Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 2
SIAUKIN FOLKSFJOLGUN
ÓGNÞRUNGIÐ VANDAMÁL
Árið 1798 skrifaði Thomas
Malthus, að íbúafjöldi jarðar
innar mundi á næstunni auk-
ast svo gífurlega, að fram-
leiðsla matvæla mundi
hvergi nærri duga til að
næra allan þann f jölda. Hann
spáði því, að afleiðingarnar
yrðu „stríð og ofbeldisaðgerð
ir, fátækt og hungursneyð,
siðspilling og óendanlegt vol
æði".
Og í dag sýnir þróuni.n, að
spádómur Malthus er á góðri
Ieið með að verða að skelfileg-
um verulei'ka. Mikill Wuti mann-
kynsins er vannærður, og á stór
um svæðum jarðkringlunnar er
fólksfjölgunin miklu örari held
ur en framleiðsluaukning mat-
væila. Á næstu 20—30 árum
mun mannkynið að ölhim líik-
indum standa andspænis vanda
máli, sem mun skyggja á flest
önnur vandamál þesS.
Staðreyndirnar
Um Krists burð lifðu hér á
jörðu um 250 milljónir manna.
Það tók næstuim því 1600 ár
að tvöfalda þá tölu. En þegar
300 árum síðar — um 1900 —
var íbúatala jarðarinnar orðin
um það bii háifur annar xnillj-
arður. Á þeim rúmlega 60 árum
sem liðin eru síðan, hefur fólks-
fjölgunin orðig örari en nokku.ru
sinni fyrr, og talan hefur enn
tvöfaldazt — þrír milljarffar. Ár
lega bætast því við 50 milljónir
munna til að metta.
Ef ekki verða gerðar neinar
róttækar ráðstafanir til þess að
• draga úr þessari ískyggilegu
fólksfjölgun, tvöfaldast íibúatala
jarffarinnar í þriðja skiptið —
verður sex milljarðar — fyrir
árig 2000. Það þýðir það, aff á
næstu 40 árum verffur heimur-
inn að tvöfalda fjármagn sit.t,
byggingar, farartæki, vegagerð
o. s. frv., sömuleiðis framl'eiðslu
matvæla, klæffa og annarra lífs-
nauðsynja — ef ástandið á ekki
að verffa verra en það er nú á
dögum.
Fyrstd^ skrefið
En getum við nú gert eitt-
hvað til þess að hindra þessa ó-
æskilegu fólksfjölgun, áður en
sprenging verður? Margir álíta
þaff, ef menn eru nóigu einhuga
um það.
En enn þá hefur aðeins furðu
lega lítill fjöldi manna viljað
viðurkenna tilveru þessa vanda
máls. Og fyrst og fremst vcrður
aff koma mönnum í skilning um,
að þetta vandamál mun taka öll
völd í sínar hendur, ef við van-
ræikjum það.
í september sl. ár báru m. a.
Svíþjóð og Danmörk fram þá til-
lögu í SÞ, ag allsherjarþingið
tæki þetta vandamál til meffferð
ar. Skyldi þá fyrsta skrefið vera,
að rannsaka hlutfallið á milli
fólksfjölgunar og hagfræðilegr-
ar þróunar í hinum flátækari
löndum heims. Ef heppnast að
fá vandamálið tekiff inn í dag-
skipunina, skulum við vona, að
raunhæfar aðgerðir fái ag líta
dagsins Ijós.
Skýrt dæmi
Við getum tekið Japan sem
dæmi bæði um hætturnar af mik
illi fólksfjölgun O'g möguleikun-
um til þess að afstýra þeim hætt
um. Á árunum frá 1870 til 1940
jókst íbúatala Japans úr 30
milljónum í 70 milljónir. Það
var ekki sízt þessi gífurlega
fólksfjölgun, sem rak Japan til
þess ag ráðast á Mansjúríu og
Suðaustur-Asíu. En eftir ófar-
irnar í heimsstyrjöldinni siffari
var milljónum Japana aftur
þjappað saman á japönsku eyj-
unum.
Hinar geysilegu framfarir í
læknavísindum höfðu í Japan
sem annars staðar dregið veru-
lega úr dauðsföllum og ekki sízt
bamadauða. Yrffu barnsfæðing-
ar ekki takmarkaðar á einhvern
hátt, áður en langt um liði,
myndi hungurvofan herja misk-
unnarlaust á Japan.
