Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 12
u ^RDTTIR Íé > — IÞRQTTIR : / j Evrópufeikarmeisfar- arnir sigruóu 1 fyrradag léku Benefica, Portúgal, og enska liðiö Tott- cnham, fyrri leik sinn í Evrópubikarkeppninni í knatt spymu, en I auk þessara tveggja liða eru Real Madrid, Spáni, og Standard Liege, Belgíu, eftir í keppninni. Leik urinn í fyrradag var háður í Lissabon á ieikvelli Benefica, sem sigraði í þessari keppni í fyrra. Leikurinn var mjög skemmtilegur og sigruðu Portúgalarnir með 3—1. Bobby Smith skoraði eina mark Tottenham í leiknum. Síðari Ieikur félaganna verð- ur í London og verður Tott- enham þá að sigra tneð þriggja marka mun til þess, að komast í úrslit í keppn- inni. Þess má geta, að hingað til hefur Tottenham tapað öilum leikjum sínum á úti- velli, en ávallt sigrað á heima velli með það mildum mun, að liðið hefur komizt áfram. Hvort það tekst nú, ér ekki gott að segja, en hins vegar er mikill munur fyrir liðin að hafa tugþúsundir áhorfenda hvetjandi sína menn á heimavelli. ÓlymTsíuleikar í Sovéfríkfunum? / Þótt langt sé til ársins 1968, er þó þegar farið að hugsa um hvar halda á vetr- ar- og sumar-ÓIympuleikana/ það ár. Sovétríkin hafa mik inn hug á því, að fá að halda hvora tveggja leikana, og hef- ur sjálfur Krustjoff gerzt talsmaður þess, að allt verði gert til þess, að Sovétríkin fái nú í fyrsta skipti að halda þessa miklu ’íþrótta hátíð. Ef af verður — sem mjög miklar líkur eru til — munu vetrarleikarnir verða verða háðir í Leningrad, en sumarleikarnir í Moskvu. Og Soyétríkin munu ’ekki skera neitt við nögl til þess, að fá leikana, og sumt af því minnir beinlínir á kaup. Þannig hafa þau tilkynnt að þau muni borga allt uppi- hald fyrir íþróttafólkið og cinnig ferðakostnað. Blaða- mcnn falla þar cinnig undir — og eftir leikana verður öll- um boðið í tveggja vikna ferðalag um Sovétríkin. Narskt sundmet Nýlega’ voru sett tvö ný, norsk sundmet. 15 ára gam- all bringusundsmaður frá Bergen, Roald Bratland, synti 200 m. bringusund á 2:47.8 mín. og er það norskt met. Bratland náði þessum tíma í mjög harðri keppni við fyrri methafann, Jan Allers Niel- sen, sem aðeins var þremur tíundu úr sekúndu á eftir. I sambandi við þetta met má geta þess, að fjölmargir ís- lenzkir bringusundsmenn hafa náð miklu betri tíma á vegalengdinni, og hið íslenzka úiet Harðar Finnssonar er 2:39. mín. sett fyrir nokkr um dögum. Hitt norska met- ið var í 4x200 m. frjálsri að ferð og synti sveit Vika á 8: 58.8 mín. og sló eldra metið um l(i sek. Christei Bjarne, sem keppti héi fyrir nokkr um dögum, náði langbeztum inillitíma. RITSTJORI HALLUR SIMONARSON / Þrjú héraðsmet sett í sundi á Selfossi Sundmót Sunddeildar UMF Selfoss var háð í Sundhöll Sel- foss sunnudaginn 4. marz 1962 kl. 15. Keppnin gekk greið- lega og fór vel fram. Áhorf- endur voru um 350. Sett voru 3 héraðsmet, þátttakendur voru skráðir 38 frá ungmenna- félögunum á Selfossi, Skeið- um, Biskupstungum og Ölfusi, en 6 boðuðu forföll. Gerda Har big iátin Nýlega barst okkur til eyrna sú frétt, að frú Gerda Harbig hafi látizt efti-r stutta en þunga legu þann 24. febrúar