Tíminn - 30.03.1962, Síða 3
LAUSUM HALA
NTB—Algeirsborg, 29. marz.
íbúar Bab el Oued, bardög-
um hrjáða hverfisins í Algeirs-
borg, komu í dag hikandi og
skimandi út úr húsum sínum,
er létt var sex daga löngu um-
sátri um hverfið.
Herlögreglan hafði um nóttina
látið fjarlægja vegatálmanirnar, en
við göturnar, sem lágu inn í Serkja
hverfið Climat de France, rétt við
Bab-el-Oued, var enn haldinn
strangur vörður.
Fyrst í morgunsárinu sáust mest
konur og miðaldra menn á götun-
um. Margt ungt fólk er enn i varð-
haldi öryggislögreglunnar, grunað
um sambánd við leyniherinn OAS.
Göturnar illfærar
Hverfið bar greinilega merki bar
Fyrir framan minnismerki látinna
í Algeirsborg, var í fyrradag, þegar
þessi mynd var tekin, hafður mikill
hervörður. Va.r búizt við, að OAS-
rnenn mundu efna til einhverra upp-
| þota í sambandi við jarðsetningu
borgaranna, sem féllu í bardögum
síðustu daga, Ekki kom þó til átaka
um daginn, en menn báru blómsveigi
að minnjsmerkinu.
HANDTÖKUR I SYRLANDI
NTB—Amman, 29. marz.
Herforingjastjórnin í Sýr-
landi, sem tók völdin í landinu
með byltingu á miðvikudag-
inn, kvartaði í dag yfir því, að
menn misskildu ástæður bylt-
ingarinnar. Hún neitaði því,
að landið væri í annað sinn að
falla í arma Egyptalands.
í yfirlýsingunni er veitzt að
tækifærissinnum, sem útbreiði
orðróm um, að byltingin tákni
skref aftur til Arabiska sambands-
lýðveldisþis og sé svik við sept-
emberbyltinguna í haust, þegar
Sýr'land sagði sig úr þvi bandalagi.
Segir í yfirlýsingunni, að tekið
verði með harðri hendi á öllum
lygasöguberum.
Damaskus í herkví
Mikið var um handtökur í Dam-
Skrifsfofur miðstjórnar
Framsóknarffokksins
ERU í Tjamargötu 26, II. hæð
Símar: 16011 og 19613.' Opið
alla virka daga á venjulegum
skrifstofutíma.
Skrifstofur Fulltrúaráðs
Framsóknarfélaganna
í Reykjavík
ERU í Tjarnangötu 26. Símar:
15564, 24758, 24197. — Skrif-
stofurnar eru opnar frá kl.
9—12 og 1—5. Laugardaga kl.
9—12. Á mánudögum og föstu
dagskvöldum verða skrifstof-
urnar opnar frá kl. 8,30—10
síðdegis. — Er sérstaklega ósk-
að cftir því við fólk úr Iaun-
þegasamtökunum, að það hafi
samband við skrifstofana á
þessum tíma.
askus í dag. Margir þingmenn og
einnig nokkrir ráðherrar hafa ver-
ið handteknir. Borgin er stöðugt í
herkví og hermenn aka á bryn-
vögnum um göturnar. Fleiri en
tveir menn mega ekki standa í hóp
á gangstéttunum, en útgöngu-
AFTUR-
BATA
ÚTGÁFA
Blaðinu hefur nýlega borist 4;—
5. hefti Birtings árið 1961. Þar sem
það er ekki vaninn, að Birtingur
komi út nema fjórum sinnum á
ári, aflaði Tíminn sér upplýsinga
um það, hvernig á því stæði, að
gefin voru út fimm hefti fyrir árið
1961. Sú skýring var gefin, að
kaupendur ritsins hefðu verið ó-
ánægðir með þriðja heftið, en í
því voru einungis Ijóð eftir Jóhann
Hjálmarsson, og því liefði það ráð
verið tekið að láta það vera ógilt
og bæta kaupendum það upp með
tvöfaldri afturbataútgáfu, 4—.5.
hefti.
