Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdarstjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. ,Hlutleysi4 Þjóðviljans Þjóðviljinn hefur nú sjálfkjörið sig sem málgagn fyrir samtök hernámsandstæðinga, enda áreiðanlega ekki getað orðið það á annan veg. Tilefnið er það, að nýlega var frá því sagt hér í blaðinu, að kommúnistar hefðu í vaxandi mæli sett svip sinn á starf þessara samtaka að undan- förnu og reynt eftir megni að eigna sér þau. Þetta hefur þó ekki gerzt eins áberandi og síðastl. sunnudag, þegar Þjóðviljinn skrifar forustugrein, sem beinlínis á að sanna, að hann sé aðalmálgagn samtakanna. Fyrir Þjóðviljann er tilgangslaust að mótmæla því, ^ð það var megintakmark þessara samtaka í upphafi, að vinna að brottför ;hersins, en fyrir áhrif komniúnista hef- 'ur það verið sett meira og meira á oddinn að undanförnu, að ísland segði skilið við Atlantshafsbandalagið og tæki upp svokallaða hlutleysisstefnu. Þetta er og bezt áréttað i umræddri Þjóðviljagrein, því að þar er reynt að túlka hlutleysið sem aðalstefnuatriði samtakanna. Margir menn í öllum flokkum hafa verið andvígir er- lendri hersetu hér á landi og byggt það á þjóðernislegum sjónarmiðum. Langvinn erlend herseta er vissulega háska- leg, og því verða jafnan í fullu gildi þau orð Bjarna Bene- diktssonar, að íslendingar vilji heldur taka á sig þá áhættu að hafa hér ekki her á friðartímum en að búa við þá áhættu, sem hersetu fylgir. Af þeim ástæðum vilja þjóð- legir menn ekki sætta sig lengur við hersetu en þörf er á, enda það tryggt í þeim samningum, sem ísland hefur gert um þessi mál. Frá sjónarmiði kommúnista er það hins vegar ekki þetta, sem skiptir meginmáli. Aðalatriðið frá þeirra sjónar miði er að rjúfa tengslin við vestrænar þjóðir, Þeir vita, að ekki þýðir að segja íslendingum, að í staðinn eigi að koma tengslin við Austur-Evrópu. Þess vegna fela þeir sig undir hlutleysishjúpnum. Frá þeirra sjónarmiði yrði þó hlutleysið aðeins áfangi til bráðabirgða. Af þeim ástæðum er það allt annað, sem vakir fyrir kommúnistum með þátttökunni í Samtökum hernámsand- stæoinga. Fyrir flestum þar vakir að vinna að því, að ísland verði ekki hersetið um aldur og ævi. Fyrir komm- únistum vakir að slíta tengslin við vestrænu þjóðirnar. Ef það fæst ekki fram, geta þeir vel unað hersetunni og vilja jafnvel halda henni, því að hún skapar þeim vissa áróðurs- aðstöðu. Fyrir þá lýðræðissinna, sem starfa í Samtökum her- námsandstæðinga, ætti fátt að vera auðveldara en að átta sig á fláttskap kommúnista, þegar þeir þykjast vilja hlut- leysi. Hyar og hvenær hafa kommúnistar verið hlutlausir í átökum austurs og vesturs? Hvað gerðu þeir t.d. við Ungverja, er þeh' vildu taka upp hlutleysisstefnu? Þeir, sem kryfja þessar spurningar til mergjar, hafa full svör við því, hve alvarlega Þjóðviljinn fylgh' hlut- leysisstefnu sinni og hvaða hlutverk hann ætlar Samtök- um hernámsandstæðinga. Verkamannabústaðir Alþýðuþlaðið skýrir frá því, að ríkisstjórnin muni leggja fram á Alþingi frv. um endurbætur á lögunum um verkamannabústaði. Þetta eru góð tíðindi. Á seinasta þingi lag'ði Þórarinn Þórarinsson fram frv. um þetta efni. 1 upphafi þessa þings fluttu Þórarinn, Jón Skaftason og Ingvar Gíslason frv. um sama efni. Það er vel, að þær tillögur, sem þar koma