Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 2
/
gönguförin hjálpar þér til að
borga lánið greiðlega.
Að sumu leyti gufar hluti af
vökvanum upp með svitanum,
einnig þó að hann renni ekki
bcinlínis af þór, og að samu leyti
kemst hreyfing á þann hluta af
jólamatnum, sem enn er á leið-
inni í gegnum þig.
yfir hátíðarnar?
Þetta með gönguförina, eða
hreyfingu af einhverju tagi, er
nokkuð, sem þú ættir annars að
stunda öaglega. Flestir munu
komast að raun um hve þeir hafa
gott af því.
- og hvernig geturðu auðveldlega
Iosað þig við þessi aukakíló? Það er
ekki eins mikill vandi og flestir ætla.
Á annan jóladag hafa
menn yfirleitt ekki sérstak-
lega góða matarlyst. Það er
eins og matargleðin hafi orð-
ið fyrir smávægilegu áfalli í
átveizlum undangenginna
daga — þ. e. a. s. ef menn
tilheyra ekki þeim hópi
manna, sem eru svo forsjál-
ir að hafa nokkurn hemil á
áti sínu á jóladag, svo að þeir
geti borðað því meira á ann-
an jóladag, svona rétt til að
storka hinum, sem þegar eru
búnir að borða yfir sig.
En hvað sem því líður, verða
flestir — ef þeir á annað borð
hafa nokkurn áhuga á því — að
viðurkenna, að vigtin sýnir fá-
einum kílóum meira en hún
gerði á Þorláksmessu.
Og ef menn eru ekki því við-
kvæmari fyrir því, geta þeir á-
reiðanlega skemmt sér vel við að
reikna út mismuninn.
Vertu bara hreinskilinn. Viður-
kenndu, að þú þyngist venjulega
um tvö til þrjú kíló yfir hátíð-
arnar. En þú ert nú líka alveg
sérstaklega matarglaður!
Ekki þín eigin kíló
Það gæti kannske orðið ein-
hverjum nokkur huggun, að
menn losa sig oft við þessi auka-
kíló dagana milli jóla og nýárs,
og það án mikilla harmkvæla.
Það gildir nefnilega einnig um
þyngdarmálið, að það, sem menn
bæta við sig á stuttum tíma, því
tapa þeir einnig tiltölulega fljótt
og auðveldlega.
Þeim, sem eiga bágt með að
hneppa að sér þessa dagana, er
væntanlega huggun að þessari
staði'eynd. Kílóin koma á skömm-
um tíma og á auðveldan hátt, en
þau hverfa að mestu leyti sjálf-
krafa. Einkum þau, sem hlaðizt
hafa um miðjuna.
Það stafar af því, að þau kíló,
sem vigtin sýnir, eru í raun og
veru ekki þín eigin. Þau eru bara
á leiðinni í gegnum þig. Og það
sem meira er, mikill hluti þessa
þunga er, sem betur fer, vökvi,
sem við losnum við nokkurn veg-
inn sjálfkrafa.
FarSu f gönguför
En þú hefur þó leyfi til að
hjálpa ögn til, ef þessir senti-
metrar, sem málbandið svo misk-
unnarlaust sýnir, að bætzt hafa
við ummál þitt, eru þér til ama.
Ein ákveðin lífsregla hjálpar í
flestum tilfellum mikið: nefni-
lega hreyfing. Einkum ef þú
klæðir þig vel á gönguförinni og
gengur dálítið rösklega, svo að
þú svitnir.
Nú eru þeir fámennir, sem
hafa skap í sér til að hlaupa um
án sýnilegs takmarks. Aftur á
móti ber enginn á móti því, að
það sé holl og góð skemmtun að
fara í gönguför, og það gjarnan
nokkuð langa.
En klæddu þig til þess, og
gakktu þó það rösklega, að þú
svitnir. Þá losnar þú á fljótleg-
astan og auðveldastan hátt við
þann vökva, sem jólin hafa bætt
á þig.
Þú getur alltaf haft þér til af-
sökunar — of þú þarft einhverja
afsökun — að þú ætlir að fara í
göngutúr til að auka matarlyst-
ina. Það er þó góð og viðurkennd
regla, að hreyfing auki matarlyst-
ina. Bæði rottur og menn — þvi
hafa menn komizt að við stór-
fellda rannsókn — halda sinni
þyngd, ef þeir fá næga hreyf-
ingu.
Borðaðu epli
Sjálft hitaeiningatapið er einn-
ig þess virði að taka það með, þó
að það sé ekki svo mikilfenglégt.
Rösklega farin gönguför krefur
þig ekki um meira en 8 hitaein-
ingar fyrir hvert kíló, umfram
það venjulega. Ef þú vegur 65
kiló, notar þú því 520 hitaeining-
ar. En það svarar aðeins til u. þ.
b. 70 gramma taps í þunga.
Það hefur auðvitað ekki mikið
að segja, þar sem þú hefur bætt
við þig þrem kílóum. En þú
fékkst þessi þrjú kíló-að láni, og
En það var nú eiginlega ekki
þetta, sem við ætluðum að tala
um. Umræðuefnið var jólin —
sem Svíarnir segja, að vari til
páska.
Þó að okkur virðist þau vera
næstum liðin, þá er þó alltaf
þrettándinn eftir. Hvað er nú
hægt að gera til þess að bæta
ckki meiru við sig, en orðið er.
