Tíminn - 30.03.1962, Page 13
M I N N I N G:
Guðbjörg Finnsdóttir
Hinn 3. jan. 1962 andaðist á
Landakotsspítala í Reykjavík Guð
björg Finnsdóttir frá Fossi í Suð-
urfjarðarhreppi.
Guðbjörg var fædd að Hvít-
skjaldarhóli í Miðdölum 23.4.
1886. Dvaldi hún í sveit sinni
fram ag tvítugsaldri en þá flutt
ist hún til bróður síns Gísla Finns
sonar er þá bjó að Brekku á
Rauðasandi,. Guðrúri dvaldi hjá
Gisla bróður sínum alla ævi eftir
það. Gísli fluttist ag Hóli í Bíldu-
dal árið 1919 og þar andaðist
kona hans eftir langa vanheilsu,
tók Guðbjörg þá við búforráðum
á heimili bróður síns og gegndi
því þangað til hann andaðist
1958. Frá Hóli fluttist Gísli að
Fossi í sömu sveit árið 1931 og
bjó þar síðan til dauðadags. Guð
björg var alla ævi einhleyp og
ógift, en Gísli bróðir hennar eign
aðist 4 börn- er öll ólust upp á
heimili þeirra, en þau eru: Guð-
finnur Gíslason búsettur í Kefla-
vik; Guðrún húsfreyja að Laug-
um í Hrunamannahreppi; Ester
Guðbjörg og Ólafur, bæði ógift..
Eftir andlát Gísla fluttist Guð-
björg til Guðfinns bróðursonar
síns og dvaldist hjá honum þar
til hún var þrotin ag heilsu og
kröftum og andaðist í sjúkrahúsi
Landakots í jan. s.l.
Bróðurbörn hennar fluttu jarð-
neskar leifar hennar vestur til
Bildudals og fór útför hennar
fram frá Bíldudalskirkju. Var
hún jarðsett við hlið Gísla bróð-
ur síns, en þau systkin höfðu
sem fyrr segir átt óskipta sam-
leið mestan hluta ævi sinnar. —
Þótt Guðbjörg væri sem fyrr seg
ir alla ævi einhleyp og ógift
gengdi hún sínu móðurhlutverki
mátti segja að hún gengi börnum
bróður síns í móður stað og unni
þeim sem sínum eigin börnum,
og annaðist uppeldi þeirra af
móðurkærleika og fórnfýsi, enda
unnu þau henni sem eigin móð-
ur. Guðbjörg var vel gefin, geð-
góð og glaðlynd, en dul í skapi
Tilkynning um lágmarkskaup og kjör iðnnema
Samkvæmt heimild í 14. gr. laga nr. 46/1949 og reglu-
gerð nr. 93/1960 um iðnfræðslu, eru hér með sett eftirfar-
andi ákvæði um lágmarkskaup og önnur kjör iðnnema:
1. Kaup nemenda skal vera viku- eða mánaðarkaup. mið-
að við fulla vinnuviku og er óheimilt að skerða það, þó
verkefni skorti hjá meistara.
Vinnutími skal vera hinn sami og samningsbundinn er
fyrir sveina í hlutaðeigandi iðngrein.
2. Meistara eða iðnfyrirtæki er skylt að veita nemanda
frí frá störfum með fullu kaupi, þann tíma er nemandi
sækir iðnskóla.
Þá skal nemandi fá 3ja vikna sumarleyfi árlega með fullu
kaupi. Meistari eða iðnfyrirtæki greiði allan kostnað et
leiðir áf iðnskólanámi nemanda, svo og trygginga- og sjúkra
samlagsgjöld hans.
3. Kaupgreiðslur til nemanda miðist við hundraðshlutn
af samningsbundnu kaupi sveina í sömu iðngrein, eða viður-
kenndum kauptaxta, og má kaupið eigi vera lægra en hér
segir:
A. í iðngreinum með þriggja ára námstíma:
1. ár. 30% : 2. ár 40% : 3. ár. 60%, :
B. í iðngreinum með fjögurra ára námstíma:
1. ár. 30% : 3. ár. 50% :
2. ár. 40% : 4. ár. 60% :
C. í iðngreinum með fimm ára námstíma:
1. ár. 30% : 4. ár. 60% :
2. ár. 40% : 5. ár. 70% : 6
3. ár. 50% :
Framangreint kaup tekur aðeins til dagvinnu. Sé um
eftirvinnu að ræða, er greiðsla fyrir hana háð samkomulagi
aðila.
