Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 7
föfmðmt Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvasradastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur f Bankastræti 7. Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Áskriftairgj. kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr, 3 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — > Stefna Hlífar .i Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur um all- langt skeið verið eitt af forustufélögum verkalýðssamtak- anna. Hermann Guðmundsson, sem lengi hefur verið for- maður þess, hefur veitt félaginu heilladrjúga leiðsögu og mótað mjög störf þess. Af þessum ástæðum er því jafnan veitt mikil athygli, sem Hlíf leggur til mála. Sú meginályktun, sem Hlíf samþykkti á aðalfundi sín- um síðastl. sunnudag, hefur líka vakið óskerta athygli. Ályktun þessi hljóðar svo; „Aðalfundur Verkamannafélagsins Hlífar, haldinn 18. marz 1962, telur að lífskjör almennings hafi versn- að svo mjög að undanförnu að eigi verði við únað, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess, að á sama tíma hpfa þjóðartekjurnar aukizt verulega, en séð hefur verið um, að sá verðmætisauki hefur lent hjá öðrum en þeim, sem hafa átt mestan þátt í að skapa hann. Lýsir fundurinn yfir megnri óánægju yfir því, að ríkisstjórn- in skuli í viðræðum, sem verkalýðssamtökin hafa átt við hana, allt frá því að gengislækkunin var gerð s.l. sumar, eigi hafa í neinu komið til móts við kröfur verkafólks á sama tíma og breytt er skattalögum til þess sérstaklega að auðvelda auðsöfnun fyrirtækja. Hvetur fundurinn til þess, að samtök verkalýðsins taki til athugunar aðgerðir til úrbóta í kjaramálunum, ef viðræður við ríkisvaldið bera ekki fullnægjandi árang- ur nú alveg á næstunni." Þessi ályktun Hlífar er vissulega viðvörunarorð í tíma töluð. Það var hyggilega ráðið af Alþýðusambandinu að hefja viðræður við ríkisstjórnina um úrræði til að bæta kjaraskerðinguna af völdum síðari gengislækkunarinnar, án þess að til verkfglla eða verulegra kauphækkana þurfi að koma. En verkalýðssamtökin geta ekki beðið endalaust eftir svörum ríkisstjórnarinnar við þessum tilmælum. Ríkisstjórnin neitaði í fyrra að taka í slíka framrétta hönd með þeim afleiðingum, sem kunnar eru. Hún ætti því ekki að gera það í annað sinn. Ályktun Hlífar mætti vera henni holl viðvörun um það. Er þetta „viðunandi“? Hér fer á éftir lítið sýnishorn aí því, hvernig ríkis- stjórnin hefur komið málum launþega „í viðunandi horf“ að dómi Morgunblaðsins. í janúar-hefti Hagtíðinda eru birtar nýjustu tölur yfir útgjöld ,,vísitölufjölskyldunnar“ yfir árið, eins og þau eru með núverandi verðlagi. Þær tölur líta þannig út, að því þó breyttu, að húsnæðiskostnaður er áætl- aður sem svarar 8% af núverandi byggingarkostnaði íbúðar, sem er um 90 fermetrar að grunnmáli: 1. Matvörur ...................... kr. 30.078,23 2. Hiti og rafmagn ............... — 5.256,91 3. Fatnaður ...............V...... — 12.944,30 4. Ýmis vara og þjónusta ......... — 15.594,01 5 Húsnæði ................*....... — 34.700,00 Samtals kr. 98.573,45 Dagsbrúnarkaup er nú kr. 22,74 á klst. eða yfir árið, þegar unnið er 8 stundir á dag í 300 daga, kr. 54.576,00. Verkamanninn skortir þá um 44 þús. kr. til þess að árs k'aupið dugi fyrir lífsnauðsynjunum yfir árið. Þótt verka maðurinn ynni 2 stunda eftirvinnu hvern virkan dag árs- ins, skorti samt kr. 22.200,00 — til þess að árstekjurnar dugi fyrir útgjöldunum. Fjórir leiðtogar Serkja í Alsír Ben Betla þykir líklegastur til þess að ráða mestu TALSVERT er nú rætt um það í erlendum blöðum, hver verði aðalleiðtogi hinnar nýju 'Stjórnar í Alsír, eftir að landið hlýtur fullt sjálfstæði, eins og nú eru horfur á að verða muni eftir skamman tíma. Það er nefnilega sérkennilegt við þjóð- emishreyfinguna, sem stjórn- aði baráttunni gegn Frökkum i Alsír, að hún hefur ekki neinn aðalforingja, 'heldur hefur hún átt marga foringja, sem borið hafa gæfu til að vinna saman. Upphaflega voru það níu leið- togar dreifðra skæruliða, er stofnuðu hana í Kairó sumarið 1954 og hafa þeir gengið undir nafninu hinir sögulegu foringj- ar. Þegar vopnahlé komst á fyrir nokkrum dögum, var að- eins einn þessara leiðtoga frjáls maður, Belkacem Krim, en hann var formaður samninga- nefndar Serkja, er samdi um vopnahléið við Frakka. Af hin- um átta, höfðu fimm fallið i bar dögum við Frakka, en þrír höfðu verið í fangelsi hjá Frökk um síðan 1956. Meðal þeirra var Ben Bella, sem réð mestu í hópi hinnar sögulegu foringja, unz Frökkum tókst að klófesta