Tíminn - 24.03.1962, Blaðsíða 15
Framséknarmenn
Keflavík
Framsóknarfélag Keflavíkur
heldur a'ðalfund á morgun sunnu-
dag, kl. 2 e. h. í Aðalveri.
Eftir fundinn verður sameigin-
legur fundur Félags ungra Fram-
sóknarmanna í Keflavík og Fram-
sóknarfélag Keflavíkur. Rætt verð
ur um undirbúning bæjarstjórn-
arkosninga.
Allt Framsóknarfólk velkomið á
fundinn. Fjölmennið.
íslandsklukkan'
á ungversku
Verið er nú að þýða íslands-
klukkuna eftir Halldór Kiljan
Laxness á ungversku og senni-
legt er, að Heimsljós og
Gerpla verði einnig þýddar á
ungversku áður en langt um
líður. í tilefni af þýðingu ís-
landsklukkunnar hafa ung-
versku rithöfundasamtökin
boðið Kiljan til nokkurra daga
dvalar í Ungverjalandi.
Ungverski þýðandinn heitir Ist-
van Bernath, og er hann áður
kunnur hór á landi fyrir þýðingu
sína á 79 af stöðinni eftir Indriða
G. Þorsteinsson. — I tilefni heim-
sóknarinnar hefur Istvan Bernath
þýtt fjórar smásögur eftir Kiljan á
ungversku og munu þær birtast í
blöðum og verða fluttar í útvarp
meðan á heimsókn hans stendur.
Sögurnar eru Síld, Lilja, Temjudin
snýr heim og Nýja Island. Einnig
er ætlunin, að Bernath hafi sjón-
varpsviðtal við Kiljan. — Þess má
geta, að Istvan Bernath kémur
væntanlega í heimsókn til íslands
næsta sumar.
Tveir meiddust
Framhald af 12. síðu.
anna liggur nú á sjúkrahúsinu hér
með heilahristing og er þar að
auki nokkuð marinn, en hinn ligg-
ur heima, einnig mikið marinn.
Hvorugur mun hafa beinbrotnað.
— Jeppinn er mikið skemmdur,
m. a. brotnaði hús hans í spón.
LG
Frá Alþingi
Framhald af 6. síðu.
Þess skal jafnframt getið, að
„bobbinga“-kaup skv. reikningun-
um, eru, mun meiri en svo, að
einn togari geti hafa komið þeim
í lóg við venjuleg skilyrði.
5. Viðskipti við Rinovia Steam
Fishing Company Ltd., Grímsby.
Samkvæmt yfirlitsreikningi Rin
ovia um aflasölu í Grimsby 18.
marz s.l., og úttekt, eru eftirstöðv
ar útgerðar b/v. Brimness af sölu
ferðinni £ 2.025—15—11, eldri
innstæða var £ 5—14—6, svo að
inneign samkvæmt þessu var £
2.031—10—5.
13. apríl er'u yfirfærð frá Rin
ovia til Axels Kristjánssonar £
2.547—18—10 og gagngert tekið
fram, að yfirfærslan sé vegna sölu
b/v. Brimness 18. 3. ’60. Hér er
yfirfært rúmum £ 500 meir en
útgerðin átti inni skv. fyrrgreindu
fylgiskjali, en þó talið vera af sölu
verði afla b.v. Brimness 18.3. ”60.
Mismunur þessi var ekki greiddur
inn til útgerðar b.v. Brimness,
heldur til Ásfjalls h.f.
Svar Axels Kristjánssonar um
þetta atriði er svohljóðandi: „Ein
hver mismunur hefur orðið á
reikningi Rinovia, Grímsby. Virð-
ist helzt eitthvað hafa bætzt við
eftir að yfirlit var sent, gögn
liggja ekki fyrir til viðbótar
færðu.“
Eftir sem áður er engin skýr-
ing fengin á því, hvernig stendur
á þessum mismun og þá ekki held
ur hvers vegna Ásfjall h.f. á að fá
hann, en ekki útgerð b.v. Brim-
ness.
Hér hafa verið rakin nokkur
helztu atriðin í bókhaldi útgerðar
b.v. Brimness og jafnframt þau,
sem stærsta fjárhagslega þýðingu
hafa, sem enn eru óupplýst af
hálfu útgerðarstjórans.
