Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.03.1962, Blaðsíða 14
 Fyrri hlutí: Undanhald, eftír Arthur Bryant Heimildir eru ALANBROOKE Allt í einu var kyrrðin rofin með nístandi ópi, sern barst ein- hvers staðar neðan úr skipinu. Hljóðin færðust nær, og loks kom sá, sem gaf þau frá sér upp á þilfarið. Það var einn af kyndur- unum, ungur piltur, sem hafði tekið það svo nærri sér ag sjá mennina af Lancastria farast í logandi olíunni, að hann tapaði sór alveg. Hann hljóp aftur og fram um þilfarið hrópandi: „Sjá- ið þið ekki, að þeir eru allir að drukkna? Hvers vegna gerið þið ekki neitt? Guð minn góður, við verðum að gera eit.thvað fyrir þá.“ Við tókum liann og héldum hon- um föstum, meðan aðrir Sóttu ein hver róandi lyf, sem hann var látinn taka saman við mjólk. Hann róaðist smátt og smátt og svaf í nokkrar klukkustundir, en svo endurtók sami leikurinn sig aftur. Skipstjórinn sagði mér að hann hefði staðið sig frábærlega vel daginn áður og sjálfur bjarg að mörgum mönnum. Svo hafði hann gegnt starfi sínu við kynd inguna nokkurn tíma á eftir, en því næst farið að sofa. I-Iann hlýt ur að hafa verið mjög viðkvæm- ur að eðlisifari og því ekki þolað að horfa á dauðastrið skipbrots- mannanna. Sjálfur furða ég mig alls ekkert á því, vegna þess að samkvæmt öllum heimildum, var það ólýsanlegur harmleikur, þeg- ar Lancastria fórst og með því þrjú þúsund menn. Togarinn hafði vissulega unnið frábært af rek að bjarga 900 mönnum, ná- lega eins mörgum og hann gat borið. Við sigldum á hægri ferð — ekki nema sex hnúta á klukku stund — og fylgdum skipalest, sem í voru sex flutningaskip ... Þann dag skrifaði ég í dagbók mína: „Það eru ólýsanleg umskipt.i, að vera allt í einu staddur um borð í skipi úti á sléttu, 'sólblik- andi hafi, með enga flóttamenn umhverfis sig, engar herdeiidir, engin vandamál að glima við og engar ákvarðanir að taka. Dásam- leg, langþráð hvíld.“ Brooke lauk lýsingunni á ferða lagi þessa síðasta dags — er byrj aði í togaranum, þann 19. júní — í miðnæturlestinni frá Plym- óuth til London nóttina milli 19. og 20. júní. „í gærkvöldi varð sjórinn mjög úfinn, einmitt þegar við vorum að borða kvöldverðinn. Samt hélt ég áfram að borða og mér tókst að halda matnum niðri, sem er meira en sagt verður um alla. Frá Ushant fórum við í stóran sveig til vesturs, til þess að sneiða h.iá tundurduflabelti. Við vorum illa staddir, ef skipið ræk ist á tundurdufl, eða yrði fyrir sprengju eða t.unduu keyti, þar sem öll okkar björgunartæki fóru vig björgun skipbrotsmannanna af Lancastria. Við höfðúm enga Hfbáta, fleka, bjarg'belti, fiotdufl eða þ. h. Það hefur vqrið mjög skemmti- legt að férðast með þessum tog- ara. Áhöfn hans er í alla staði ó- aðfinnanleg. Hver maður kátur og léttlyndur og allir hafa reynt að gera okkur ferðina eins þægi- lega og hugsazt getur. Þeir eru frá Lewers, Lincoln og London, en virðast alli.r eiga mjög vel sam-1 an. Kyndarinn, sem tapaði sér í gær, er enn mjög illa á sig kom- inn og þjáist af taugaáfalli og er alltaf að hrópa eitthvað um log- andi eldhaf og mannbjörg. Kl. 6 e.h. komum við loks í námunda við Plymouth og bátur aðmírálsins (Dunbar Marsmith) kom út á móti mér... Var flutt ur um borg í hann, ásamt þeim Eastwood og Ronnie ... Stigum loks fæti á brezka jörð aftur og þökkuðum guði fyrir að vera aft ur komnir heim ... Fóruim heim til aðmírálsins og fengum þar te, 'heitt bað og miðdegisverð........ Hringdi til Dills og sagði honum að ég væri kominn heim og ákvað að hitta hann klukkan 9 morgun- inn eftir. Fórum loks með mið- næturlestinni til London.'* Jafnskjótt og Brooike kom til London, þann 20. júní, hélt hann rakleitt til hermálaráðuneytisins. Þar var tekið á móti honum með spurningum um það, hvers vegna hann hefði ekki bjargag fleiri flutningatækjum og öðrum útbún aði. Það var aðeins ein vika síð- an hann hafði lagt af stað frá Cherbourg til deildarstöðva Wey- gands. Á þessum sjö erfiðu og ógn þrungnu dögum hafði hann bjarg að þremur herdpildum, sem ekki hefði tekizt, ef hann hefði fylgt hinum upphaflegu fyrirmælum stjórnarinnar. Framsýni hans, ein- beitni og andlegur styrkur höfðu gert brot.tflutning næstum 150.000 brezkra hermanna og 47000 her- manna annarra þjóða mögulegan. Þessi fjöldi hafði verið fluttur á skipsfjöl í Oherbourg og St. Malo — þeim hafnarborgum sem mest mæddi á — og komizt heim, án þess að þag kostaði mannslíf eða skip. En svo miki.ð hafði þetta reynt á de Fonblanque hershöfð- ingja, að hann lézt örmagna á sál Qg líkama, nokkrum dögum eftir komu sína til Englands — „Að mínum dómi“, skrifaði Bro- oke — „stendur landið í mikilli þakkarskuld við hann.“ 3. KAFLI. Eftir komu sína frá Frakk- landi dvaldist Brooke eina viku á heimili sínu í Hampshire og var þá einn daginn boðinn til Down- inj* Street. tjl að snæða hádegis- verg 'með forsætisráðhe’;ranum: „Þetta var fyrsta máltíðin af mörgum, sem við áttum eftir að snæða saman,“ segir Brooke í end urrninningum sínum. — „Við borð uðum saman við tveggja manna borð og hann þaulspurði mig um síðustu ferð mína til Frakklands, hvernig Frakkar hefðu komið mér fyrir sjónir og um ýmis atriði í hinum endanlega brottflutningi mínum.“ Svo þann 26. júní tók hann aftur við hershöfðingjastöð- unni, er hann hafði yfirgefið við brottför sína haustig 1939. Á þeim tíma hafði það vi.rzt ein g'læsileg asta herforingjastaðan í bi>zka hernum. En miðSumars 1940 yoru viðhorfin breytt. Frá North Cape til Pyreneafjalla og að hálfu um- hverfis Bretlandseyjar, lá nær ó- slitin strandlengja, sem óvinirn- ir höfðu á valdi sínu, þar sem tvö þúsund sprengjuflugvélar, þús- und steypifhigvélar og fimmtán hundruð orrustuflugvélar höfðu bækistöðvar sinar. Til að mæta þessum liðsstyrk voru einungis þrettán eða fjórtán herdeildir, sem fluttar höfðu verið frá Norð ur- og Vestur-Frakklandi og voru allar mjög illa vopnum búnar, þar eð herinn hafði misst næstum 1200 fallbyssur, 1350 loftvarnar- byssur, 11000 vélbys'sur, 6400 riffla, 75000 flutningatæki og nær alla skriðdreka stna, auk mikils maigns skotfæra. Við St. Marga- rets-flóann, þar sem árásarhættan var hvað mest, voru aðeins þrjár skriðdreka og loftvarnarbyssur á fimm mílna langri strandlengju. Það var ekki aðeins innrásar- hættan sem ógnaði Bretlandi. All ar samgöngur á sjó voru stórlega hindraðar. Hið fjölbyggða, iðn- vædda eyland, sem svo mjög þurfti að bytggja alla sína af- 10 og kvað við raust. sem yfirgnæfði stormgnýinn. Á vaði þessu hvíldi blessun Guðmundar biskups