Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 15
Á Fáskrúðsfiröi
Framhald aí 8. síðu.
atvinna við framleiðslust'örf, seg-
ir Guðjón. Eg hef heyrt, að hér
vinni fleiri — miðað við fólks-
fj'ölda eins og okkur er títt, —
við framleiðslustörf, en í nokkr
um öðrum bæ á íslandi. Oft eru
meira að segja hreinustu vand-
ræði að fá fólk, svo sem á vorin,
þegar bæði trillurnar og stóru
bátarnir róa. Það er rólegt hér
núna, eins og þú sérð, en von
bráðar fer allt í gang. Bátamir
byrja róðra næstu daga. Þú mátt
taka það fram, ef þú skrifar, að
hver einasti sjó<maður á Fellun-
um þrem, að undanskildum ein-
um manni, eru héðan úr plássinu.
Unga fólkið flytzt ekki lengur
burtu, heldur vill það setjast hér
að og leggja hönd á plóginn að
loknu námi.
Sjómannafræðsla
— Eitt hefur þó valdið okkur
erfiðleikum, en það er að hafa
nægilega marga réttindamenn í
yfirmannsstöðunum á skipunum.
Þetta er raunar sama eilifa vanda
málið í ölium útgerðarbæjum.
Það hlýtur að vera einhver galli
á stýrimanna og vélstjórafræðslu
kerfinu. Eg held helzt, að við
verðum að gefa ungum mönnum
færi á að taka stýrimannapróf
strax að afloknu iandsprófi eða
gagnfræðaprófi. Það er ekki svo
gaman fyrir menn að fara að setj
ast á skólabekkinn, þegar þeir
eru kvæntir og komnir kannské
með fullt hús af börnum. Eg veit
að oft er kjarkleysi um að kenna,
að menn fara ekki í skóla, þótt
fjárhaguritm sé ekki alltof góður,
en ég held þó, að við séum eitt-
hvað á rangri leið í þessum efn-
um.
— Það þarf ekki að geta um
það, að uppbygging er hér í Fá-
sikrúðsfirði háð því, að sjörinn sé
gjöfull, eða fyrst og fremst það,
segir Guðjón Friðgeirsson að lok
úm. Við væntum mikils af síld-
veiðinni næsta sumar. Bátamir
verða auðvitað á sOd, en triliurn
ar róa til fiskjar. Ef að líkum læt
ur eiga mikil verðmæti eftir að
skolast á land í Fáskrúðsfirði í
srumar. >
III.
Það var orðið vetrarlegra næsta
dag. ískaldur stormurinn kom í
gusurn innan úr fjarðarbotni og
feykti rykinu af veginum í strók-
um út eftir þorpinu. Menn gengu
álútir á móti, en hænsnin sneru
rassinum upp í verstu kviðurnar.
Jón á Eyri sat álútur við stýrið
á jeppanum og sagði fátt.
Kannske hefur hann verið að
hugsa um hjónaballið, sem á að
verða í kvöld og hann átti eftir
að aka alla leið upp að Egilsstöð
um í veg fyrir flugvélina.- Veður-
spáin var ekki góð. Hjónaballið
er nokkurs konar sæluvika fyrir
þá í firðinum. Þá verður étið,
dansað og drukkið fram á nótt.
— Það verður þá að hafa það,
segir Jón á Eyri stundarhátt, um
leið og við ökum út úr þorpinu,
og hann hefur tekið gleði sína á
ný, og Rússajeppinn Tiossast út
með hlíðinni yfir svellinn og keðj
urnar lemjast notalega upp í aur
brettin.
