Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 12
..............¦""" "¦'¦" . ' ¦¦'¦—" mMMMMMMm'M- ———— 'mmmmm ....... IÞRDTTIR W^MMiMM',-- MMM IÞRDTTIR mÆmm RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Zakopane — verður miðdeplll norrænu greinanna Heimsmeistarakeppni á f eg- ursta staðnum í Póllandi Skíðaheimsmeistarakeppnin verður haldin í Zakopane dagana 18.—25. febrúar. Pólsku skíða- samtökin sjá um keppnina og skipuleggja hana, samkv. beiðni alþjóðaskíðasambandsins, F. í. S. Zakopane er lítið dalþorpmeð afbrigðum fagurt, og liggurY við rætur High Tatra fjallgarðsins, þar sem landslag er talið hvað fegurst j Póllandi. Margar erfða- venjur fylgja þessum stað hvað snertir íþróttir, en einkum þó skíðaíþróttina. Það var í Zakopame árið 1929, serii fyrstú alþjóðaskiðasamtökin voru stofnuð og síðar voru nefnd heims'meistaraskíðasamtökin. Árið 1939 var aftur haldið al- þjóðamót á skíðum í Zakopane. Varð svo langt hlé sökum styrj- aldarinnar í Póllandi og síðari heimsstyrjajdarinnar. Á FIS ráðstefnunni, sem hald- in var í Stokkhólmi árið 1959, var ákveðið að skipta keppninni, og verður annar hluti hennar hald- inn í Chamonix og hinn í Zako- pane. Þegar skipulagsstjórar unnu að iagningu skíðabrautanna, álitu þeir æskilegast. að áhorfendur gætu séð sem mest af leiknum hvar sem á keppnissvæðinu væri. Til þess að það væri mögulegt, takmörkuðu þeir keppnina á einu svæði. þ e. á Krokiew-vellinum. (Kníkiew er nafn á einu þeirra fjalla. sem umlykja Zakopane) og munu keppendur fara að minnsta kosti tvisvar yfir völlinn og er þannig aðstaða áhorfenda mun betri og gerir þeim kleift að fylsjast betur með Ef slæmar aðstæður hindruðu færið. hafa skipulagsstjórar kom ið upp varabTautum ;fyrir skíða- kappana. sem staðsettar eru í Chyrla og eru þar um 100—150 metrum fyrir ofan Krokiew-völl- inn. i fjöllunum. sem eru í 4 km fjariæsð frá Zakopane Hvernig, sem veðurskilyrði kunna að verða. fer skíðastökkið fram á báðum Krokiew-stökkpöll unuim. Völlurinn ásamt stökkpöllun- um og endamörkunum eru stað- sett í 1000 metra hæð, og í 1,5 km. fjarlægð frá Zakopane. Báð- ir stökkpallarnir voru reistir í eðlileguim halla. Þeir eru um- kringdir skógum og vísa í norð- urátt, sem gerir það að verkum, að mimni hætta er á því að snjór inn bráðni. Áhorfendasvæðið myndar hálf- hring um völlinn og rúmar það 35 000 manns í sæti. Sá fólks- fjöldi, sem ekki á þess kost að sjá keppnina á vellinum sjálfum, get- ur séð hana á hinum víðáttumiklu bersvæðucn í skóg^a,um,ns£m ;um- lykja völlinn. Allt að 100.00Ö manns rúmast þar. í febrúar í fyrra tók úrval skíða- stökkvara þátt í stökkkeppninni, sem haldin var í minningu Broni- slaw Czech og Helenu Marusarz. Þá setti sovézki keppandino Sha- mov brautarmet með 100 metra skíðastökki Frh. á bls. 15. Fjórir landsleikir í knattspyrnu í sumar í sumar muu íslenzka landsliðið í knattspyrnu leika fjóra lands- leiki og verða þrír þessara leikja hér heima, við Norðmenn, íra og Antillaeyjamenn. Þá verður og B-landsIeikur í knattspyrnu við Færeyinga, og verðtar sá leikur einnig hér í Reykjavík. Ingvar Pálsson^ ritari KnaU- spyrnusambands íslands, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær, á fundi með stjórn sambandsins. — Gat hann þess, að mikið yrði um að vera í knattspyrnunni hér heima í sumar, því auk þessara landsleikja verða tvær félagsheim sóknir á vegum KR og Víkings. Fyrsti landsleikurinn hér, við Norðmenn hinn 9. júlí, er fyrir nokkuð löngu ákveðinn, en auk þess, sem norska liðið mun leika landsleik við hið íslenzka, mun það einnig taka þátt í einum auka leik, sem verður hinn 11. júlí. Norska liðið dvelur hér í fimm daga. Sem kunnugt er tekur ísland nú í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og munum við leika yið írska fríríkið í þeirri