Tíminn - 03.03.1962, Síða 8

Tíminn - 03.03.1962, Síða 8
I fl Þingeymgsfns nafnlausa í ftforgimblaðimi Frá undirskrift Fulbright-sátfmálans ríkjanna iwisisasisiiaisisiaiia—Ktimitsi&' meö aöild íslands. Sitjandi Gylfi Þ. Gíslason, Muccie, sendiherra Banda hér og Guðmundur í. Guðmundsson. Hinn 23. febrúar 1957 var und- iriitaður í Reykjavík samningur milli íslendinga og Bandaríkja- manna um greiðslu kostnaðar við ýmis samskipti þjóðanna á sviði menningarmála, en slíka samninga hafa Bandaríkjamenn gert við margar þjóðir, þ. á. m. Norðurlönd in öll, Bretland, Frakkland, Þýzka- land og margar aðrar þjóðir. Erii samningar þessir gerðir samkvæmt heimild í iögum frá stjórnarárum Harry S. Truman, en öldungadeild- arþingmaðurinn J. William Ful- bright beitti sér einkum fyrir laga- setningunm. Voru tildrög laganna þau, að í lok síðari heimsstyrjaldar áttu Bandaríkjamenn miklar birgð- ir margs konar varnings í ýmsum löndum. Sala þessara birgða var vandkvæðum bundin, ef krefjast átti greiðslu í dollurum, sakir skorts á slíkum gjaldmiðli. Varð því niðurstaðan sú, að selja skyldi fyrrnefndar vörubirgðir gegn greiðslu i mynt hlutaðeigandi lands og verja andvirðinu til þess að greiða kostnað við ferðir er- lendra manna til Bandaríkjanna til náms og rannsóknarstarfa og'ferða og dvalarkostnað Bandaríkjamanna í öðmm iöndum í sömu erindum. Samkvæmt samningnum frá 23. febrúar 1957 var komið á fót stofn- un, sem nefnist Menntastofnun Bandaríkjanna á íslandi (The Unit ed States Educational Foundation in Iceland). í stjórn þeirrar stofn- unar eru þrír íslendingar, skipaðir af menntamálaráðherra, og þrír Bandaríkjamenn, .skipaðir af sendi herra Bandaríkjanna á Islandi. Hann skipar síðan formann úr hópi nefndarmanna, en sjálfur er hann heiðursformaður og sker úr málum, ef ágreiningur verður og atkvæði jöfn. Menntastofnuninni er ætluð ákveðin fjárhæð árlega og gerir hún tillögur um ráðstöf- un fjárhæðarinnar í samræmi við ákvæði samningsins, en endanleg- ar ákvarðanir eru í höndum tíu manna ráðs í Bandaríkjunum, er forsetinn skipar, og fjallar um styrkveitingar til allra samnings- landanna. Á þeim fimm árum, sem liðin eru síðan Menntastofnun Banda- ríkjanna á íslandi var mynduð, hafa s-tyrkveitingar hennar verið í aðalatriðum sem hér segir: Kostaðir hafa verið bandarískir lektorar við Háskóla íslands og Bandaríkjamenn við vísindalegar rannsóknir hér á landi, samtals 6 á umræddu fimm ára tímabili, og fimm bandarískir háskólastúdent- ar hafa verið styrktir hér til náms. Samtals eiiefu styrkir til Banda- ríkjamanna á nefndu tímabili. A sama tíma hafa samtals fimmtíu og fjórir íslendingar notið fyrir- greiðslu stofnunarínnar til náms og rannsóknarstarfa í Bandaríkjun um, þar af sextán kennarar. Sam- tals hefur Menntastofnun Banda- ríkjanna á umræddu fimm ára timabili veitt sextíu og fimm náms mönnum íjárhagslegan stuðning, ýmist Bandaríkjamönnum til náms- dvalar á íslandi eða íslendingum til námsdvaiar í Bandaiíkjunum. A fimm ára starfstímabili sínu hefur Menntastofnunin varið tæplega 2,5 milljónum ísl. króna til starfsemi sinnar. í stjórn stofnunarinnar eiga nú þessir menn sæti: Benjamin B. Warfield, forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna á Is- iandi, L. O. Carlson, menningar- málafulltrúi í Upplýsingaþjónust- unni, frú Doris Finnsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri stofnunarinnar, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor; • •Ar-mann- Snævarr, háskólarektór, og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóii. — Menntamálaráðuneytið, 23. febrú ar 1962. Þú hefur valið þann kostinn, að senda sparisjóðsstjóra þínum opið bréf í Mbl. Ekki ætla ég mér að blanda mér í ykkar skipti, en úr því að þú vddir hafa þetta almenn- ar og opinberar umræður vil ég benda þér og lesendum þínum á lítilræði, sem þér láðist að minn- ast á. Þú ert hrifinn af því, að vext- irnir af mnstæðunni þinni séu há- ir. Þú segir, að hún sé orðin gömul og vextirnir þín einu laun. Þú nefnir ekki neinar