Jón á Eyri er góður bílstjóri,
ekur hægt og ráðsett, rétt eins
og hann stjórnar trillubátnum
sínum. Hann er símasandi, hæð-
inn, slóttugur og opinn á víxl. Á
leiðinni til Rcyðarfjarðar fer
hann að segja okkur frá trillun-
um, hvar séu bezt fiskimið, hverj
ir fis'ki og hvernig það gangi fyr
ir sig, hann sýnir olckur helztu
kennileiti, stoppar á bæjum og
fær stórkostlegar móttökur. Vega
kerfð er stirt, þrátt fyrir auknar
samgöngur, en gestrisnin er eins
og fólkið hafi ekki séð vegfaranda
í langan tíma. Á bæjunum býr
myndarlegt fólk. Húsbændurnir
róa á trillum, og á einu býlinu
búa tveir skipstjórar á stórum,
austfirzkum aflabátum. Þannig
helzt búskapur og útróðrar í hend
ur í Fáskrúðsfirði. Og þegar litið
er um öxl, rétt áður en sveitin
hverfur, er örlítið farið að
rökkva, og það er ekki laust við,
að biásvellin í fjallinu séu aft-
ur farin að minna á vínekrur inni
í djúpu rökkrinu.
____________________________Jg^
Fyrsta, annaö og þriðja
(Framhaid aí 4. síðu)
ir barst konungi þetta skeyti,
og hann svaraði um’hæl. Þegar
Hannes kom til Seyðisfjarðar
sendi hann konungi þegar
skeyti, en fékk sjálfur mörg,
þar sem íslendingum var óskað
til lukku með fyrirtækið.
Reykjavík í sambandi
við útlönd
29. sept. 1906 var hraðskeyta
sambandið mllli Reykjavíkur og
útlanda opnað méð hátíðlegri
gthöfn. Var safnazt saman fram
an við Pósthúsið, þar sem sím-
stöðin var fyrst til húsa, en
Hannes hélt ræðu af svölun-
um. Um kvöldið vaf samsæti á
„Hótel Reykjavík“.
Forberg verkfræðingur var
skipaður símstöðvarstjóri í
Reykjavík, en auk hans voru
fimm menn á stöðinni, tveir
karlmenn og tvær stúlkur og
einn sendisveinn. Fyrsta kvöld
ið komu inn á stöðinni 400 kr„
en næstu daga voru skeyti send
til útlanda og hringt og hringt
um landið. Landssími íslands
var tekinn til starfa, eins og
til var ætlazt.
Talsamband við útlönd
Svo liðu árin, og milli kl. 11
og 12% fimmtudaginn 1. ágýst
1935 var talsambandið við út-
lönd tekið opinber'lega í notk-
un. Ráðherrar og aðrir tignar-
. menn töluðust við, en fyrstur
talaði konungur frá Kaup-
mannahöfn. Eftir að samband-
ið við borgina við sundið hafði
verið reynt, var hringt frá
London, póst- og símamála-
stjóri Breta og staðgengill
brezka utanríkisráðherrans töl-
uðu, en íslenzkir ráðherrar svör
uðu þeim. Síðan hafa ekki orð-
ið neinar merkisbreytingar á
símasambandinu við útlönd,
fýrr en nú.
Nýjasti áfanginn
Þar kom, að endurbóta var
þörf á þessu kerfi, sem gengið
hafði úr sér með tímanum. Bil-
anir voru orðnar óþægilega tíð-
ar á gamla sæsímanum frá
1906, sem aðeins veitti eitt rit-
símasamband, og truflanir voru
oft miklar á stuttbylgjusapi-
bandinu frá 1935.
Með samstarfi ýmissa aðila
hefur nú verið stigið þriðja
stórsporið í símamálum íslend-
inga. Nýtt og fullkomið talsíma
kerfi með mörgum talrásum var
tekið í notkun í gær. Öryggið
er orðið meira, truflanirnar
minni, bilanir ættu eldci að
verða á næstunni, og kerfið hef
ur aldrei fyrr teygzt jafn víða.
Sæsímaskip hefur sökkt strengn
um í Atlantsihafið, og í gær töl-
uðu forystumenn símamála hér
lendis við starfsbræður sína
handan við-haf úr Þjóðleikhúss-
kjallaranum. Sæsíminn liggpr
um Færeyjar frá Skotlandi til
íslands, en framhaldssæsími
vestur um haf um Grænland til
Nýfundnalands verður lagður í
haust og tekinn í nolkun fyrir
næstu áramót, ef allt gengur að
óskum.