BORG.AR.AFUNDUR
í kvöld, föstudag, verður hald-
inn borgarafundur í samkomuhús-
inu á Akureyri og verður þar
rætt um Efnahagsbandalagið.
Fundurinn hefst kl. 9 og liafa
þeir Eysteinn Jónsson og Helgi
Bergs framsögu.
bannið hefur verið afnumið. Síma-
samband komst í dag á við ná-
grannalöndin og landamærin voru
opnuð að nokkru leyti. Var 400
ferðamönnum hleypt út fyrir þau.
Ekki ábyrgir
í dag var dreift út fjölrituðu
dreifibréfi i nafni fyrrverandi for-
sætisráðherra landsins, Maarouf
Dawalibis. Þar mælir hann á móti
því, að byltingarhershöfðingjarnir
séu ábyrgir menn; þeir hafa sett
forsetanri af, leyst upp þingið og
handtekið marga menn af persónu-
legum og óheiðarlegum ástæðum,
og séu þessar aðgerðir ekki í sam-
ræmi við' vilja þjóðarinnar.
daganna, sem þar hafa átt sér
stað, síðan vopnahléið var samið
milli frönsku stjórnarinnar og
Serkja. Rafmagnslínur sporvagn-
anna voru rifnar niður, gangstétt-
irnar voru stráðar glerbrotum og
tréflisum og ótölulegur fjöldi bíla
var eyðilagður af skothríð eða
klesstir af skriðdrekum. Það var
því ekki unnt að hindra umferðar-
öngþveiti, þegar göturnar fylltust
aftur af akandi og fótgangandi
fólki.
Óþefur af sorpi
Á aðalbrautinni Avenue de la
Bouzeareah var megnasti óþefur
af rusli og sorpi, sem ekki hefur
verið hreinsað siðan á föstudaginn
í fyrri viku. Rotturnar þutu fram
og aftur í hópum á milli öskukarl-
anna, sem unnu að því að hreinsa
göturnar. Mjög miklu var í dag
rænt úr verzlunum.
Á götunum var fjöldi dreifi-
blaða, þar sem skorað var 3 íbú-
ana, að taka afstöðu gegn þeim,
sem skutu á hermennina, skorað á
þá að minnast hinna látnu og láta
þá vera síðustu fórnardýrin.
Nákvæmar húsleitir
Á heimilunum voru greinilega
merki nákvæmra húsrannsókna ör-
yggislögreglunnar. Tæmt hafði
verið úr matvælasekkjum og út-
vörp og sjónvörp voru rifin upp.
Kvöldið' áður hafði dálítið borið
á óróa í nágrenni líkhússins, þar
sem lík hinna föllnu borgara voru
geymd. Götuljós voru slökkt á
tólfta tímanum, en þegar likin
voru flutt í burtu, kveiktu menn
á blysum í líkfylgdinni.
200 þús.
sekt
Bæjarfógetinn í Vcstmannaeyj-
um, Torfi Jóhannsson, kvað nýlega
tipp dóm yfir skipstjóranum á
brezka togaranum Wire Mariner,
sem tekinn var í landhelgi á dög-
unum. Fékk skipstjórinn 200 þús-
und króna sekt, og var afli og veið-
arfæri gert upptækt. Sett var
trygging að upphæð 350 þúsund
krónur, og sigidi togarinn síðan
brott.
Rússar sam-
þykkja tvær
USA- tillögur
NTB—Geneve, 29. marz.
Sovétríkin samþykktu í dag
á afvopnunarréðstefnu 17
ríkjanna í Geneve tvær tillög-
ur Bandaríkjanna. Eiga þessar
tillögur að falla inn í væntan-
legan, umfangsmikinn alþjóða-
samning um afvopnun. Var
andinn meðal sendinefndanna
mjög góður í dag og ríkti tals-
verð bjartsýni eftir daginn.
