Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 2
—-— Lfi ;•¦¦ ______________________________________¦ Faldi sig á bak viB harmonikku Þær eru ekki svo fáar stúlkurnar, sem þýzka ungl- ingastjarnan Peter Kraus hefur verið trúlofaður um ævina — þ. e. a. s. í blöð- unum. Connie Froboess og Conn- ie Francis hafa hingað til tíðast verið nefndar í þessu sambandi, en reú hafa þær orðlð að víkja fyrir sænsku söngkonunni Lill-Babs. Það hefur sem sagt verið gert heyrum kunnugt, að nefnd skötuhjú ætla að opinbera trúlofun sína. Og það verður reglulega gamaldags, með hringa á fingrum og kynn- ingu fyrir foreldrunum. Peter Kraus og Lill-Babs kynntust fyrst, þegar þau komu fram í sjónvarpsþætti í Mtinchen. Þegar Connie Francis var þrettán ára a3 aldri, lítil, búlduleit hnáta, sem faldi sig á bak við stóra harmon- ikku, dreymdi hana stóra drauma um vinsæld og frægS, hana dreymdi um aS syngja inn á plðtur, syngja í næturklúbbum, hana dreymdi um glitrandi vef frægðar og frama. Nú, tíu ár- um síSar, syngur Connie inn á plötur í fugatali, sem öSlast fádæma vinsældir, hún syng- ur í næturklúbbum, draum- urinn er orSinn aS veruleika. Samt sem áður' segir Connie: — Draumurinn var betri. Veruleikinn gefur þó meira í aðra hönd. 23 ára gömul hefur Connie sungið inn á ótrúlegan fjölda af plötum, sem náð hafa miklum vinsældum um allan heim. Hún vinnur sér inn u. þ. b. hálfa miiljón árlega og stjórnar | fimm biómlegum félögum. Létt og kát í sinni Hún hefur nýlega gert samning fram til ár'sins 1966, þar sem hún bindur sig til að koma fram tvo mánuði á ári í Sahara í Las Veg- as, syngja inn á m. k. þrettán plötur á ári og leika í að minnsta kosti einni kvikmynd á ári. Hún getur með réttu talizt alþjóðleg söngkona, því að hún syngur söngva (allt frá rock'n' roll til rómantískra söngva) á ensku, frönsku, spönsku, ítölsku, þýzku, hebresku og japönsku. Síðasta plata hennaí, „Don't break the heart that loves you", er ekki lík- leg til að draga úr vinsældum hennar. — Þú getur ekki öðlazt neitt, án þess að tapa miklu, og ég er alltaf að tapa einhverju, segir Connie. Það kann að virðast und- arlegt, að svo fræg og vinsæl stúlka, sem allt virðist ganga vel fyrir, skuli Iáta hafa slíkt eftir sér, en hver veit, nema hún hafi éitthvað til síns máls. Connie býr í glæsilegu, nýtízku húsi í Bloom- field, N. J. Connie er' alltaf jafn eða að minnsta kosti lítur út fyr ir að vera það. En vandi fylgir vegsemd hverr'i. — Þegar ég undirritaði samn- inginn við MGM fyrir nokkrurn vikum, sagði hún nýlega, — sögðu blaðamenn við mig, að þetta væri einhver stærsti samn- ingur, sem gerður hefði verið við söngkonu, og spurðu mig, hvort ég væri ekki í sjöunda himni. Auðvitað játaði ég því, en ég var þó ekki alveg í sjöunda himni. Eg vissi þá ekki hvers vegna. En nú veit ég það. Eg hafði gefið á. br'ott önnur fimmi ár ævi minnar. Vill heldur tómatsúpu Líf Conhie hefur snúizt um söng í tuttugu ár. Faðir hennar, viðkunnanlegur maður, fyrrver- andi verkamaður, sem nú vinnur fyrir Connie, gaf henni harmo- nikku, þegar hún var aðeins þriggja ára. Hún náði nokkurri frægð, en hana dreymdi um enn meiri frægð. Á þéssum árum fann hún þó núverandi aðalum- glæsileg, á hvaða tíma sólar- hrings sem er, og hún er alltaf jafnlétt og kát í sinni. Augu