Frá þessu er nánar sagt í
frétt annars staðar í blaðinu í
dag, en sennilegt er, að þessi
nýja símalögn valdi þáttaskilum
í símasambandi íslands við um
heiminn.
Trölljn með kúna
(Framnam s 9 siðu )
blikinu að minnsta kosti. Það
kannast nú allir við þessa vísu:
Drangey sett í svalan mar,
sífellt mettar snauða.
Báran létta leikur þar
ljóð um Grettis dauða.
Er hún ekki eftir Gísla Ólafs
son þessi, mig minnir það? Eitt
hvað hefur verið andstætt, þeg-
ar þessi var' kveðin:
Yndi hallast ýtum hjá,
er það varla gaman
ef drengir snjallir Drangey hjá
deyja allir saman.
Það var stundum golugt vð
Drangey ag háar öldur og
krappar dynja á bergtröllinu.
Til þess benda m. a. þessar vís-
ur:
Drangey þá úr legi litur,
lauguð gráum þokuhjúpi.
Aldan háa oft þar brýtur
úti á lágu Ránardjúpi.
Og
Varla má hér finna frið
fyrir þráum Kára.
Dimimu og háu Drangey við
dynur sjávarbára
En falleg er Drangey og tign-
arleg og skelfing myndi fjörð-
urinn okkar blessaður svíp-
minni, ef hann væri sviptur
þessu djásni. Það er sannmæii,
að
Grettis — fríða — friðarláð
fjörðinn prýðir Skaga,
fæðir lýði í lengd og bráð
letruð þýðir saga
Og
Úr’ hörðu grjóti, linum lei
.. mejð li,5t, og framann.
1 c'\mPfirúsoöi gagn og gaman
áo GúfS hefur hnoðað Drang-
ey saman.
— Ortirðu aldrei neitt sjálf-
ur, Hjálmar?
— Onei, nei, drengur minn.
Guð hefur gefið mér sæmilega
heilsu, og sæmilegan kjark, en
hann hefur afskipt mig hag-
mælskunni. Nú, enda ekki von
að ölluip sé allt jafn vel gefið.
Eg hef ort eina vísu. Var þá aá
koma úr Siglufirði, að mig
minnir, og sjóleiðis. Mun hafa
verið skömmu eftir'aldamótin.
Margt fólk með bátnum. Þar á
meðal Hermann Jónasson, fyrr
um skólastjóri á Hólum. Við
hrepptum versta veður og vaú
báturinn talinn í verulegri
hættu. Flestir voru meira og
minna hræddir nema Hermanri.
Hann hélt bara ræður og tal-
aði kjark í samferðamennina.
Og þá datt mér allt í einu vísa
i hug. Hún er svona:
Látum sjó ei raska ró
né réttu hófi bifa.
Oft er tófu kalt á kló,
kýs hún þó að lifa.
Mikið þakkaði Hermann mér
vel fyrir þessa vísu. Hann lærði
hana strax og kvað hana yfir
mannskapnum- Jæja, áhrifin
gátu yerið verri.
Eg dreg í efa, að sá, sem ort
hefur þessa vísu, hafi aldrei
ort meira, en Hjálmar aftekur
það með öllu.
Hefur sigrað ellina
— Já, ég á minningar um
margar yndisstundir frá Drang
eyjaferðum og varla líður svo
nokkur dagur, að mér komi
ekki einhverjar þeirra í hug.
Þær verma karlinn í ellinni. Og
í þessu volki eignaðist ég
marga góða vini. Þeir eru nú
flestir farnir og bráðum fer ég
á eftir. En ég hef yfir engu að
kvarta. Hér í sjúkrahúsinu er
gott að vera, fólkið er elskul'pgt
og allir vilja allt fyrir mig
gera. Það máttu segja.