hann með brögðum. Margt bend ir til, að hann verði að nýju aðalleiðtogi sjájfstæðishreyfing- ar Serkja. BEN BELLA er 46 ára, kom in af fáíækum bændaættum. Hafth leitaði sér frama með því 'hðÆangaí her Frjálsra Frakka á stríðsárunum, náði1 þar liðs- foringjatign og hlaut mörg heiðursmerki fyrir vaska fram- göngu, er hann barðist með Frökkum á Ítalíu. Eftir styrjöld ina gerðist hann brátt einn aðal leiðtogi sjálfstæðissamtakanna, sem þá voru að byrja að rísa á fót. í þágu þeirra stóð hann fyrir því, að pósthúsið í Oran var rænt 1949 og náðust þar 3 millj. franka, er runnu' í sjóð hreyfingarinnar. Frakkar kló- festu hins vegar Ben Bella skömmu seinna og sat hann í fangelsi til 1952, er honum tókst að strjúka. Eftir það vann hann kappsamlega i þágu frels- issamtakanna og varð hvatamað ur að fundi hinna 9 sögulegu leiðtoga, sem haldinn var í Kaíró sumarið 1954. í kjölfar hans fylgdi svo uppreiisnin haustið 1954 og sem staðið hef- ur látlaust síðan. Frakkar náðu Ben Bella haustið 1956 með því að neyða farþegaflugvél, sem hann var í á leið frá Marokkó til Túnis, til að nauðlenda. — Síðan hefur hann verið í haldi hjá þeim, unz þeir létu hann lausan nú í vikunni. Þeir eru sagðir hafa gætt þess að sýna honum vissa virðingu og leyfa honum að hafa visst samband við sjálfstæðishreyfinguna. — Skoðun Frakka hefur verið sú, að útlagastjórn Serkja myndi ekki semja, nema hún hefði til þess samþykki Ben Bella, enda reyndist það rétt. Ben Bella er maður myndar- legur í sjón, hæglátur og ekki orðmargur, og sagður hugsa vel ráð sitt. Hann hefur í fangels- inu lagt stund á tungumálanám og lestur bóka um stjórnmál og félagsmál. Hann er sagður laus við það að vera öfgamaður, þótt hann sé hins vegar einbeittur. ef því er að skipta. Flest bendir Ben Khedda til, að Frakkar meti hann mest af leiðtogum Serkja og þyki hann líklegastur til að ráða mestu eftir að Alsír verður sjálfstætt. Hann er talinn langt til vinstri, en hins vegar ber hann eindregið á móti því, að hann sé kommúnisti. BELKACEM KRIM, er senni- lega sá leiðtogi sjálfstæðishreyf ingarinnar, sem er þekktastur næst á eftir Ben Bella. Hann er 38 ára gamajl, og var um skeið í franska hern- um á stríðsárunum, en síðar starfsmaður í stjórnarskrifstof- um Frakka í Alsír. Fljótlega eft ir stríðslokin tók hann að skipu leggja skæruliðasveitir á ,veg- um sjálfstæðishreyfingarinnar og var hann því einn hinna 9 sögulegu leiðtoga á Kairófund- inum. Hann hefur jöfnum hönd um unnið sér gott orð sem skipuleggjari og samningamað- ur. Frakkar hafa tvívegis dæmt hann til dauða, en aldrei tekizt að klófesta hann. Hann er hæg- látur í fasi og yfirleitt ekki orð margur, en getur þó verið vel mælskur, ef hann þarf á að halda. Hann var aðalsamninga- maður Serkja í Evian, eins og áður segir. Frakkar hafa talið hann meðal þeirra Serkja, er sízt vildi sættir við þá, BEN KHEDDA, sem er nú forsætisráðherra útlagastjórnar innar, kemur næst á eftir Ben Belia og Krim. Margir töldu það merki þess, að erfitt yrði um samninga piilli Serkja og Frakka, er Ben Khedda l|eysti Ferhat Abbas af hólmi sem for- sætisráðherra útlagastjórnarinn Ferat Abbas ar á síðastl. sumri. Þetta stafaði meðal annars af því, að Abbas var talinn til hægri, en Ben Rhedda hefir verið talinn standa einna lengst til vinstri af leið- togum uppreisnarmanna og oft sakaður um að vera kommún- isti. Þessi ótti reyndist þó ekki réttmætur, því að verulegur skriður kom ekki á samningana fyrr en eftir að Ben Khedda tók við stjórninni. Ein ástæðan var m.a. sú, að Frakkar sjálfir kusu heldur að semja við vinstri menn sjálfstæðishreyf- ingarinnar en hægri mennina, því að þeir hefðu betri tök á henni og því heppilegast að gera þá ábyrga. Annars er talið, að það hafi verið Ben Bella, sem réð mestu um það, að Ben Khedda varð forsælisráðherra. Þeir hafa lengi verið nánir vinir og Ben Bella sagður treysta Ben Khedda öðrum betur. Skoðan- ir þeirra munu líka fara mjög saman. Ben Khedda er 42 ára gamall, lyfjafræðingur, að menntun og hefur starfað í sjálfstæðishreyfingunni síðan á námsárum sínum. Fjórði leiðtogi uppreisnar- manna, sem er þekktur erlend- is, er Ferhat Abbas, sem varð fyrsti forsætisráðherra útlaga- stjórnar Serkja, er hún var mynduð 1958, og gegndi því starfi þangað til á síðastliðnu sumri. Vafasamt þykir hins yeg ar að hann komi mjög við sögu hér eftir, m.a. vegna þess, að hann er mun eldri en hinir þrír áðurnefndu og auk þess meiri hægri maður, en þeir. Þ. Þ., T í M I N N, föstudagur 23 marz 1962. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.