henn ar ljóma af lífsgleði. Dökka hár- ið fer alltaf jafn vel. Hárgreiðslu konan hennar kemur klukkan 8,30 á morgnana. Hún verður líka að líta vel út. Það er ekki svo sjaldan, sem hún ræðir við nokkra tugi blaða- manna, umboðsmanna eða ann- arr'a slíkra fugla, og slíkir fund- ir verða vitanlega að fara fram á morgnana, því að vinnutíminn er strangur hjá Connie. Já, Connie getur verið ánægð, og hún er það líka að vissu marki boðsmanri sinn, George Soheck. Hún söng fyrst inn á plötur hjá MGM árið 1955, en þar sem plöt- ur hennar náðu engum vinsæld- um, ákvað hún að gefa upp alla von og ætlaði sér að fara í há- skóla í New Yórk. Þá var það, að faðir hennar lagði til að hún syngi inri á(plötu lagið „Who's sorry now?".' Árið 1958 hafði sú plata selzt í milljón eintökum. Who's sorry now? Enginn í raun og veru. Þó viðurkennir Connie, að hún sé í vandræðum með ýmsa hluti. (Framh. á 13. síðu.) a rf', Á BORÐINU hjá mér liggur nýtt heftl af tímarifi samvinnumanna — Samvinnan. ÞaS er alkunna, að' Sam vlnnan er glæsllegasta tlmarit aS búningl, sem geflS er út hér á landl. En hún er meira en búnlng- urlnn. Hún flytur afbragSsgott c-fni, þar sem flestlr eSa alllr í fjölskyldunnl finna eitthvaS, sem þeir glrnast aS lesa. Hún ræSir hugsiónamál og starf samvinnu- manna í landinu og seglr frá áföng um i þvt efnl. Hún flytur afbragSs myndlr, skemmtilegar grelnar og sögur, IjóS og skemmtlþættl, sltt- hvaS um helmillsmálefni og gleyrh i Ir ekkl heldur yngstu lesendunum.i Samvinnan er þvi eltt bezta, skemmtllegasta og vandaSasta heim Illstimarit, sem út kemur hér á landl. TÖKUM T. D. ÞETTA fyrsta heftl, sem kemur út á ný|a árlnu — næst á eftlr mjög fögru og efnlsvönduðu jólahcfti, sem kom út í desember. JanúarheftiS hefst á greln eftir Er- lend Elnarsson, forstjóra S.Í.S. um málefnl samvinnumanna og hvern- ig þeim hefur skllaS fram á síð- asta árl. Sú grein er meira en góð hugvekja samvinnumönnum um alrt land. Hún birtir gleSilegan ár. angur um vöxt og vlSgang sam- vinnustefnunnar á íslandl og þær hagsbætur, sem hún færlr ekki a'öeins félagsmönnum sínum, held ur þióðarbúinu öllu. Þá kemur 'einkar skemmtileg grein, sem heitlr: „Þau gleymast sfrax vondu veSrin", þar sem Páll HeiSar segir frá strandferS meS m. s. Heklu og kemur þar hlS þjóSnýta hlutverk strandsiglinganna glöggt fram. Þá er ágætt minningarljóð um Þorkel Jóhannesson, háskóla- rektor, eftir Þórodd GuSmundsson frá Sandi. Sagan SlæSingur er rit- uð í léttum dúr um llfið í Reykja- vík — eða er það kannske heldur grein? — Það skiptir ekki máli, því aS gamansemin er söm og jöfn. ÞÁ SEGIR EINNIG frá nit|ánda furrdl kaupfélagss'tjóra landslns, er haldinn var snemma í vetur, en þar urSu hinar merkustu umræSur um framtiSarstarf samvinnufélag- anna. Framhaldssagan heitir Hulin for- tíS og er eftir þann kunna og skemmtilega höfund Daphne du Maurler. Loks er ástæSa til að benda á grein um Efnahagsbandalag Evrópu eftlr Helga Bergs, sem þeim mál- um er flestum kunnugri. Þetfa mál er nú svo mjög á dagskrá, að hver hlutlaus og trú fræðsla um það er afar vel þegin. Þessi grein leysir það hlutverk vél af hendi. Á kápuslðu að aftan er skemmti- lega lagt út af kunnri dæmisögu um stafaknippið. FRAMAN Á KÁPU Samvinnunnar er geysifalleg Ijósmynd í litum