Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 3
mferð bönnuð
NTB—Algeirsborg og París,
22. janúar.
Landssíjórinn í Alsír ákvað í
dag að grípa fil stóraukinna
ráðstafana til þess að reyna að
vinna bug á hinum sífellduj
uppþotum og götubardögum í j
stærstu borgum landsins. Eru
ráðstafanir landsstjórans mjög
víðtækar.
Gaullistaþingmanninum Paul
Mainguy var í dag rænt afj
OAS-mönnum, en leynilögregl
unni tókst að ná honum aftur
síðar um daginn. Einnig
sprakk í dag stór sprengja í
forgarði utanríkisráðuneytis-
ins. Olli hún stórskaða og einn
maður missti lífið af hennar
völdum.
Jean Morin, landsstjóri í Alsír,
lýsti í dag varúðarráðstöfunum
landsstjórnarinnar. Kr ætlunin að
setja upp vegatálmanir á þjóðveg-
ina, þar sem þeir liggja inn í borg-
irnar Algeirsborg, Oran og Bone,
en i þessum bæjum hefur stríðið
staðið hæst. í þessum bæjum er
ákveðinn 50 km. hámarkshraði bíla
á klst., öll bílaumferð verður bönn
uð eftir klukkan níu á kvöldin og
bílaumferð yfirleitt verður bönn-
uð á stærstu götunum. Lögreglan
mun rannsaka skilríki allra, sem
verða á ferli á götunum og vand-
legar húsrannsóknir verða gerðar.
í dag var enginn maður drep-
inn í Alsír, en verkföll og mót-
mælagöngur voru haldnar að venju
á báða bóga.
Týndur fannst
Paul Mainguy var í morgun
rænt af þremur vopnuðum mönn-
um OAS-hreyfingarinnar. Þeir birt
ENN
(Framhald a) i siðu i
beint talsamband milli flugstjórn-
armiðstöðva sinna við Nprður-At-
lantshaf, en stuttbylgjusamband
þótti ekki koma til greina vegna
truflana. Hafði Alþjóðaflugmála-
stofnunin um þessar mundir ráð-
gert að koma upp últrastuttbylgju
kerfi (Ionospheric scatter) með 1
talrás 'og 4 ritsímarásum. Póst- og
símamálastjórnin taldi slíkt kerfi
ekki nægilega gott, en að bezta
lausnin væri að leysa þarfir, bæði
flugfjarskipta og almennra síma-
viðskipta, með einu fullkomnara
ker'fi.
Ef Alþjóðaflugmálastofnunin
vildi leigja áðurnefndar fjlarskipta
rásir, er hún þarfnaðist milli ís-
lands og Bretlands, í slíku kerfi,
væri það henni í hag og jafnframt
batnaði rekstrargrundvöllur kerf-
isins við það.
Fundur milli póst- og símamála
stjórna Bi’etlands, Danmerkur og
íslands og fulltrúa Mikla norræna
ritsímafélagsins var haldinn í
London 11.—12. desember 1956-
Var þar gerður ýtarlegur saman-
burður á rekstrargrundvelli míkró-
bylgjukerfis og sæsíma. Þótt
stofnkostnaður sæsímans væri :al
inn helmingi hærri en míkróbylgju
kerfisins, var rekstrarkostnaður
hans lægri og talinn tæknilega
betri, en þó var frestað um stund
að taka endanlega ákvörðun um
hver lausnin yrði valin, en síðar
í mánuðinum var sæsíminn fyrir
valinu. Þegar fulltrúar flugmála-
stjórnarinnar fóru á fund Alþjóða
flugmálastofnunarinnar í janúar
1957, fól Eysteirin'Jónsson, ráð-
herra þeiiíi að bera fram tillögu
um, að stofnunin leigði símarásir
í fyrirhuguðum sæsíma milli ís-
lands og Bretlands í stað þess að
reisa últrastuttbylgjukerfið. Féllst
fundurinn á þessa tillögu.
Um þær mundir hafði komið
fram sú hugmynd að nota sæsíma
einnig á vesturleiðinni, sem
Mikla norræna Ritsímafélagið og
Canadian Overseas Telecommuni-
cations Corp. vildu leggja, ef
leiga nokkurra símarása væri
tryggð I ho'núm.
Hinn 25. febrúar 1959 barst svo
tilkynning frá Alþjóðaflugmála-
stofnuninni um að hún vildi leigja
1 talrás og 4 ritsímarásir í sæ-
símanum alla leið frá Skotlandi
til Kanada.
Sæsíminn milli Skotlands og ís
lands um Færeyjar, sem er um
1300 km. að lerígd, hefur nú verið
tekinn til notkunar, en framhalds
sæsími vestur um haf, um Græn
land til Nýfundnalands (yfir 3000
km.), verður lagður í haust og
væntanlega tekinn í notkun í nóv
ember eðú desember næstkom-
andi.