sl. á sjúlcrahúsi í Berlín, aðeins 42 ára gömul. GeTda Harbig var ekkja hins fræga , íþróttamanns, hlauparans Rudolf Harbig. Hún var íslenzk- um iþróttamönnum kunn og þá sérs'taldega frjálsiþróttamönnum og fulltrúum íslands í Ólympíu- nefnd. Frú Harbig hafði jafnan stuðlað að samskiptum íslenzkra og austur-þýzkra frjálsíþrótta- manna og stóð hún fyrir rausnar- legum boðum til íslenzkra þátt- takenda á alþjóðamót það, sem haldið er árlega í frjálsíþróttum í Dresden og kennt er við minn- ingu látins eiginmanns hennar, Rudolf Harbig. Þeir sem kynntust frú Gerdu Harbig, tóku strax eftir hinu sér- stöku persónueiginleikum hennar, sem komu sérstaklega fram í með fæddum mannkærleika og hjálp- semi við náungann. Hún lifði fyrir annað æðra takmark en að fórna íþróttastarfseminni líf sitt, en það var að sjá fyrir og ala upp einka barn sitt, sem var aðeins reifa- bam, þegar Rudolf Harbig lézt Með þessum fáu línuúi kveðjum við Gerdu Harbig og þökkum fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast henni og hafa átt sam starf við liana á undanförnum árum. FrjálsíþróHasamband íslands Brautarlengd er 16% m. Hiti 26 gráður C. Formaður Ungmennafélags Sel- foss, Hafsteinn Þorvaldsson, setti mótið með snjahri ræðu. Úrslit urðu þessi: 100 m. bringusund. karla: Helgi Björgvinsson, Self. 1:21.5 Bjarni Sveinsson, Skeiðam. 1:28.9 100 m. bringusuiujrfilrenigja (14—16 ára): Pétur Sigurðsson, Self. I:30i8 Ólafur Guðmundsson, Self. 1:32.5 Brynjólfur Mogensen, Self. 1:35.3 Einar Sigfússon, Self. 1:36.9 50 m. bringusund svehia (13 ára og yngri): Einar Sigfússon, Self. 44.0 Sverrir Einarsson, Self. 46.8 Sigurður Jónsson, Self. 47.0 Símon Grétarsson, Sfelf. 49.7 50 metra skriðsund sveina, (13 ára og yngri): Jón Ólafsson Selfossi 35.2 Ólafur Bjarnason Selfossi 36.3 Ólafur Hjaltason, Selfossi 39.6 Örn Grétarsson Selfossi 39.9 100 m. bringusund kvenna: Sigríður Sæland Umf. Bisk. 1:39.7 Dómhildur Sigfúsd., Self. 1:41.2 Ingibjörg Guðm.d. Skeiðam. 1:44.4 Anna Þ. Einarsdóttir, Self. 1:46.2 50 m. bringusund stúlkna: Ingibjörg Guðmundsd. Skm., 46.7 Dómhildur Sigfúsdóttir Self. 46.7 Anna Þ. Einarsdóttir, Self. 47.2 Ingibjörg Sigurðard. Self. 49.7 50 m. skriðsund kvenna: Sigríður Sæland Umf. Bisk 38.6 50 m. skriðsund stúlkna: Katla Leósdóttir, Selfossi, 35.1 héraðsmet Andrea Jónsdóttir, Selfossi, 38.1 Ásrún Jónsdóttir, Selfossi, 38.7 Þuríður Jónsdóttir, Selfossi, 42.0 Sem aukagrein var keppt í 100 metra skriðsundi karla, áður aug lýstri grein. Gerði Helgi Björgvinsson þar tilraun til ag hnekkja héraðsmet- inu. sem var 1:06.0 mín. og sett af Sverri Þorsteinssyni. Núði Helgi tímanum 1:05.6 mín. við mikinn fögnuð áhorf- enda. Mótstjóri sleit síðan mótinu. Við skýrðum frá því hér á síðunni nýlega, að Norðmaðurinn Toralf Engan hefði sigrað með miklum glæsibrag í skíðastökk- keppninni á Holmenkollen-mótinu, sem háð var síðast liðinn sunnudag. Hann selti þá nýtt brautarmet, stökk 80,5 metra í hinni 70 metra stökkbraut og myndin hér að ofan er einmitt af því stökki, sem talið er hið langglæsilegasta, sem sézt hefur í Noregi. Fyrir stökkið hlaut hann 125,9 stig, og er það