Auk þeirra grúir af minni atrið-
um, sem athugasemdum hefur
verið hreyft við, en ekki þykir ger
legt að rekja hér, nema hvað á-
stæða er til að geta ófullnægjandi
fylgiskjala fyrir kaup á kopar-
skrúfu. Upphaflega var ekki ann-
að fylgiskjal fyrir þessum viðskipt
um en ókvittað pappírsblað, sem
gaf til kynna, að keypt hafi verið
koparskrúfa á skipið fyrir kr.
135.000,00. Þegar Axel Kristjáns-
syni var bent á athugasemd endur
Pökkunarstúlkur
og karlmenn
Óskast. Fæði og húsnæði.
Mikil vinna.
HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA
sími 11 og 60 (í Reykjavík 19-4-20).
SKRIFSTOFA MÍN
er flutt að Laugavegi 18, 4. hæð.
RAGNAR ÓLAFSSON, hæstaréttarlögmaður
og löggiltur endurskoðandi.
Pottablóm
Ef þig langar fagran hlut að fá
svo frúin blíð og eftirlát þér verði,
þá er að panta pottablómin hjá
Páli Michelsen í Hveragerði.
skoðenda um þetta á fundinum 4.
okt., færðist hann undan að segja
nokkuð um kaup á skrúfunni, en
taldi málið þurfa athugunar við.
Með svörum sínum skilaði Axel
reikningi frá starfsmanni sínum,
sem ekki verður talinn mikils
virði sem fylgiskjal og engan veg-
inn skýra þessi viðskiptk
Meðan þessi stóru atriði eru
svo óljós og með því að þau hafa
úrslitaáhrif á afkomu útgerðarinn
ar, telur skilanefnd sig ekki geta
lokið reikningsskilum útgerðarinn
ar hvað þau snertir.
Það er hins vegar ljóst nú þegar
að nefndin getur ekki upplýst
þessi mál frekar en orðið er, með
þeim ráðum, sem henni eru tiltæk.
Í4 brunnu
(Eramhald aí l. síðu).
hærri, því að allmörg þessara 84
frystihúsa eru byggð 1951.
í viðtali við blaðið sagði Ás-
geir Ólafsson, forstjóri Bruna-
bótafélags Islands, að með tilliti
til brunavarna væru nýrri hús-
in til muna betur úr garði gerð.
Þau hús, sem hér þutu upp á
dögum nýsköpunarinnar. voru
gerð í miklu hasti og af van-
efnum, og hefur síðan smám
saman verið bætt utan á þau
og húsakostur þeirra aukinn
skipulagslaust, þannig að sums
staðar er miðstöðin, sem upp-
haflega var yzt í húsinu, nú
komin inn í miðja húsasamstæö
una, en ætti að réttu að vera í
vel einangruðu húsi við frysti-
húsið.
Eldri húsin erfiðust
Blaðið bar þann orðróm undir
Ásgeir, að frystihúsin bættu við
sig vélum og öðrum rafmagns-
tækjum og tengdu þau inn á raf
magnstöflur sínar, án þess að
breyta þeim til samræmis við
aukið álag, sem hefur í fór
með sér mikla eldhættu. Kvað
hann sér ekki kunnugt um það,
enda ættu rafmagnseftirlitið og
brunaeftirlitið að fylgjast með
slíku, og það væru einmitt þær
umbætur, sem hægt væri að
krefjast með skírskotun til laga
eða reglugerða, sem helzt fengj-
ust gerðar. En að ýmsu öðru leyti
vantaði mikið á, að eldvarnir
frystihúsanna, þó einkum hinna
eldri, væru eins góðar og hægt
væri og nauösynlegt.
Algeirsborg
Framhald at 3 síðu
tók skýrt fram á stjórnarfundi
í dag, að það yrði að bæla niður
uppreisnina í Alsír miskunnar-
laust. Talsmaður stjórnarinnar,
Terrenoire, sagði, að de Gaulle
hafi sagt það vera stærsta verk-
efni stjórnarinnar.
Terrenoire sagði, að það væri
aðeins í Algeirsborg og Oran,
sem ófriðlegt væri og OAS hefði
gert beina uppreisn. Annars
staðar í landinu væri allt með
kyrrum kjörum.
