Tíminn - 10.01.1962, Side 13

Tíminn - 10.01.1962, Side 13
FIMMTUGUR: Grímur Gísiason, oddviti, Saurbæ í Vatnsdal Árið 1907 fluttu hiugað í Vatns dalinn ung hjón og hófu búskap í Þórormstungu. Þessi hjón voru Gísli Jónsson frá Stóradal og Katrín Grímsdóttir frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum. Fljót- lega kom í 'ljós ,að hjónin voru óvenjulega vel samhent um alla búsýslu, og þótti heimilið bera vott um einstaka snytrimennsku bæði utan hús og innan. Búið óx, og börnin fæddust hvert af öðru. Alls eignuðust þau hjónin fimm börn, fjórar dætur og einn son. Eina dóttur átti Gísli áður en þau giftust. í dag, 10. janúar, er einkason- ur þessara heiðurshjóna, Grímur bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, fimm- tugur. Á árunum fyrir og eftir 1920 j var margt af efnilegu, ungu fólki að alast upp hér í dalnum. Fé-í lagslíf var hér með talsverðum: blóma, og var, á árunum, sem ungmennafélags'hreyfingin fór sig- urför um sveitir landsins, stofnað hér málfundafélag, sem síðar var breytt i ungmennafélag. Fundir voru haldnir á heimilunum til skiptis, þar sem bezt voru húsa- kynni. Alls konar málefni voru rædd. haldið úti handskrifuðu blaði,, sem fjöldi manns lagði til efnig í, bæði í bundnu og óbundnu máli. Blaðið' hét Ingimundur gamli og var les- ið upp á félagsfundum. Oft var svo dansað eða farið í leiki í fund- arlokin og var þá oft fjör í tusk- unum. Hér í dalnum er oft á vetrum gott skautasvell, og var það góð- ur siður,, hér áður fyrr, að unga fólkig hópaðist saman og lék sér á skautur. Fleira hafði fólk sér til skemtunar, s.s. tafl og spil. Jafn- vel voru gæðingarnir teygðir á hinum sléttu ísum, og þá ekki sízt Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Tónleikar í Háskólabíóinu, fimmtudaginn 11. janúar 1962, kl. 21.00. Stjórnandi: Jindrich Rohan Einleikur á hörþu: Marie Luise Draheim EFNISSKRÁ: Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían nr. 8, h-moll Claude Debussy: Tveir dansar fyrir hörpu og strengjasveit: a) Danse-sacrée b) Danse profane Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 6, op. 68, Pastorale. , Áskriftaskírteini gilda sem aðgöngumiðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skóla- vörðustíg og í Vesturveri. í Þórormstungu, æskuheimili Gríms. Við þennan sveitarbrag ólst Grí,mur upp, og tók hann sjálfur mikinn og góðan þátt í ungmenna félagsskapnum, þegar hann varð fulltíða. Fyrst sem óbreyttur fé- laigi og síðar lengi sem aðal for- ystumaðurinn, Átti hann mikinn þátt í því, að ungmennafélagið eignaðist sitt eigið bús á erfið- leka árunum eftir 1930. Eins og fyrr getur, bju-ggu for- eldrar Gríms í Þórormstungu, en árið 1925 kaupa þau jörðina Sau- bæ, og flutti' öll fjölskyldan þang- að. Saurbær var fremur lítil jörð, en snotur, og fylgdi sá ókostur, að land jarðarinnar lá undir land- broti frá Vatnsdalsá, með þeim afleiðingum, að áin braut mikinn hluta af bezta ræktunarlandi jarð- arinnar. Gerðu þeir feðgar sitthvað til að varna þessu landbroti, en ekk ert virtist standa fyrir ánni, þegar hún var í sínum versta ham. Árið 1931 fór svo Grímur að Laugarvatnsskóla og síðar að Hvanneyri, Aflaði hann sér mjög staðgóðrar menntunar, enda held ég að segja megi, að hann sé með allra starfhæfustu mennum á því sviði, hér í sýslu. Eins og að líkum lætur, hefur Gr.