Sæsíminn til Skotlands hefur
24 lalrásir, en hverja talrás má
nota fyrir allt að 22 ritsímarásir
með sérstökum búnaði. Þegar í
byrjun hefur verið ráðstafað 9
talrásu.m, þar af 1 fyrir Alþjóða-
flugmálastofnunina, en hinar fyr
ir talviðskipti til Norðurlanda,
Færeyja, Bretlands og Evrópu
yfirleitt. 16 ritsímarásum hefur
nú verið ráðstafað, þar af 2 á
þessu ári fyrir Alþjóðaflugmála-
stofnunina en 4 á næsta ári, en
hinum fyrir almenn skeytavið-
skipti o. þ. h.
í sæsímánum frá Vestmanna-
eyjum til Skotlands á Mikla Nor-
ræna ritsímafélagið um 70%,
brezka póst- og símamálastjórnin
um 20% og danska póst- og síma
málastjórnin um 10%. Hins vegar
kostar íslenzka póst- og símamála
stjórnin sambandið milli Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur, sem
er radiófjölsími.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina hefur ekki verig gerð
ur upp, en mun varla vera undir
170 millj. ísl. króna, en sæsíminn
vestur um haf mun kosta mun
meira, þar sem hann er meira
en helmingi lengri.
Gert er ráð fyrir að reyna að
afgreiða símtölin sem mest bið-
tímalaust eða um leið og beðið
er um símtal. Símtalagjöldin breyt
ast dálítið vegna breyttrar leið-
ar, hækka t.d. um 12% til Bret-
■lands og Norðurlanda, en lækka
um 28% til Þýzkalands og Aust-
urríkis. En til Færeyja verða
þau helmingi lægri en áður, en
þau fóru um stuttbylgjusamband
yfir Kaupmannahöf’n.
Ný þjónusta hefst eftir 1—2
mánuði. Það er svonefnd telex-
þjónusta, sem verður sérstaklega
hentug fyrir stór fyrirtæki. Við
hana eru notaðar fjarritvélar hjá
notendum hér og í öðruim lönd-
um geta þeir fengið samband milli
vélanna, sem er greitt fyrir eftir
notkunartíma, líkt og samtöl, og
er yfirleitt gert ráð fyrir að verði
um 60% af símtalagjaldinu. Með
þessu móti geta þeir skrifazt á
með fjarritvélunum og fengið
svar um leið, og á miklu ódýrari
hátt en með símskeytum, ef um
mikil yiðskipti er að ræða. Þessi
þjónusta ryður sér mjög til rúms
í öðrum löndum.
Fyrir flugöryggið verður sæ-
síminn mikill fengur með fljót-
ari og öruggara sambandi milli
flugstöðvanna.
Þá verður og hægt ag nota sæ-
símann fyrir flutning mynda, út-
varps og fleira, á öruggari hátt
en^ áður.
í framtiðinni má gera ráð fyrir
að telexviðskiptin og talviðskiptin
verði afgreidd á sjálfvirkan hátt,
hvenær sem það verður.
ust skyndilega á skrifstofu hans
á sjúkrahúsi í París’ þar sem hann
er læknir. Þeir voru vopnaðir vél-
byssum og neyddu Mainguy upp í
bíl, sem þeir síðan óku burtu á
ofsahraða. Seinna um daginn tókst
leynilögreglunni að hafa upp á
staðnum, þar sem Mainguy var
geymdur. Þeim tókst að yfirbuga
tvo vopnaða m^nn, sem voru á
verði yfir honum og var Mainguy
þá heill á húfi. Hann hefur undan
farna daga fengið fjölda hótana-
bréfa frá OAS, en hann er einn
af þekktustu þingmönnum Gaull-
ista.
Gatan þakin braki
Stór sprengja var í dag sprengd
í bifreið i forgarði utanríkisráðu-
neytisins í París. Verkamaður, sem
var að vinnu sinni, fórst af völd-
um sprengingarinnar. Fjöldi bíla
í nágrenninu stórskemmdist, svo
og gatan var þakin braki. Sex eða
sjö menn særðust, en húsið sjálft
varð fyrir miklum sköðum, glugg-
ar brotnuðu og rafmagn og sími
fór úr sambandi.
f Marseille handtók lögreglan í
dag 4000 Serki vegna upphlaupa,
sem urðu á sunnudaginn, er tveir
lögreglumenn særðust.
Prestarnir hér og
í Noregi
Prófesisor Jóhann Hannesson
talaði um kirkjumál í útvarpig í
fyrradag. Meðal annars gat hann
um fækkun prosta hér á landi á
þessari öld, en nefndi til saman-
burðar, að prestum hefði fjölgað
í Noregi á sama tíma.
Hins lét prófessorinn ekki get-
ið, að þrátt fyrir þetta munu
prestarnir nú vera um það bil
helmingi fleiri hér en í Noregi
miðað við fólksfjölda, samkvæmt
þeim upplýsingum, sem hann gaf
i erindi sínu um fjölda norskra
presta. Sk. G.
