Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 3
Þegar 100 manns fórust í fyrradag Þessi mynd er tekin í fyrradag meðan verið var að ná líkum farþeganna úr járnbrautarlestunum, sem rákust á f Hollandi, með þeim afleiðingum, að um hundrað manns fórust og 75 særðust meira eða minna. Björgun- arstörfin voru mjög erfið, þar sem sjö vagnar höfðu runnlð bókstaflega saman [ einn graut. í gærkveldt var hreinsuninni að mestu lokið og hófus/t þá aftur lestaferðir á brautlnnl. Molotov er ekki farinn NTB—Moska, 9. janúar. Það var upplýst í Moskvu í dag, að Molotov hefði átt að fara til Vínarborgar á laugar- daginn var til þess að taka aft- ur við störfum sínum í alþjóð- legu kjarnorkumálanefndinni. Það vakti feiknalega athygli á Vesturlöndum á mánudaginn, þeg ar vitnaðist, að Molotov ætti að fara aftur til Vínarborgar. Hann varð fyrir hörðum árásum á flokks þínginu í Moskva í haust, bæði frá Krústjoff og öðrum og var meðal annars kallaður vonlaus kreddu- dýrkandi. Molotov hvarf þá á brott frá Vínarborg, en aldrei hef- ur verið opinberlega tilkynnt, að hann hafi misst sendiherrastöðu sína þar. Á mánudaginn var það fullyrt í Moskvu, að Molotov væri á leið inni til Vínar. Fyrst var það til- kynnt opinberlega um morgun- inn, og síðan staðfest síðdegis, svo að ekki virðast öll kurl kom- in til grafar í málimu. RUSSABREF •• I OÞOKK ADENAUER NTB—Bonn, 9. janúar. Von Eckardt, blaðafulltrúi vestur-þýzku stjórnarinnar, lét í dag birta orðsendinguna, sem Sovétríkin sendu Vestur- Þýzkalandi 27. desember síð- Nýlendu- stefna Sþ NTB—Elisabethville, 9. janúar. Utanríkisráðherra Kat- anga, Evarista Kimba, sagði í dag, að verið væri að undirbúa áætlun, þar sem gert væri ráð fyrir, að Kongó yrði lagt undir alþjóðastjórn. Kimba sagði, að þetta væii nýlendustefna af versta tagi og myndi Katanga aldrci samþykkja það. Hann sagði, að sérstakt ráð, myndað af þjóðum, sem hafa hagsmuna að gæta í Kongó, ætti að stjórna landinu frá 1962 lil 1968, samkvæmt áætluninni. Hann sagði, að þetta mundi leiða til þess, að Sameinuðu þjóðirnar næðu algjöru tang arhaldi á efnahag landsins. Kimba sagði, að mesta hættan, sem Kongóbúar horfðust nú í augu við, væri hin nýja nýlendustefna í gervi tækni — og efnahags aðstoðar, og héldi þessi ný lendustefna kverkatökum á stjórninni í Leopoldville. ast liðinn, en miklar getgátur I varautanríkisráðherra. hafa hingað til verið á kreiki um efni hennar. Eckardt birti ,}. orðsendingunni segjast Sovét- , nkin vera reiðubuin að ganga til orðsendinguna i oþokk Aden- samninga um Berlín, jafnvel áður auers kanzlara og Carstenslen gerður verði friðarsamnmgur Sprengdu hjá landsstjóranum NTB—Algeirsborg, 9. jan. OAS-menn sprengdu í nótt sem leið plastsprengju í aðal- stöðvum frönsku landsstjórn- arinnar í Alsír, en engin slys hlutust af. Aðalstöðvar landsstjórnarinnar voru fluttar í fyrra frá Algeirs- borg til Rocher Noir, 50 kílómetra utan borgarinnar, til þess að forða landsstjórninni undan æsingum í Algeirsborg. Þarna er afar strang ur lögregluvörður, en eigi að síð- ur tókst hinum róttæku hægri mönnum í OAS að framkvæma sprenginguna. Þótt hryðjuverk QAS hafi auk- izt mikið síðustu daga, þykir ekki sennilegt, að samtökin reyni að gera byltingu í Alsír á næstunni. við Austur-Þýzkaland. Sovétríkin segjast ekki heldur vera á móti því, að Vestur-Berlín hafi áfram stjórnmálaleg, efnahagsleg og