En mér sýnist Hjálmar frá
Kambi ekki vera þesslegur, að
hann sé á förum frá þessu til-
verustigi. Hann hefur unnið
það því nær einstæða afrek, að
sigra tröllkerlinguna við Drang
ey. Nú á hann í glímu við aðra,
og að vísu skæðari, þar sem er
Elli kerling. En skyldi ekki
mega segja, að maður, sem orð-
inn er því nær 91 árs, en held-
ur þó líkams- og sálarkr’öftum
svo sem Hjálmar gerir, hafi
einnig/ með 1 nokkrum hætti,
• gengið með sigur af hólmi frá
þeirri þolraun? mgh
íþróttir
(Framhald af 12 síðu)
ari hálfleik, og kostaði það KR-
liðið nokkur mörk.
Þessir leikmenn skoruðu mörk
in í leiknum. (Innan sviga eru
skottilraunir þeirra): T. d. á Ing
ólfur í Fram 16 skot á mark, en
skorar úr átta þeirra:: FRAM:
Ingólfur 8 (16), Hilmar 4 (7),
Guðjón 4 (9), Sigurður Einarsson
3 (3), Karl Ben. 3 (4), Jón Frið-
steinsson 2 (2), Ágúst 2 (6) og
Tómas 1 (1). Ingólfur skoraði
þrjú mörk úr vítaköstum, Sigurð
ur, Karl og Tómas eitt hver.
K.R.: — Karl 5 (10), Reynir 5
(10)? Heinz 4 (8), Sigurður Ósk
arsson 3 (3), Pétur 3 (6), Ólaf-
ur 2 (3). Reynir skoraði eitt mark
úr vítakasti.
íþróttamaður ársins
(Framhald af 16 siðu)
5. Gunnlaugur Hjálmarsson,
ÍR, handknattleikur 40
6. Kristleifur Guðbjörnsson,
KR, frjálsar íþróttir 30
7. Kristinn Benediktsson,
Hnífsdal, skíðaíþróttir 29
8. Jón Þ. Ólafsson, ÍR,
frjálsar íþróttir 21
9.—10. Hjalti Einarsson, FH,
handknattleikur, og
Þorsteinn Hallgrímsson
ÍR, körfuknattleikur 20
Alls fengu 21 íþróttamaður og
kona atkvæði. Þessir voru í sætun-
um frá 11.—21.: Ragnar Jónsson,
FH, handknattleikur; Sigríður Jó-
hannsdóttir, Akranesi', frjálsar í-
þróttir; Ágústa Þorsteinsdóttir, Á,
sund; Karl Jóhannsson, KR, hand-
knattleikur; Hrafnhildur Guðmund
dóttir, ÍR, sund; Helgi Daníelsson,
Akranesi, knattspyrna; Hörður
Finnsson, ÍR, sund; Birgir Björns-
son, FH, handknattleikur; Axel
Kvaran, sund; Örn Indriðason,
^Akureyri. skautaíþróttir, og Sigríð
ur Sigurðardóttir, Val, handknatt-
leikur.
Beztir í einstökum
greinum
Af þessari skoðanakönnun má
einnig sjá hverja íþróttafrétta-
menn telja bezta í hinum einstöku
greinum íþróttanna. Vilhjálmur er
bezti frjálsíþróttamaðurinn, Guð-
mundur bezti sundmaðurinn, Þór-
ólfur bezti knattspyrnumaðurinn,
en aldrei áður hefur knattspyrnu
maður verfð jafn ofarlega á list-
anum, og sama gildir um hand-
knattleiksmantninn, en þar telja
íþróttafréttamenn Gunnlaug Hjálm
arsson fremstan. Kristinn Bene-
diktsson er bezti skíðamaðurinn,
Sigrún Jóhannsdóttir bezta frjáls-
íþróttakonan, Þorsteinn Hallgríms
son bezti körfuknattleiksmaðurinn,
Ágústa Þorsteinsdóttir fremsta
sundkonan og svo framvegis.
