Tíminn - 06.01.1962, Síða 7

Tíminn - 06.01.1962, Síða 7
Fyrirtækið heitir Löggild- ingarstofa mælitækja og vog- aráhalda og er til húsa í Skip- holti 17. Þetta er ríkisstofnun, sem á að sjá um, að rétt sé mælt og vegið, hvort sem um er að ræða föst efni eða fljót- andi. Einu sinni var Veðurstof- an ekki annað en deild í þess- ari stofnun, en síðan hefur| margt breytzt. Og frá því kann Óskar Bjartmarz, for- stöðumaður löggildingastof- unnar, að segja. Við heimsóttum hann í skrif- stofuna laust fyrir hádegi einn morgun um daginn, og hann tók á móti okkur hýr í bragði og horfði á okkur alltsjáandi augum eftirlitsmannsÍTis. Með 41 stérfsár að baki — Hvað ertu búinn að starfa hér lengi? — Það eru orðin 41 ár. Ég byrj- aði víst 1. apríl 1920. Þá var þetta fyrirtæki búið að starfa ár, en það var stofnað um áramótin 1918— 1919. Og þá voru veðurstofan og Iöggildingarstofan í sambýli. Veð- urstofan var þá kölluð Veðurfræði deild löggildingarstofunnar. — Og hver var fyrsti forstöðu- maðurinn? — Það var Þorkell heitinn Þor- kelsson. — Hvernig líkaði þér við hann? — Mér líkaði ágætlega við hann, þvi að það var maður, sem var alveg prýðilega klár í sínu verki. Hann var náttúrlega dáiítið ýtinn, — var af gamla skólanum að því leyti. Annars féll mér ágæt- lega við hann. — Og tókst þú svo við? — Já, ég tók svo við forstöð- unni af Þorkeli 1925, én þá varð veðurstofan sjálfstæð stofnun. Grömm og fonn — Er ekki stofan ríkisfyrir- tæki? — Jú, hún á að hafa eftirlit með öllum vogar- og mælitækj- um í landinu, stórum og smá- um. Og stærðarmunurinn er ær- ið mikill. Undir eftirlitið heyra bæði bréfavogirnar á pósthúsinu og þrjátíu tonna bílavogir niðri við höfn. Svo eigum við að hafa eftirlit með öllum rennslismæl- um á bílum og geymum, benzín- mælum o. s. frv. M. ö. o. öllum þeim áhöldum, sem notuð eru til að meta eitthvað til verðgildis, hvort sem það eru metramál, síldarmál eða mjólkurmælar. — Hvað þurfið þið að skoða vogirnar oft? — Árlega þær stóru, en hinarj heyra undir ríkiseftirlit á þriggja j ára fresti. I — Hvernig farið þið að þessu? j — Við tökum með okkur lóð. alls konar lóð og áhald til að prófa þær. Þegar við þurfum að skoða stærstu vogirnar, tökum við oft með okkur tvö eða þrjú tonn af lóðum. — Eru ekki vogirnar oftar réttar heldur en hitt? — Oo, ja ég veit nú ekki, hvað ég á að segja um það. Hefur nóg meS benzíniS — Hvað eru starfscnennirnir margir? — Fjórir fyrir utan mig. — En þegar stofan var stofn- uð? — Við vorum vísrt sex auk Þor- kels. — Svo að þeim hefur fækkað? , — Já, þó að undarlegt megi ] heita, þegar ailt er í örum vexti, I eins og verið hefur hérlendis síð . ustu áratugina. En það má líka Óskar Bjartmarz við skrifborðið i Skipholti 17 Vogirnar fara ekki í manngreinarálit óhætt fullyrða, að fjórir menn hér er a.m.k. tveimur of lítið. Því að þegar ég byrjaði var þetta leikur. Auðvitað var þetta ærið starf á þeirra tíma vísu, en hrein asti barnaleikur, ef það er borið saman við það, sem nú er. — Geturðu nefnt mér nokkr- ar tölur? — Það er nú anzi erfitt. En það má benda á, að um það leyti, sem ég var að byrja, þá voru tveir, aðeins tveir benzínmælar til í landinu. Tveir eða þrír. En nú eru þeir líklega, ja, ég vil ekki segja eins mörg þúsund, en a. m. k. mörg hundruð. Rennslis- mælar voru þá ekki til. — Hvar voru þessir benzín- mælar? — Fyrst var einn niðri í olíu- portinu við Amtmannsstíg. — Og