fram, verða nú teknar til greina. Þetta dæmi er glöggt dæmi um áhrif jákvæðrar stjórnarandstöðu. Ameríkuríkin deila um Castró Ráðstefnunni í Punta del Este er veitt mikil athygli í GÆR hófst í Punta del Este, sém er í Uruguay, ráðstefna bandalags Ameríkuríkjanna, en meðlimir þess eru öll ríki Suð- ur’- og Norður-Ameríku, nema Kanada, alls 21 talsins. Ráð- stefna þessi er kölluð saman að ósk ríkisstjórnar Kolumbíu til að ræða sameiginlega afstöðu Ameríkuríkjanna til stjórnar Castrós á Kúbu og undirróðurs hennar í öðrum ríkjum Ame- ríku. Þótt Kolumbía eigi þannig op inbei'lega forgöngu að ráðstefn unni, er það vafalítið, að stjórn Bandaríkjanna á aðalfrum- kvæði hennar. Castró skapar stjórn Bandarikjanna mjkil vandamál heima fyrir og því er henni pólitískt nauðsynlegt að halda uppi áberandi baráttu gegn Castró, ekki sízt vegna hinnar misheppnuðu innrásar á síðastl. vori. í augum margra Bandaríkjamanna er Castró í- mynd þess, að Bandaríkin séu ekki lengur slíkur herra á vest- urhveli jarðar og þau áður voru og því sé Monroekenning- in raunar ekki lengur í gildi, en meginefni hennar er það, að Bandaríkin muni ekki þola neina íhlutun ríkja í öðrum heimsálfum af málefnum Ame ríku. Þessu var m. a. haldið fram af demokrötum í forseta- kosningunum 1960 og því ein- dregið rofað að reyna að vinna bót á þessu og láta Monroe- kenúinguna aftur fá sitt fulla gildi. Nú ganga republikanar að sjálfsögðu eftir því, að þetla loforð verði haldið, og telja Kennedy verða lítið ágengt i þessu máli. Þvert á móti hafi hin misheppnaða innrás á Kúbu í fyrra gert illt verra og styrkt Castró í sessi og þar með að- stöðu rússneskra og kínverskra kommúnista til áhrifa og áróð- urs í Ameriku. Það hefur svo sitt að segja, að auðhringarnir bandarísku, sem hafa verið sviptir eignujn sínum á Kúbu, ýta hér ljka und- ir. Tjó'n þeirra af þjóðnýtingu Castrós er metið um 7 milljarða dollara. BANDARÍKIN geta beitt sér gegn Castró með tvennu móti. Þau geta ráðizt ein gegn honum og steypt honum úr stóli með vopnavaldi á örskömmum tíma. Ósennilegt er, að Rússar myndu nokkuð koma honum til hjálpar, þótt þeir hafi lofað því, heldur nota þetta aðeins til áróðurs gegn Bandarikjunum. Af þeirn ástæðum er talið, að Rússar hafi neitað Kúbu um að- ild að Varsjárbandalaginu. Castró hefur svarað þeirri synj- un með því að lýsa yfir því, að hann væri marxisti og markmið hans væri að koma upp sósíal ísku riki á Kúbu. Fyrir Rússa er erfiðara að láta Bandaríkin steypa Castró með vopnavaldi eftir að hann hefur gefið slíka yfirlýsingu, enda telja ýmsir þeirra, sem vel til þekkja, að Rússar hafi verið lítið ánægðir vfir henni. Fyrir Bandaríkin er hins veg ar lítið hyggilegt að ráðast ein gegn Castró með vopnavaldi Það myndi að flestra dómi býða það, að öll Suður-Amerika FIEDEL CASTRÓ myndi snúast gegn þeim. Auk þess myndi það verða mikið vatn á myllu kommúnista í Af- ríku og Asíu. Bandaríkin hafa því fyrst og fremst valið þá leið, að reyna að fá öll Ameríku ríkin til samstarfs gegn Castró. Þetta hefur hins vegar gengið erfiðlega. Það hefur ekki feng ið fylgi, að Ameríkuríkin beittu efnahagslegum aðgerðum gegn Kúbu, þar sem talið hefur ver- ið, að það myndi aðeins gera Castró háðari Rússum og Kín verjum. í seinni tíð hafa Banda ríkin því aðallega beitt