Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 1
Ritstjérnarskrif- stofur Tímans eru í Edduhúsinu við Lindargöfu Afgreiðsia, augiýs- ingar og gjaldkori Tímans er í Bankastræti 7 SJÁ 3. SÍÐU 1 gær hringdi Tíminn til Hann esar Kjartanssonar, ræðismanns, í New York, og sagði hann að Goðafoss mundi láta úr höfn í dag samkvæmt áætlun. Enn er ekki ljóst, hvort skipið fær nokkra sekt eða ekki, og fylgja engar kvaðir brottför þess, aðr- ar en tryggingin, sem hinir þrír seku hafa gefið, en eins og kunn ugt er, fara þeir heim með skip- inu. Þá er ekki vitað hvenær mennimir þurfa að mæta fyrir rétti. Það getur dregizt. Þó að litið sé alvarlegum aug- um á þetta smygl, hefur það komið fram, að miðar þessir eru alveg verðlausir, unz þeir hafa verið skrásettir í frlandi. Fyrst þarf að selja þá hér, sagði Hanncs, og síðan að fá seldu mið ana skrásetta í 1 rlandi. Fyrst þegar kvittun hefur borizt fyrir þessari skrásetningu, hafa mið- arnir öðlazt eitthvert verðgildi. Eins og er, þá eru miðamir að- eins pappírinn og prentsvertan, og líklegt að það stórdragi úr sektarupphæðum. Adolf Eichmann Bókmenntaverðlaunin afhent í Helsingfors Tímlnn fékk þessa mynd frá Polfoto í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hún er frá hlnnl hátí'ðlegu athöfn í Helsingfors í gær, þegar sænska rithöfundinum Eyvlnd Johnson voru afhent bókmenntaverðlaunin úr hinum nýstofnaða bókmenntasjóði Norðurlandaráðs. Þessa veitingu til Eyvind Johnson ber upp á tíu ára afmæli ráðsins. Steingrímur J. Þorstelnsson fiutti erindi um sænska höfundinn við þetta tæki- færl, en hér á myndlnnl sést Kekkonen Finnlandsforseti óska Eyvind til hamingju eftir að Fagerholm hafði afhen't honum verðlaunin. Á milli þeirra stendur kona rithöfundarlns. Athöfninni var sjónvarp- að um alla Skandinavíu og er þessi mynd tekln eftir sjónvarpi og síðan símsend Tímanum. — Eichmann áfrýjar máli sínu til S.þ. NTB—Jerúsalem,' 22. mara. Áfrýjun dauðadómsins yfir Eichmann kom í dag fyrir hæstarétt ísraels. Servatíus verjandi hans lýsti yfir þvi í ræðu sinni, að vestur-þýzkur dómstóll ætti að dæma í máli Eichmanns, því ísraelskir dóm- stólar hefðu ekki umboð til , þess. Að öðrum kosti sagðist |Servatius mundu áfrýja til Sameinuðu þjóðanna með til- vísun til mannréttindayfirlýs- ingar SÞ. Servatius bað um að mega kalla fram sem vitni Hans Globke, seni er ríkisráðsritari vestur-þýzku stjórnarinnar. Globke var á stríðs- árunum ráðgjafi í innanríkisráðu- neyti Hitlers-Þýzkalands. Servatius sagði, að Globke væri séifræðingur í borgararéttarlögum nazismatím- ans í Þýzkalandi og gæti hann því borið vitni um, að Eichmann hafi ekki átt annarra kosta völ en að hlýða lögunum. Fyrsti dagur réttarhaldanna í hæstarétti vár ekki sögulegur. Servatius hélt varnarræðu sína með stilltri rödd. Eichmann sat einnig rólegur í glerbúri sínu og hallaði sér við og við fram til að heyra betur eða til að skrifa niður minnisatriði Servatius sagði, að það væri skylda vestur-þýzku stjórnarinnar (Framhaid á 15. síðu) NTB—Helsingfors, 22. marz. Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor kynnti sænska skáldið Eyvind Johnson á 10 ára af- mæii Norðurlandaráðs- ins, sem var haldið hátíð legt í Helsingfors í dag, en við það tækifæri var Johnson úítient 300.000 króna verðlaun ráðsins fyrir skáldvek sitt „Hans naades tid“, Steingrímur lýsti rithöfundar- ferli Johnson og kallaði hann eitt mesta skáld vorra tíma. Fagerholm, forseti ráðsins, af- henti síðan Johnson verðlaunin, og þakkaði skáldið fyrir með snjallri ræðu. Áður hafði Francis Bull, bókmenntafræðingur, lýst í fallegri ræðu samhenginu í bókmenntum Norðurlanda. Há- tíðahöldunum var sjónvarpað um alla Skandinaviu. Þinginu fer að Ijúka 10. þingi Norðurlandaráðsins fer nú að ljúka. 1 dag lauk um- ræðum um nokkur mál. Sam- þykkt var með 48 atkvæðum gegn átta að beina því til ríkisstjórn- anna. að þær sjái um að al- þjóðaákvæðum um útvarp sé fylgt. Það þýðir, að komið er í v.eg fyrir „sjóræningjaútvörpin". sem hafa þotið upp á Norður- löndum. Það eru útvarpsstöðvar um borð í skipum utan land- helgi, sem útvarpa skemmtiefni, sem er borgað upp með auglýs- ingum, en á Norðurlöndunum (Framhald á 15. sfðu) Steingrímur J. Þorstelnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.