Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 1
Gerizt áskrífendur að Tímanum — Hringið í síma 12323 „Hva$ er sannleikur?" — Sjá leikdóm á blaösíðu 9 32. tbl. — Fimmtudagur 8. febrúar 1962 — 46. árg. Eyvind Johnson — „Háns nádes liti" — og verðlaun Karen Blixen — „Skygger "isver græsset" Sara Lidman en í hjertet" „Mistelten- Halldór K. Laxness — „Paradísarhcimt" EYVIND ÚTHLUTAÐ NLR VERÐLAUNUM Kaupmannahöfn, 7. febr. (Geir Aðils og NTB) í dag var bókmenntavérð iaunum Norðurlandaráðs út hlutað sænska rithöfundin- um Eyvind Johnson fyrir skáldsöguna „Hans naades tid". Bókmenntaverðlaunin nema 25.000 dönskum krónum, og eru veitt af sérstakri dómnefnd, sem kom saman í dag í Stokk hólmi. Af íslands hálfu áttu þar sæti Helgi Sæmundsson, for- maður Menntamálaráðs, og Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. í röksemdum verðlaunaveit- ingarinnar segir nefndin, að Johnson hafi með skapandi krafti og í leyndardómsfullum og háðskum stíl unnið sögulegt efni í spegil fyrir nútímann. Johnson er 61 árs að aldri og tilheyrir þeim hópi sænskra rit höfunda, sem hófu rithöfunda- feril sinn á þriðja tug þessarar aldar og voru með réttu kallað- ir verkamannaskáldin. Þeir voru sjálfmenntaðir og róttækir og fyrirlitu allt, sem var borg ar'alegt. Áður en Johnson gat f arið að lifa á verkum sínum, vann hann margs konar vinnu. Hann var m.a. skógarhöggsmaður, sögun- arverksmiðjuverkamaður og erf iðismaður. Hann varð fyrst vin- sæll sem rithöfundur árið 1946, þegar hann oi'ti um Odysseifs- kviðu. Hann var kjörinn í sænsku bókmenntaakademíuna 1957. Verðlaunin verði ekki veitt formlega fyrr en 17. marz, þeg- ar Norðurlandaráð kemur sam- an í Helsingfors. Mikið hefur verið rætt und anfarið um hvaða rithöfundar kæmu til greina. Information birti í dag lista yfir þau nöfn, sem oftast hafa borið á góma, og þær bækur, sem líklegastar voru taldar til að hreppa verð launin. Af hálfu Dana voru Karen Blixen með „Skygger over græsset" og William Heinesen með „Gamaliels besættels" tal- in sigurstranglegust, en frá Sví þjóð „Hans naades tid" eftir Eyvind Johnson og sennilega Misteltenen í hjertet" eða Afríkuskáldsaga eftir Sara Lid mann. Norsku bækurnar voru „Brand" eftir Tarjei Vesaas og „Jeg" eftir Johan Borgen. Frá Finnlandi var reiknað með smá sagnasafni eftir Hager Olsen, og loks var frá íslandi talinn sigursitranglegastur Halldór K. Laxness með „Paradísarheimt" STJÖRNARFRUMVARP LAGT FRAM Á ALÞINGI í GÆR UM SKÖTTUN FÉLAGA SKATTAR LÆKKAÐIR Á HLUTAFÉLÖGUM í gær var lagt fram á Al- þingi stiórnarfrumvarp um tekjuskatt og eignarskatt. Fel- ur frumvarpið í sér breytingar á sköttum á félög, en skattar ^Vinstaklinga eru óbreyttir að frátöldum smávægilegum ^Weytingum. Verður hér á eftir jgreint frá helztu breytingun- um, sem frumvarpið felur í :sér: Svonefnd frihlutabréf eða jöfn I unarhlutabréf verða skattfi'jáls. Heimilað verður að flytja tap i á milli ára um fimm áramót í stað tveggja í gildandi lögum. Lögfestir verði tveir nýir frá- 110 námumenn f órust í gær NTB — Saarbrucken, 7. febr. 110 vestur-þýzkir námu- verkamenn létu lífið og 85 slösuðust við sprengingu og eldsvoða í morgun í Luisen- thal-námunni í Voelklingen við Saarbrucken. Um 480 námumenn voru niðri í námunni, þegar ofsaleg sprenging varð þar klukkan sjö í morgun. Ekki er vitað, hvað olli sprenging- unni, en tvö námugöng á 500 metra dýpi eyðilögðust alveg. í Náman er eitt eldhaf Við spienginguna kom upp eldur.' í námunni, sem varð brátt eitt eld- J haf. Slökkviliði, sem kom strax ái vettvang, tókst samt að vinna fljótt' bug á eldinum, en frekari björg- unarstörf voru erfið, þar sem mörg námugöng höfðu hmnið saman. i Það var ekki fyrr en um kvöldið, að búið var að bjarga öllum námu-' mönnunum, sem lifandi voru, upp úr námunni. Lengi voru 150 námu- menn ófundnir, en um áttaleytið um kvöldið náðist samband við þá, (Framhald a 15. siðu). dráttarliðir, er verða gjafir til menningarmála, líknai'starfsemi og kirkjufélaga og kostnað við öflun bóka, tímarita og áhalda til vísinda legra og sérfræðilegra starfa. Félagsgjöld til atvinnurekenda- félaga eiga að verða frádráttarbær. Leyft verður að draga frá tekj um við álagningu skattsins afborg anir af námskuldum, sem menn hafa stofnað til eftir tvítugsaldur. Fyrningarheimildir verða rýmk aðar. Þá á að meta eignir upp á nýtt í eitt skipti og miða afskiift ir við núverandi endurkaupsverð eignanna. Frádráttarheimild félaga vegna útborgaðs arðs verður hækkuð, úr 8% í 10% af hlutafé eða stofnfé. Regium um varasjóðstillög verð ur breytt þannig, að öllum félög- um, sem leggja í var'asjóð, sé heim ilt að leggja í slíkan sjóð allt að einum fjórða af hreinum tekjum og. skulu þau koma til frádráttar við ákvörðun tekjuskatts. í nú- gildandi lögum hafa aðeins útgerð arfélög og samvinnufélög rétt til að draga frá varasjóðstillag sem nemur einum þriðja af tekjum. Skattstigi félaga er lækkaður úr 25% af tekjum í 20%. Skattanefndir verða lagðar nið- ur. 8 skattstjórar verða skipaðir, einn í hvert kjördæmi. Skattstjór ar ákvarða skatta og úrskurða kær ur, en úrskurði þeirra er hægt að áfrýja til ríkisskattanefndar. Að auki eru undirskattstjórar í hverju (Framh. á 15. siðu.) KINDUR FLÆDDI Raufarhöfn, 7. febrúar. Nýlega fóru 15 kindur í sjóinn rétt fyrir utan Raufarhöfn. Kindurnar, sem voru frá Höskulds- nesi, voru á beit í fjör- unni og komust út í sker nokkuð, án þess að eftir því væri tekið. Flæddi þær síðan út af skerinu, og fórust þær allar. Mörg ár eru liðin síðan þetta skeði þarna síðast. HH. sjá bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.