Stjórnendur Japans gripu
þama í taumana af miklum dugn
aði og skynsemi. Komið var á
fót öflugri upplýsingastarfsemi
og rikisstyrkur var veittur til
eftirlits með fæðingum. Með
þessu móti tókst að draga VeTU-
lega úr fóiksfjöliguninni. Og síð
an hefur ör þróun í iðnaðar- og
kaupsýs'lum'álum stöðugt bætt
lífsafkomuna -«4. • Japan, ■ ‘Landið
er nú auðugast í ' austrinu, og
þaff er ekki sízt að þal$g þessu
áhrifaríka eftirliti meg fólks-
fjölguninni.
Hið siðfræðilega vandamái
í mörgum hinna of þéttbýlu
landa hindra siðferðileg og trú-
arleg sjónarmið skynsamlega
lausn vandamálsins. Einkum er
þaff hin kaþólska kirkja, sem
hefur sett sig þverlega upp á
móti skynsamlegri lausn, en að
því er virðist, er hún smám sam
an ag breyta afstöðu sinni og
viðurkenna hættuna, sem vofir
yfir. Viff getum bara vísað til
Píusar páfa 12. árið 1951:
„Við játum tilveru þessa vanda
máls og viðurkennum jafnframt
réttmæti takmörkunar á barns-
fæðingum“. Páfinn lét enn frem
ur í Ijós þá von, að rannsóknir
og upplýsingar um þessi mál
yrðu tii þess, að almenningur
tæki til sinna ráða óbeðinn, þeg
ar hann sæi nauðsiyn þess að
verjast of mikilli fólksfjöigun.
Margt bendir til þess að vax-
andi fjöldi kaþólskra manna —
bæði lærðra og leikra — leggi
sig í líma til þess að finna leið
til ag yfirvinna þessa trúfræði-
legu erfiðleika. Hægt væri að
hugsa sér viðunandi lausn, sem
væri á þessa leið: — Hverjum
einstaklingi, hverri þjóð, hverju
trúarfélagi skuli veitt frelsi til
að nota þær aðfeTffir, sem ein-
staklinigurinn eða það samfélag,
sem hann tilheyrir, telur siðferði
léga réttmætar. Engan má
þvinga til óefflilegrar afstöðu.
Vandamálið hefur aðallega ver
'ið á dagskrá í Bandaríkjunum.
Dr. John Rock, áhrifamikill am-
erískur kaþólikki og fyrrum próf
essor við læknadeildina í Har-
vardháskólanum, skrifaði ný-
lega, aff kaþólskir og ekki kaþ-
ólskir væru algjörlega sammála
um nauffsyn þess að draga úr
fólksfjölgun,, þeir væru aðeins
ósammála um aðferðirnar til
þeSs. Dr. Rock ræðir einnig mik
iff um rannsóknir og tilraunir,
sem gerðar hafa veriff til að
finna upp lyf, sem hindra getn-
að, og segir hann m. a.: „Eg
vona, að þessi aðferg verði við-
urkennd af trúarfélagi því, sem
ég tilheyri."
Um líf og dauða aff tefla
Einn þeirra manna, sem hvað
mest hafa unniff aff þvf aff hreyfa
þessum málum og upplýsa hætt
una, sem yfir mannkyninu vofir
vegna fólksfjölgunarinnar, er
John D. RockefelleT. Hann segir
ag vandamálið sé svo viðtækt,
srvo áleitið og víða svo vonlaust,
aff eingöngu stjórnaraðgerðir,
studdar af áhrifamiklum mönn-
uim, geti leyst það.
Fegursti her
í heiminum
Solveig Östergárd hefur sannarlega ástæðu tll að vera svo glðð og Ijóm.
andi á svipinn, sem myndin ber vitni um. Hún er nýskipuð sólódansmær
við hinn vlðurkennda ballett Konunglega leikhússlns f Kaupmannahöfn,
og þarna er hún, ásamt hinum ballettmeísturunum frægu, Harald Land-
er og Bernard Dayde, að athuga búning þann, sem hún ber, þegar hún
dansar sem Amor í ballettinum „Etude" eftir Harald Lander.
Einkaher John Snooks er
að öllum líkindum sá minnsti
í heiminum. En hann er vafa-
laust sá fallegsati. Því að í
her John Snooks eru ein-
göngu konur — f jörutíu fagr
ar konur, sem hæglega
skjóta ösku af vindli á 40
feta færi.
John Snooks er 42 ára að aldri
og á hluta í símafyrirtæki í Fol-
ey í Alabama. Og herinn er síma
stúlkurnar hans. Þetta er ekkert
spaug. Ekki hjá Snooks að
minnsta kosti.
Til alls búnar
Herdeildin er útbúin vopnum
af öllum mögulegum stærðum og
gerðum, hinum fullkomnustu far
artækjum og nægilega miklum
skotfærum til þess aff gera inn-
rás á Wight-eyjuna. Og „hermenn
irnir“ eiga herklæði, hjálma, her
stígvél og yfirleitt allan þann út-
búnað, sem ein herdeild þarf að
hafa. Og hún hefur hlotið hern-
aðarlega þjálfun, þar sem í engu
var falíft. Þær eru við öllu búnar
á hvaða tíma sólarhrings, sem er.
