Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 14
G EN G IN SPOR G EYI M 1 ÉSk IZT Melba 1 ^9 1 v Malott ögn farið að grána í vöngum og klæðaburður hans óvenju snyrtilegur. Auglýsingastjórinn tjáði honum, að hann ynni á skrif- stofu félagsins í New York og þeir hefðu fengið það verk- efni að afla upplýsinga um fortíð Sally Bates. — Eg geri ráð fyrir, að hún sé kvikmyndastjarna, sem á að auglýsa upp, af því að hún hefur hæfileika. Það, sem við erum að leita að, er efni, sem vekur áhuga fjöldains, þess vegna var ég sendur til að at- huga, hvaðan hún er og fleira slíkt. — Og hefur hún virkilega látið ykkur hafa mitt nafn? spurði Hartzell hugsandi. — Eg hefði talið sennilegra, að hún sendi ykkur til Bernharts fjölskyldunnar. Daugherty varð dálítið á- hyggjufullur. — Já, en það var ekkert á þvi að græða. Mér hefur skil- izt, að ég eigi einmitt að h^lda mér sem allra lengst frá þeirri fjölskyldu. Gott ef ekki voru einhver vandræði með börn- in frá fyrra hjónabandinu. Gæti það verið? — Það er að minnsta kosti rétt, að ungi Tim Bernhart nefnir hana aldrei, sagði Hartzell. — Hann kemur hing að af og til. Tja, ég held sann ast að segja, að hann viti ekki hvar hún er niðurkomin, og það veit ég heldur ekki. Eg missti allt samband við hana fyrir — bíðum nú við — fyrir svo sem 11 árum. Hann ýtti stólnum aftur á bak og horfði út um gluggann. — Frá fyrstu stundu fannst mér stúlkan óvenju gáfuð, en mig furðar á þvi, að hún skuli þurfa að vinna. Tom hlýtur að hafa arfleitt hána að óhemju auðæfum. — Það veit ég ekkert um, sagði Daugherty kæruleysis- lega. — Eg átti aðeins að tala fyrst við yður og rekja sporin aftur í bernsku hennar. Þá geta þeir gert sem þeim þókn- ast þarna í Hollywood. Hartzell blaðaði í skúffu og tók upp hvítt spjald. — Við skulum sjá, hvað ég get sagt yður. Hún er fædd árið 1929 og var þegar flutt á munaðarleys ingjahælið í Mayhew í Chica- go. Hann brosti, þegar hann sá undrunina í svip gestsins. —- Það var eiginlega þess vegna, sem mér og konu minni var einkar annt um hana. Hún var munaðarlaus og hafði aldrei átt raunverulegt heimili. Dap urlegt! — Kom hún til yðar beint af munaðarleysingjaheimil- inu? — Svo til. Eg held satt að segja, að hún hafi unnið í mánaðartíma eða þar um bil í Chicago. Þar kynntist hún A1 Bates. Georg tók eftir, að rödd hans fylltist viðbjóði. — Hann var einmitt sú manngerð, sem munaðarlaus sextán ára stúlka hrífst af. Atvinnulaus hljómlistarmaður með hrokk- ið hár og túlann fullan af fögr um orðum. Daúgherty missti blýantinn sinn á gólfið. — Svo að Bates er nafn fyrra manns hennar? Hún var sem sagt frú Bates? — Skírnarnafn hennar var Sarah Jane Schwartz, sagði Hartzell og kinkaði kolli. — Skrítið að hún skuli ekki hafa. sagt yöur það. — Það stóð minnsta kosti 11 ekki í þeim upplýsingum, sem ég fékk um hana. — Hvað varð um eiginmann hennar. Kannske ég ætti að hafa samband við hann? — Eg efast um, að þér hefð uð upp á honum. Hann stökk frá henni áður en hún hafði unnið hjá mér í ár. Hánn var ekki einu sinni viðstaddur, þegar hún fékk skilnaðinn. Og það gilti líka einu. Hann var argasti þorpari, en hún var bæði metnaðargjörn og gáfuð. Þau áttu áreiðanlega ekkert sameiginlegt. , — Skilnaður, sagði Daug- herty og skrifaði í bók sína. — Eg þarf ekki ag ónáða yður meira með því. Eg get sjálf sagt lesið um það í blöðunum frá því ári. En nú var sýnilegt, að Hárt zell var tekinn að ókyrrast og hann sagði vandræða- legur: — Eg var aðalvitnið fyrir hana. Fannst það vera það minsta, sem ég gæti gert fyrir veslings barnið, sem ekki þekkti nokkra sál í borginni og stóð alein uppi í heiminum. Hann hrukkaði ennið og sagði: — Það var líka eiginmanni hennar að kenna. Hann bók- staflega bannaði henni að um gangast nokkurn. Hún átti bara að gjöra svo vel og sitja heima. Hún fékk ekki einu sinni leyfi til að taka á móti heimboðum konu minnar. Daugherty skrifaði í óða önn. ,— Prýðilegt. sagði hann frá sér numinn. — Betra getur það ekki verið. Veslings litla, munaðarlausa stúlkan, sem er dauðhrædd við vonda og grimma eiginmannin sinn, en eignast trygga vini, þar sem eru húsbóndi hennar og kona hans. Má ég skrifa, að kona yðar og hún hafi orðið vinkonur? — Nei, eiginlega ekki. Ser ena var góð við hana - en ... en þær urðu aldrei beinlínis .. .vinkonur. Hún kom heim til okkar nokkrum sinnum mest til ag fara í sundlaugina Hún var mikið fyrir sund. — Ágætt. Það er líka gott efni. Var hún dugleg sund kona? Hartzell brosti dauflega. Já, hún var sæmileg. En það er erfitt fyrir mig að dæma um það. Kona mín hef ur orðið Ólympíusigurvegari í dýfingum og borið saman við hana var Sally eiginlega varla komin á skriðaldurinn, ef ég má taka þannig til orða. — Ó, Serena Hartzell! hróp aði Daugherty. —■ Mér finnst ég líka kannast við nafnið. Haldið þér, að _kona yðar til dæmis væri andvié' svöna fy!r' irsögn: ..