fjárhæðir. Fyrir eir.um 20 áium voru 300 krónur taldar fullt verð fyrir kú í góðu standi í minni sveit. Vænt- haustlamb leggur sig nú á 600 krónur. Höfuðstóll, sem var tvö kýrverð fyrir 25 árum, er ekki nema eitt lambsverð nú. Hefðirðu þá lánað tvær snemmbærar kýr væri nú hægt að borga þér þær að fullu með einu haustlambi. Guðjón minn á Marðarnúpi er hi'ifinn af þeirri þróun. Ut á það er hann Sjálfstæðismaður, skiist mér, að nú fær hann fyrir eitt lamb, það sem áður var tvö kýr- verð. Af þeim kaupskap er hann glaður eins og lánsami Siggi. En mér virðist, að þér þyki þetta ekki æskileg meðferð á höfuðstólnum. Og þar finnst þér að háu vextirnir komi til leiðréttingar á móti. Mér finnst ég vera dálítið vanda- bundinn Þingeyingum. Konan mín er Þingeyingur — og hún hefur verið mér góð kona í 20 ár. Og mér leiði'St að Þingeyingur, þó nafnlaus og skillítill sé, sjái ekki nema aðra hliðina á merku máli. Þú segir að innstæða þín í spari- Sjóðnum sé ekki stór. Eg veit ekki hvað þú kallar stóra innstæðu, en mér dettui i húg að þú eigir inni svona 100 þúsund krónur. Vaxta- Athugasemd frá flugvallarstjór- anum á Keflavíkurflugvelli Vegna greinar í dagbl. Visi, mánudaginn 26. febr. s.l., slem bar 1 heitið „Flugrág algjörlega snið- gengið við stjórnina á Keflavíkur flugvelli“, leyfi ég mér að gera eftirfarandi at.hugasemdir: 1. í greininni er gefið til kynna, að undirritaður hafi stært sig af því á blaðamannafundi (er hann hélt á Keflavíkurflugvelli m.a. vegna mjög villandi blaðagreinar í Vísi, miðvikudaginn 24. jan. s.l. og ætla verður að sé rituð af sam greinarhöfundi), að eiga heims-' met í afgreiðslu flugvélar. Hins vegar hafi komið í ljós, ag Olíu- félagið h/f eigi þetta met. Vilan- lega eiga starfsmenn Olíufélagsins á Keflavíkurflugvelli sinn þátt í þessu afreki, en hitt stendur ó-. 'haggað, a'ð margnefnd farþega- ! þota hefði ekki farið héðan eftir; 25 mínútna viðdvöl, ef starfsmenn' flugmálastjórnarinnar hefðu ekki | lokið afgreiðslu vélarinnar í tæka tíð. 2. f greininni er því haldið fram, að flugmálastjóri og flug- ráð hafi engin afskipti haft af stjórn Keflavíkurflugvallar síðan á árinu 1957 og dylgjað að því, ag undirritaður hafi sagt rangt til um þetta atriði á blaðamanna- fundinum. Hið rétta í þessu máli er það, að fyrir blaðamennina var lesig orðrétt upp úr reglugerð- inni, um hvernig stjórn Keflavík- urflugvallar sé háttað, en 1. gr. nefndrar reglugerðar hljóðar svo: „Flugráð fer með stjórn flug- mála á Keflavíkurflugvelli undir yfirstjórn utanríkisráðherra Flug vallarstjórinn á Keflavíkurflug- velli hefur meg höndum daglegan rekstur og stjórnar skrifstofu j flugmáianna þar undir eftirliti' flugráðs.“ Það hefur ætíð verið kappkost- ag að hafa gott samstarf við flug- ráð á undanförnum árum, enda hefur flugráð, þar með talinn flugmálastjóri, síður en svo verið afskiptalaus um málefni flugvall- arins. Má í því sambandi benda á, að á árinu 1958 voru, fyrir forgöngu flugráðs og flugmála- stjóra í samvinnu við stofnunina hér, reist hér á flugvellinum blind lendingartæki af fullkomnustu í gerð. Þess má geta, að flugráð heldur fundi hér á Keflavíkur- flugvelli af og til, þar sem rædd eru sérmál flugvallarins, og mán- aðarlega er því sent yfirlit um rekstur hans. Hvað lagagildi reglu j gerðarinnar frá 1957 snertir, þá er ég ekki dómbær á það, en það má vera hverjum manni ljóst, að| starfsmenn stofnunarinnar verða' að vinna í samræmi við hana, j hvort sem þeim líkar betur eða verr. Til enn frekari áréttingar má benda á það, að nefnd reglu- j gerð mun hafa verið samþykkt' af flugráði, áður en hún var form ' lega gefin út. Þegar að er gáð, i mun koma í ljós, að afskipti flug- ráðs af málefnum Keflavíkur- flugvallar eru sízt minni nú en þau voru, áður en reglugerðin var gefin út. í greininní er fullyrt, að tækni- menntaðir sérfræðingar flugráðs j komi hvergi nærri rekstri Kefla-j vikurflugvallar. Sannleikurinn er j hins vegar sá, að radíófræðingar fl'jjmálastjórnarinnar á Reykja- vikurflugvelli hafa frá