Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 8
I. Þær hafa verið sfcírlíf'ar i gamla daga, því að það er ekki nema einn „Fransari" á öllum Austfj'örðum, en það er nú líka auðséð á honum, sagði Jón á Eyri og Riússajeppinn hans hossaðist inn fjallshlíðina. Nú var ekki nema steinsnar eftir inn á Búðir, en svo heitir kaupstaðurinn í Fá- skrúðsfirði. En þó er ekki öll sagan sögð með því, vegna þess, að er þú gengur um göturnar í Búðakaup- túni, þessum eina franska bæ á íslandi, þá finnur þú, að einkenni legur þokki er yfir öllu, og þér finnst jafnvel að frosnar skrið- umar í fjallinu minni á víngarða inni í djúpum rökkrunum og snyrtileg íbúðarhúsin, sem nú eru böðuð I jólaljósum, allavega lit- um, minna á suðræn ævintýri. Þó er klakinn í Bolagjótu ekki far- inn að þiðna og keðjurnar lemj- ast upp í skítbrettin á Rússanum. Já, svona suðræn getur stemning in orðið, þótt blásvellin nái frá efstu brún niður f sjó. 3 vikur aS taka vatn Upp úr aldamótumum bar svo við, að franskar skútur fóru að venja 'kcnmur sínar til íslands, en þær stunduðu færaskak hér við land. Þá var það, að Frakkarnir gerðu Fáskrúðsfjörð að eins kon ar höfuðborg sinni eða miðstöð við veiðamar. Skúturnar komu hér snemma sumars, í orði kveðnu til að sækja vatn, en venjulega tóku skipverjar það rólega í landi um 3—4 vikna skeið, hvíldu sig ræki- lega og nutu sumarblíðunnar í Fá skrúðsfirði', rétt eins og tíminn skipti þá ekki neinu máli. Það mátti oft sjá 400 franska skútu- sjómenn á rjátli um götur þorps- ims, og á morgni þessara nýju tima fæddist hið merkilega tungu mál, Fáskrúðsfjarðarfranskan, er mun vera eina tungumálið, sem hér hefur fæðzt utan Prentsmiðju dönskunnar. Mjög margir íslend ingar og Frakkar auðvitað líka, urðu liprir í þessu nýja tungu- máli, sem myndað var af íslenzku, frönsku, dönsku og ensku. Og hvað sem hver segir, þá er það staðreynd, að með þessu tilbúna máli gat fólkið í Fáskrúðsfirði og fólkið frá Dunkirkue talað sam- an, verzlað og blandað geði, rétt eins og á öðrum tungumálum. Þeir háfrönsku Fransmennirnir á Fáskrúðsfirði! voru tvenns konar. Það er að segja, þeir voru annaðhvort franskir eða háfranskir. Þeir há frönsku voru á hersikipunum, sem þangað komu, 'en þeir frönsku voru fiskimennimir á skútunum. Þeir voru frá hafnarbæjum í Norð ur-Frakklandi. Það var mikill munur á Fáskrúðsfirði á því að vera franskur eða háfranskur. Þeir háfrönsku skildu ekki Fá- skrúðsfjarðarfrönskuna, heldur bara venjulega frönsku og þvi var það, að þeir gátu litið haft saman við fólkið að Sælda. Einu s'inni reyndu þeir háfrönsku þó að halda dansleik. Það var kon- súllinn, $em gekkst fyrir dans- leiknum. 'Franski konsúllinn, því að auðvitað varð að hafa franskan konsúl. Allar heimasætur, sem heimangengt áttu voru boðnar til dansleiksins. Þar sem dansleikurj inn var prívat fyrir háfranska, þá i fengu engir Fáskrúðsfjarðarstrák i ar að koma á ballið. Slagur viS háfranska Þegar dansleikurinn var að hefjast, kom íslenzkur línuveiðari og lagðist á Fáskrúðsfirði. Skip- stjóri á línuveiðara'num er nú kunnur olíuforstjóri í Reykjavík. Hann ásamt skipverjum vildi kom ast á ballið, en var vísað frá. Þá ber svo til, að bátur kemur út frá herskipinu og tveir eða fleiri dát ar koma með pott á milli sín. Það var rjúkandi púns. Nú