Tíminn - 24.03.1962, Qupperneq 1

Tíminn - 24.03.1962, Qupperneq 1
Hann er þungbúinn og illúðlcgur á svipinn, náunginn me8 skegglð, en stúlkan horfir alls óhrædd á ■:-'■■,■ hann. E.t.v. er hann aSeins að .hugsa um, hvort nefið tolli ekki á honum í næsta þæíti, það værj bagalegt, ef þyrfti að fara að klessa nýju ncfi á hann. — Maður inn með skegglð er reyndar Bjarni 0* á Leltl, en stúikan er hún Sigrún f í Hlíð. Hversdags heita þau Hall- , , grímur Snorrason og Ásthildur : Rafnar og stunda nám í Hagaskól- ,-'^'7 anum, en I kvöld lelka þau Bjarni , og Sigrún í Manni' og konu. Við segjum nánar frá þessu síðar og bjrtum þá einnig fleiri myndlr. — (Ljósm : R.E.). Meðal efnis í Sunnudagsblaði Tímans, sem kemur úf á morgun, er fyrri hluti frásagnar af Hjálpræðishernum. Er þar sagt frá frumherjum hans hér á landi og þeim landsfólkinu. Koma þeirra þótti miklum tíðindum sæta, og er frá leið gerðist mjög róstusamt á samkomum hersins; hróp, háreysti, stimpingar og áflog voru þar daglegt brauð, svo að af hlutust meiðsl og skemmdir. Frá öllu þessu greinir í næsta Sunnudagsblaði. ranlegar voru Verðfall á tóbaki NTB—London, 23. marz. — Mikið verðhrun varð f dag i kauphöllinnl [ London á hluta bréfum f tóbaksiðnaðfnum. — Nam verðfallið 27 milijónum sterllngspunda eða yflr þrem- ur mllljörðum íslenzkra króna. Ástæðan er tafin vera um- ræðan í lávarðadetldinni f dag um læknaskýrsluna um sfga- rettureikingar og krabbamein. Skýrsla þessi er sterkasta og rökstuddasta árás á sfgarettu reykingar, sem enn hefur komið fram. Flestir lávarðarn ir studdu skýrsluna og marg- ir þelrra réðust heiftarlega á reykingar. Hlutabréfin i þremur stærstu tóbaksfyrirtækjunum Imperial Tobacco, Gallaher og British American, féllu um 2—3 shlil inga hvert. Síðan á jólum hafa hlutabréfin fallið samtals um 43 miiljónir punda eða um hálfan flmmta milliarð ís- lenzkra kréra. Bárður Daníelssoa Á fimmtudaginn sögðum við frá því, að brunavarnir frysti- húsanna væru víða í miklum molum, og líkur til þess að milljónaverðmæti séu í stöð- ugri hættu. Jafnframt rifjuð- um við það upp, að fyrir um 10 árum fór Bárður Daníels- son verkfræðingur á vegum Brunabótafélags íslands milli frystihúsanna, til þess að kynna sér ástand þeirra með tilliti til brunahættu og gera tillögur um úrbætur. Þegar hann kom úr þeirri ferð, lét hann 5V0 ym mælt, að flest þessara húsa myndu brenna inn an 15—20 ára ef ekki yrðu gerð- ar á þeim miklar umbætur með tilliti til frágangs og umgengni. 14 hús hafa brunnið Að beiðni Tímans tók Bruna- bótafélag íslands saman lista yf- ir það, hve mörg frystihús hefðu brunnið, síðan Bárður fór sína ferð. Það var of mikið verk að tína saman alla smábruna, sem tekizt hefur, oftast fyrir slembi- lukku, að kæfa svo að segja í fæðingunni, og var því horfið að því ráði að telja þá bruna, þar sem tjónið var metið á 100 þús- und krónur eða meira. Verður sá listi þá þannig: 1951 enginn bruni. 1952 enginn bruni. 1953 eldur í tveimur húsum, 1954 og 1955 eldur í einu húsi hvort ár. 1956 enginn bruni. 1957 brunnu f jögur hús, og síðan allt til þessa dags, eitt hús á ári eða fimm eldsvoðar. Alls eru þetta 13 elds- voðar, en þar að auki brann eitt hús, sem ekki var tryggt hjá Brunabótafélagi íslands, og er því rétt tala 14. Nýrri húsin trausfari Á síðast liðnu ári störfuðu 84 frystihús að einhverju leyti á landinu, samkv. skýrslum Hag- stofunnar. Ef gengið er út frá þeirri tölu og miðað við brunana 14, hafa 16,67% húsanna brunn- ið síðan Bárður Daníelsson fór sína ferð. f sannleika mun þó hlutfallstalan vera þó nokkru (Framlialcl á 15r síðul í fjörugum umræSum, sem urðu í efri deild í fyrrakvöld um ríkisreikninginn las Karl Kristjánsson upp bréf til fjár- málaráSuneytisins frá skila- nefnd þeirri, sem skipuð hafði verið til að rannsaka bókhald b.v. Brimness. Karl hafði bor- ið fram tillögu um, að af- greiðslu ríkisreikningsins yrði frestað, þar sem ekki væru komnar fram fullnægjandi skýringar á atriðum, sem yfir- skoðunarmenn hefðu gert rót- tækar athugasemdir við. Fjármálaráðherra og stjórnarlið ið vildi ekki fallast á frestun máls ins og las Karl þá upp bréf skila- nefndarinnar, en á því bréfi eru atihugasemdir yfirskoðunarmanna m.a. byggðar. Sýnir bréfið glögg- lega að ærin ástæða er til að fresta endanlegri afgreiðslu ríkis- reiknings, þar til bókhald og rekst ur togarans Brimness hefur verið kannaður til hlítar eða viðhlítandi ráðstafanir gerðar til að upplýsa málið. — Fjármálaráðherra hafði svarað því til í vetur, er þetta mál var til umræðu í þinginu, að ríkis endurskoðenda hefði verið falið SÖLUBÖRN Bladið afgreift í Bankasfræti 7 á iaugardagskvöidum SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka- stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga 70. tbl. — Laugardagur 24. marz 1962 — 46. tbl. frekari rannsókn í málinu og myndi farið með málið að eðlileg um hætti og því hraðað eftir föng um. Ríkisendurskoðandi hefur nú sent fjármálaráðherra skýrslu sína um málið. Minnihluti fjárhags- nefndar óskaði eftir að fá aðgang að skýrslu ríkisendurskoðenda, en ráðherra synjaði um það. í um- ræðúnum í fyrrakvöld sagði Gunn ar Thoroddsen fjármálaráðherra, að ríkisendurskoðanda (E.B.) væri prívatbréf til sín!! Skilanefndina skjpuðu Jón Sig- urðsson, Sigurður Ólason og Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri. Nefnd in annaðist frumrannsókn málsins og þykir Tímanum rétt að birta bréf hennar til fjármálaráðuneyt- isins. SJÁ ALÞINGIS- FRÉTTIR BL5. 6 FJ0RTAN FRYSTIHUS BRUNNIN SÍDAN 53

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.