af haf- ísjaka við Grænlandsströnd. Auk þess eru í rltinu birt bréf frá les- endum og stór verðlaunakrossgáta er þar lika. Ritstjóri Samvinnunnar er Guð- mundur Svelnsson, skólastjórl, og í þessu hefti ritar hann stutta og hógværa greln um „áhyggjur f|ár- málaráðherra af kjötsölu". Blaöa- menn við Samvinnuna eru Örlygur Hálfdánarson og Dagur Þorleifsson. Samvinnan er mjög útbreldd meS al landsmanna, en þó msttu fleiri kaupa og lesa þetta ágæta rit. Ættu þelr, sem ekki fá hana núna, aS líta á hana og hugleiSa, hvort hún mundi ekkl vera kærkomin heim- llisgestur einu sinnl í mánuSi. — HárbarSur. Samvinnuumhyggja Vísis Forystugrein Vísls í fyrradag er með sama hógværðarsnið- inu og vant er. Er þar vikið vinsamlega að samvinnumönn- um eins og stundum áður. For- ystugreinar Vísis eru annars þannig gerðar, að þær eru eins og jöfnur, sem ganga upp í sjálfum sér, krefjast einskis svars, fullnægja sér sjálfar og hafa heldur ekki áhrif til góðs eða ills út fyrir þann bás, sem þeim er markaður á blaðsíð- unni. Ekki er vitað til, að neinn lesi þær greinar að jafn- aði, énda hefur það sýnt sig, að þar má semja hvað sem er, án þess að nokkur kippi sér upp við það og viðhafa hvaða orðbragð sem er, án þess að nokkur telji sér misboðið. Þetta eru bara heimilisleikföng, sem veita enigum ánægju öðr- um en þeim, sem skrifar þær — og þó er stundum hægt að efast um, að höfundurinn sé í sólskinsskapi. Það skal tekið fram, að leið- arinn í Vísi er ekkert vitlaus- ari en hann er vanur, í fyrra- dag, og það er alls ekki þess vegna, sem hér er brugðið upp nokkrum setningum úr houuni, heldur rétt til þess að sýna, hvernig hugar'ástandið er á Vísis-bænum. Þar stendur t.d.: „Framsóknarflokkurinn hef- líka genigið þannig frá sam- vinnuhugsjóninni, að lengi verður í minnum haft. Við nafn hennar hefur hann lagt hvers kyns fjármálasukk og ósyinnu, og er SfS í fararbroddi. Úti um land gína kaupfélögin yfir at- vinnulífinu sem þau framast mega og reyna að ná kverka- tökum einokunarinnar á verzl- un ag atvinnurekstri". Til þess að spara mönnum fyrirhöfn, er rétt að taka fram, að það er alveg tilgangslaust að reyna að skilja þetta rök- réttum skilningi — það m'á ekki ætlast til þess af leiður- usn Vísis. Hins vegar leynir sér ekki réttlát gremja yfir því hvernig Framsóknarmenn séu búnir að leika samvinnu- hugsjónina, og kemur engum auðvitað á óvart hugheil um- hyggja Vísis fyrir þeirri hug- sjón. Hún hefur svo sem sýnt sig fyrr. Ekki lögð fram Morgunblaðið ber sig illa í fyrradag undan því, að Tíminn skuli hafa bent á nokkur aug- ljós dæmi þess, hve einræðis- hneigð núvérandi ríkisstjórn er og ósýnt um að halda þing- ræðisvenjur — færir sig meira að segja sífellt upp á einræð- isskaftið. Bent var á, að síö- asta dæmið væri það, að ríkis- stjórnin hefði brugðið út af þeirri venju, sem gilt hefur, að bráðabirgðalög, sem gefin eru út meðan þing situr ekki, séu lögð fyrir það jafnskjótt og það kemur saman til funda aftur. Síðustu bráðabirgðalög- in voru gefin út um jólaleytið, og þau höfðu ekki enn verið lögð fram í þinginu í gær. Væri ekki nær að sýna í verki, að þingræðisreglum sé fylgt í stað þess að bera af sér sakir með innantómum orðum? TIMINN, fimmtudaginn 8. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.