Tíminn - 10.01.1962, Blaðsíða 14
frelsl, þvl að með því vinnið
þér þjóðaþökk og fyrirgefn-
ingu Guðs.
— Það hef ég boðið þeim,
en því var hafnað, svaraði
Saíhedin. — Hví ætti ég að
veita þeim það nú, er þeir eru
yfirunnix?
— Herra, sagði Rósamunda.
— Munduð þér, sem eruð
svo hraustur sjálfur, ásaka
þessa riddara og hermenn fyr
ir það, að þeir hafa barizt
gegn ofurefli? Munduð þér
ekki hafa talið þá bleyður,
hefðu þeir gefizt upp og gefið
upp borg þá, þar sem frelsari
þeirar dó, án þess að leggja til
orrustu, til þess að frelsa
hana. Ó, ég er þreytt. Eg get
ekki sagt meira, en auðmjúk
á knjám mínum grátbæni ég
yður einu sinni enn, að mæla
miskunnarorðið, og láta ekki
blóð þessara kvenna og barna
kasta skugga á sigur yðar.
— Standið upp, sagði Sal-
hedín loks, — og vitið það,
frænka, að þér hafið komið
fram í þessu máli, sem ætt
minni sæmir. Þér megið einn
ig vita, að ég mun íhuga bæn
yðar. Nú verð ég að ráðfæra
mig við hjarta mitt og á morg
un mun bæn yðar verða neit-
að eða fullnægt. Þér sjálf,
sem eruð dæmd til dauða og
riddari sá, er að fornum sið
kýs að láta líf sitt með yður,
eigið kost á að taka trú vora
og með henni líf og heiður.
— Við neitum því, svöruðu
þau Vulf og Rósamunda í
einu hljóði.
Salhedín laut höfði eins og
hann hefði ekki vænzt annars
svars og litaðist um, og héldu
viðstaddir, að hann væri að
gæta að böðlunum til þess að
fullkomna dauðadóm þeirra.
En hann sagði aðeins við
foringja mamelúkanna:
— Takið þau með, gætíð
þeirra sitt í hvoru lagi. Þú á-
byrgist þau með lífi þínu.
Gefðu þeim mat og drykk og
gæt þess, að ekkert verði þeim
að meini.
Salhedín sendi skömmu síð
ar Egbert biskup og Godvin
til Jerúsalem með svohljóð-
andi boðskap:
„Gefið hina helgu borg upp
á morgun fyrir mér og látið
alla íbúa hennar gefast upp
og á mitt vald, sem fanga. Eg
mun svo halda þeim í fjöru-
tíu daga gegn lausnargjaldi.
Boðinu var tekið.
Rósamunda og Vulf biðu
þessa fj örutíu daga í hinu ein
manalega fangelsi sínu og
biðu dauðans.
Eitt kvöld, þegar Rósa-
munda kraup til bæna, áður
en hún gengi til hvílu, 'voru
dyrnar opnaðar og foringi
varðliðsins kom í ljós. Hann
heilsaði henni og bað hana
að fylgja sér.
— Er það dauðinn? spurði
hún.
— Kona, anzaði hann. —
Það er dauðinn.
Hún beygði höfuð sitt í auð
mýkt og fylgdi honum. Fyrir
utan beið hennar burðarstóll
og var hún borin í honum I
Jerúsalem, eftir sorgarbraut-
inni, og loks var numið staðar
við dyr á stóru húsi, sem hún
þekkti strax í tunglsljósinu,
því að gamli boginn var þar
til hliðar.
— Þeir hafa flutt mig til
klausturs hins helga kross, til
þess að lífláta mig þar, sem
ég bað um að verða greftruð,
mælti hún við sjálfa sig, er
hún steig út úr burðarstóln-
um.
Dyrnar voru brátt opnaðar
og hún gekk inn í klaustur-
garðinn, og sá, að allt var þar
skreytt, sem til hátíðar eða
veizlu, því að lampar héngu
þar hvarvetna. Þar að auki
var allt svæðið fullt af serk-
neskum höfðingjum sem báru
embættisbúning sinn, og á
meðal þeirra sat Salhedín og
Látið þau nú ganga saman
sem til brúðkaups til þess að
tæma bikar forlaganna.
Lúðrar voru nú þeyttir á
ný, og kallarar hrópuðu, og
var þeim nú fylgt til kapell-
unnar, og stóðu dyrnar opnar.
Inni hljómaði söngur kvenna,
en það var enginn sorgar-
söngur.
— Fylgið mér bæði, mælti
abbadísin, og þeim var fylgt
upp að altarinu, og krupu þau
svo niður, er hún gaf þeim
H. RIDER HAGGARD!
BRÆÐURNIR
SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM
73
hirð hans.
— Þeir láta mikið bera á
aftöku minni, hugsaði Rósa-
munda.
Lágt hljóð brauzt fram af
vörum hennar, því að frammi
fyrir hásæti Salhedíns stóð há
vaxinn, kristinn riddari.
Hann leit við er hann heyrði
hljóðið og sá hún þá, að það
var Vulf.
Soldáninn horfði á þau og
mælti:
— Sjáið þér nú eftir að
hafa gefið líf yðar vegna Jer-
úsalemsborgar og íbúa henn-
ar?
— Nei, svaraði Rósamunda,
— við gleðjumst af .því að
Guð hefur verið oss góður.