upphafi haft eftirlit með við'haldi þeirra flugöryggistækja, sem flugmála- stjómin starfrækir á Keflavíkur-1 flugvelli. Samanber blindlending-1 artækin frá 1958, en viðhald þeirra hefur verig talin til fyrir- myndar af þeim sérfræðingum Bandaríkjastjórnar, er prófað hafa tækin reglulega á undan- förnum árum. Flugumferðarstjórnin hefur frá upphafi starfað í nánu sambandi við flugöryggisþjónustuna og loft ferðaeftirlitið á Reykjavíkur- flugvelli, enda unnið í samræmi við þær flugreglur og fyrirmæli er þessir aðilar hafa gefið út. Enn fremur skal á það bent, að flugmálastjórnin hefur ekki í þjónustu sinni, annars staðar en hér, sérmenntaða flugumsjónar- menn og flugvirkja og því ekki í annað hús að venda um tæknilega aðstoð í þeim efnum. 4. Þar sem í greininni er drótt- (Framh á 13 síðu hækkun þeirrar innstæðu um 2% nemur 2000. krónum árlega. Það ^ flnnst þér dálítil tekjubót. En á hverju lifir þú góði minn? Þarft þú ekki að borða? Og hef- urðu þá ekki athugað það, að vext- irnir á innstæðunni þinni eru hækkaðir með því að hækka út- lánsvexti? Hverjir heldurðu að borgi þá vaxtahækkun? Verzlanir, atvinnurekendur o. s. frv. Öll inn- lend framleiðsla og raunar öll inn- lend þjónusta hækkar í verði, þeg- ar útlánsvextirnir hækka. Soðn- ingin, sem þú kaupir þér, er höfð ofurlítið dýrari til þess, að þú get- ir fengið hærii vexti. Það eru nokkrir aurar lagðir á hvern bita sem þú borðar, svo að þú fáir vaxtahækkunina þína. Þannig ertu sjálfur látinn borga þér vaxta- hækkunina. Ég er hræddur um að innstæðan þín þurfi að vera nokkuð stór á mælikvarða alþýðumanna til þess að þú græðir á vaxtahækkun. Vaxtatekjur þínar þyrftu þá helzt að vera meira en nógur fram- færslueyrir handa þér. Annars er ég hræddur um, að sú dýrtið, sem vaxtahækkunin sjálf skapar, gleypi alla hækkunina jafnóðum eða fyr- irfram upp úr vasa þínum. Þú bara sérð það ekki. En farðu nú að hugsa, blessaður. Þá mun þetta allt verða skýrara fyrir þér. Ég verzla aðallega við kaupfé- lagið mitt. Ég hef talið mér hag að skipta þar enda þótt varan væri allt að 10 af hundraði dýrari en hún kynni að fást annars staðar, en raunar er lítið um það, að aðrir selji ódýrari vörur þar. Þetta reikna ég þannig, að í fyrsta lagi eru 3% af verði alls, sem ég kaupi lagt í ‘stofnsjóð, sem ég á, og greiddur verðúr við andlát mitt eða brottflutning úr héiaði, en stendur inni hjá félaginu, sem rekstursfé þess þangað til. í öðru lagi hefur jafnan verið endurgreitt meira en þetta þegar upp er gert eftir hver áramót, ým- ist beint i viðskiptareikning eða í stofnsjóð, svo að endurgreiðslan hefur lengstum numið 6—8% af úttekt. Eign mina í stofnsjóði kaupfé- lagsins tel ég góða eign, því að hún er notuð til að gera verzlun- ■ ina hagstæðari eða leysa einhvern vanda, sem sameiginlegir hags- munir byggðarlagsins krefjast að leystir verði. Auk þeirrar persónulegu endur- greiðslu, sem ég hef nú minnzt á, eru greiddir vextir af stofnsjóðs- innstæðunni, eins og hún er hverju sinni. í þriðja lagi eflast svo sameign- arsjóðir kaupfélagsins ár frá ári vegna viðskiptanna. Eg tel mér beinan hag í því að þeir vaxi, þó að ég geti aldrei persónulega eign- azt neitt af þeim. Þeir eru opinber eign að nokkru, sameign þess fólks í byggðarlaginu, sem hverju sinni kýs að vera í kaupfélaginu, en falli sú félagsstarfsemi niður hverfur þessi eign undir forsjá sveitar- stjórnar og í hennar vörzlu. Eg er svo oft búinn að sjá, að héraðinu, sem hlut á að ,máli, er það mikils virði, að slikt fjármagn sé til, að ég veit að það er beinn hagur minn að eiga hlut að þeirri fjármagns- myndun. Þess vegna teldi ég mér hag í því að skipta við kaupfélagið mitt enda þótt varan væri 10% dýrari þar en kaupmaður í næsta húsi byði mér hana, — hvað þá ef ég fæ hana á sama verði eða ódýrari eins og algengast er. Ég þarf væntanlega ekki að eyða löngu máli til að minna þig á það, að nækkaðir vextir eru auk- (Framh a 13 síðu 1 3 T I M I N N, laugardagur 3. marz 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.