Tillögurnar, sem samþykktar
voru, fólu í sér, að álþjóðasamn-
ingurinn skyldi haldinn og forð
azt að skapa spennu í sambandi við
hann, svo og að afvopnunin skyldi
fara þannig fram, að allir geti
treyst henni, og deilur verði leyst-
ar í samræmi við sáttmála Samein
uðu þjóðanna.
ví dag náðist samkomulag á ráð
stefnunni um, að tillögur um upp-
haf afvopnunarsamningsins skyldu
vera komnar til formanna ráð-
stefnunnar fyrir mánudag og þeir,
Bandaríkjamaður og Rússi, skyldu
síðan semja uppkast fyrir miðviku-
dagsfundinn.
Vandamálið um eftirlit
Kcnnedy Bandaríkjaforseti hélt
blaðamannafundi í gærkvöldi og
sagð'i þá, að vandamálið um eftir-
lit með afvopnun og kjarnorkutiþ
raunabanni væri greinilega orðið
hin mikla hindrun fyrir samningi
milli austurs og vesturs. Sagði
Kennedy, að Bandarikin gætu ekki
fallizt á neinn samning, þar sem
ekki væri gert ráð fyrir virku eftir-
liti með því, að ákvæðum hans yrði
framfylgt.
FRONDIZIIFÁNGELS!
(Framhald af 1. sfðu).
landhers, flughers og flotá reyndu
greinilega að koma á fót borgara-
legrf stjórn. Þeir sátu í allan dag
á fundum með áhrifamiklum
stjómmálamönnum til þess að
finna mann, sem getur tekið að
sér forsetatign innan ramma
stjórnarskrárinnar. Fylkisstjórar
landsins ætluðu að halda með sér
fund í þinghöllinni í kvöld til
þess að ræða ástandið.
Embættismenn segjn upp
Ambassador Argentínu í Banda
ríkjunum hefur sagt af sér og er
búizt við að fleiri sendiherrar
Argentínu geri slíkt hið sama,
þeir sem Frondizi hefur útnefnt.
Yfirmaður ríkislögreglunnar hef-
ur sagt af sér, og hefur yfirmað-
ur í sjóhemum tekið við stöðu
hans.
í dag var talið sennilegt, að
forseti öl’dungadeildarinnar, sem
ekki vildi taka við forsetaembætt
inu, mundi kalla saman þingið á
aukafund til þess að rannsaka,
hvaða rétt hershöfðingjarair
höfðu til aðgerða sinna. Ef hann
lætur verða af því, er ekki vafi
á, að hershöfðingjarnir leysa upp
þingið þar sem stuðningsflokkur
Frondizis, Róttæki flokkurinn, hef
ur meirihluta í báðum deildum
þingsins.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
segir, að stjórnmálasambandið við
Argentínu sé rofið á meðan rikis-
stjórnarlaust er í landinu, en þar
sé ekki um slit á stjórnmálasam-
bandi í venjulegum skilningi að
ræða. Stjórn Uruguay hefur viður
kennt væntanlega stjórn Argen-
tínu.
Yfirlýsing hershöfðingjanna
Um hádegisbilið kom út yfir-
lýsing í Buenos Aires undirrituð
af yfirmönnum hersins, Paul
Poggi frá landhernum, Antonio
Cayo Alsino frá flughernum og
Augustin Pena frá sjóhemum. —
Þar segja þeir, að byltingin hafi
verið gerð til þess að vernda
stjórnarskrá landsins og lýðræðis
skipulag landsins. Þeir hafi fjar-
lægt forsetann til þess. að bjarga
stjórnarskránni og endurvekja
traustið á undirstöðuatriðum
hennar.
Peronisfar þinga
Juan Peron, fyrrum einræði.s-
herra í Argentínu, situr nú í
Madrid á Spáni á fundum með
Alberto Iturbe, formanni Peron
ista, og fleiri mönnum þeirra
stjórnmálasamtaka. Er talið að
brátt verði haldinn þar fundur
meðal allra greina hreyfingar
Peronista til þess að ræða hið
nýja stjórnmálaástand í Argen-
tínu.
T í M I N N, föstudaguf 30. marz 1962.
3