— Það gleður mig einnig,
mælti Salhedín, — og ég
þakka Guði, sem á liðnum tím
um sendi mér sýnina. Farið
nú burt með þau.
Hún var leidd til herbergis
þar sem konur nokkrar biðu
hennar og lokuðu dyrunum á
eftir henni. Konurnar færðu
hana síðan í fagran, útsaum-
aðan búning og konunglega
purpuraskikkju og skreyttu
hana með dýrgripum.
Nú var allt tilbúið. Dyrnar
opnuðust og hún gekk út.
Þá var blásið í lúður og kall
ari hrópaði:
— Víkið úr vegi! Gefið rúm
prinsessunni af Baalbec!
Konumar fylgdu henni eft
ir, er hún gekk aftur fram
fyrir hásæti Salhedíns og
beygði kné sín frammi fyrir
honum.
Síðan stóð hún sem steini
lostin af undrun.
Aftur voru lúðrar þeyttir,
og kallari einn til hægri hand
ar hrópaði:
— Úr vegi! Gefið rúm ridd
aranum Sir Vulf d’Arcy!
Vulf kom nú inn á sjónar-
sviðið, ásamt emírum og að-
alsmönnum, búinn skínandi
herklæðum, gulli greyptum,
og á brjóstinu bar hann ham-
ingjustjörnu Hassans. Hann
gekk til Rósamundu og stað-
næmdist við hlið hennar með
höndina á sverðshjöltunum.
Prinsessa, mælti Soldín. —
Eg gef yður aftur tign yðar
og nafnbót, því að þér hafið
auðsýnt svo mikið göfuglyndi,
og yður, Sir Vulf. heiðra ég
sem frekast ég get, en held
mér til ákvörðunar minnar.
merki, og nú sáu þau, að
kristnir prestar stóðu sinn til
hvorrar handar við altarið.
Egbert blskup, er stóð til
hægri handar, gekk nú fram
og byrjaði að lesa hjóna-
vígslutexta þeirrar eigin trú-
ar yfir þeim.
Síðan gekk gamli biskupinn
aftur inn að áltarinu, og
munkur, með hettu á höfði,
kom og lýsti blessun yfir þeim
með djúpri, hátíðlegri rödd,
sem hrærði hjörtu þeirra á
svo undarlegan hátt, sem það
væri bergmál hinum megin
grafar, hann hélt höndum yf
ir þeim, meðan hann var að
blessa þau, og horfði upp á
við, en þá rann hettan aftur
af höfði hans og bjarminn frá
altarisljósunum féll á andlit
hans.
Það var andlit Godvins, og
höfuð hans var krúnurakað
eins og munkanna.
Aftur stóðu þau fyrir Sal-
hedín, en nú fylgdi abbadisin
og systurnar frá klaustrinu
þeim.
— Sir Vulf d’Arcy, mælti
soldán, og þér systurdóttir
mín, prinsessa af Baalbec. Bik
arinn er drukkinn í botn.
Dómi þeim ,sem ég hafði á-
kveöið yður er fullnægt, og
eftir yðar eigin helgisiðum er
uð þið eitt þangað til Allah
sendir yður dauða þann, sem
ég hef hlíft yður við. Vegna
þess að þið sýnduð miskunn
þessum dauðadæmdu, og vor
uð verkfæri miskunnar, auð-
sýni ég yður miskunn. og þar
með ást mína og virðingu. Lif
ið nú í friði hvar sem þið vilj
ið, og njótið tignar og auð-
æfa, eða farið hvert sem þið
óskið og lifið hinum megin
hafsins. Blesun Allah fylgi
ykkur og snúi ykkur til ljóss-
ins. Kallarar og söngmenn,
fylgið þessum nýgiftu hjónum
til þess staðar, sem þeim er
ætlaður.
Þau snéru sér nú við, og
voru enn hálfringluð og utan
við sig af undrun, og ætluðu
að fara. En sjá, Godvin stóð
brosandi frammi fyrir þeim,
og kyssti þau bæði og kallaði
þau „elsku systur og þróður“.
— En þú, Godvin? stamaði
Rósamunda.
—Eg, Rósamunda. hef einn
ig' fundið brúði mína; hún
heitir „Kirkja Krists“. Endir.
ti! sðiu
Jörðin Torfastaðir III1 Fljótshlíð er til sölu og laus
til ábúðar í næstu fardögum. Til greina koma
skipíi á húseign í Reykjavík. Upplýsingar gefur
Kori Eyvindsson (sími um Hvolsvöll) og í síma
15540, Rvík.
Símahaldararnir
Með festingum fyrir borð eða vegg, eru komnir. —
Verð: kr. 532.75.
Vesturröst h.f.
GNO MIST eru glærar þynnur, sem límdar eru
innan á rúðuna og varna því að móða komi á hana
og eykur því öryggið í umferðinni.
GNO MIST má einnig nota á eldhúsgluggann eða
spegilinn í baðherberginu.
Leiðbeiningar á íslenzku eru í hverjum pakka.
Fæst á flestum benzínstöSvum og bifreiðaverzl-
unum.
UMBOÐSMENN
G. HELGASON & MELSTED H.F.
til öryggis
í umferðinni
Forðizt móðu á afturrúðu bifreiðar yðar.
14
TÍMINN. miðvikudaffinn 10. iamíar 1902.