ÞakkaSi heiðurinn
Vilhjálmur Einarsson þakkaði
þann heiður, sem íþróttafrétta-
menn hefðu sýnt honum með
þessu kjörí. Hann sagði, að þessi
skoðanakönnuú væri hvatning fyr-
ir íþróttamenn til þess að duga
betur, æfa betur, og gera meiri
kröfur til þeirra sjálfra. Benedikt
Waage mælti einnig nokkur orð
í hófinu, sem var hið ánægjuleg-
asta.
Molofoff fufBdinn
(Framh aí 16 siðu)
flökksins er saman komin í
Moskvu. Telja margir, að verið sé
að taka einhverjar mikilvægar á-
kvarðanir, sem standi sennilega
í sambandi við viðræður þeirra
Gromyko utanríkisrh. og Thomp-
son, sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu.
Krústjoff var ekki einu sinni
viðstaddur, þegar Mikojan aðstoð
arforsætisráðh. kom í dag heim
til Moskvu úr Afríkuferð sinni.
Sumir segja, að Krústjoff sé á
leynifundum með Gomulka, fram
kvæmdastjóra pólska kommúnista
flokksins, eða Ulbricht frá Aust-
ur-Þýzkalandi. En ekkert hefur
verið látið í ljós opinberlega um
slíkar viðræður.
Nýr maður í Vínarborg
Alexandroff nokkur, sem verið
hefur staðgengill Molotoffs á fund
um kjarnorkuráðsins í Vínarborg,
hefur nú verið skipaður formaður
sovézku sendinefndarinnar í ráð-
inu, en Molotoff fer ekki. Undan
fgrna daga hefur allt verið á
huldu um Molotoff og mótsagna-
kenndar fréttir birzt af högum
hans.
Roberf Kennedy boðiS
Um svipað leyti í dag, sem upp
lýst var í sovézka utanríkisráðu-
neytinu, að þeir vissu ekki, hvar
Krústjoff væri, var sagt, að ut-
anríkisráðuneytið hefði e'kkert
heyrt um, að Robert Kennedy,
dómsmálaráðh. Bandaríkjanna,
hafi verið boðið til Sovétríkjanna,
en áreiðanlegar heimildir í banda
ríska utanríkisráðuneytinu full-
yrða, að honum hafi verið boðið
að heimsækja Sovétríkin þegar í
næsta mánuði og hafi Krústjoff
boðið honum persónulega.
ÆSardúnsængur
fyrirliggjandi, hólfaðar
Vöggusænqur, unglinga-
sængur.
ÆSardúnn —
Hálfdúnn í kodda
Dúnhelt léreft
FiSurhelt léreft
Sængurver (damask)
Enska PatonsullargarniS
fyrirliggjandi, margir litir
5 grófleikar (litekta, hleyp-
ur ekki).
Stakir drengjajakkar og
buxur
Sokkabuxur, Crepsokkar
PÓSTSENDUM
Vesturgötu 12. Sími 13570,
Engir nýir
NTB-London, 22. janúar —
í dag varð ekki vart við nein
ný bólusóttartilfelli í Bretlandi,
en tíu bólusóttarsjúklingar liggja
einangraðir á sjúkrahúsum.
Síðan bólusóttin kom til Eng-
lands með fjórum innflytjendum
frá Pakistan um jólin, liafa sex
manns látizt af völdum hennar.
100 þús. slátrað
NTB-Kaupm.höfn, 22. jan. —
Rúmlega 100.000 kjúklingum
hefur verið slátrað í vikunni í
Danmörku vegna geysilegra næmr
ar hænsnaveiki, sem komin er
upp í landinu, og öll þaú hænsna
bú, sem hafa haft samskipti við
búin, sem veikinnar hefur orðið
vart á, hafa verið lögð undir
strangt eftirlit.
TIMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1962
15