eitt hið mesta, sem gefið hefur verið fyrir skíðastökk. Þegar árangur Engans var tilkynntur þutu þúsundir af húfum, höttum, frökk- um, dagblöðum og fleiru Iauslegu upp í loftið, og hinir norsku áhorfendur misstu nær alveg stjórn á sér vegna hins frábæra afreks Engan — enda má nú segja, að hann sé þjóðhetja í Norégi, líkt og Birgir Ruud var á sínum tíma. Norsku blöðin segja, að Norðmenn liafi ekki verið eins glaðir síðan frelsis- daginn 1945 og er þá langt til jafnað. Og Norðmenn hafa ástæðu til að vera ánægðir með þennan einstæða iþróttamann sinn, sem hafið hefur þjóðaríþrótt Norðmanna til vegs að nýju. — Meistaramót Rvíkur í badmmton um helgina Meistaramót Reykjavíkur í badminton hefst á laugardag- inn í íþróttahúsi Vals í Hlíðar- enda, og er mjög mikil þátt- taka í mótinu og meiri en nokkru sinni fyrr, enda fjölgar þeim ört, sehi stunda þessa skemmtilegu íþróttagrein. Þorvaldur Ásgeirsson, íormaö- ur Badmintonsfélagsins. sagði blaðinu í gær. að þátttakan væri einkum mikih í 1. flokki. sem Körfubolti um helgina Meistaramót íslands í körfu- knattleik heldur áfram um helg ina í íþróttahúsinu að Háloga- landi. Á laugardaginn fara fram þrír leikir. Fyrsti leikurinn er í 3. flokki milli KFR og Ármanns. Síðan leika ÍR og Ármann í 1. flokki karla og að lokum KR og stúdentar í meistaraflokki karla. Á sunnudagskvöldið verða tveir leikir. Fyrri leikurinn er milli Ármanns og stúdenta í 1. flokki karla, en síðan verður leikur í meistaraflokki karla milli KFR og ÍR Báðir þessir flokkar ásamt Ármanni eru enn taplausir i mótinu, og getur þessi leikur þvi miklu ráðíð um úrslit mótsins í meistaraflokki. Bæði félögin eiga góðum mönn- um á ao skipa og ætti þetta því að geta orðið mjög skemmtileg- ur leikur. væri gleðilegur vottur um aukn- ar vinsældir íþróttarinnar. Og þetta skeður á sama tíma og margir liggja í inflúenzu, sem hefur orðið til þess, að nokkrir, sem ætluðu að taka þátt í keppninni, geta ekki mætt. Eins og áður segir, hefst mótið á laugardag kl. þrjú og fer þá fram undankeppnin, en á sunnu dag fara úrslitaleikirnir fram og hefst keppnin þá klukkan tvö. Reykjavíkurmeistarar í fyrra urðu þessir: í tvíliðaleik karla Óskar Guð- mundsson og Einar Jónsson. í tvíliðaleik kvenna Jónína Niel- johníusdóttir og Sigríður Guð- mundsdóttir. í einliðaleik karla Óskar Guðmundsson. I einliða- leik kvenna Jónína Nieljohníus- dóttir og í tvenndarkeppni Lov- ísa Sigurðardóttir og Þorvaldur Ásgeirssoh. Flestir meistaranna munu verja titla að þessu sinni, nema ef til vill Lovísa og Þor- valdur. Undirbúningur fyrir Ghile ítalska landsliðið i knatt- spyrnu hefur hafið mikinn undirbúning að þátttöku sinni í heimsmcistarakeppn inni í Chile í sumar. Fyrir rúmri viku lék það gegn Evrópubikarmeisturun- um Benefina og var leikur- inn háður í Milan. ítalska landsliðinu’ tókst mjög vel upp og sigraði með fimm mörkum gegn einu — eftir l—0 í hálfleik. Þess ber þó að geta, að Benefica stillti ekki upp sínu allra bezta liði vegna þess hve stutt var í leikinn gegn Tottenham. 12 T I M I N N, föstudagur 23. marz 1962. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.