keppni. Ákveðið hefur verið að báðir leikirnir verði í haust, en sem kunnugt er, þá er leikið bæði heima og að heiman. Leikirniir verða í ágúst og september, en ekki erú dagar ákveðnir enn, og heldur ekki hvar verður leikið ;fyrst. Þar sem fsland var dregið út á undan, hefur það rét-t til þess, að fyrri leikurinn verði í Reykja- vík, en írar hafa hins vegar óskað eftir, að fyrri Ieikur landanna verði á frlandi, en sem sagt, ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn þá. í þessa Evrópukeppni landsliða má nota atvinnumenn, og stjórn MICHELIN ALLTÁSAMA STAÐ MJÚKIR, STERKIR, ENDINGARGÓÐIR Útvegum MICHELIN hjólbarSa beint frá verksmiðjunum í FRAKKLANDI, BELGÍU, ÍTALÍU OG ENGLANDI MICHELIN hjólbarðar á allar tegundir farar- tækja, stór og smá MICHELIN er eitt þekktasta hjólbarðamerkið hór á landi. LEITIÐ TIBOÐA STUTTUR AFGREIÐSLU- TÍMI MICHELIN hjólbarðar fyrirliggiandi H.f Egill Vilhjálmsson Laugavegi 118 — Sími 2-22-40 Knattspy rnusamb ands í slands hefur því farið fram á við skozka... liðið St. Mirren, að það gefi Þór ólf Beck eftir í þessa IeikK Svar hefur ekki borizt enn þá, en fast lega má reikna með, að svar liðs ins verði jákvætt. Mjög kunnir atvinnumenn eru í írska liðinu,^ og nær allir þeirra leika í ensk-' um atvinnuliðum. í september munum við kynhast"~ knattspyrnumönnum frá hollenzku Antilleyjuni. Landslið eyjanna" verður í haust í • keppriisför í" Evrópu, og á heimleiðinni ihurt" það koma við hér, og leika einn * leik, sem verður fullgildur lands- leikur. Sá leikur fer fram 16. sept. * sem er sunnudagur. Leikmerin Antilleyja eru allir svartir, leiknií": mjög, en ekki að sama skapi harð¦"' ir eða miklir skotmenn, og of mikl ir einstaklingshyggjumerin, svo lið þeirra geti talizt gott. En gaman : verður að kynnast töfrabrögðum svertingjanna með knöttinn. Árið 1959 lék íslenzka B-lands-: liðið í Færeyjum við landslið Fær.. eyinga og sigraði með 5—2. Til að,; endurgjalda þá heimsókn hefur.. KSÍ boðið landsliði Færeyinga.: hingað í sumar, og mun það leika ¦ við íslenzka B-landsliðið. Sá leikur verður föstudaginn 2. ágúst, en færeyska liðið mun síðan leika á - Akranesi, ísafirði og Akureyri. Landsliðsæfingar fyrir. íslenzka'^ landsliðið hafa ekki verið.ékyeðn • ar enn þá, en það mál-ej?_í undir-.* búningi. Landsliðsnefnd er hin.,- sama og í fyrra: Sæmundur Gísla-í., son, Helgi Eysteinsson og Jákob . Sigurðsson. í sambandi við íands: leikina við fra má geta þess, að dómari í leiknum hér heima verð* - ur Norðmaður, en Walesbúi á ír- landi. •: Úrslitaleikurinn í Evrópubikar-. keppninni í knattspyrnu verðurr, háður í Amsterdam hinn 2. maí s n. k. Knattspyrnusambandið getur. útvegað mitSa á leikinn, ef ein- hverjir íslendingar hefðu hug á, því. Verður þá að panta miðana fyrir 15. febrúar n.k. Þeir kosta frá 3 gyllinum upp í 15, (gyllinið er á 12 kr.). ÍR sigraöi í körfubolta Afmælismót ÍSÍ í körfuknatt-" leik fór fram í fyrrakvöld í íþr.- " húsinu að Hálogalandi. Sex félög tóku þátt í mótinu. Fyrsti leik- urinn var milli KFR og íþróttafél. stúdenta og vann KFR með 26— . 12. f næsta leik vann ÍKF KR með 17—15, og í þriðja leiktium. varin Ármann KFR með 19—9. Þá léku ÍR og ÍKF og vann ÍR örugglega beð 24—12. Úrslitaleikurinn var. því .milli..-. Ármanns bg ÍR — en útsláttár- . keppni var, og það lið, sem" tap- .. aði leik, var úr keppninni. Þessi leikur Ármanns og ÍR er einn hinn skemmtilegasti. sem hér hef ur sézt í körfuknattleikskeppni. spennandi og tvísýnn fram á síð- ustu stuindu. Leikreynsla ÍR-inga, gerði það þó að verkum. að liðið bar sigur úr býtum. en mitini gat munurinn ekki verið. l6-^-.15. ÍR ;. í hag. Mótið vaT ánægjulegt, og v. nokkur fjöldi áhorfenda. ¦ .¦ . 12 T í MIN N, fimmtudaginn 1« febrúaf 1962 ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.