Þó að þú hafir góða matarlyst,
getur þú haft nokkurn hemil á
henni með því að borða epli í
staðinn fyrir sætindi. Enlin fylla
betur í magann, svo að þú verður
fyrr mettur. Og þau eru fátæk af
hitaeiningum.
Hið sæta jólasælgæti inniheld-
ur fleiri hitaeiningar — miklu
fleiri og það er ekki eins seðj-
andi.
Örugglega muntu ekki verða
neitt léttari á morgun, ef þú vel-
ur eplin, en þú verður það þar
næsta dag!
Bátalón h
ft • ,*Í *■ '
(Bátasmíðastöð Breiðfirðinga)
Hafnarfirði — Sími 50520
Útgerðarmenn! Sjómenn! Sparið gjaldeyri
og látið innlcndar bátasmíðastöðvar smiða fiskibáta
yðar. Reynslan hcfur sýnt, að bátar smíðaðir innan-
lands eru fyllilega sambærilegir við erlenda báta,
hvað styrkleika, endingu og sjóhæfni snertir. Verðið
er einnig sambærilegt.
Talið við oss, ef þér þurfið að láta smíða báta. — Vér
getum smíðað inni í húsi allar stærðir og gerðir af
bátum úr eik og furu, upp í 150 rúmlestir.
Framkvæmum margs konar skipa- og bátaviðgerðir.
S m í ð u m :
Þilfarsbáta
Opna vélbáta
Skemmíibáta
Björgunarbáta
Kappróðrabáta
AJLÓM hf
Hafnarfirt$i — Sími 50520
Bátar og togarar
Bjarni Ben. segir í áramóta-
igrein sinni í Mbl., er hann
ræðir um tjón það, sem tog-
ararnir hafa orðið fyrir við út-
færslu Iandhclginnar og að
nauðsynlegt sé að bæta það
upp: „í bezíu samræmi við al-
mennar réítarreglur væri, að
broturnar inntu af höndum
þeir, sem vinning hafa af rétt-
indasviptingum togaranna.“ —
Með þessu á Bjarni við, að
bátaflotinn eigi að taka á sig
hallann af togaraútgerðinni.
Það er fjarstæða að ætla báta
flotanum að taka á sig byrðar
vegna íogaraútgcrðarinnar. Erf
iðleika togaranna verður að
leysa cftir öðrum Ieiðum og
þjóðin í heild að axla þær
byrðar, sem af því leiðir,
en ekki bátaflotinn cinn, því
að það er þjóðin í lieild, sem
hagnast á útfærslu Iandhelg-
innar, og bátaútvegurinn er
síður en svo aflögufær.
I landhelgi
Líklega er Bjarni enn við
sama heygarðshornið varðandi
það, að hleypa togurunum inn
í Iandhelgina, og á gaml'árs-
dag sagði Alþýðublaðið: „Ef út
gerð togara á ekki að leggjast
niður, verður að leysa þeíta
vandamál. f þessu sambandi
verður deilt mikið um land-
helgina — hvort hleypa eigi ís-
lcnzku togurunum inn í land-
helgina eða ekki. Stjórnar-
flokkarnir verða sennilega að
ákveða, hvað þeir ætla að gera
í því máli fyrir þimglok í vor.“
— Það verður að harma það,
að ríkisstjórnin skuli ekki viija
taka af allan vafa um þetta
mál strax.
Fréttamennska Mbl.
Eins oig kunnugt er, gerðu
útvegsmenn samþykkt á fram-
haldsaðalfundi sínum 12. des.
og vöruðu alvarlega við því, að
hleypa togurunum inn í land-
helgina og bentu réítilega á,
að það myndi draga skammt
fyrir íogaraútgerðina, en
verða til óbætanlegs tjóns
fyrir bátaútveginn og þjóðina
í heild. Bátaútvegsmenn stóðu
einróma að þessari samþykkt.
Þcssa samþykkt útvegsmanna
hefur Mbl. ekki fengizt íil að
birta enn þá og er þó blaðið
sífellt að guma af því, hvað
það sé áreiðanlcgt fréttablað.
Góí mynd af Biarna
f áramótagrein sinni segir
Bjarni Ben. að Eysteinn Jóns-
son hafi „setzt að á fundi
LÍÚ til að reyna að efna til
uppsteits þar, ríkisstjórninni
íil miska.“ Sannleikurinn er
sá, að Eysteinn Jónsson kom
á fund þennan að beiðni og í
umboði nokkurra útvegsmanna
á Austfjörðum, sem ckld áttu
tök á að sækja fundinn. Ekki
hafði Eysteinn sig meira í
frammi en svo, að hann bar
enga tillögu fram, talaði aðeins
í tvær til þrjár mínútur, og
voru ekki skipíar skoðanir um
það á fundinum, er hann sagði.
— Útgerðarmenn þeir, sem
fundinn sátu, ættu bins vegar
að geta Iært nokkuð af þess-
um orðum Bjarna og fá af hon
um góða og sanna mynd. Það
verður að telja til leiðinda, að
forsætisráðlierrann skuli vera
jafn ómerkilegur í fi'ár.ögn af
þessum fsndi og Mbl., er. hins
vegar sotti það eklri að koma
þeim á óvart, cem fil þekkja,
því að andi Bjarna sví'r.r yfir
vötnum Mbl.
2
T í M I N N, fimmtud^gi’j^, 1. ja«ý»r..l.9]l2.