Tíminn - 24.03.1962, Page 9

Tíminn - 24.03.1962, Page 9
1 f '"l Hið unga og þróttmikla Leikfélag Ólafsfjarðar setti Gildruna á svið fyrir skömmu, — og Akureyring- ar gengu í gildruna. Félagið fékk nú í fyrsta sinn utan- bæjarleikstjóra til að setja á svið í Óiafsfirði, og Hösk- uldur Skagfjörð varð fyrir valinu. Hann er nýkominn að norðan eftir mikla sigur- göngu, og þegar hann leit inn á ritstjórnarskrifstof- urnar á þriðjudaginn, slóg- um við tvær flugur í einu höggi og spurðum hann um leiklist í Ólafsfirði og lífið á staðnum. — Þú ert nýkominn frá Ól- afsfirði, Höskuldoir? — Já, þeir ákváðu að fá leikstjóra úr Reykjavík. Og í Ólafsfirði er alveg nýtt hús, Tjamarborg, sem er að mín- um dómi allrabezta félagsheim ili á landinu, mjög huggulegt og smekklegt. Þar er nú nýbú- ið að setja upp þýzkar Bauer- kvikmyndasýningarvélar og há talarakerfi um allt húsið. Hús ið og þetta allt saman kostar átta og háifa milljón. Manni finnst það alveg furðulegt í 1000 manna bæ, að jafnmargt skuli vera þar fyrsta flokks og raun ber vitni, þ.á.m. þetta félagsheimili. Og miðað við aðra bæi er þetta mjög athygl- isvert. En þegar maður fer að kynnast Olafsfirðingum, sér maður, að þetta er ekkert skrýt ið, því að þeir vilja hafa allt fyxsta floikks. — Talið frá vinstri: Guðmundur Þór, Sæunn AxelsdóHir, Þorsteinn Jónsson og Daníel Williamsson. a Að leika vel í góðu húsi — Hvað er Leikfélag Ólafs- fjarðar gamalt? — Það er ársgaimalt, og Gildran er annað verkefni fé- lagsins. Það setti Kjarnorku og kvenhylli á svið í fyrra. — Eg sagði við fólkið, þegar ég kom: „Þið hafið ekki leyfi til að leika illa. Þið hafið svo gott Sæunn AxelsdóHlr í hlutverki. hús; og nú farið þið til Akur- eyrar.“ Þetta sagði ég á les- prufu 5. febrúar, en við frum- sýndum 4. marz. „Hann er eitt hvað skrýtinn þessi“, hugsaði það. Og það var skemmtileg tilviljun, að fyrsta bíósýningin eftir að nýju vélarnar komu, var kl. 5 4 marz, en við frum- sýndum Gildruna kl. 9 sama kvöldið. Svo sýndum við í Ól- afsfirði 4. og 6. marz, en það an var farið til Dalvíkur og tvær sýningar auglýstar á Ak- ureyri á laugardag og sunnu- dag. Þriðja sýningin var svo þar á mánudagskvöld, því að við sýndum í bæði hin skiptin fyrir fullu húsi. Og ég vil taka það fram, að Akureyringar tóku mjög vel á móti Ólafsfirð- ingum og voru mjög gestrisn ir og vingjarnlegir, bæði leik- félagið og „húsið“. Og eins og Dagur sagði: „Akureyringar gengu í Gildruna og líkaði vel.“ Nu eiga þeir eftir að leika á Siglufirði, og það verður um næstu helgi, svo framarlega sem innflúenzan hindrar það eklki. Ekki hægt að láta sér leiðast — Hvernig fannst þér að vinna með Ólafsfirðingum, Hösikuldur? — Mér fannst það mjög gott. Og ég má til með að segja þér, að það varð mér samferða maður norður, Gunn ar Þorvarðarson, sem setti upp bíóvélarnar, og \dð vorum hræddir um það á leiðinni, að okkuT myndi leiðast. En við sannfærðumst um það, að það er ekki hægt að láta sér leið- ast í Ólafsfirði. Ólafsfirðingar voru mjög áhugasamir. Þetta er náttúrlega eins og annars staðar fólk, sem vinnur fulla vinnu. En mér fannst það bara alls ekki lúið að loknu dags- verki. Það var svo kátt og glatt, en tók þetta mjög alvar- lega. Þarna er bezta „talent". sem ég hef rekið mig á utan atvinnustéttanna. Og Ólafsfirð ingar eru anzi léttir á bárunni og þægilegir menn. — Hvernig vegnar Ólafsfirð ingum? — Eg held þeim vegni vel Um 20 hús eru í smíðum þar. og það eru allt ungir stráikar um tvítugtr, sem eru að byggja. Það er freistandi að nefna nöfn, en við skulum sleppa því núna. —; Hvernig er leikaðstaða í Tjarnarborg? — Hún er hin ákjósanleg- asta. Senan er mjög góð og sú stærsta hér á landi fyrir utan Þjóðleikhússenuna, með góð- um drapperingum, en Ijósaút- búnaður er enn sem komið er ekki nægilegur. Skipzt á skeytum — Daginn, sem við frum- sýndum, sendum vi® Kópavogs mönn in skeyti, því að þeir voru þá að sýna Gildruna á Hvolsvelli, og okkar skeyti hljóðaði þannig: „Hver og einn fyrir sig, og guð fyrir okkur öll“, sem er síðasta „replikka" hjúkrunarkonunnar í leiknum. Og um hæl kom svohljóðandi skeyti frá þeim: „Hann var góður þessi lyfseðill, hann verk aði bæði fljótt og vel.“ Þetta tilsvar er líka úr leiknum. Gildran er bezta sakamála- stykki, sem ég hef lesið; það þótti dálítið skrýtið, að ég bað leikfólkið að sagja ekkert frá leiknum eða úr honum. því að í þessu er skemmtileg „gildra11 sem ekki mátti tapast. Fólkið verður að ganga í hana í leik- húsinu sjálfu. Þetta skapaði sína spennu, enda seldust mið arnir upp á klukkutíma. — Og Kópavogsmenn hafa vitað, hvað við átti. þegar þeir fengu skeytið? — Já, já. Eg er nú hræddur um það. „Ég er ajaldkerinn" — Eg skal segja þér skemmti lega sögu, segir Höskuldur. — Það var nú mikill snjór þarna. og svo fór ég á s'kíði, en þarna var auðvitað enginn á skíðum nema skólastrákarnir. Og svo sjá þeir, að kominn er ein hver kramaraumingi og hugsa sér gott til glóðarinnar, því að þeir eru fínir skíðamenn, strák anir. Þeir spyrja, hvort ég pr..™ w, Daníel Williamsson í hlutverki marz 1962. V|H » Y,» 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.