Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 9
Halfdór Kristjánsson ræðir við Baldur Jónsson á ísafirði:
Vi5 stöndum og föllum
með vöndun vörunnar
Veður
' og
hungur
Kaupstaðurinn á Skutulsfjarð
axeyri — ísafjarðarkaupstaður
hefur lengi verið kallaður höf-
uðstaður Vestfjarða. Um síð-
ustu aldamót var þar einhver
glæsilegasta þilskipaútgerð á
landinu. Þá hafði verzlunin,
sem kennd var við Asgeir As-
geirsson skipherra, verið um
skeið einhver merkasta verzlun
og fremsji atvinnurekandi á
íslandi.
Síðan eru tveir mannsaldrar
og hefur gengið á ýmsu í at-
vinnulífi staðarins.
Fiskveiðar og fiskverkun
byggðu ísafjörð upp. A grund-
velli þeirra varð hér íslenzkt
þorp eftir að selstöðuverzlanir
Dana höfðu öldum saman haft
aðsetur á eyrinni fyrir neðan
prestssetrið. Auðvitað þróaðist
verzlunin með fjölgandi fólki
og bættum efnahag auk þess
sem menn þurfti til ýmislegra
þjónustustarfa. En fiskurinn og
meðferð nans er enn í dag únd-
irstaðan, sem kaupstaðurinn
byggist á.
Fréttamaður Tímans leitaði
til Baldurs Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Hraðfrystihúss-
ins Norðurtanga h.f., til að afla
sér nokkurrar fræðslu handa
lesendum blaðsins um þróun og
horfur atvinnumála á ísafirði í
dag. Baldur er ungur maður,
fæddur í Þverdal í Aðalvík 1933.
Þar ólst hann upp með fo^lij^-.
um sínum til 16 ára aldurs er
faðir hans brá búi og flutti til
Isafjarðar. Baldur lauk námi
við Samvinnuskólann 1951 og
hefur nú um nokkurra ára skeið
veitt frystihúsum á ísafirði for-
stöðu.
— Er mikil útgerð frá ísa-
firði eins og sakir standa, Bald-
nr?
— í vetur ganga héðan 11
stórir bátar á veiðar og eru
allir með línu, nema tveir, sem
eru með net. Auk þess róa 4
smærri bátar á grunnmið með
línu. Þeir eru svona 15—24
smál. Stærri bátarnir eru yfir-
leitt ný og nýleg skip. Aðeins
tveir þeirra eru eldri en frá
1956.
Veðrátta í vetur hefur verið
með eindæmum óstöðug og
erfið til sjósóknar, en afli sæmi-
legur þegar gefur.
— Hver er svo aðstaða til
vinnslu aflans í Iandi?
— Hér eru þrjú frystihús og
höfuðáherzla lögð á freðfisk.
Stærsta frystihúsið er raunar
ekki í starfi eins og stendur.
Togarafélagið Isfirðingur átti
það, nýtt og glæsilegt hús, sem
átti að geta unnið úr kringum
60 smál. af fiski á dag.
Annað húsið á íshúsfélag Is-
firðinga. Bærinn átti það hús
og rak það árin 1952—1957 en
þá seldi hann fimm útgerðar-
fyrirtækjum í kaupstaðnum %
hlutabréfanna. Þar er hægt að
vinna allt að 50 smál. af fiski á
dag.
Þriðja frystihúsið er svo
Norðurtanginn. Það á sér20 ára
sögu, en er nú að mestu leyti
endurbyggt, auk þess sem því
fylgir nýbyggt útvegshús, þar
sem aðstaða er fyrir 4 báta til
beitingar og veiðarfærageymslu.
Frystihúsið getur unnið úr 40
smál. af fiski á dag.
Samtals á því að vera hægt að
nýta til frystingar fram undir
150 smál af nýjum fiski á dag
hér í bænum.
Auk frystingarinnar er svo
nokkuð af fiski saltað og verk-
að sem skreið.
— Hér hefur orðið mikil
breyting á sviði útgerðarmála
síðustu ár. .
— Já. Árið 1955 gengunéðan
2 stórir bátar á vetrarvertíð,
samvinnufélagsbátarnir Ás-
björn og Sæbjöm.
— Hvar eru þeir nú?
