Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 13
M I N N I NG: Sigurður Guðnason, bóndi, Gagnstöð Siguxður Guðnason var fæddur að Glúmsstaðaseli í Fljótsdal 20. nóv. 1909, sonur hjónanna Hall- dóru Grímsdóttur og Guðna Sig- mundssonar. Börn þeirra hjóna voru sjö, sem (31 komust til fullorðinsára og reyndust mannvæn. Foreldrar Sigurðar voru mjög fá tæk og máðu ekki staðf estu við bú- skap. Þau fluttust frá Glúmsstaða- seli til Njarðvíkur, en dvöldu síð- an á ýmsum stöðum á Út-héraði, unz þau fluttust til Seyðisfjarðar um 1920, en þar dvöldu þau á með- an bæði lifðu. f þann mund bjó í Gagnstöð í Hjaltastaðahreppi Guðni Þor'kels- son ásamt stjúpmóður sinni, Guð- ríði Magnúsdóttur. Til þeirra fór Sigurður, er foreldrar hans flutt- ust til S«yðisfjarðar — þá ellefu ára gamall. f Gagnstöð ólst Sigurður upp og þar varð staðfesta hans æ síðan, til banadægurs — 28. des. 1961. Á þann veg fluttist ættkvistur úr þröngum og hálendum dal — frá efsta byggðu bóli á Héraði — til vaxtar og staðfestu að þeim bæ, er liggur í jaðri sanda Héraðsfló- ans, þar sem alda fshafsins svell- ur í sínum jötunmóði. — En einn- ig þar, sem er svo ljúft og bjart, þegar lognaldan vaggar í fjoru- borðinu og miðnætursólin merlar hauður og haf hins víðáttumikla sjónhrings. - Svo táknrænt var náttúruumhverfi Sigurðar, og mun hann hafa nokkuð af því nurnið enda það hans eini skóli, — asamt starfi og lífsreynslu sem með til- komu góðrar eðlisgreindar varð faonum drjúgt veganesti. - Það fannst þó glöggt, að merra hafði orkað á hann hið bjarta og milda, svo vinljúfur sem hann var i ollu, glaður og æðrulaus í hvivetna — Ukt og hann ætti víst langt skin eftir stundarhregg. — Lífssaga Sigurðar varð ekiu lönfog heldur ekki viðburðanka yfirborðsmælikvarða Hann var staðbundinn og starfssvið hans einnig. Á þeim yettvangi vann hann sín hversdagslegu storf af ai úð og kostgæfni. í engu matti hann vamm sitt vita. Gestrisni hans og »««»»£ vilji var með ágætum, - enda þær dyggðir aðalsmerki Guðna fostra Sans, og höfðu um langt skeið ridp að öndvegi í Gagnstöð sem Héraðs- ¦flévfít er — Sigurður varð fósturforeldrum sínum þegar í upphafi mjog hand genginn og þeim þekkur, og helzt svo alla stund síðan. - Um það bil, er Sigurður var 25 ara, kenndi hann sjúkleika, er dró til þess, að hann fór (1936) til Reykjavikur og gekk þar undir mjög hættulegan uppskurð. - í Þeirri ferð var Guðni fóstri hans með honum, og annaðist sem einkason. Skurðaðgerðin tókst vel, en a- vallt þaðan í frá var Sigurði vant fuUrar starfsorku, og bagaði þaö hann mjög, svo mörg erfið storf, sem urðu á vegum hans, sem og flestra annarra í bóndastöðu. Seint á árinu 1945 gerðist sa fa- gæti og ánægjulegi atburður í Hjaltastaðarþinghá, að þrjár ung- ar og glæsilegar systur settust sam tímis á brúðarbekk. Voru það dætur eins merkasta bónda sveitarinnar, Gunnars Magn ússonar afi B'.ialtastað, þær: Sól- veig, Irigunn og Aðalhöiður. Bi*úðgumi efenar þessara systra var SigurSur Guðna?cn frá Gagn- stöð og bniður han^ Sóiveig. — Ingunn gaíst Páli Sigbjörnssyiii, nú héraðsráfunsíit Bánaðarsamb. Austurlands, búsettum J Egilsst.