Tíminn - 10.01.1962, Side 4
Stúlkurnar í Caledonia
Dansað
JT
I
Við lögðum Ieið okkar ofan
á City Hotel til að hitta stjórn-
anda og fararstjóra skozka
dans- og söngflokksins Cale-
donia að máli. í stiganum varð
dökkhærð dansmær á vegi
okkar, og við spurðum hana„
hvar höfuðpaurinn væri að
finna. Ðrosandi dansaði hún á
brott, en kom aftur að vörmu
spori og bað okkur að ganga
inn á herbergi 406. Andrew
Macpherson tók á móti okkur
í dyrunum, hávaxinn og vörpu
legur.
Hin glæsilega sólósöngkona,
Hilde Stewart, var stödd hjá hon-
um, þegar við komum. Kvöldið áð-
ur höfðu þau sungið og leikið list-
ir sínar í Þjóðleikhúsinu við hrifn-
ingu áhorfenda, en kvöldið eftir að
við hittum þau á hótelinu sann-
færðumst við um, að þessi alda-
gamla Hálandamúsík lætur vel í
eyrum, og Hilde Stewart er óvenju
tignarleg primadonna.
Á leið vestur um haf
— Hvaðan komuð þið?
— Beint frá Glasgow.
— Og ætlið vestur um haf?
— Já, við förum héðan eftir
sýningu í kvöld. Við erum á leið-
inni til New York, en þaðan förum
við í sýningarferðalag um Amer-
íku og Kanada. Það er önnur ferð-
in mín þangað með svona hóp. En
Skotarnir í pilsum.
í þeirri fyrri var annað fólk en nú
er í Caledonia.
— Hvenær fórstu í þá ferð?
— Hún stóð yfir frá því í októ-
ber 1960 og þangað til í febrúar
1961.
— Gerðuð þið ekki hvínandi
lukku?
— Jú, þetta tókst skínandi vel,
— segir Macpherson og biður
Hildu að ná í auglýsingabækling,
sem þau létu á þrykk út ganga,
þegar blaðadómar, sem allir voru
lofsamlegir í garð flokksins og
kryddaðir orðum eins og „ele-
gance“ og „charm“, skreyttu síður
Ameiíkublaðanna.
— Hefur þessi nýi flokkur kom-
ið fram áður?
— Já, við komum fram í skozka
sjónvarpinu um daginn. Það mætti
segja, að við hefðum sungið nýárið
í garð heima.
— Þið hafið aldrei sýnt á meg-
inlandinu?
Umhverfis jörðina
— Nei, en við vonumst til að
geta heimsótt Svíða, þegar við kom
um frá Ameríku.
— Ætlið þið þá að koma hér við
á leiðinni?
— Já. Við komum hingað senni-
lega 8. april.
— Fáum við að sjá ykkur aftur
í Þjóðleikhúsinu?
— Því ræð ég ekki einn, svarar
Macpherson og lítur brosandi til
söngkonunnar.
— Hefur ykkur aldrei dottið i
hug að fara umhverfis jörðina?
(Ljósm.: TÍM'WN.GE)
— Jú, satt að segja vildi ég 7.......' t....;...' '
gjarnan að af því gæti orðið. Við
höfum verið að bollaleggja að
leggja af stað í september og fara
þá til Nýja-Sjálands, Japan og
Ástralíu. Og þar verður okkur
áreiðanlega vel tekið.
Miöstöðvarhiti
— Hvenær var Caledonia stofn-
uð?
— Það var í fyrra. Þá ákvað ég
að fara aðra ferð vestur og fór af
stað í leit að söng- og dansfólki
heima í Skotlandi. Svo valdi ég
úr, þannig, að í flokknum eru nú
aðeins þeir beztu, sem ég fann.
Þetta er frægasti dans- og söng-
flokkur í Skotlandi, og þó að
merkilegt sé, enxm við flest úr
Glasgow og umhverfi.
— Eruð þið ekki átján?
— Jú, 10 karlmenn og 8 stúikur.
— Hvernig leizt ykkur á Þjóð-
leikhúsið?
— Ágætt hús, ljómandi gott. Það
er fallegt og hljómburðurinn mjög
góður. Og viðtökurnar í gærkvöldi
voiu skínandi.
— Hafðirðu komið hingað áður?
— Já einu sinni og verið v,el tek-
ið í bæði skiptin.
— Hvernig lízt ykkur á Reykja-.
vík?
— Vel, svaraði Hilda. — Við
héldum, að hún væri allt öðruvísi.
Og svo hélt ég, að hér væri ískalt.
Ég var búin að kvíða mikið fyrir
því. Og svo þegar öllu er á botn-
inn hvolft, þá er alls staðar mið-
stöðvarhiti.
Og kvöldið kom, klukkan varð Andrew Macphcrson
átta, og tjaldið var dregið frá. fararstjóri
Utan úr rauðu rökkrinu heyrðust
tónar sekkjapípunnar, sem öldum
saman hafa bergmálað í skozku há-
löndunum, en pípuleikarinn birt-
ist í litklæðum og köflóttu pilsi.
Svo komu stúlkurnar dansandi
inn á sviðið í hvítum kjólum með
græna, pilssíða trefilinn yfir öxl-
ina, og óðar en varir er Skotland
búið að helga sér svið Þjóðleik-
hússins. Gamlir hálandasöngvar
um ástir og rómans svífa út í sal-
inn. Við og við gengur einn karl-
mannanna feti framar en hinir og
syngur einn, meðan hinir púa und-
ir, og Hilde Stewart leikur og syng-
ur með tignarbrag þeirrar svið-
vönu glæsikonu, sem ekki þarf að
gera sig til.
Blikandi sverð eru borin inn á
sviðið, og oddarnir nema hvor við
annan, síðan eru þau lögð niður í
kross, sverð siguivegarans ofan á
vopn hins, sem beið lægri hlut, og
sverðdansinn hefst, og fimi hinnar
dvergvöxnu Skotastúlku og herr-
ans í pilsinu er ótrúleg í augum
þeirra, sem halda niðri í sér and-
anum aftur í sal.
Tjaldið fellur, en Andrew Mac-
pherson kemur fram á pallinn og
þakkar móttökurnar í leikhúsi
borgarinnar, sem þau óttuðust
sum, að væri svo köld.
Hann biður leikhúsgesti að taka
undir við. hópinn á sviðinu, og
„Hin gömlu kynni gleyöiast el“ er
þeirra kveðjulag, enda eru þau
stoltir landar þess háskozka skálds,
sem samdi textann af einlægni
hjartans, Robert Burns.
Hvað er undir pilsinu?
í sýningarlok skruppum við að
tjaldabaki til að virða fyrir okkur
sannan Skota í pilsi.
— Hvað er undir pilsinu?
— Það er hernaðarleyndarmál,
segir Ijóshærður, hávaxinn Skoti
og brosir út í bæði munnvikin.
— Þið hafið kannske farið í tvö
vegna hugsanlegs kulda?
— Maybe —
Hálandsmeyjarnar voru á þönum
fram og aftur um ganginn, en
Rósinkranz þakkaði Macpherson
fyrir komuna og ós'kaði honum til
hamingju með kvöldið.
— Hvernig lízt þér á ísland?
spurðum við eina danserinnuna,
— Yndislegt land, svaraði hún.
(Framh a 13 síðu.)
TÍMINN, miðvikudaginn 10. janúar 1962.