ímur ekki losnað við það, að taka þátt í opinberum störfum fyrir sveit sína og sýslu. Hefur hann átt sæti á ótal fundum í hér- aðinu auk þess sem hann hefur verið formaður búnaðarfélagis sveitarinnar um langt skeið og í nærfellt 8 ár' hefur hann verið oddviti hreppsins. Söngmál sveitarinnar hefur Grímur látið til sín taka. Var fyr- ir nokkru stofnaður kirkjukór fyrir hans tilstilli, og er elzta dótt- ir hans fors'öhgvari kirkjunnar. Ég held að það sé ekki ofmælt, að Grímur hafi vaxið af störfun- um og eigi þökk og virðingu sam- borgaranna fyrix þau öll. Árið 1940 kom ung og myndar- leg stúlka sem kaupakona hér í dalinn' Heitir hún Sesselja Svav- arsdöttir. og var frá hinum ört vaxandi útgerðarbæ, Akranesi. Leizt Orími strax vel á stúlkuna og leiddi það til þess, að þau giftu sig árið eftir. Hófu þau búskap í Saurbæ árið 1942 og hafa búið þar síðan. Jörðina hefur Grímur bætt mjög mikið, byggt upp öll peningshús, endurnýjað íbúðarhúsið og rækt- að allt. sem hægt er að rækta neðan brúnar. Núna á síðastliðnu sumri byrjaði hann að undirbúa stórfellda ræktun uppi á Hálsi Ég hef oft hugsað um það. að Grímur hefði verið mikill rækt- unarmaður,' ef hann hefði búið á jörð, sem hefði góð skilyrði til slíkra umsvifa. Bú þeira hjónanna, Gríms og Sesselju ,hefur veri mjög gagn- samt, ekki ýikja stórt, en allt staðið föstum fótum, enda er fjöl- skyldan mjög samhent. Börn þeirra hjóna eru fjögur, þrjár dætur og einn sonur, öll efnileg og bráðdugleg. Að endingu vil ég óska Grími og fjölskyldu hans alls góðs og vona ag honum endist lengi líf og heilsa til að vinna að hugðarefn- um sínum, auk þess að miðla öðr- um nokkru af sínum góðu starfs- kröftum. Undir þá ósk veit ég að margir taka, með því að senda honum hlýjar kveðjur og áreiðan- lega munu margir koma til að ! taka í höndina á honum á þessum merkisdegi í lífi hans. G.J. Dansað í pilsum (Framhald at 4 síðu) Mig langar að koma hingað aftur. — Kannski kemurðu í vor — — Ef það verður, skal ég segja þér allt, sem þú vilt, en ég má ekki vera að því núna. Við eigum eftir að hafa fataskipti og ganga frá, og flugvélin okkar á að fara frá Keflavik eftir stutta stund. — Hlakkarðu ekki til að fara vestur? — Jú, auðvitað. Það er alltaf gaman að ferðast. Macpherson þurrkaði af sér svit ann á bak við tjöldin. Hann var ánægður með viðtökurnar og kvað alls ekki útilokað, að Caledonia ætti aftur eftir að skemmta hér. — Við þurfum sannarlega ekki yfir neinu að kvarta, sagði hann að lokum. StySjið yðar eigið tryggingarfélag. Tryggið bíl yðar hjá ÁBYRGÐ. — Athugið, að hafa samband við um- boðsmenn okkar eða skrifstofu fyrir 1. febrúar n.k. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LIFA í BINDINDI Abyrgdp ÞAÐ BORGAR SIG AÐ TRYGGJA HJÁ ÁBYRGÐ TRYGGINGAFELAG BINDINÐISMANNA Laugavegi 133 . Sími 17455 og 17947. Amsterdam Framhald aí 8 síðu , fögur, en svo veikbyggð, að alla tíð hefur orðið að hressa upp á hana öðru hvoru. Frægustu menn Hollands hvila þar, svo sem de Ruyter, flotafor- ingi, sem ævilanigt barðist við Englendinga og Joost van de Von del, mestu skáld Hollendinga. All ir hollenzku einvaidskonungarnir voru krýndir í þessari kirkju. Aðeins 9t000 komu affur Það er löng, en skemmtileg gönguferð frá Konungshöllinni óg út á hið fræga torg, sem kennt er við Rembrandt. En það er ó- mögulegt að verða þreyttur á þess ari leið, því að hún liggur um Kalverstraat, aðalverzlunargötu Amsterdam og þar með Hollands, þar sem hundruð og aftur hundr uð glæsilegra og fullkominna verzl ana og veitingahúsa er ag finna. Þar er jafnbjart á nóttu sem degi, því að ekki skortir neonljósin. Allt Rembrandttorgið er umkringt kaffihúsum og veitingastöðum, þar sem hægt er að fá sér kaffisopa eða glas af bjór undir berum himni sumar sem vetur, því að stéttir og borðpallar eru þá hit- aðir upp. Frá torginu liggur aðal- gata út í Gyð'ingahverfið. sem fyrir stríð var fjörugasta borgarhverfi Amsterdam. Þeir. sem vildu njóta hins sanna Amsterdamlífs. fóru þangað snemma á sunnudagsmorgnum til að sjá oig heyra Gyðingakaup- mennina selja varning sinn. bæk- ur. grænmeti, ávexti o fl. á mark- aðstorgunum. Þar gerðist ævin- lega eitthvað broslegt, alltaf mátti heyra þar músík, og að jafnaði léku trúðar þar listir sínar fólki til skemmtunar. Nú er þetta hverfi næstum autt. Nazistar fluttu þá 75,000 Gyðinga, sem þar bjuggu, nauðuga í