Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 23. marz 1962 69. H»l. 46. árg. ELDUR FRA Á mánudaginn var kom upp eldur í Neðra-Dal í Bisk- upstungum, og skemmdist húsið töluvert af reyk. Talið er, að kviknað hafi í út frá reykháfi. Bóndinn að Neðra-Dal, Jón Ein- arsson tók eftir því að reyk lagði út úr húsinu er hann var við mjalt- ir. Ætlaði hann að komast inn í síma, en komst ekki fyrir eldi og varð að fara að Geysi til að sækja hjálp. Fólk dreif brátt að úr sveit- inni í kring, og einnig var komið með slökkvitæki sveitarinnar, en eldurinn hafði verið slökktur, áður en dælan kom. Húsið að Neðra-Dal er úr hol- steini, þiljað innan með timbri og þilplötum. Það er ein hæð, kjall- ari og ris. Skemmdir munu aðal- lega hafa orðið í kjallara og á göngumi A mánudagsmorgun hafði reyk- háfur hússins verið hreinsaður, og er talið að neisti hafi þá hrokkið í föt eða tréstiga, þar nálægt. Ekki tóku menn eftir neinu óeðlilegu fyrr en um fjósamál eins og fyrr segir. Hjónin að Neðra-Dal eiga 8 börn, en aðeins 3 þeirra voru heima er eldurinn kom upp. Engin slys urðu á mönnum. Tjónið sem var, er metið á 70— 100 þúsund krónur, en bæði inn- búið og húsið sjálft var vel tryggt. Þremur sagt upp Um síðustu áramót var þrem- ur lögregluþjónum á Keflavíkur- flugvelli sagt upp starfi, og var það' í samræmi við samþykkt fjárveitinganefndar um að minnka löggæzlukostnað á vell- inum. Það er þó almælt, að aðal- ástæðan til þessa sparnaðar sé sú, að nauðsynlegt þótti að koma í veg fyrir það, að ýmis bréf og plögg, sem enginn hefur aðgang að nema lögreglan á Keflavíkurflugvelli, væru að smá birtast í Þjóðviljanum. Það renn ir stoðum undir þennan orðróm, að lögregluþjónarnir þrír, sem sagt var upp, áttu allir lengri starfsferil að baki en þeir, sem eftir sitja. J AIZ LEIK FJM I Það fer að verða nýlunda að sjá aðrar dansamyndir í blöð- um en myndir úr My Fair Lady eða West Side Story, svo ekki sé minnst á TVÍST! En þrátt fyrir það væri fásinna að láta sér detta í hug, að aðrir dansar þrífist ekki lengur, og því til sönnunar birtum við þessa mynd í dag. Reyndar er dans- inn á þessari mynd ekki kallað- ur dans, heídur jazzleikfimi, en það má til sanns vegar færa, að allur dans sé leikfimi, svo það slær engan út af laginu. Fyrir skömmu fór sem sé fram alþjóð Ieg samkeppni í jazzleikfimi í hljómleikasalnum í TívoLí í Kaupmannahöfn, og voru þátt- takendur frá Vestur-Þýzkalandi, Svíþjóð og Danmörku. Frá Sví- þjóð komu hinar frægu Málm- eyjarstúlkur — Malmö Flick- orna — og af þeim er myndin. — Gerið þið svo vel! MOTMÆUR LAUNASKÁTTI Á BÆNDUR I gær lauk 44. búnaðarþing- inu, sem haldið var hér í Reykjavík. ÞingiS hófst 24. febrúar s.l. og hafði því staSið í 27 daga. Búnaðarþingið fékk 44 mál til meðferðar en af- greiddi 41 þeirra á þeim 22 fundum, sem haldnir voru. Fulltrúar á Búnaðarþingi eru 25, og eru þeir kosnir fjórða hvert ár, og mun kosning þeirra fara fram á þessu ári. ui i ■ Búnaðarþing kom áður fyrr sam an annað hvert ár, en síðan árið 1951 heíur það verið haldið á hverju ári. Þingforsetinn er for- maður Búnaðarfélags íslands, og er hann auk stjórnar félagsins kos inn af búnaðarþingsfulltrúum. — Núverandi formaður er Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu, en aðr ir í stjórn eru Pétur Ottesen fyrrv. alþm. og Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu. Siðasta mál búnaðarþings að þbssu sinni var ályktun i átta lið- um varðandi