Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1962, Blaðsíða 5
SIAM- TEAK Orðsending frá Ludvig Storr & Co Vér viljum hér meö tilkynna heiöruðitm viðskiptavinum og öðrum, sem hafa áhuga fyrir að kaupa TEAK, ao vér munum framvegis fá í byrjun hvers mánaðar lagerlista frá A/S DET ÖSTASIATISKE KOM- PACNI, Köbenhavn, yfir TEAK í ýmsum stærðum. A/S Ö. K. hefur venjulega fyrirliggjandi um 4000 cub.m. á lager og ættu því að vera góSir möguleikar á aö útvega strax, það sem vantar. Vero og aðrar upplýsingar á skrifstofu vorri; Einkaumboð fyrir: A/S DET ÖSTASIATISKE KOMPAGNI, timburdeild. LUDVIG STORR & CO. Sími 1-16 20 3 línur mmmmmmmmímmi UPPÞVOTTURINN VERÐUR hreinasti barnaleikur B L I K fjarlægir mjög auðveldíega alla fifu og skilar leirrauinu taumalausu og gljáandi B L I K hentar því mjög vel í allan uppþvotf, en 'einkum er það goff fyrir allar uppþvottavélar Blik gerir létt um vik — Blik gerir létt um vik — Blik serir létt um vik — Blik „ÞÆR GERÐUST SAMVINNUFÉLAG" Á síðastliðnu hausti höfðu Samvinnutryggingar starfað í 15 ár. Á því stutta tímabili hafa þær blómstrað með ótrúlega glæsilegum hætti og orðið þjóð inni allri til mikillar nytsemd- ar. Margt ber til þessa, meðal annars það, að í eðli sínu eru tryggingarmálin flestu öðru fremur vel fallin til þess, að skipulag samvinnustefnunnar og yfirburðir fái notið sín. Til- gangur trygginga, hvaða nafni sem nefnast, er sá einn, að vera til hjálpar og öryggis í lífsbar- áttunni. Og þó það liggi í aug- um uppi, 'að því aðeins getur slíkt öryggi og hjálp verið meiri en nafnið tómt, að félög þau eða fyrirtæki, sem tryggingar hafa með höndum séu fjárhags lega sterk og eigi yfir gUdum sjóðum að ráð'a, þá er hitt og jafn fráleitt, að þau séu gróða fyrirtæki, sem sMli fjárafla- mönnum miklum ágóða. Samvinnutryggingar erú ekki gróðafyrirtæki einstakra manna eða félaga. Samvinnutryggingar eru samtök þess fólks, sem tryggir þar. Styrkur þeirra ligg ur meðal annars í því, hversu margir þeir eru, sem taka þátt í félagsskapnum. Vöxtur þeirra og viðgangur hefur orð'ið með þeim glæsibrag, sem raun ber vitni, vegna þess að samvinnu- stefnan á skilningi að mæta hjá svo miklum fjölda fólks í land- inu. Þar að auki hefur þeim verið vel og viturlega stjórnað, og leiðtogunum hefur tekizt að sanna í verki yfirburði trygg- ingarformsins. Út er komið' hefti af riti Sam vinnutrygginga, Samvinnutrygg ing, sem helgað er með myndar legum hætti 15 ára afmæli því, sem fyrr var nefnt. Þar eiga landsmenn kost á að kynnast margvíslegum staðreyndum úr starfi trygginganna, t.d. þeim, að Samvinnutryggingar hafa endurgreitt félagsmönnum sín- um (þ.e. þeim, sem tryggja) um það bil 30 milljónir króna í tekjuafgang. Þetta er ekki gróði neinna venjulegra hlut- hafa, heldur sparnaður, fjár- munir, sem tryggjendur greiddu meir í ið'gjöld, en nauð- syn reyndist. Hjá tryggingar- félagi með öðru formi, hefðu þessar 30 milljónir prðið að gróða. Auk þessa er það alþjóð kunnugt, a® þegar Samvinnu- tryggingar tóku til starfa, stór lækkuðu tryggingariðgjöld allra tryggingarfélaga í landinu, vegna fordæmis þessa nýja fé- Iags. f afmælisritinu, seim fyrr var nefnt, eru margar gagnmerkar greinar, studdar svo sterkum rökum, að óvenjulegt verður að teljast. Auk þess er þar að finna margvíslegan fróðleik, sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Það er mikio' gleðiefni öllum samvinnumönnum, að hafa feng ið tækifæri með þessu 'móti til að sýna enn einu sinni yfir- burði samvinnustefnunnar í verki. Frmh. PHJ Fiskmarkaður og frjáls samkeppni (Þau mistök ur'öu við birtlngu grcinarinnar úr tímaritinu Frost um fiskmarkaðinn í Bretlandl og frjálsa samkcppni, hér á þcssari síðu í gær, að upphafsmálsgrein- ar féllu niður. Upphaf greinar- innar var þannlg:) „Merkur íslenzkur kaupsýslu- maður, einn af máttarstólpum Verzlunarráðs íslands, sagði ný- lega, er honum barst til eyrna, að islejidingiir hefði beitt sér fyrir að rjúfa samstarfseiningu hrað- frystihúsaeigenda á íslandi og tek- ið að sér að vera umboðsmaður fyr ir stóran brezkan fiskframleiðslu- hring: „Hafa þeir ckkert lært? Eru Islandingar búnir að gleyma Helly er?" Hvað kom þessurn manni til að varpa fram þessum spurningum? Til upprifjunar fyrir hina eldri og vegna hinna yngri, sem þekkja ekki forsöguna að innlendri togara útgerð í einu merkasta sjávar- plássi þessa lands, Hafnarfirði, þar sem innlend útgerð í einkarekstri reis upp úr rústum þess, sem var Hellyer, skal hér vitnað í kafla úr sögu Hafnarfjarðar, en þar segir m. a.: „Hellyer Bros. fengu ánð 1925 lagalega heimild fyrir því, að þeir mættu reka útgerð sína í Hafn arfirði sem sjálfstætt fyrirtæki um átta ára skeið o. s. frv. KAPPDRÆTTI H..SKÓLA ÍSLANDS Á laugardag verííur dregií í 2. flokki. 1,000 vinningar aU fjárhæí 1,840,000 krónur. Á morgun eru seinustu forvö'ð a<J endurnýja. i:a?pdrætti h^ckóla íslands 2. fl. 1 á 200.000 kr. 1 - 100.000 — 20- 10.000 — 86 - 5.000 — 890» 1.000 — Aukavinningar: 2 á 10.000 kr. 1000 200.000 kr. 100.000 — 200.000 — 430.000 — 890.000 — 20.000 kr. 1.840.000 kr. TÍMINN, fimmtudaginn 8. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.