leizt Fá- skrúðsfjarðarstrákunum ekki á blikuna. Þeir háfrönsku ætluðu að byrja að hella púnsi í kven- fólkið. Það þurfti nú ekki að vera háfranskur til að skilja til hvers það var. Margir áttu systur á ball inu og sumir unnustur. Þeir fóru því að ballhúsinu, ásamt skips- höíninni á línuveiðaranum, og knúðu á dyr. Konsúllinn var við dyrnar og sagði þetta vera prívat ball og skellti hurðinni á nefin á strákunum, sem höfðu krafizt inn göngu. Ekki er gott að vita, hvað gerzt hefði, en kjóliaf franska kon súlsins hafði festst milli stafs og hurðar. En þar sem það hafði einmitt gerzt, þá var annað tveggja að gera fyrir franska kon súlinn, að fara úr kjólnum og vera á ballinu á skyrtunni, eða opna hurðina og losa jakkann. En auð- vitað gat franski konsúllinn ekki verið jakkalaus á háfrönsku balli. svo að hann opnaði dyrnar. En það hefði hann ekki átt að gera. Strákarnir dróu hann út á lafinu O'g það er ekki að orð'lengja það íí? íáru háfranskir Og ís-( Hoffell er eltt af hinum þrem stóru sklpum, sem kaupfélagiS gerlr út. — , Skiplð er á annaS hundraS smálestir aS stærS, búiS fullkomnustu tækjum og er í hópi glæsilegustu fiskiskipa. lenzkir allt í einu að skilja hver annan, og það var ekki nein Fá- LITAZT UM Á FÁSKRUDSFIRÐI ballið mátti sjá, hvar nokkrar kænur voru bundnar við herskip ið O'g menn voru að rústbanka. Það voru þeir, sem hlutu straff fyrir slagsmálin. Aðrir fóru í svartholið, að því er sagt var. Þannig lauk þessu fyrií^«a;y?r'fjörð, meðan sumarið blómstraði asta háfranska balli,,. soawreynt j í gróðri og lífi, þá hurfu þeír GUOJÓN FRIÐGEIRSSON kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði skrúðsfjarðarfranska. „En kjafts- höggin voru e'kta“, eftir því sem síðar var sagt. Næsta morgun eftir háfranska var að halda á Fáskrúðsfirði. Sjúkrahús Það var venja frönsku fiski- mannanna, að fara á fyllerí strax og skipið hafði lagzt við festar. Það fyllerí stóð ekki nema einn dag eða svo. Frakkar voru vond | ir með víni og börðust gjarnan j hverjir við aðra með löngum hníf- um, þegar líða tók á nóttina. Var oft mikil háreysti um borð í skút unum. Var þá oft skotið út hrað- báti af herskipinu og einhverra hluta vegna datt á dúnalogn, þeg ar hraðbáturinn var kominn af stað. Frakkar reistu sjúkrahús á Fá- skrúðsfirði og fleiri byggingar munu þeir hafa reist þar. Yfir 50 Frakkar eru grafnir í kirkju- garðinum í Búðakauptúni og minn isvarði þeirra stendur yfir gröf- unum. En rétt eins og franskir og há- franskir urðu til að setja svip sinn á þennan fagra, austfirzka brott hvert haust, rétt eins og sum argestír; og eitt vor, þá komu þeir ekki meir. Vafalaust hafa margir gáð til hafs, hvort ekki sæi segl eða turn, en ekkert sést. Þeir há- frönsku voru að vísu enn til sjós og sömuleiðis þeir frönsku, en tímamir voru breyttir. Togarar komu í jStaðinn fyrir skúturnar og nú veiddu þeir þorsk við Ný- fundnaland. Vafalaust hafa þeir háfrönsku haldið konsúlsdansleik í hafnarbæjunum þar vestra, en á Fáskrúðsfjörð komu þeir ekki meir með frönskum fiskiskútum. Það saknaði margur vina á Fá skrúðsfirði, þegar skúturnar komu ekki meir, og vafalaust hefur svo verið í Dunkirkue líka. Á sumum skútúinum voru sömu mennirnir ár eftir ár og einstaka maður var Fáskrúðsfjörður. Tindurinn fyrlr miðri myndinni er