marnock á heimavelli.
UUMJiM i Æ*F. !2®5
-)