Sérstakir herréttir verða nú
settir á stofn víðsvegar í Alsír
til þess að dænia glæpamennina
í skyndi.
Bráðabirgðastjórnin í Alsír
verður þá fyrst mynduð, er Fou-
chet, aðalfulltrúi frönsku stjórn-
arinnar. tekur við stöðu sinni í
Alsír um helgina. Bernard Tri-
cot hefur verið skipaður vara-
maður Fouchets og aðstoðar
maður.
Serkir hegða sér mjög vel
Joxe Alsírmálaráðherra lagði
fram skýrslu á fundinum. Hann
sagði, að það væri rólegt i Alsír
nema í Algeirsborg og Oran.
Hann sagði, að OAS hefði rekið
í rogastanz yfir því, að Serkir
hafa ekki efnt til neinna að-
gerða, þrátt fyrir æsingar OAS.
Þvert á móti hafa Serkir hegðað
sér þannig, aö það er til fyrir-
myndar á allan hátt, sagði Joxe.
Kaffisala
Sunnubaginn 25. marz hafa
konur í Styrktarfélagi vangef
inna bazar og kaffisölu í Sjálf
stæðishúsinu, til ágóða fyrir
sjóð sinn.
Fé úr þeim sjóði er varið
til þess að kaupa innbú, leik-
og kennslutæki fyrir heimili
vangefinna í landinu.
Sjóðurinn var formlega
stofnaöur fyrir rúmu ári. En
úr honum hafa þegar verið
veittar hátt á annaö hundrað
þúsund krónur í fyrrgreindu
skyni.
Konurnar hafa unnið að
þessu af miklum dugnaði og
ósérplægni.
Á bazarnum er margt ágætra
muna á sanngjörnu verði
Þar verða og seldir munir sem
eru unnir af börnum í Skála
túni og Lyngási - dagheimili
Styrktarfélags vangefinna,
sem starfag hefur í tæpt ár.
Þá er á boðstólum kaffi með
heimabökuðum kökum.
Konurnar treysta enn sem
fyrr á móttökur bæjarbúa,
sem alltaf hafa verið með
ágætum þegar leggja þarf
málefni vangefinna lið.
Vettvangurinn
Framhald cf 8. síðu
— Það má segja, að hann hafi
farið sæmilega af stað. Fyrst til
að byrja með höfðum við aðeins
plötumúsik, en í tvö síðustu skipt
in hefur verið ,,lifandi“ músik en
leikið af plötum í hléum.
— Og þið haldið þessari starf-
semi áfrarn?
— Það er nú annað hvort. Við
erum rétt byrjaðir.
— Segðu mér eitt Kári. Hefur
félagsheimilið ekki haft áhrif á
starfse/ni klúbbsins?
— Eg er nú hræddur um það.
Það gerði alveg útslagið á það,
hvort starfsemin gæti hafizt hjá
okkur í upphafi, þar sem það er
mjög dýrt að leigja húsnæði. Ég
vildi biðja þig um að lcoma því
einhvers staðar að hvenær við höld
um klúbbfundi, en það er á hverju
miðvikudagskvöldi klukkan 20,30.
Ég þakka Kára Jónassyni og Ey-
steini R. Jóhannssyni fyrir spjall
ið og kveð þá.
Um starfsemi klúbbanna að
öðru leyti má segja, að spilaklúbb
urinn hefur aðallega verið sóttur
af unglingum 12—16 ára og held-
ur spilakvöld og fundi, eins og
áður er sagt, á laugardögum kl.
20,00 í Tjarnargötu 26. Djassklúbb
urinn er einkum ætlaður ungu
fólki, allt frá 16—17 ára aldri og
eru þar kynntar nýjar erlendar
djassplötur eða djassleikarar. Einn
ig koma fram íslenzkar djass-hljóm
sveitir og djassleikarar, sem hlýtt
er á. Fundi heldur klúbburinn á
miðvikudagskvöldum kl. 20,30 í
Tjarnargölu 26. Þátttaka í klúbb-
unum er öllum heimil, sem áhuga
hafa á djassi, eins og hann gerist
beztur, eða að sitja yfir spilum
eina kvöldstund. Þeir sem ekki
hafa enn kynnt sér starfsemi
klúbbanna og hafa áhuga fyrir
starfi þeirra, ættu að koma í Tjarn
argötu 26 á laugardags- eða mið-
vikudagskvöldum.