menningarleg tengsli við Vestur- Þýzkaland. Á hinn bóginn segir í orðsend- ingunni, að Sovétríkin geti alls ekki fallizt á, að Vestur-Berlín fái efnahagsstuðning frá Vestur- Þýzkalandi. Einnig segir í orð- sendingunni, að Vesturlönd vilji ekki afvopnun eða skynsamlega lausn Berlínardeilunnar, Þessi atriði orðsendingarinnar hafa vakið svartsýni margra. Ad- enauer kanzlari sagði í kvöld, þeg ar hann lýsti því yfir, að hann hefði verið mótfallinn birtingu orðsendingarinnar, að efni orð- sendingarinnar væri gamlar nýj- ungar. VI i: L. Ekki inn- rás strax NTB—Djakarta, 9. janúar. Ekki er falið líklegt, a8 Indónesía reyni að gera innrás í Papúa fyrr en í fyrsta lagi síðar á árinu, þótt Subandrio, utanríkisráðherra Indó- nesíu, segði í dag, að sér virtust litlar horfur á því, að viðræður hæfust við Hollendinga í bráð út af eynni. Súkarnó Indó- nesíuforseti og sendi- herra Bandaríkjanna í Djakarta héldu fund í dag til að reyna sam- komulagsleiðir. Talið er mögulegt, að Indónesía muni fást til að semja um landsstjórnina á Papúa, þótt spurningin um sjálfsrtæði eyjarskeggja verði látin bíða vseinni tíma. Á hinn bóginn eru stríðshótan- ir Indónesíu taldar alvarleg- ar, þótt ekki komi til árásar að sinni. Suharto hershöfðingi var í dag skipaður yfirmaður innrásarsveita Indónesíu- hers. Samtímis voru tals- verðir herflutningar í aust- urhluta Indónesíu. Öryggisráðstafanir hafa verið auknar mikið í Indó- nesíu, síðan Súkarnó forseta var sýnt banatilræði. Frétt- irnar um tilræðið vöktu mikla athygli og reiði í Indónesíu. er um Þykjast ekkert vita Lögreglan í Algeirsborg segir, að sjónarvottar að plastsprenging- um segist alltaf ekki hafa séð neitt, þegar þeir eru yfirheyrðir. Annað hvort hafa frönsku íbúarn- ir samúð með hryðjuverkamönn- unum eða þá, að þeir þora ekki að segja neitt af ótta við hræðilegar hefndir OAS. Talið er, að innsti kjarni OAS- hreyfingarinnar samanstandi af 60 Frökkum og 60 mönnum, frá Indó ■ kína, sem studdu Frakka í styrj- ; öldinni þar fyrr á árum. Samkomulag ávexti og grænmeti NTB—Bruxelles, 9. janúar. Ráðherraþing Efnahags- bandalagsins hélt enn fund í dag, en náði ekki neinum ár- angri. Umræðurnar snerust um ávaxta- og grænmetismál landbúnaðar bandalagsríkj- anna. Mikið ósamkomulag rík- ir í þeim efnum milli Vestur- Þýzkalands og hinn bandalags- ríkjanna fimm. Annar þáttur Efnahagsbanda- lagsins heíur nú tafizt um níu daga, en ráðherraþingið heldur stöðugt opnum möguleikanum á að framkvæma annan þáttinn á þessu ári. Ef hins vegar næst ekki samkomulag í vikunni, má reikna með miklu lengri frestun. 11 eftir af 15 Hingað til hefur aðeins náðst samkomulag um fjögur af 15 at- riðum, sem eftir var að semja um, þegar fundirnir hóflust 15. desember síðastliðinn. Samkomu- lag verður að nást um þau 11 at- riði, sem eftir eru, áður en lengra verður haldið. Viðræðurnar á fundunum í dag snerust aðallega um haftaákvæð- in, sem veita Vestur-Þýzkalandi rétt til að stöðva innflutning á ávöxtum og grænmeti, ef mikið verðfall verður heima fyrir. Ítalía, Frakkland og Holland vHja halda ákvæðum um höft á innflutningi þessara vara, en eru á móti þvi, að ákveðið verðfall geti tekið fyr- ir innflutninginn. Þau vilja láta ráðgjafanefnd Efnahagsbandalags- ins um að ákveða, hvenær höft komi til framkvæmda. TÍMINN, miðvikudaginn 10. janúar 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.