Stórforuni að Tröö
Ólafsvík, 22. jan. — Millí kl.itilfinnanlegt, þar eð trygging var
7 og 8 á sunnudagskvöld varS °S auk þera er þetta í annað
., . . |sinn, sem brennur hja honum í
stc-rbruni aS Troð i Froðar- j vetur, en í haust varð þarna mikill
til, heybruni.
Ólafsvíkingar og aðrir nágrannar
hrepp, og brann bærinn
kaldra kola á örstuttri stund.
Traðar-fjölskyldunnar hafa ákveðið
að hefja fjársöfnun til styrktar
fjölskyldunni, og einnig mun verða
tekið á móti fjárftamlögum á inn
heimtu Tímans í Bankastræti 7.
Ókunnugt er umeldsupptök.
JOHN GLENN
— væntanlagur geímfar!
Ófarinn
NTB-Cape-Canaveral,
22. janúar —
Hrjngferð bandaríska geim
farans Jolin Glenn umhverf
is jörðina hefur verið frest
að. Til stóð, að hann færi
í dag, en vegna tæknilegra
erfiðleika var geimskotinu
frestað fyrst til miðviku-
dags og síð^n til laugardags
ins næstkomandi, þar sem
ákveðið hefur verið að end
urbæta um leið súrefnis-
tæki geimfarans.
Sprenging
og eldur
Rétt fyrir klukkan 10 á laugardag
inn kom upp eldur í húsinu númer
tvö við Bústaðahverfi, þ. e. hjá
gömlu kanadísku bröggunum.
Þarna býr Snorri Agnarsson sjó-
maður ásamt konu sinni og sjö
ungum börnum í einlyftu timbur-
húsi frá stríðsárunum, og eru þau
þrjú sambyggð, en opið á milli
þeirra allra í risi. Hvert hús hefur
þrjú herbergi, eldhús og litla innri
forstofu.
Konan var.inni i svefnherbergi,
þegar hún heyrði sprengingu
frammi í eldhúsinu, þar sem var
olíukynt eldavél. Hún fór strax
fram, og var þá eldhúsið alelda.
SÍokkviliðið kom fljótlega á vett-
vang og slökkti eldinn áður en
hann kæmist í íbúðarhei’bergin, en
innan úr eldhúsinu brann allt og
sömuleiðis úr innri forstofunni.
Engu varð bjargað. Þetta er í
annað sinn, sem brennur að
Tröð í vetur.
Um klukkan 7 á sunnudags-
kvöld varð Magnús Ámason, bóndi
að Tröð, var við það, að eldur
hafði komið upp í einu af her-
bergjum hússins, og breiddist hann
óðfluga út, enda var hér um
timburhús að ræða.
Fimm manns voru á heimilinu
auk tengdadóttur Magnúsar, sem
var þar gestkomandi með börn
sín. Fólkinu tókst að komast niður
í kjallara, og var því síðan bjargað
út um kjallaradyr, létt klæddu.
Magnús brauzt hins vegar út um
aðaldyrnar, en við það brenndist
hann mikið í andliti og var í dag
fluttur á sjúkrahúsið í Stykkis-
hólmi.
Fóllt af næstu bæjum kom þeg-
ar til aðstoðar, er fréttist um eld-
inn, og sömuleiðis kom slökkvilið
Ólafsvíkur, en aðstoð þess kom
að engu, því að húsið féll, áður
en tókst að slökkva eldinn.
Tjón bóndans að Tröð er mjög
Þeir heimtuðu
fá Mossadeg aftur
NTB—Teheran, 22. jan.
Miklar óeirðir urðu í íran yfir
helgina og ( dag urðu einnig
uppþot víðs vegar um landið.
Hafa um 130 borgarar og 98
lögreglumenn slasazt í átölcun-
um.
Fjöldi lögreglumanna var í eft-
irlitsferðum í dag á helztu verzl-
unargötu Teheran, höfuðborgar ír-
an, en stúdentar söfnuðust samt
saman í stórhópa og hrópuðu slag
orð um, að þeir vildu fá Mohamed
Mossadeg, fyrrverandi forsætisráð-
herra aftur. Mossadeg var forsætis
ráðherra íran fyrir nokkrum árum,
en var bolað frá, þegar hann þjóð-
nýtti olíulyndir landsins.
Meiri uppþot í vændum
Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóð
arbandalagið, hefur boðað til verk
falla og meiri uppþota. Flokkurinn
hefur sent út dreifibréf, þar sem
skorað er á alla þjóðlega borgara,
stúdenta og verkamenn, að berjast
gegn hinni .gerspilltu og illviljuðu
stjórn Ali Amini. Rektor háskól-
ans sagði af sér í dag. *
Lögreglan handtók í dag um 300
manns, en flestum var sleppt laus
um aftur. Stjórnin segir, að komm
únistar standi á bak við óeirðirn-
ar.
TIMIN N, þriðjudaginn 23. janúar 1963
3