ATH.:
Næsti fundur spilaklúbbs-
ins er annað kvöld kl. 20.00.
Athugið breytinguna.
Léttir á bárunni
Framhald af 9. síðu.
vilji ekki fara í svigbrautina
þeirra. Eg var til í það. Og
þegar ég er kominn upp, segir
einn þeirra við mig: „Það
kostar krónu að fella hlið.“
Bg hélt, að það væri nú í lagi.
Og ég þrúgaðist í gegnum öll
hliðin, nema tvö þau síðustu,
þau duttu: Og þá kemur til
mín slrákur og segir: „Eg er
gjaldkerinn. En hann var ekk
ert ag heimta, að ég borgaði
— og hljóp hlæjandi burt.
Þetta sýnir vel húmorinn í Ól-
afsfirði.
Næst er það
„Frænka Charley's"
— Heldurðu ekki, að fram-
hald verði á þessari leikstarf-
semi í Ólafsfirði?
— Það er ekki vafi á því,
því ag þeir hafa leikið mikið
þarna. Einu sinni voru þeir
með fjögur stykki í einu í
gamla húsinu, og geri aðrir
betur.
— Svo heldurðu áfram?
— Já, já.
— Hvert ferðu næst?
— Næsta verkefni verður
Frænika Charleys á Hvolsvelli,
svo framarlega sem allir verða
við góða heilsu. En innflúenz-
an herjar þar eins og annars
staðar, segir Höskuldur, áður
en hann hverfur út um dyrn-
ar.
2. síðan
stjórnað mér með höndunum, ég
get ýmist legið láréttur eða tekið
dýfu. Ég er aleinn í loftinu.
Engir vængir, engin vél, enginn
þröngur stjórnarklefi. Þetta er
flug!
Líkami, sem fellur gegnum loft
ið úr tvö þúsund feta hæð á þess-
um hraða, fellur til jarðar á tíu
sekúndum. Það er enginn tími til
að gera mistök. Það er dásamleg
tilfinning, þegar fallhlífin þenst
út, og ólarnar rykkja í og þrengja
að mér, svo að lungun tæmast al-
gerlega af lofti. Dásamleg tilfinn-
ing!“
Reyndir stökkvarar stökkva oft
tveir og tveir saman. Mike og
Sue voru orðin þjálfuð í því, þeg-
ar hún varð að hætta. Þegar hún
stökk síðasta stökkið var mjög
hvasst. Þau stukku saman, Mike
og hún. Mike féll hraðar en hún,
og sterkur vindurinn bar þau
langt frá þeim stað, þar sem þaú
höfðu ætlað að lenda. Sue kom
niður í 35 feta hátt eikartré og
féll til jarðar ofan úr því. Hún
meiddist mikið í baki, og eftir
nokkra mánuði á sjúkrahúsi, fór
hún aftur að fljúga, í þetta sinn
sem flugmaður.
En Reilly hélt áfram að
stökkva til síðustu stundar, og
honum mistókst aldrei neitt fyrr
en í 400. skiptið. Hann var mað-
urinn, sem dansaði í loftinu. Mað-
urinn, sem var þrunginn þeim
anda, sem drýgir stóra hluti. Nær
vera hans var eins og hreinn og
svalur gustur. „Eg elska undur-
samlega fegurð himinsins", segir
hann í bók sinni.
Hann var hetjan hennar Sue
Burgess.
En hann var einnig hetja ann-
arrar stúlku, Traudy, lítillar aust-
uriískrar, bláeygðrar stúlku, sem
horfði á eftir honum, þegar hann
flaug upp í loftið til þess að
stökkva til jarðarinnar aftur, og
veifaði, Þau ætluðu að ganga í
hjónaband um páskana á þessu
ári.
H.G.
Þökkum innllega auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og
jarðarför föður okkar,
Sigurbjörns Sæmundssonar,
Grímsey.
Börnln.
T f M I N N, laugardagur 24. niarz 1962.
15