góða, sem á að hafa vígt það. Eftir það grandaði það engu l£fi, en var áður hinn mesti vágestur. Brúnn lagði ótrauður í ána. Þag fór hroll ur um þann stálgráa er hann steyptist niður í rennuna en von bráðar rykkti hann sér upp úr henni aftur. Hættan mikla lá að baki. Stúdentinn sagði síðar svo frá að ef hettan hefði ekki verið harð frosin, hefði hann rifig hana af sér, að þessu sinni til vegs og dýrðar þeim mætti, sem helgaði hinn háskalega stað, gaf öryggi og tiltrú þar sem áður rikti ótti og geigur. Nú var skammt í Hvamm og haldig viðstöðulaust á fram. Þótti flestum hinn ungi mennta maður gera vel, að bjargast af fjallinu í veðurofsa, blindhríð og myrkri í háskammdeginu. En sjálfur hafði stúdentinn ekki orð á neinu, sem fyrir hann bar í hríðinni, fyrr en mörgum árum síðar og þá góðglaður. VI. Það var ekki óalgengt um ís lenzkt veðurfar, að skjótt skipti um veður. Morguninn eftii var komið bezta veður og fátt, sem minnti á undanfarinn óveðursdag. Ár og lækir létu enn mikið yfir sér, þótt hríðin hefði sefag þá til stócra muna. Sums staðar lágu snjóbrýr yfir þá og alls staðar voru storkurendur með fram bökk unum. En veðrið hafði skipt um svip. Himinninn var heiður og lofaði sólskini, Ska'mmdegissól, sem straukst við brúnimar um leið og ihún fór hjá, brosti angurblít.t eins og móðir sem varnag er þess að vinna fyrir börnum sínum, en fær að sjá þau í svip. Slíkt tillit getur ebki gleymzt. Og börnin gleðjast við tillitið. Skammdegið var tekið að tapa. Nú var runninn upp 23. desember. Messa hins heilaga Þor láks. Stúdentinn var snemma á fótum Hann vitjaði hesta sinna, strauk þá alla og bar vel á stallinn. Jós vatni í drykkjarstokkana. Hann þuklaði á vöðvabyggingu þeirra hátt og láigt og strauk um fótleggi þeirra og fætur. Að endingu klapp aði hann hverjum og einum. Er hann kom heim gekk hann að hvílu nafna síns, sem var þá far inn að klæðast og bag hann að finna sig. „Viltu fara fyrir mig í Ás?“ spurði hann er nafni hans mætti. „Eg þarf að koma bréfi og mér ríður á því, að þag berist fljótt og vel. Það má ekki glatast. Þú ferð á þeim stálgráa. Eg treysti honum enda þótt hann sé að koma úr ferð. Ár og lækir eru miklir og skaraðir, þykist ég vita.“ Guðmundur lofaði ferðinni. „Ef sýslumaður er ekki heima skilar þú þessu bréfi. En ef hann er heima færðu honum sjálfum þetta bréf og biður hann uim kvittun. Bréf þetta er mikils virði fyrir okkur báða.“ Var það mikið skjal innsiglað. „Afhendir þú sýslumanni innsigl aða skjalið, kemur þú aftur með minna bréfi.ð og lætur ekkert á því bera á sýslumannssetrinu. Eg tek við því aftur.“ Guðmundur bjó sig í skyndi. Ferðin í Ás var erfig á þessum tíma árs, vegur enginn nema slóð ir og troðningar og oft. farið með sjónum . Allar ár voru miklar og bólgnar upp eftir hríðina. Fyrir hríðina rigndi mikið svo allt var í bleytu og vitlausum vexti er hrfð in skall á. Mesta áin á leiðinni var ófær nema á fjöru. En allt um það var Guðmundur kominn í Ás laust eftir hádegi. Sýslumaður var heima. Guð- mundur gekk fyrir hans og af- henti honum skjalið mikla á skrif stofu hans. Sýslumaður horfði um stund á bréfig og athugaði innsigl ið. Hann var sjáanlega óstyrkur og kvíðablandinn Loks braut hann upp bréfið með skjálfandi