frumvarp til laga um Sjö skrífuðu forsetuuum | ; ' ~ ..........:1 I Nýlega skrifuðu sjö kennarar af báðum kynjum, starfandi á Keflavíkurflugvelli, forseta fs- lands bréf, þar sem þau biáðu hann að hlutast til um það, að þau fengju að vera lengur úti en til 10 á kvöldin, en eins og kunn ugt er, þurfa vamarliðsmenn að vera komnir af götunum á þeim tíma. Þegar þctta fréttist, voru kenn aramir allir kallaðir fyrir yfir- menn vallarins og ávítaðir harð lega fyrir þetta tiltæki. Voru þeir minntir á það, að þegar þeir réðust til starfa á Kefiavíkur- flugvelli, gengu þeir jafnframt undir þær skyldur, sein lagðar eru á varnarliðsmenn, enda þótt þeir væru ekki hér vegna her- skyldu, og yrðu að hlýða sömu umgengnisreglum og þeir, utan vallar. Kom þeim þetta á óvart, þar sem þeir töldu sig aðeins gegna borgaralegum störfum á vellinum. Meðal þeirra reglna er sú, að aliar kvartanir frá varnarliðs Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hefur Ijósmynda- klúbburinn íris um þessar mundir sýningu á myndum sínum í Mokka kaffi á SkólavörSustíg. Meðfylgjandi mync! er ein þeirra, sem þar eru sýndar, og er eftir Otta Péturs son. — Nú fer hver að verða síðastur að siá þessa sýn- ingu, því henni lýkur á sunnudaginn. inönnum verða að fara gegnum varnarmálanefnd eða sendiráð þeirra hér. Þessa reglu þóttu kennararnir hafa brotið, er þeir sneru sé bréflega beint til for- seta íslands. Áður höfðu kenn- ararnir þó afhent yfirmanni sín um á vellinum afrit af bréfinu og beðið um leyfi hans, en hann veiktist um svipað leyti og dróst því hjá honum að afla nauðsyn- legra upplýsinga, og sendu þeir þá bréfið án frekari fyrirvara. Það hafði þær afleiðingar, sem fyrr segir, að þeir voru kallaðir fyrir yfirmenn sína og veittar þungar ákúrur og varaðir við að gera slíkt aftur að viðlögðum refsingum. Yfirmönnum varnar- liðsins er sýnilega umhugað um að halda gerða samninga við stjórn landsins, því a.m.k. frá íslenzku sjónarmiði virðist það saklaust að senda forsetanum bréf. stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, sem landbúnaðarnefnd neðri deildar sendi þinginu til um sagnar. Felur ályktun þess í sér mótmæli gegn 1% skattinum á laun bænda, sem kveðið er á um i frumvarpinu og sérstökum sölu- skatti á allar landbúnaðarvörur. Þeir Einar Ólafsson og Egill Jóns son fluttu frávísunartillögu sem var felld að viðhöfðu nafnakalli með sautján atkvæðum gegn fjór- um. Ályktunin fer hér á eftir: Búnaðarþing telur réttmætt og gerir kröfu til, að ríkissjóður greiði þann halla, sem deildir Búnaðarbankans, Byggingarsjóður sveitabæja og Ræktunarsjóður hafa orðið fyrir vegna gengisfell- ingar, hliðstætt þyí, sem gert var skv. 5. gr. laga um efnahagsmál frá 19. febr. 1960 og skv. 1. gr. bráðabirgðalaga frá 3/ ág. 1961. — Búnaðarþing gerir enn fremur kröfu til þess, að stofnlánadeildin þurfi ekki að taka á sig gengis- áhættu af erlendum lánum, sem tekin kunna að verða skv. 12. gr. frumvarpsins. 2. Búnaðarþing telur, að landbún- aðurinn eigi fullan rétt á, sem einn af’aðalatvinnuvegum þjóðar- innar, að fá fjármagn til stofn- lána landbúnaðarins af sameigin- legu fjármagni þjóðarinnar. Gerir þingið kröfu til þess, að auk ár- legra fjárframlaga úr ríkissjóði, fái stofnlánadeildin lán hjá Seðla- bankanum, hliðstætt því, sem á- kveðið er í lögum um stofnlána- deild sjávarútvegsins frá 29. apríl 1946. (Framhald á 15 síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.