— Þeir liggja hér í bátahöfn-
inni. Togararnir Isborg og Sól-
borg voru gerðir út héðan til
skamms tíma, — annar fram á
vor 1961 en hinn hætti haustið
Baldur Jónsson, framkvæmdastj.
áðúr, 1960. Vitanlega fylgir því
mikil röskun i atvinnulífi stað-
arins þegar slík stórútgerð
stöðvast, I?ettar, plli þó ekki
beinum vahdræðum vegna þess
að bátaútvegúrinn hafði verið
byggður upp og var nægilega
vel á veg kominn til að taka
við af togurunum. Og eins og á
stendur er sæmilega séð fyrir
atvinnu i bænum að vetrinum
ef gæftir eru þolanlegar og afli
bregzt ekki mjög.
> Svo er rétt að minnast á rækj
una. Rækjuvinnslan fellur vel
inn í atvinnulíf bæjarins að því
leyti, að þar skapast verkefni
fyrir fólk, sem -tæpast gengi í
aðra vinnu, roskið kvenfólk og
unglinga, auk sjálfra rækjuveið-
anna.
— Er ekki ísfirzkur freðfisk-
ur ágætisvara?
— Það mun vera óhætt að
ISAFJARÐARKAUPSTAÐUR
segja, að hann sé í fremstu
röð. Vertíðarfiskur veiddur hér
á Iínu er úrvalshráefni. Vitan-
lega er styrkur okkar Islend-
inga sá, að geta skilað úrvals-
vöru á markað vegna þess að
við búum við miðin. Því er okk-
ur skylt að stuðla að vöruvönd-
un því með henni stöndum við
og föllum. Það mun vera ein-
róma krafa útvegsmanna á
Vestfjörðum að línufiskur sé
greiddur hærra verði en neta-
fiskur. Hann er verðm&tari. .
Svo er það steinbíturinn.
Stundum er hann helmingur ^
aflans á vetrarvertíð í verstöðv-
unum hér. Það skiptir því
miklu máli fyrir útgerðina hér
hvernig hann selst, enda þótt
hans gæti ekki mjög mikið í
heildarframleiðslu íslenzkra
frystihúsa. A dögum vinstri
stjórnarinnar naut steinbítur-
inn bóta, sem ^erðu það að
verkum, að fyrir hann fékkst
hagstæðara verð en nú, miðað
við þorskverðið. Steinbíturinn
hefur verið seldur til Ameríku,
en þar hafa safnazt birgðir í
bili. Nú er hann seldur til Rúss-
lands en sá markaður skilar
lægra verði. Það er hætt við að
tæpast hafi verið unnið að þeim
sölumálum með nægilegri ár-
vekni og aðgæzlu.
— Hvað viltu annars segja
um fisksölumálin í heild?
— Þau eru viðkvæm og
vandasöm. Undirboð verður að S
varast og við verðum að gera
okkur grein fyrir því, að það er
ekki alltaf jafnhagstætt að
selja eða framleiða fyrir alla
þá markaði; sem við verðum að
nota. Sumt af aflanum verður
því stundum að seljast með ó-
hagstæðari kjörum en annað.
og því er verðjöfnun nauðsyn-
leg. Svo má aldrei verða stirðn-
un eða stöðnun í sambandi við
sölu og markaðsleit. Hinir
smærri mega ekki verða út-
undan. Og síðast en ekki sízt er
það höfuðnauðsyn að finna
leiðir til að sigrast á þeirri tor-
tryggni, sem alltof vlða gætir
nú í sambandi við fisksölumál-
in og spillir stundum samstarfi
þeirra, sem saman eiga að
standa.
— Hvað myndirðu svo vilja
nefna sem sýnishorn af því,
sem gera ætti hér á fsafirði?
— Eins og á stendur er hrá-
efnisskortur í frystihúsunum
hér á sumrin síðan togararuir
hættu. Sá fiskur, sem berst, er
einkum færafiskur, stundum
nokkuð gamall, því að það þyk-
ir töf að koma hingað inneftir.
Auk þess er talsvert af þeim
afla ormafiskur. Hér ætti að
gera tilraun með línuveiðar á
sumrin á bátum kringum 20
smál. Slíkar veiðar hafa gengið
ágætlega frá Súgandafirði og
okkur sýnist að þær ætli að lán-
ast héðan líka og það verður
kannað á komandi sumri.