hendi. Fiétti hinum ýlmsu blöðuon og létti við. Langt bréf frá stiftyfir- valdinu las hann meg sjáanlegri velþóknun. Hið háa yfirvald þakk aði sýslumanni hve fljótt hann hefði gert skil. Hinn fallegi og skýri frágangur á hverjum reikn ing hefði sannað, að hann tæki réttilega á málunum. Fyrir það kvaðst hann fús til að umbuna. Þag hefði því samizt að lokaskil yrðu 350 ríkisdalir gegn greiðslu út í hönd, hefði sendimaður hans, Guðmundur Guðmundsson stúdent greitt téða upphæð. Væri því sýslan hans skuldlaus við kassa stiftyfirvaldsins þessi áramót, fyrst allra sýslna umdæmisins. Loks kvaddi hann sýslumann með nýársóskum. Þannig enduðu. þessi reiknings- skil, sem höfðu farið svo í taugar sýslumanns í seinni tíð. Sýslu- maður fletti á ný hinum ýmsu skjölum og sá með velþóknun að öllu var borgið. Hann dró út skrifborðsskúffu, tók upp gildan s'jóð og taldi fram 350 ríkisdali. Enn var drjúgur skildingur eftir. Tveir reikningar voru þó enn ó- greiddir, kaup stúdentsins og ferðakostnaður Sýslumaður tók úr sjóðnum mikla og greiddi þá. Og BJARNI UR FIRÐI: údentinn vammi var talsvert eftir. Fyrir nokkru hafði hann haldig að hann yrði krafinn um miklu meira fé, en handbæran sjóð. Nú voru allar skuldir greiddar og drjúgur s-kerf ur eftir. Þannig tókst að greiða úr flækjunni Allt klappað og klárt og þakkarorð yfirvaldsins. Aldrei hafði honum borizt slikt áður og átti hann þó langan starfsferil að baki. „Jæja, piltur minn,“ sagði hann og snéri sér að Guðmundi. „Þér komið góðu heilli. Færið húsbónda yðar kveðju mína, þessa fúlgu og þá orðsendingu að ég bjóði honum hingað ti.1 nýársfagnaðar og þakki góð erindislok.“ Guðmundur tók við peningunum stærri fjárhæð en hann hafði áður haft handa á milli, gekk eins vel frá sjóðnum og hann gat, þakkaði sýslumanni og kvaddi. Er hann hitti ráðsmanninn og bag um hestinn, spurði ráðsmaður hann, hvort hann hefði þegið góð gjörðir. Og vildi ekki annað heyra en hann gengi i bæinn. Guðmundur leit til sjávar og spurði=t fyrir um fjöruna og er hann varð þess vís að sjór var hálffallinn héldu honum engin bönd. Dalsá væri lítt fær í flóði, fyrir flóð yrði hann að ná til ár innar. Því mætti engan tíma missa Ráðsmaðurinn gerði þá allt í senn, kallaði á vikapilt að ná í hest Guðmundar og bað hann að bíða sín skamma stund. Hann snaraðlst í bæinn og kom að vörmu spori með litla skjóðu, rétti gesti sínum og bað hann að opna hana er hann væri kominn af hættusvæðmu. Guðmundur fann það á kkjóð-, unni að hún geymdi eitthvað inat arkyns. Hann þakkaði gestrisnina, kvaddi og hraðaði förinni sem mest hann mátti. Það kom í ljós vi.g ána að ekki mátti hann seinni vera. Vatnið var hátt á síður. Og var þí %á stálgrái með hæstu hestum. í'n allt fór vel. Er Guðmundur hafði riðið ár- hrollinn úr hestinum fór hann af baiki og skyggndist í skjóðuna góðu. Kom þar upp vænn hangi kjötsbiti, glóðvolgur, en varla fuJl soðinn, laufabrauð, rúgbrauðsneið með áleggi og lítill vínfleygur. Sagði Guðmundur oft síðar, að ekkert hefði sig undrað eins og það hve fljótur ráðsmaðurinn var að taka þetta til, því ag hann beið hans aðeins örstutta stund Það var alrnæli um ráðsmanninn H4 T 1 M I N N, föstudagur 23. marz 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.