Viðbúnar hverju?
— Hverju sem er, segir
Snooks. En fyrst og fremst er
þessum litla, ágæta her ætlað að
hrinda hverri árás, sem kynni að
vera gerð á þennan hluta Ame-
ríku.
Ekki sjálfboðaliðar
Foley er nálægt sandlengju
við Mexicoflóann. Snooks er sann
færður um, að „óvinurinn" muni
hefja innrásina á þessum stað,
ef til þess kæmi.
— Einhver verður að vera til-
búinn að berjast, segir hann.
Stúlkurnar eru ekki sjálfboða-
liðar. Það er skilyrði fyrir því,
að þær geti fengið vinnu við fyr-
irtæki Snooks, að þær gangi í
einkaher hans. Flestar þeirra eru
25 ára að aldri, eða þar um bil.
Engin þeirra hefur fram að
þessu hreyft minnstu mótmælum.
Minnsta kosti fimmtiu aðrar hafa
(Framhald á 15. 6Íðu)
Svara® úf í hötf
Einu svör Mbl. við gagn-
rýni Tímans á lánsfjárkrepp-
unni og sparifjárfrystingunni
eru þau, að hrópa I sífellu
að Framsóknarmenn vilji
fara að Iáta gefa út nýja
seðla, sem ekkert stendur á
bak við og slcppa verffbólg-
unni lausri. — Auðvitað er
þetta gersamlega út í hött.
Það, sem Framsóknarmenn
fara fram á, er að sparifé
landsmanna sé látið vera í
umferð og lánað út til fram-
leiðsiunnar.
Dauða féð
Frysta spariféð nemur nú
á fjórffa hundrað milljónum
og vegna hinna svimháu
vaxta eru það hvorki meira
né minna en 27 milljónir
lcróna, sem Seðlabankinn
verður að greiða í skatt af
þessu frysta fjármagni, scm
liggur dautt og neitað er að
lána út til dugmikils athafna
Jólks. Þaff er m. a. vegna
þessara þyrffa Sefflabankans
af þessari frystingarpólitík,
sem ekki hefur verið talið
fært að lækka vextina af af-
urffalánunum, en afurffalán-
in eru einn mikilvægasti
þáttur alls athafnalífs og
framleiffslustarfsemi þjóffar-
innar og hinir háu vextir
liggja eins og mara á at-
vinnufyrirtækjum. — Fyrir-
tækin. sem íslenzk fyrirtæki
verffa aff keppa viff á erlend-
um mörkuffum, búa við
meira en helmingi hagstæff-
ari vaxtakjör, en vaxtakostn-
affur er að verða hér á landi
einn stærsti liðurinn í fram-
leiffslukostnaðinum.
Blóðlausum fekið blóö
Vegna hinnar gífurlegu dýr
tíðar og stóraukna reksturs-
kostnaðar eiga atvinnufyrir-
tæki og einstaklingar, sem í
framkvæmdir vilja leggja, við
mikinn fjárskort að glíma. —
Og hver eru svo úrræði ríkis-
stjórnarinnar? — Þeir halda
áfram sparifjárfrystingunni í
gríff og erg og ganga sig upp
aff knjám í snöpunum eftir
krónum til aff leggja dauffar
í Sefflabankann, þótt greiða
verði um 30 milljónir árlega
fyrir frystigeymsluna. Þeir
neita aff lána þetta fé út til
aff auka framleiffsluna, fram-
leiffni og þjóffartekjur, þótt
verkefnin blasi hvarvetna við.
1 stað þess taka þeir til við
að leggja stórkostlega, nýja
skatta á atvinnuvegina, sem
stynja undir búsifjunum, og
ætla síffan aff lána þaff fé til
hinna sömu aftur og auffvit-
aff meff okurvöxtum, þannig
að t.d. bændur eiga að greiða
höfuffstólinn tvöfaldan á fá-
um árum. — Þaff er hæpiff
læknisráð að taka þeim blóð.
sem þjást af blóðleysi.
Kleppsvinna
Þetta minnir óneitanlega é
afffarirnar á Kleppi, þegai
hinir geðsjúku voru látnii
moka sandi í poka, bera pok
ana upp háan stiga, hella þai
úr pokanum í sama binginr
og þeir höfðu mokað í pokanr
úr og síðan koll af kolli
þannig að aldrei sá högg á
hversu mjög sem hinir geð
biluðu mokuðu.
2
T I M I N N, föstudagur 23. marz 1962.