Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1962, Blaðsíða 5
Landsími íslands er orðin gróin og sjálfsögð stofnun. Óð- um líður að því, að símaskráin verði pi'entuð árlega, og það er ekki nema tímaspursmál, hvenær stærstu bæir landsins verða veiddir í sjálfvirka síma- netið. Veldu númerið á skífunni og bíddu. Ef ekki er á tali og viðtalandinn er við, heyrirðu þegar hann lyftir tólinu og seg- ir þetta gamalkunna já eða halló, og málinu er bjargað. Og ef vinui' þinn giftir sig, vinnur frægan sigur eða skálar fyrir árunum, sem hann á að baki eða kunna að vera framundan, sendirðu honum skeyli. Jafnvel mannslíf getur oltið á símtali. Til hvers er verið að rifja þetta upp, sem allir vita? Er þetta ekki sjálfsagður hlutur? Hann er orðinn það á sjö- unda tug aldarinnar. Og í dag er stigið stórt spor til að bæta þjónustuna. Hér eftir geturðu náð í vin þinn í síma, þó að hann sé suður í Aþenu, ef mik-i ið liggur við. Og ef páfinn veit- ir þér áheyrn og þú ert ekki blankur, geturðu hringt í Vatí- kanið og spurt, hvort sé sól- skin í Róm. En árið eftir að Hannes Haf- stein varð fyrsti ráðherra ís- lands, þótti síminn ekki sjálf- sagðari en svo, að 250 íslenzk- ir bændur af svæðinu frá Mark- arfljóti vestur að Hítará á Mýr- ur riðu snemma í ágúst heiman frá hálfhirtum túnum til að mótmæla samningnum um lagn ingu ritsímans, sem. i'áðherrann hafði gert við „stóra, norræna ritsímafélagið“. Ráðherrann sinnti ekki ósk þeirra, og þó að gerðir ráðherra séu umdeild- ar, mun nú flestum þykja sem sú ákvörðun 1905 hafi verið rétt. Hér á. eftir verður stiklað á stóru í sogu símans á fslandi 1904—1962. Reykjavíkurblöðin skýrðu frá því 26. ágúst 1904, að kvöldið eftir mundi Hannes Hafstein sigla til Kaupmannahafnar með „Geres“ aðallega í þeim erind- um að eiga viðtal við útlend- inga um hraðskeytasamband við ísland og gera nauðsynlegar ráðstafanir í sambandi við rit- símalagningu til landsins og taka ákvörðun um hana, ef heppilegt þætti. Málið var þá svo langt á veg komið, að „hið stóra, norræna fréttaþráðsfélag“ hafði heitið M að taka verkið að sér þegar í stað, ef íslendingar vildu ganga að kostunum og taka tilboðinu. Suðurland eða Austurland? Áður en ráðherrann sigldi var jafnframt skýrt frá því í blöð- um, að hugmynd félagsins væri að leggja ritsímann á land ann- að hvort í Þorlákshöfn eða á Seyðisfirði. Ef Seyðisfjörður eða annar staður á Austurlandi yrði fyrir valinu, bauðst félagið til að leggja landlínu þaðan um Akuréyri til Reykjavíkur fyrir 300 þús. kr., en það var í þá daga mestur hluti þess fjár, sem sú lína kostaði. Þetta fé átti ekki að veita, ef síminn yi'ði lagður til Þorlákshafnar. Á þessu stigi málsins var tal- ið, að hvort sem Suður- eða Austurland yrði ofan á, væri símamálið komið í það horf, að í vígahug austan yfir fjall Nú líður árið 1904 og fram á sumar 1905. En síðla dags sunnudaginn 1. ágúst fyllist Reykjavík allt í einu af bænd um, sem sumir voru komnir langt að- Nú var skrafað og skrafað í Reykjavík, og kvisað- ist brátt, að’ þeir væru komnir til fundar, sem andstæðingar ritsímamálsins höfðu boðað með hraðboðum og bréfum. Og samt fjórum verkstjórum og a 150 vei’kamönnum, sem vinna R áttu við lagningu landsímans um sumarið. Annar verkfræð- ingur, Hegerdal, sá um lagn- ingu símans frá Seyðisfirði að Jökulsá á Fjöllum, en sá þriðji, Tengs að nafni, átti að fara á land á Akureyri og Mithun á Blönduósi. 15. ágúst sögðu Reykjavíkur- blöðin frá því, að símalagning- 8 unni miðaði alls staðar vel á- B fram og betur en búizt hafði g verið við. Þá var talið, að n „stauiasetningunni“ yrði lokið 9 snemma í september. Síminn 9 var strengdur nokkurn veginn n jafnótt og komu snemma bráða birgðasambönd á köflum. Efnis flutningur til símalínunnar hafði gengið mjög vel, þrátt íyr ir erfiðar aðstæður sums staðar um vorið. Verkamönnum við lagninguna var skipt í 14 hópa, sem allir voru farnir að vinna í júníbyrjun. í hverjum hóp voru 15—20 menn. 220 Norðmenn unnu að símanum. Auk þeirra 13 Danir og 60 íslendingar með nokkrum hléum. Ekki hamlaði annað framkvæmdum en frost í jörðu sums staðar, og var Heljardalsheiði erfiðust. — 'Norsku símamennirnir fengu alls staðar Iirós fyrir framkomu sína og dugnað. Opnun sæsímans, — konungskveðjur Sæsíminn var opnaður föstu- 24. ágúst 1906, og sendi þá for maður Stóra norræna ritsíma- félagsins fyrsta símskeytið hing að til lands, en í því fólst til- kynning ráðherrans um, að símalagningunni væri lokið. — Hannes Hafstein fór austur á Seyðisfjörð með vaiðskipinu Valurinn til þess