4. Þau ákvæði gildandi samninga, sem kunna að fela í
sér lakari kjör, iðnnemum til handa, en ákvæði þessi, eru
ógild.
Framangreind ákvæði gilda frá og með 1. aprfl 1962, þai
til annað verður ákveðið og taka til allra námssamninga
sem í gildi eru þá.
Jafnframt er úr gildi numin auglýsing um sama efni frá
20. júní 1955.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim. sem
hlut eiga að máli.
Reykjavík, 28. marz 1962. IÐNFRÆÐSLURÁÐ
Fyrirspnrn til skipaeftirlits ríkisins
Hversu lengi á vélskipið Mar-
grét frá Siglufirði að sigla um haf-
ið undir stjórn Valdimars Frið-
björnssonar án þess að geta lagzt
við anker, því ankerspil á hvalbak
hefur verið tekið úr sambandi,
svo að skipið siglir án lögmætra
siglingapappíra, að ég fæ helzt séð.
Hinn 16. marz kl. 11.35 árdegis
gekk ég á fund skipaskoðunar-
stjóra, hr. Hjálmars R. Bárðarson-
ar, og gaf honum upplýsingar um
ástandið á legufærunum á téðu
skipi og óskaði lagfæringa á því.
Skipaskoðunarstjóri lofaði að láta
athuga þetta. Mér er kunnugt um
og lítt gefin fyrir að láta bera
á sér. Hún vann störf sín í kyr-
þey af einlægni og trúmennsku
utan við hávaða og glaum líðandi
stundar. En slíkt hefur jafnan
orðið hlutverk íslenzkra alþýðu-
kvenna, bæði fyrr og síðar.
Jafnan minntist Guðbjörg æsku
stöðva sinna og umhverfis með
nokkrum söknuði. Mun hún oft
hafa þráð að líta þær aftur eigin
augum eða dvelja þar, en hún
unni líka sveit þeirri er hún stað
festist í og á Fossi kunni hún vel
við sig. Þau systkin voru alla
ævi mjög samrýmd og munu jafn
an hafa sýnt hvort öðru trúnað.
Það mun því hafa verið í sam-
ræmi við óskir hennar og vilja,
ag hvíla við hlið bróður sins að
loknu dagsverki þeirra beggja
hér í heimi.
J.G.J.
að menn frá eftirlitinu fóru um
borð og skoðuðu umrædda hluti að
einhverju leyti. Skipaskoðunar-
stjóri talaði síðan við útgerðar-
manninn og tjáði honum hvernig
ætti aff laga þetta.
Hvers vegna siglir skipið enn þá,
og á hverra ábyrgð, með 14—15
menn innanborðs, en án lögmætra
haffærnisskírteina?
Fyrirspurn þessi hefur verið
send öllum dagblöðunum nema
Vísi.
Hafnarfirði 25. marz 1962.
Markús B. Þorgeirsson.
RINGLAND MYKJUSKÓFLAN
hefur náð geysivinsældum í Noregi og vinnu-
afköstin við mykjuflutning úr haugi á tún hafa í
mörgum tilfellum reynzt jafnmikil og við notkun
ámoksturstækis og flutningsvagns.
Skúffan rúmar sléttfull
um 5.5 hl. en sé mykjan
ekki of blaut tekur hún
um 7—8 hl.
RINGLAND skúffan nýtist við margt fleira en
flutning mykju, t. d. flutning á ofaníburði, sandi,
mold o. fl.
Leitið nánari upplýsinga.
DRÁTTARVÉLARH.F.
Sambandshúsinu — Reykjavík
Sími 1 70 80.
RENJASKYTTUR
Fyrirliggjandi hentug skotfæri til refaveiða
Rifflar, cal. 222, Sako og Remington
Riffilsjónaukar
Riffilskot, cal. 222, Sako og Winchester
cal. 22, ICI og Winche/ster
Haglabyssur n. 12, Simson tvíhleypur
Haglaskot n.12, 2.%” Magnum Winchester
2Winchester
2.%” og 3“ Eley
2.%” Hubertus
v <• > u ’ ,
Væntanlegt í apríl:
Winchester-haglabyssur no. 12 og
Winchester-rifflar cal. 22.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU.
AUSTURSTRÆTI
13
T í M I N N, föstudagur 30. marz 1962.