gasklefana. Aðeins níu þúsund lifðu það af og komu aft- ur. Enn er hverfið athyglisverður borgarhluti, en stjórnin hefur nú ákveðið að jafna þar allar bygg- ingar við jörðu, því að enginn vill lengur búa í hverfi, sem hefur glatað svo miklu af töfrum sínum og býr yfir svo mörgum dapurleg um minningum. , Að horða meS prjónum En ef þig skyldi langa að koma 1 hverfi, þar sem sífellt er iðandi líf, skaltu leggja leið þína inn í TÍMINN, miðvikudaginn 10. ianúar 1962. | „dökku Amsterdam“ og Kínahverf ið. Það er elzti hluti Amsterdam og sumar göturnar þar svo þröng 1 ar, að tveir eiga erfitt með að mætast. Að næturlagi þykir jafn- vel heppilegra fyrir Amsterdam- búa ag fara ekki einir síns liðs inn í hverfið, því að þar gatur allt skeð. Hollendingar kalla það „Aqu i arium“, og það er undirheima- ; hverfi, þar sem gleðikonur bíða ! sjómanna. En í þessu hverfi fæst einnig beztur og ódýrastur matur. Ef hann er ekki góður, á veitinga maðurinn á hættu, að íbúarnir í nágrenninu ráð'ist á staðinn og skilji ekki eftir steim yfir steini. Ef þig langar í þjóðlegan, kín- verskan mat, þarftu ekki að ganga lengi um Kínahverfið, því að þar eru að minnsta kosti 60 kínversk ir og indónesískir veitingastaðir á víð og dreif. í einu öngstrætinu taldi ég meira að segja 15 slíka. Kínverjar verða mjöig upp með sér, ef þú biður um prjóna til að borða hrísgrjónin með, eins og siður er í heimalandi þeirra, en vonlaust er að þér takist vel upp með prjónana í fyrstu atrennu. Biddu um hrátt kjöt Þeir, sem elskari eru að ljósinu, taka sér göngu um fjölförnustu götu Amsterdam, Leidschestraat, sem liggur að Leidschepleintorgi. Þetta torg er upplýst á nóttunni, en allt í kring eru veitingahús og barir. Barirnir eru einkum þeir staðir, sem listamenn og þeir, sem klæðast og hegða sér svipað, safn ast saman og sötra feaffi eða bjór dag og nótt og skrafa um listir, pólitík og stelpur. Þegar þeir eru orðnir þreyttir af talinu og veikir af bjór og kaffi, standa þeir upp og rölta eitthvert, þangað sem þeir geta fengig keypt ilmandi morgúnbraug með alls kyns kjöti, osti og salati. Slíkir staðir eru í hverri götu, og salan eykst þar einkum eftir að barirnir hafa lokað. Flestir eru þeir opnir, meðan einhver er svangur. Þar er sérréttur Amster- dam seldur: brauð með hráu, söx- uðu kjöti, lauk og pipar. Vincent van Gogh-safnið Auðvitað eru mörg merkileg söfn í Amsterdam. Borgin hefur í aldanna rás átt svo marga heims fræga listamenn, að listaverk þeirra nægðu til að fylla geysistór ar byggingar. Er þar jafnt um ag ræða teikningar, málverk, leir- ker bækur, eftirprentanir o. s. frv. Dýrmætust eru verk hollenzku meistaranna frá 16. og 17. öld, en þau eru geymd í Ríkissafninu, sem á engan sinn líka í Hollandi né Evrópu. Þá ber að n,efna Borgarsafnið. Athyglisverðasta deildin þar er sú, sem hefur ag geyma 250 mál- verk eftir Vincent van Gogh, er bæði sýna Hollandstímabilið í list hans, en þá málaði hann í dimm- um, mjúkum litum og einnig Ar- lestímabilið. þegar hann málaði með björtum. skærum litum i Suð ur-Frakk)andi. Jöfnum höndum eru þarna kynntir impressionist- ar og nútímamálarar frá Monet tii Picasso og Toulouse-Lautrec til Braqup. Lírukassarnir Meðan gengið er um Amster- dam má alls staðar heyra í líru- kössuim, svo að ekki er um að vill ast. Hásir hópar manna réika með kassana frá einu götuhorninu til annars og töfra i fram voldugan samhljóm, sem trumbur, hljóðpíp- ur og skálabumbur deyfa Stund- um má jafnvel greina rödd þess. sem snýr hjólinu, ekki sízt ef ver ið er að leika sannkallað Amster damlag. Einn úr hópnum gengur um með söfnunarbauk. sem lagt er ríkt á vig vegfarendur að fleygja skildingi i. Lírukassinn er skýrasta tákn bessarar stoltu borgar, sem marg- breytnin gerði sterka, en atkvæða miki'l framtakssemi stóra. n

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.