sér fyr- ir því, að Ameríkuríkin ein- angruðu Kúbu pólitískt, þ. e. sögðu slitið stjórnmálasamb. við stjórn Castrós eftir að hún hefði fengið frest til að breyta um stefnu, þ. e. slitið hin nánu tengsli við kommúnistaríkin. Það verður um þetta mál, sem fyrst og fremst verður fjallað á ráðstefnunni i Punta del Este. Talið er að Bandarík- in hafí þegar fengið 12 ríki til að styðja framangreinda stefnu sína eða eftirtalin ríki: Guate- mala, Hounduras, E1 Salvador, Costa Rica, Panama, Nicaragua, Haiti, Dominikanska lýðveldið, Venezuela, Kolumbía, Perú og Paraguay. Til þess að tillagan fái fullt samþykki á ráðstetn- unni, þarf 2/3 hluta atkvæða og vantar því ekki nema eitt atkvæði til þess, að umrædd t;l- Iaga fáizt samþykkt. Ekki er tal ið ólíklegt, að Uruguay bactist hér við, en stjórnin þar hefur enn ekki tekið endanlega af- stöðu. MÁLIÐ er hins vegar ekki levst þótt tillagan fáist samþykkt með slíkum meirihluta. Astæð- an er sú, að þrjú stærstu rtkin næst á eftir Bandaríkjunum eru andvíg tillögunni eða Brazilía, Mexikó og Argentína. Þeim fylgja að máli þrjú smærri riki, eða Ecuador, Chile og Bolivía, ásamt svo Kúbu. Þessi ríki gera ekki eins mikið úr tengslum Castrós við kommúnistaríkin og Bandaríkin og telja allar meiriháttar refsiaðgerðir gegn Castró aðeins bera þann árang ur, að hann freistist til enn nánara samstarfs við kommún- isla en ella. Þau telja ekki hætt una af ár'óðri Castrós svo mikla í Suður-Ameríku, að á- stæða sé til að skelfast hana. Hann geti fyrst orðið hættuleg- ur þar, ef hann verði gerður að eins konar píslarvætti með refsi aðgerðum, sem eignaðar verði auðhringum Bandaríkjanna, en þeir eru mjög óvinsælir í Suð- ur-Ameríku. Andstáða þeirra gegn Castró hefur gert hann vinsælan í Suður-Ameriku. Forustumenn þessara rikja telja það bezta svarið gegn Castró, að unnið sé að framför- um í Suður-Ameríku og reynt að ná enn betri árangri en á Kúbu. Ef það takizt, rnuni Castró hverfa í skuggann og áhrif hans fara minnkandi. Að- alatriðið sé, að framkvæma á- ætlun þá um framfarir Suður- Ameríku, sem Kennedy forseti beitir sér fyrir og Bandaríkja- þing hefur heitið til mikilii fjár veitingu. í því sambandi er bent á, að sennilega geti Kenne dy þakkað Castró það, að þing- ið fékkst til að fallast á þess- ar tillögur hans. í Bandaríkjunum á þessi stefna einnig fylgi að fagna og hefur t. d. sá ritstjóri „Nevvs- veek“, sem stjórnar skrifum þess um málefni Suður-Ame- ríku, hvatt eindregið til þess, að Bandaríkin leiði Castró sem mest hjá sér, en stuðli þeim mun meira að framförum í Suð ur-Ameríku. Vafasamt er talið, að Brazi- lía, Argentína og Mexikó beygi sig .fyrir samþykkt ráðstefnunn- ar í Punta del Este, ef hún sam- þykkir að slíta stjórnmálasam- bandi við Kúbu. Það myndi þýða í reynd, að bandalag Ame- ríkuríkjanna væri klofið Fyrir Bandaríkin væri mjög hæpið að tefla á svo tæpt vað, og því þyk ir ekki ósennilegt, að reynt verði að finna einhvern milli- veg milli sjónarmiða þessara ríkja annars vegar og Bandaríkj anna hins vegar. Það væri í sam ræmi við þá meginstefnu Banda rílcjanna að reyna að treysta sambúðina við Suður-Ameríku og líta á hin stóru ríki þar sem jafningja Bandaríkjanna Þ.Þ TÍMINN, þriðjudaginn 23. janúar 1962 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.