Annars verður náttúrlega að
stefna að því að fá meiri fjöl-
breytni i atvinnuiífið með aukn-
um iðnaði jafnframt því sem
undirstaðan, útgerðin og fisk-
iðnaðurinn, verða efld.
CJM
í dag minnast veðurstofur um
allan heim hins svokallaða veður-
dags, en í tilefni af 10 ára afmæli
Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar
árið 1960 var ákveðið að 23. marz
ár hvert skyldi vera alþjóðlegur
veðurdagur. Ætlunin er að nota
þennan dag til að kynna starfsemi
stofnunarinnar og veðurstofa um
allan heim og benda á viðfangs-
efni, sem stofnanir þessar gætu
tekið til úrlausnar til gagns fyrir
þróun efnahagsmála í heiminum.
Að þessu sinni hefur Alþjóða
veðurfræðistofnunin ákveðið að
helga veðurdaginn baráttunni gegn
hungrinu, en Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
hóf þessa baráttu árið 1960.
Þátttaka íslands
Alþjóða veðurfræðistofnunin
hefur aðsetur í Genf, og eru rúm-
lega 100 riki meðlimir að henni og
er ísland meðal þeirra. í fyrra
minntist Veðurstofa íslands veður-
dagsins með sýningu í Málara-
glugganum í Bankastræti. Þar
birtist m. a. nýtt veðurkort dag
hvern, og auk þess voiu þar marg-
ar myndir, sem sýndu starfsemi
V'eðurstofunnar og annarra sams
konar stofnana erlendis.
Öflun fæðunnar
■ Alþjóða veðurfræðistofnunin hef
ur nú gefið út bækling, sem nefn-
ist Weather and Food. Er þar
skýrt frá mörgu í sambandi við
veðurfræði og hvernig má hagnýta
hana í þágu matvælaframleiðslunn-
ar, en eitt aðalvandamálið í dag,
er hvernig sjá megi íbúum jarðar-
innar fyrir nægri fæðu, og ekki
sízt, hvernig gigi að gera það í
framtíðinni, þar sem mannfjöld-
inn eykst stöðugt.
í bæklingnum segir m. a.: „Til
þess, að maðurinn geti lifað verður
hann að fá fæðu, og meiri hluti
fæðunnar kemur frá plöntum eða
frá dýrum, sem lifa á plöntum, er
vaxa á jörðinni. tbúatala jarðar-
innar mun að öllum líkindum hafa
tvöfaldazt i lok þessarar aldar, og
þar af leiðandi verður að marg-
falda matvælaframleiðsluna. Land-
rými til slíks er ekki ótakmarkað.
Af yfirborði jarðarinnar er um það
bil helmingur ónothæfur til rækt-
unar sökum kulda, hita eða þurrka.
Aðeins helmingur þess, sem þá er
eftir.má kallast gott ræktunarland,
og þar eð landrými er takmarkað
verður að auka framleiðsluna á því
landsvæði, sem fyrir hendi er.
Uppskeran byggist á fjórum að-
alþáttum. gæðum sæðisins, eðli
jarðvegs, veðurfari og gáfum
mannsins. Veðurfarið er mikilvæg-
ara en allt annað, því að eins og
segir í dönskum málshætti: Upp-
skeran byggist meira á árferðinu
heldur en akrinum.
Fæðan er alþjóðleg þörf
Hlutverk veðurfræðinganna í
framleiðslunni, er að kynna sér,
hver áhrif veður og veðurfar hefur
á ræktun og uppskeru, og að sjá
um, að bændur og vísindamenn
geti hagnýtt sér þekkingu veður-
fræðinganna.
í framtíðinm verður að hagnýta
alla vísindalega þekkingu til þess
að auka matvælaframleiðslu heims-
ins, og til þess er nauðsynlegur
víðtækari skilningur og samstarf
meðal manna og þjóða. Fæðan er
alþjóðleg þörf, og vísindin eru al-
þjóðleg eign, og timi er til kominn,
að veðurfræðin taki við sínu hlut-
verki við að uppfylla þarfir manns-
ins.
Enn eru mörg landsvæði, sem
(Framhaid á 15. síðu)
i f M I N N. föshidagur 23. marz 1962.