Ólympíufrieistari kenndi Öskubusku hina göf- ugu íþrótt, sundið.“ Brosi Hartzell var sem burtu feykt. — Það kemur ekki til mála! Alls ekki! Þér getið sagt, að Sally Bates hafi verið einka- ritari minn, og meira að segja mjög góður einkaritari, en konu mína megið þér ekki nefna á nafn. Síðan slysið varð hefur hún verið slæm á taugum, og ég veit, að hún yrði mjög reiö, ef nafn henn ar yrði nefnt í þessu sam- bandi. — Auðvitað ... auðvitað, sagði auglýsingastjórinn auð mjúkur. Frægðartími Serenu Hartzell var fyrir Georgs minni, en hann hafði séð myndir af henni — óvenju- lega fagurlega vaxin kona, er vakti aðdáun og reiði um gerv allan heim með hinum djörfu dýfingarstökkum sínum. Hon um fannst óljóst sem hann hefði heyrt, að það hefði end að hörmulega, en hann mundi ekki, hvernig það hafði at- vikazt. Hann sagði: — Mér þykir leitt að heyra, ag kona yðar er ekki frísk. -r- Hún getur að vísu kom izt flestra ferða sinna nú orð ið, en það er ekki um að tala að hún geti nokkurn tíma framar hafið dýfingarstökk að nýju, en sem betur fer má hún synda og sem stendur er hún í Florida, og ég ætla að hitta hana þar eftir fáeina daga. — Þá var ég heppinn að ná í yður, áður en þér fóruð. Við skulum nú sjá. Sally Bat es var hvað gömiil, þeaar hún réðst til sfrarfa hjá yður ...? — Hún var víst sautján ára. — Ábyrgðarmikil staða fyr ir 17 ára ungling. Hún hefur sannarlega haft góða greind. Hartzell hallaði sér fram og sagði í þeim trúnaðartón, sem Georg vantreysti alltaf. — Hún var í rauninni of ung í byrjun. Eg bauð henni starfið, svo að hún þyrfti ekki að sifrja frammi hjá hinu fólkinu, þar sem maðurinn hennar gæti komið. Hann fvlgdi henni alltaf til skrif- stofunnar og hrópaði að henni ókvæðisorðum. Það var voðalegt. Hótaði hvað eftir annað að lemja hana ... — Það var fallega gert af yður að sýna henni svo mikla velvild, sagði Georg klökkur. Nú var hann í þann veginn að fá nokkuð heilsteypta mynd af öllu saman. Forstjór inn hafði verið svo áhyggju- fullur vegna ungu stúlkunn- ar '— svo injög, að konan hans mátti ekki minnast fyrr verandi einkaritara eigin- mannsins . .. — En A1 Bates — kom hann aldrei aftur hingað? — Nei, sem betur fer. — Og þér vitið ekki, hvað af honum hefur orðið? — Nei, og ég geri ekki ráð fyrir, að riokkur hér get) frætt yður á því. Hann leit á armbandsúr sitt og reis úr sæti. —Nú verð ég því miður að fara, hr. Daugherty. Eg vona, að ég hafi getað orðio yður að einhverju liði. Viliið þér skila kveðju minni til Sally, ef þér hittið hana? Daugherty skildi meining- una og kvaddi kurteislega. Hann langaði í aðra röndina til að ná tali af einhverri skrifstofustúlkunni og spyrja um Sally og yfirmann henn- ar. En hann þorði ekki. Auk þess hafði hann nú eitt nafn í viðbót, sem Fjögralaufa- smárinn gæti náð í! Miles Hartzell var ekki aðeins gjörfilegur maður. Hann var snjall að flytja sitt mál og það myndi falla í kramið hjá frúnum fínu! Bíllinn ók honum að aðal- bókasafni bæjarins, þar sem hann eyddi næstu klukku- stundum í að fara í gegnum blöðin frá þessum tíma. En hann varð fyrir vonbrigö um. Það hafði ekki verið neitt athyglisvert eða hneyksl Aðstoðarstúlka við rannsóknir í Vífilsstaðahæli er laus staða fyrir aðstoðarstúlku við rannsóknir (rannsóknakonu). Laun greiðast samkvæmt x. fl. launalaga. Húsnæði er fyrir hendi á staðnum. sé óskað eftir þvi. Ætlazt er til að umsækjendur hafi fengið kennslu og æfingu í rannsóknastörfum. Umsóknir, með meðmælum og upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist fyrir 4. febrúar 1962 til skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, Reykjavík. Reykjavík. 20. ian. 1962 Skrifstofa ríkisspítalanna. Nauðungaruppboð annað og síðasta, fer fram á kjallaraíbúð í húsinu nr. 29 við Rauðalæk, hér í bænum, fimmtudaginn 25. janúar 1962, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. / Frá Skattstofu Reykjavíkur Allir þeir, sem fengið hafa eyðublöð undir launauppgjöf eða hluthafaskrár, eru áminntir um að gera skil nú þegar. Áríðandi er, að fá öll eyðublöð til baka, hvort sern eitt- hvað er út að fylla eða ekki. F'lresturinn til að skila skattframtölum rennur út 31. jan. n.k. Dragið ekki til síðasta dags að skila framtölum vðar. Skattstjórinn. 14 T f MIN N , þriðjudaginn 23. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.