að vera við á Seyðisfirði, er síminn yrði opn- aður og senda þaðan fyrsta skeytið héðan til konungs. En skipið hreppti svo vont veður, að það náði ekki til Seyðisfjarð ar með ráðherrann, fyrr en kl. 3 á sunnudag. í forföllum har.s sendi þáverandi bæjai'fógeti á Seyðisfirði, Jóhannes Jóhannes- son, konungi svohljóðar.di skeyti klukkan 6 síðdegis á laugardag: „Með því að hans exellence íslandsráðherrann hef ur ekki getað verið hér við- staddur, hef ég samkvæmt n heimild frá honum, þann heið- ur að tilkynna yðar hátign lotn ingarfyllst, að sæsíminn til ís- lands er fullbúinn". Daginn eft f Kram r > ip i þeim, sem þá voru komnir. Það kvöld var húsfyllir í Bárubúð, því að Reykvíkingar vildu fylgj ast með því, sem fram fór. Kom þar í Ijós, að bændafundurinn átti að taka til meðferðar þrjú mál, og var ritsímamálið eltíú þeirra minnst. Myndin er tekin 1. ágúst 1935, er talsambandiS við útlönd var opnað. Talið frá vlnstri: Eystelnn Jónsson, þáverandi fjármálaráðherra, de Fontenay, sendiherra Dana, Hermann Jónasson, þáverandi forsættsráð- herra, Jón Baldvinsson, alþingismaður, Jónas Þorbergsson, þáverand! útvarpsstjórl, Gísli Guðmundsson, alþingismaður og Bjarnl Forberg, bæjarsimastjóri. Klukkan 11 á þriðjudagsmorg un hófst aðalfundurinn í Báru- búð, en fundarstjóri var Jens Pálsson prófastur í Görðum. Voru umræður í hálfa aðra klukkustund og eftir það.sa-m- þykktar tillögur. Margir Reyk- víkingar voru á fundinuni, en höfðu ekki atkvæðisrétt. Tillag an í símamálinu hljpðaði svo: „Bændafundurinn í Reykjavík skorar á Alþingi mjög alvar- lega að hafna algerlega ritsíma samningi þeim, er ráðherra ís- lands gérði s. 1. haust við stóra norræna ritsímafélagið“. Nú var kosin nefnd að'ganga á fund ráðherra og flytja hon- um ályktanir fundarins. í þá nefnd var kjörinn einn fulltrúi fyrir hverja sýslu. Síðan var Hannes Hafstein flytur vígsluræðuna af svölum pósthússins, þar sem fundi slitið í bili. Ákveðið var landssímastöðin var til húsa í fyrstu. að ganga á fund ráðherra klukk Æ I fyrsta, annað og þriðja sinn skjótra framkvæmda væri ekki langt að bíða. Gengju samning- ar saman, var talið, að verk- fræðingur frá. félaginu yrði brátt sendur hingað til lands til r’annsókna og undirbúnings. Samið um símalagningu í utanför Hannesar Hafstein gerðust þau tíðindi, að samning ar tókust um ritsímalagningu til íslands. „Hið mikia norræna fréttaþráðarfélag“ fékk einka- leyfi til að leggja síma hingað til lands. Gilti leyfið í 20 ár frá þeim degi, þegar ritsiminn tók til starfa. Sæsíminn skyldi lagður frá Hjaltlandseyjum yf- ir Þórshöfn í Færeyjum til Seyðisfjarðar. Samið var um, að lagningunni yrði lokið eigi síðar en 1. okt. 1906, ef ekkert hindraði það. Danmörk og ís- land áttu svo að geta krafizt símans til eignar skv. hlutfall- inu 2/3, 1/3 án, alls endur- gjalds, ef félagið óskaði ekki að endurnýja leyfið styrklaust að tuttugu árum liðnum. Félagið veitti þær 300 þús. kr., sem ~áð- ur er getið til landsímalagning- ar milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur, viðhald og rekst- ur landsímans átti landssjóður að greiða, en féjagið átti að halda uppi millilandasamband- inu með styrk úr lands- og rík- issjóði. Með þessar upplýsingar í huga biðu íslendingar símans. spennan jókst, því að allir þótt- ust vita, að nú mundi draga til stórra tíðinda. Það var seint á sunnudag, að talsverður hópur manna með tvo til reiðar, reið hvatlega nið- ur Laugaveginn og stefndi beina leið inn í portið lijá Jóni Þórðarsyni. Voru þeir komnir austan af landi í einum áfanga á 9 eða 10 tímum. Síðar um kvöldið, allan mánudaginn og þriðjudagsnóttina héldu bænd- ur áfram að drífa að, og þegar allt var talið, voiu komnir til höfuðstaðarins hálft þriðja hundrað bændur úr 5 sýslum landsins, austan frá Markar- fljóti ög vestur á Mýrar. Á mánudagskvöldið var skot- ið á undirbúningsfundi með an þrjú á þriðjudaginn. Hítt- ust fundarmenn þá aftur við Bárubúð og fylktu liði með nefndina í broddi- Þannig þok- aðist hersingin af stað um helztu götur bæjarins og inn á Lækjartorg og nam staðar neðan við Stjórnarráðshúsið, meðan nefndin gekk á ráðherra fund. Hafði sjaldan sézt annað eins fjölmenni á götum höfuð- borgaiinnar. Dvaldist nú nefnd armönnum inni um stund, en múgurinn söng „Eldgamla ísa- fold“ og fleiri ættjarðarljóð á meðan. 21. ágúst var frumvarpið um símalagninguna endanlega sam-. þykkt á alþingi. í maí 1906 kom Forberg verk fræðingur til Seyðisfjarðar á- T í MIN N, þriðjudaginn 23. janúar 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.