Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 6
Áramótatalning
Áramótavörutalningin,
sem jafnan fer fram 2.
janúar er eins konar hefnd-
arráðstöfun. Þá verður
verzlunarfólk að telja allar
þær vörur, sem því tókst
ekki að selja á gamla árinu.
— Aldrei er hin göfuga
stærðfræði iðkuð jafn mik-
ið með jafn lítilli ánægju
eins og þennan dag. Stærð-
fræðilegar þrautir og píslir
fylla hverja sekúndu og
gera hana að mínútu og
mínútuna að klukkustund
3g klukkustundina að höf-
uðverk.
í öllum deildum verzlunar
SÍS í Austurstræli eru her-
deildir búðarfólks önnum kafn
ar við að telja og reikna, og
'Samfellt tai'natuldur, sem
minnir á kaiþólskan bænalest-
ur, berst að eyrum manns.
— Er gaman að telja? spyrj
um við eina blómarósina, í
vefnaðarvörudeildinni, sem sit
ur í hvítum herklæðum, vopn-
uð penna og skrifar tölur á
tölur ofan.
— Voðalega gaman, segir
hún, O'g það vottar fyrir háði
í augnakrókunum. Annars tel
ég ekki. Ég skrifa niður töl-
urnar, sem þessi þarna gefur
mér upp. — Verðið og fjöld-
ann.
— Það er um að gera að
hlusta ekki á hina, segir ungur
maður, sem stendur við búðar-
borð og telur trefla.
— Sex treflar á 57 krónur.
Maður verður bara að einbeita
sér að sínum eigin tölum, ann-
ars ruglast maður. Þessu slær
saman í hausnum á manni.
— Það verður að telja allt,
segir deildarstjórinn, hvert
stykki, hverja tiölu.
— Við vorum nú byrjaðar
milli jóla og nýárs, segir kona
um leið og hún vefur ofan af
klæðisstranga. — Verst að
þurfa að vefja þessu öllu upp
aftur.
— Það verður að mæla hvern
meter, segir önnur og bregð-
ur kvarða á klæðið.
— Hvern einasta meter.
— Við byrjuðum klukkan níu
í morgun, segir ungi maður-
inn með treflana. Kannske
við verðum búin um sjöleytið.
— Nei, það verðum við ekki.
Sérðu, hvað við eigum mikið
eftir.
— Þið haldið áfram að telja
í alla nótt., — sofandi. Ykkur
dreymir tölur alla nóttina
Einn, tveir, þrír. Það verður
martröð.
— Það verður allt að tvítelj-
ast. Dugar ekki minna, — til
öryggis.
— Þetta er Kleppsvinna, seg
ir konan með strangann. Fyrst
að vefja niður af þeim, og síð-
an upp á þá aftur.
— Þetta er nú ekki nema
einu sinni á ári.
— Sem betur fer.
í matvörudeildinni er enn
fleira fólk að starfi. Allar skúfi
ur hafa verið opnaðar, hver
poki og hver kassi tekinn fram.
Deildarstjórinn er á hlaupum:
— Já, það er mikið að telja.
Fyrst teiur verzlunarfólkið, síð
an endurskoðendurnir. Það eru
þessir siívilklæddu. Þeir fara
yfir allt, sem búið er að telja.
Það má engu skeika.
— Verðið þið ekki að telja
lagerinn líka?
— Jú, allt saman. Við teljum
hann á eftir. Það þarf margt
fólk við þetta.
— Hvað verðið þið lengi að
telja?
— Fram á kvöld, og svo er
að koma þessu í samt lag.
— Þið megið ekki taka mynd
ir af draslinu hjá okkur. Það
er bannað.
— Nei, við ætlum bara að
skoða ykkur meðan þið teljið.
— Hvernig fer sú skoðun
fram, segir ein stúlkan og
gefur okkur hornauga.
— Með myndavélum. Þetta
er ekki læknisskoðun.
í bakaleiðinni kíkjum við
með fram gluggatjöldunum hjá
Snæbirni og sjáum bókastafla
á borðum og gólfi og búðar-
dömur tiplandi á milli þeirra,
alvarlegar á svip eins og reikn
ingsdæmi. — Við drepum á
dyr, og eftir stundarkorn er
hurðin opnuð til hálfs, og mað
ur stingur höfðinu í gættina.
— Við ætluðum að fá að taka
myndir af talningunni.
— Þið verðið að vera fljót-
ir. Við verðum að halda áfram
að telja.
Búðardömurnar gægjast upp
fyrir bókastaflana, og ein
þeirra snýr sér í hring á stól
sínum þegar hún sér Ijós-
myndarann, og hvernig sem
Iijósmyndarinn fer að, kemst
hann ekki fram fyrir bakið á
henni, — stóllinn er svo liðug
ur í snúningi.
— Það er erfitt að telja bæk
ur, sérstaklega þegar mikið er
af útlendum bókum.
— Seldist eins mikið af bók-
um núna og í fyrra?
— Já, já, þær seldust alveg
eins vel núna.
— Hafa erlendar bækur ekki
hækkað?
— Jú, bæði hér heima og
erlendis. En það er alveg sama.
Bækur eru alltaf keyptar.
— Það verður enginn smá-
handleggur að koma bókunum
fyrir aftur.
— Við gerum það á morgun
— teljum í dag.
Og búðarfólkið heldur áfram
að telja af sér gamla árið,
og búa í haginn fyrir nýja árið,
sem kemur með nýjar vörur og
nýjar tölur. Birgir.
.' . ^lluiittœi jjjuh, (ln ^
"'-u
T f M I N N, fimmtudaginn 4. janúar 1962.