hinn? — Það var annar hjá ísafold. En óg get sagt þér það, að einn maður hefur nú alveg nóg með benzínið og olíuna eingöngu. Alltaf einhver á ferðalagi — Þegar þið lítið eftir, farið þið út af örkinni og gangið milli verzlana og fyrirtækja. — Já, það er alltaf einhver okkar á ferðinni. — Ert þú ekki hættur því nú orðið? — Jú, en ég var í þessu fyrst. — Hve lengi? — Ég var nú ekki beinlínis talinn í svoleiðis sendiferðum, ferðum, nema þennan tíma, sem ég var hjá Þorkeli fyrstu árin En ég fór nú samt eftir það. — Hvernig gangið þið á röð- ina? — Landinu hefur verið skipt í þrjá hluta auk Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Austfirði, Norður- land, Vestfjarðakjálkann og Snæ- fellsnes. — Og á hverju ári er einhver hér af stofunni á ferð um ein- hvern þessara hluta? — Já, það er alltaf einhver á ferð. Jón Agnars hefur farið mik- ið um landið að líta á vogir. en Gunnar sonur minn aftur á móti athugað benzín -og rennslismæla. Sumum þótti þetta óþarfi — Hvernig eru svo viðtökurn- ar? — Þær eru yfirleitt góðar. Sumum þótti þetta nú reyndar óþarfi í fyrstu og voru ekkert allt of hrifnir af að þurfa að borga. — En það hefur lagazt. — Já, já. Náttúrlega má finna einn og einn mann, sem enn er gamaldags, í hugsunarhætti. En þess er líka pétt að geta, að fram- segir Oskar Bjart™ marz, eftir f jögurra áratuga kynni af vogum og mæli- tækjum, fólki og ferðalögum víða um land an af var tekið sama gjald fyrir skakkar og réttar vogir. Og mönn um fannst stundum óþarfi, áð við værum með nefið niðri í þessu. — Er ekki enn tekið eftirlits- gjald? \ — Ekki nema vogin sé rétt. — Einu sinni heyrði ég um kaupmann, sem notaði fingurinn auk lóðsins. — Já, þetta hefur maður allt saman heyrt og séð, þó að maður láti það ekki uppi. Það er margs að gæta . pólitík. . ættingj- ar. En vitanlega voru undirtektir manna dálítið misjafnar fyrstu árin — En þeir eru ekki óþjálli nú en þá? — Nei, ekki nema síður sé. Það .er þá undantekning, ef svo er. — Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað skemmtilegt af ferðalögum eða þeim, sem þú kynntist? — Ég veit ekki. Ég get náttúr- lega sagt þér, að það var einn sölumaður, sem ég þekkti hér í gamla daga, sem ekki kunni við tvo eða þrjá kaupmenn úti á landi og sagði mér, að ég þyrfti ekki að búast við neinu góðu af þeim. Nú, ég fékk hvergi betri mótttökur. Þeir voru aðvitað dá- lítið stórir karlar þá. En hjá tveimur þeirra bjó ég og kom alltaf til eins, þegar ég stanzað'i á Húsavík. Svo að það er ekki ævinlega að marka, hvað sagt er. — Þeir reyndust þér allir vel? — Það var eins og þeir ættu í mér hvert bein. JSinn var óskap- iega heimakær, fór aldrei á skemmtanir eða neitt. En eitt sunnudagskvöld fór hann með mig á ball, bara af því að hann hélt, að ég væri að drepast ilr leiðindum. Ég bjó hjá honum þá. En svo endaði það nú samt þannig, að hann sagði við mig: „Eiginlega getum við nú varla verið þekktir fyrir að vera hérna lengur." Og þá fórum við heim. Með pjönkurnar frá Grindavík — 1921 var ég á eftirlitsferð norðanlands, og máður einn úr Reykjadai reiddi mig frá Húsa- vík til Akureyrar. Ég man ekki, hvað hann hét, en þá geisaði lömunarveikin um héraðið og þetta var snemma í júní. Og ó- færðin var svo mikil á Vaðla- heiði, að hún var varla fær með hestana. Það lá allt í kviði á Ieið- inni. En inneftir komumst við þó heilu og höldnu. — Hvar byrjaðirðu ferðina? — Þá byrjaði ég á