Hoffell, sem er eitt af 47 fellum í fjallahringnum hjá þeim farinn að tala íslenzku, svo sem einn, er Símon hét. Hann talaði I góða íslenzku, sömuleiðis voru margir innlendir menn orðnir full færir í háfrönsku, þegar þróunin batt endi á hin sérstæðu frönsku sumur í Fáskrúðsfirði. II. Það hefur nú teygzt lopinn um það franska og háfranska í Fá- skrúðsfirði, þó að ætlunin hafi fyrst og fremst verið, að segja frá Búðakauptúni eins og það er í dag, rúmum þrjátíu árum eftir að fólkið í Fáskrúðsfirði hætti að tala tilbúna málið, og fólkið í Dunkirkue hafði keypt sér togara fyrir fiskiskútur. Hér hefur, eins og víðast hvar annars staðar, kaupfélagið verið stærsti aðilinn í allri uppbygging unni. Við hittum að máli kaup- félagsstjórann, Guðjón Friðgeirs- son, en hann er aðeins 32 ára og því með yngri mönnum, sem reka umfan-gsmikil fyrirtæki í þessu landi. — Við erum nú að brjótast í ýmsu þessa dagana, segir Guðjón , kaupfélagsstjóri um leið og hann snarbeygir fólksvagninum út af isnarbröttum kantinum á vegin- um, en margar af götum kauptúns ins eru allglæfralegar fyrir ókunn uga, því að bærinn stendur í snar halla. Til allrar hamingju var ekki að verða meiriháttar umferðar- slys, heldur voru hér vegamót og vegur lá niður bratta brekkuna. , — ^etta stafar af því, segir Guð jón, — að áður fyrr urðu menn að bera alla hluti á sjálfum sér frá sjónum og heim. Því var nauð synl-egt að byggja alveg við sjó- inn, þott bratt væri. Hérna innar væri gott bæjarstæði í framtíð- inni. Fellin 47 Hérna, segir Guðjón, kaupfélags stjóri, — er stoltið okkar, HOF- FELLIÐ, en það er vélskip, smíð að í Noregi fyrir skömmu. Hof- fellið var þriðja Fellið, sem við eignuðumst, hin eru Ljósafell og Búðafell og þótt Hoffellið sé þeirra stærst og glæsilegast, þá eru öll skipin góð og hafa aflað vel. Þau veiddu ca. 27.000 mál samtals á síldveiðinni í fyrra. — Hvaðan koma þessi skipa- nöfn? — Skipin heita ö-ll eftir fellum héma í fjallahringnum. O-g það má geta þess, að við getum hald ið áfram að fjölga skipum með innanhéraðs fellum, því að alls eru 47 fell hérna, þótt sum heiti að vísu sömu nöfnum. Þ. e. a. s. 47 fell í Fáskrúðsfirði. Og Guð- jón heldur áfram að segja okkur frá útgerðinni. — Við höfum fengið okkur þessa báta til þess að gera hrá- efnisöfllmina fyrir fiskverkunina öruggari. Héðan rær mikið af trillubátum, en trillurnar ganga hins vegar ekki allt árið af skilj- anlegum ástæðum. Hér er frysti- hús, skreiðarverkun, saltfiskverk- un, ísframleiðsla, síldarsöltun og fiskimjölsverksmiðja, sem getur brætt síld, ef því er að skipta. Það er þó kannski ofsagt, að verk smiðjan sé hér, því að við urð- um fyrir því í fyrrasumar, 17. ág., að verksmiðjan brann og núna er verið að endursmíða hana og verður nýja verksmiðjan öllu stærri. Kaupfélagið hefur síðari árin reynt eftir fremsta megni að byggja upp traust atvinnulíf í Fá- skrúðsfirði, og með orðinu traust á ég við, að landbúnaðurinn í firð inum og atvinnulífið í þorpinu skapi velmegun allra þeirra sem búa í Fáskrúðsfirði. Hér er veð- ursæld og fiskur á grunnum Landbúnaðurinn er ekki mik- ill, en nægir þó fyrir okkur. Hér • var slátrað ca. 5000 fjár í haust. Heimamenn — Hér í Fáskrúðsfirði er næg (Framhald á 15 síðu - / TÍMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.