- fcauptúni, en Aðalheiður Sigþóri Pálssyni og þau síðan búið að Hjaltastað. — Þau Sólveig og Sigurður höfðu verið heitbundin um skeið, og hún áður flutt til hans að Gagnstöð, og tekin þar við húsfreyjustörfum, — enda fóstra Sigurðar látin. Það varð því hlutskipti Sólveig- ar Gunnarsdóttur, að taka við því víttkunna rausnarheimili í Gagn- stöð og annast það, sem hún hefur a? síðan rækt með ágætúm. f Gagnstöð bjó Guðni einnig sem fyrr, en nú í óformbundnu félagi við Sigurð og hefur sú skipan hald izt síðan. Búnaður Guðna, hefur, smá gengið saman samfai'a starfs- orku hans, sem nú er mjög þrot- in, enda hann nú á áttræðisaldri. — Innan veggja var heimilig eitt, en fóður og fénað höfðu þeir sér skilið að mestu. Öll störf önnuð- ust þeir í gagnkvæmri samhjálp, sem yfirleitt gekk snurðulaust. — Sá ágreiningur, sem óhjákvæmi- lega verður til í öllum slíkum sam skiptum, var af þeim ávallt jafn- aður af drengilegum manndómi. — Jafnskjótt og þunga „kreppuár- anna" tók að létta hér á bændum, vaknaði hjá þeim áhugi til ýmissa framkvæmda. Ekki fór sú hreyfing hjá garði í Gagnstöð, án viðkomu. Að Gagnstöð var keypt fyrsta heim ilisdráttarvélin, sem í sveitina kom, ásamt ýmsum vinnutækjum. Mun þar um hafa ráðið að nokkru, til- finning Sigurðar fyrir þeirri þörf, til léttis við erfiðustu störfin, svo og glöggskyggni þeirra beggja á tákni morgunroða vélvæðingarinn- ar fyrir búnaðinn. Með tilkomu heimilisdráttarvél- arinnar voru ræktunarstörfin haf- in, en síðar komu til afkastameiri tæki á vegum Ræktunarsambands- ins, sem ullu byltingu í ræktunar framkvæmdum í Gagnstöð, sem og víðar. Jafnframt ræktunarfram- kvæmdum var í Gagnstöð reist að nýju íbúðarhús og peningshús á- samt fóðurgeymslum. — Gagnstöð kastaði gamla búningnum og klæddist nýjum. En allt þetta krafðist mikilla fórna og þó einkum í vinnulegu tilliti. Starfsdagurinn var ekki mældur í 5 eða 8 vinnustundum, enda dagarnir þá or'ðið nokkru fleiri en 365 í árinu. Utan bústarfanna var og ýmsu öðru að sinna í Gagnstöð. Svo sem björgun reka af víðáttumiklum sandi, móttaka, umsjá og afhend- ing ýmiss konar varnings á vegum Kaupfélags Borgarfjarðar, sem lengst af fór fram úti á Krosshöfða urn 10 km veg frá Gagnstöð. Var það starf mikið og ónæðisamt, svo groiðl&ga og undantekningarlaust sem faverju kalli var gegnt. Þessu fylgdi og stöðug umferð, með sjálf- sagðri viðdvöl í Gagmstöð fyrir gest og gangandi, sem ávallt áttu þar vísan beina og hvers kyns fyrir- greiðslu er með þurfti. Eftir því sem aldur og þreyta náðu meiri tökum á Guðna — á- samt vanheilsu, er þjáð hefur hann um langt skeið — mæddi í vaxandi mæli á Sigurði, og þar kom, að heilsu hans var svo brugðið, að hann þoldi ekki ok erfiðisins. Vorið 1960 fór Sigurður aðra ferð sína til Reykjavíkur vegna sjúkleika. Þar var sjúkdómur hans gr'eindur og reyndist mjög alvar- legs eðlis. Heim kom hann þó aftur von bráðar með „resept" í hendi, sem annars vegar hljóðaði upp á lyf, sem hamla átti gegn framgangi sjúkdómsins og skyldi það stöðugt notað. Hins vegar var honum bönn uð öll vinna um ákveðinn tíma, og ávallt yrði hann að varast hvers kyns áreynslu.v— En þetta góða „resept" varð að- eins fánýtt pappírsgagn. Lyfið reyndist lítt fáanlegt og af þeim sökum varð hann rangtímum án þess. Vinnubannið var og erfitt að halda, enda alkunna, að