Austfjörð- um, í maíbyrjun minnir mig. Þau árin fór ég vanalega af sfað seint í maí eða snemma í júní, og kom ekki heim fyrr en i sept- ember eða október — Hafið þið bíl núna? — Já. ég hef bíl — En hinir fljúga? — Já, fljúga eða kaupa sér bíl. — Veturinn 1920 var ég líka á Suðurnesjum, og þá mátti mað- ur bera pjönkur sínar frá Grinda- vík og hingaf til Reykjavíkur yf- ir háveturinn. Það þýddi lítið að bjóða eftirlitsmönnunum það núna að ganga Mngað frá Grinda- vík eða Keflavík með töskurnar sínar. Ég er hræddur um, að þeir bæðu þá að heilsa. Blekkingin biinar á öllum — Hafið þið enga hugmynd um, hve margar vogir lúta ykkar | eftirliti? ; — Það er ekki þægilegt að svara þessu. Árið, sem leið, lög- ; giltum við á annað þúsund vogir j eða mælitæki. En nota bene, sumar hafa verið löggiltar áður. Sumar eru nýjar, aðrar hafa orð- ið skakkar, og þær þarf að lög- gilda aftur. Og svo gildir löggild- ingin ekki til eilífðar. — Hvað þarf að endurlöggilda eftir langan tíma? — Það er misjafnt eftir stærð og gerð. Frá einu til sex ára. Þessar stóru, eins og bílavogirn- ar, þarf að löggilda eftir árið. Svo fórum við að spyrja Óskar Bjartmarz um aldur og uppruna. — Og nú ertu að hætta eftir 41 ár. — Já. — Ertu orðinn of gamall? — Já, ég er sjötugur, varð það í sumar 15. ágúst. Svo að minn starfstími er liðinn samkvæmt lögum landsins. — Hvaðan ertu ættaður? — Ég er fæddur á Neðri- Brunná í Saurbæ í Dalasýslu. Versf fyrir þá sjálfa — Nú komizt þið að því, að vog er skökk. Hvað gerið þið þá við hana? — Við gerum við hana eftir að þeir eru búnir að senda okk- ur hana. — Og þið fáið þær alltaf? — Já, svona oftast. Já, já. Við göngum þá bara eftir þeim. En það er að líkindum verst fyrir þá sjálfa, ef það er ekki gert, því að þær eiga það oft til að snuða þá ekki síður en kúnnann. — Hefur þér ekki líkað vel við þína samstarfsmenn? — Jú, ég hef ekkert upp á þá að klaga. Þeir hafa tollað furð- anlega. Það er einn búinn að vera síðan 1934, einn frá ’45, annar frá ’47 og svo sá fjórði síðan 1953. — Hver skipaði þig í embættið á sínum tíma? — Það var þáverandi atvinnu- málaráðherra. Magnús heitinn Guðmundsson. — Og allt hefur gengið vei hjá þér frá byrjun? — Það hefur gengið svona • furðanlega. Nokkurn veginn á- rekstralaust. En þegar ég byrjaði, þá' var ekki neitt neitt. Veður- stofan fór með allt saman. Hún var látin hirða allt. Og 1 því var allra flokka pólitík, rétt fyrir kosningar. Þeir ætluðu að þókn- ast kjósendum með því að ganga af stofunni dauðri, svo að þeir þyrftu ekki að borga vigtargjald- ið. En um það skulum við ekki tala núna. — Það bjargaðist. — Já, það var Magnús Guð- mundsson, sem bjargaði því. Heitar umræður urðu um málið á þingi, en hann sagði bara: Það kemur ekki til mála, að hún verði lögð niður. Og við það sat. Þegar Óskar var spurður, hvort hann vissi, hver tæki við nú um áramótin, þegar búið yrði að gera upp, kvaðst hann reyndar vija, en ekki vilja segja neitt straxt f sama bili kom Jón Agnars og fékk honum bréf með sérstök- um stimpli. Hann tók það og las. Þetta var ráðherrabréf um skip- un Jóns í starfið frá 1. janúar að telja. Svo stóð hann upp og óskaði honum til hamingju, og ég kvaddi þá. Óskar. sem veitt hefur fyrirtækinu forstöðu á fimmta áratug. og eftirmann hans, sem stóð þarna með skip- unarbréfið í hendinni. — hjp. .TJ.MI.NN, laugardaginn 6. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.