þjóðfélag- ið býr ekki á þann veg að bænd- um, að slíkt henti þeim, er standa í neðri þrepum aðstöðu- og afkomu stigans. Hér varð líka sú raunin á. Sigurður gat ekki komizt hjá á- reynslu, ef heimilinu sikyldi séð farborða og brýnustu þörfum þess fullnægt. - Og í metnaði þeirrar skyldu- 'raekíii vann'-'KáTi'n — ásamt skyldu- liði sínu — það er til þurfti — á meðan til vannst. — Hann lézt við starf á heimili sínu 28. des. s. 1., sem áður getur — aðeins 52ja ára að aldri. Eins og fyrr er sagt, var Sigurð- ur kvæntur Sólveigu Gunnarsdótt- ur. Reyndist hún manni sínum traustur lífsfélagi, sem í öllu reyndi að bera af honum blak og létta lífsbaráttuna án þess þó að til hrykki. — Ávallt hefur reynt á atorku hennar og manndóm, en nú stórum meira en hóflegt verður tal ið. Þau hjón eignuðust 4 börn, 3 syni og 1 dóttur, sem öll eru á lífi. Elzta barnið — Gunnar — er fyrir nokkrum árum farinn að heiman — kvæntur og búsettur í Reykjavík. Heima eru Halldór, 17 ára, og Karl, 11 ára, ásamt systur- inni, er fæddist 23. nóv. s.l. Hún var skýrð við útför föður síns, og hlaut nafn foreldra sinna: Sólveig Sigríður. Sigurður var jarðsettur að Hjaltastað 6. jan. s.l. að viðstöddu fjölmenni. Sigurður í Gagnstöð er faUinn — faorfinn. Eftir hann er autt, áber- andi skarð: Eiginkona hefur misst mann sinn, börn föður og öldungur sinn félaga og fósturson. Og sveit- in hefur misst trúan þegn úr hópi búenda. Eftir stendur „hnípin þjóð í vanda". Vandamenn allir og vinir finna vágust biturra staðreynda. Þeim fer öllum sem einum: Leita skjóls við Hlégarð ljúfra minninga um góðan mann, — og votta honum virðingu sína og þökk. 25. jan. 1962 Ingvar Guðjónsson, Dölum. ALFA-I^VL MJALTAVÉLAR ~jc Alfa Laval Mjálravélarnar eru virisælar. it 75—80% af bændum, er //, nota mjaltavélar, nota Alfa Laval mjaltavélar. v • ic Einfaldar í notkun. ¦*¦ Auðveldar f hreinsun. * MINNI VINNA — LÉTTARI VINNA + Hreinlegar mjaltir. — Islenzkur leiðarvísir. T*r Höfum einnig fyrirliggjandi þvottatæki fyrir allar tegundir mjaltavéla. * Mjólkurkælar — bæði Alfa-yfirfallskælar og Rapidkælar. Upplýsingar veita: KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT OG VÉLADEILD S.I.S. TIMINN, fimmtudaginn S. "fsbréar 196S Jóhann Jóhannsson Jaðri, Dalvík BRÓÐURKVEÐJA frá Friðleifi Jóhannssyni; SiglufirSi, við útför Eg get ekki komið að gröf þinni í dag og grátið er moldin þig kallar. En hugur minn krýpur í þrotlausri þögn og þakkar þér stundirnar aUar. Er saman við áttum í ævinnar önn frá æskunnar sólbjörtu dögum. Þó oft væri brimþungt við stórgrýtta strönd við stýrðum í vör eftir lögurh. Við bárum oft saman á brattgengri slóð byrðar sem voru ekki Iéttar. Samt blessaði starf okkar ævina út það afl sem að samvinnan fléttar. Sá kraftur sem gaf okkur huga og hönd og hjarta sem fagnar og grætur. Stýri nú för þinni í ókunnri átt um árdegi og draumþýð.nr nætur. Eg minnist þín,:bróðlr, er sól fer um sund og sál mína heiUar og Iokkar. Er vorblærinn hreimmjúkur fingrunum ffr um fjörðinn og ströndina okkar. Mitt ævikvöld IíSur og dagsbírtar* drí'? því dvel ég í mhmingahöllum. Eles^ nö gröf þína, bróðir minn k«r, bberinn af vvarfdælskum fjöllum. 33

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.