Tíminn - 12.04.1962, Page 12

Tíminn - 12.04.1962, Page 12
 % ||i! fjöískrúðuga matseðli Hábæjar, en henni fylgdi spakmæli þess efnis, a'ð það sæist leggði sér til munns. Þessi mynd var utan á hinum hver maðurinn væri á því, sem hann Fyrsta veizlu- húsið opnað hér Sæmdur gull- merki K.S.Í. Björgvin Schram, formaður K. S. í., hefur verið sæmdur gull- merki knattspyrnusambandsins. Björgvin hefur átt sæti í stjórn K.S.Í. frá upphafi og verið for- maður þess í sl. 8 ár. Hefur Björg vin unnið af mikilli alúð og elju- semi ag málefnum knattspyrnu- íþróttarinnar hér á landi á und- anförnum árum og átt drýgstan þátt í samskiptum okkar við aðr- ar þjóðir á þessu sviði. Björgvin var afhent gullmerkið á 400. fundi sem hann sat í stjórn K.S.Í. nú fyrir skömmu. Það er farið að vekja athygli erlendis, hversu Reykjavík er vel búin klúbbum og skemmti stöðum. Og enn hefur góður staður bætzt í hópinn, sem er Hábær, veizluhús að Skóla- vörðustíg 45. Hábær mun vera fyrsta veitingahúsið hér á landi, sem einvörðungu er ætl- að að hýsa veizlur manna, gestaboð og lokaða fundi. Veitingastjórinn í Hábæ er Kristján Sigurðsson, kunnur veit ingamaður, og lærður í hótelskóla í Lausanne í Sviss. Hann var um tíma með Hótel KEA á Akureyri. Eldunarmaður er Hallbjörn Þórar- insson, sem var áður í Nausti og síðan Klúbbnum. Frétamönnum var boðið til há- degisverðar í Hábæ, þegar veizlu húsið var opnað síðastliðinn mánu dag. Einnig voru viðstaddir þeir Sveinn Kjarval arkítekt og Helgi Bergsson, framksvæmdarstjóri Húsbúnaðar h.f. Þetta er fyrsta innanhúsgerð, sein unnin hefur verig að öllu leyti af fyrLrtækinu, en Hábær er mjög vistlegur stað ur. Húsakynni eru smekkleg og þægileg og minna frekar á góð einka-híbýli en veitingahús, enda er það tilgangur eigenda Hábæjar ag taka eingöngu að sér lokaðar veizlur og fundi fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og félög þar sem menn geta verið algjörlega út af fyrir sig án minnstu truflunar. Salarkynnin eru á tveimur hæð um: á neðri hæð er vínstúka, setu stofa og borðsalur og er þar rúm fyrir 56 manns, á efri hæð er sal ur fyrir fundi og samkvæmi sem tekur allt að 16 manns og fylgir þeim sal einnig setustofa.Eldhús, búr og vinnusluiherbergi eru á jarðhæð. Þykir innrétting og smíði alls húsbúnaðarins hafa tekizt með 'afbrigðum vel, en Sveinn Kjarval arkitekt teiknaði og sá um smíði þess á vegum Húsbúnaðar h.f. Sundmót í kvöld Vekja siim húsgögnin athygli svo sem hið glæsilega sporöskju- laga mat- og fundarborð á 2. hæð en við það rúmast 16 manns. Er þag forkunnarfögur smiði og al- veg einstakt 1 veizlusölum hér. Óvenjlegt er það einnig hvernig ljósastæði og leiðslur eru notaðar sem skreyting. í vínstúkunni, sem er úr brendum viði og borðið klætt að framan meg kálfaskinn- um er einnig stórt upplýst skraut fiskaker til augnayndis. Teppi eru á öllum gólfum nema í mat- sal á 1. hæð þar sem er klætt parket. í Hábæ er lögð mikil á- herzla á ag framreiða góðan- mat við hæfi og eftir óskum viðskipta vina og er matsveinninn vel kunn ur fyrir störf sín. Slíkir veitingastaðir sem Há- bær eru víða erlendis og þykja ómissandi og mun eigandinn hafa kynnzt þeim náið í Sviss og víðar. Eru likindi til, að félög og fyrir- tæki fagni því að eiga kost á að halda fundi og veizlur algjörlega út af fyrir sig og í umhverfi, sem helzt minnir á einkahúsnæði, enda hafa þegar borizt pantanir frá slíkum aðilum um veizlur og fundi enn fremur fermingar og afmælisveizlur. Jafnframt áður- nefndri starfsemi rekur fyrirtæk- ið HÁBÆJARELDHÚSIÐ sem tekur að sér að útbúa hvers konar veizlur fyrir menn í heimahúsum og sendir út heita rétti, „kalt borð“, smurt brauð, snittur. Á TUNNUM í gær tók 13 ára drengur tvær tunnur úti við Skerja- fjörð, batt þær saman og lagði síðan á haf út. Straum- ur var frá landi, og rak drenginn út á fjörðinn, en ekki leið á löngu, þar til sást til hans og lögreglunni var gert viðvart. Lögreglan fór þegar á staðinn og á- samt mönnum, sem voru að vinna þarna, tók liún bát traustataki og reri lífróður lít til drengsins, sem þá var kominn 3—400 metra frá landi. Og um Ieið og björg- unarmennirnir náðu taki á drengnum, losnuðu tunnurn ar sundur og flutu sín í hvora áttina, svo að ekki mátti tæpara standa, að sá litli færi í sjóinn. Þegar bát- urinn kom aftur að landi, voru ættingjar drengsins þar komnir, og tóku við piltin- um, sem ekki varð meint af volkinu. SAMSÖNGUR FOSTBRÆDRA Karlakórinn Fóstbræður efnir nú á næstunni til hinna árlegu samsöngva fyrir styrkt- arfélaga sína. Verða þeir að þessu sinni haldnir í Fríkirkj- unni og efnisskráin að veru- legu leyti andleg tónlist. Viða- mesta viðfangsefni kórsins að þessu sinni verður flutningur lokaatriðanna úr báðum þátt- um óperunnar Fidelio eftir Beethoven, en það var eina óperan, sem Beethoven samdi. Lokaatriði fyrsta þáttar fluttu Fóstbræður 1955 á fyrsta starfsári Ragnars Björnssonar með kórnum. Nú verður lokaatriði annars þátt- ar óperunnar einnig flutt á vegum Fóstbræðra, og taka þátt í þeim flutningi 7 ein- söngvarar og 70 manna bland- aður kór með undirleik píanós og orgels Fríkirkjunnar. Fyrsti samsöngurinn verður í Fiíkirkjunni laugardaginn 14. apríl kl. 5, en tveir hinir síðari mánudaginn 16. apríl kl. 19.15 og kl. 21.15. Þessir samsöngvar eru einkum fyrir styrktarfélaga kórs- ins, en takmarkaður fjöldi að- göngumiða að síðasta samsöngn- um verður til sölu í bókabúðum Lánisar Blöndal á Skólavörðustíg og í Vesturveri. Á sömu stöðum getur fólk látið skrá sig styrktar- félaga hjá kórnum og þannig öðl- azt rétt til aðgöngumiða á lægra verði. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragnar Bjöínsson, en undirleikari verður nú sem fyrr Carl Billich, en á orgel kirkjunnar leikur Arni Arinbjarnarson. Einsöngvarar með Fóstbræðrum á þessum hljómleik- um verða Hanna Bjarnadóttir, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Svala Nielsen, Erlingur Vigfússon, Gunn- ar Kristinsson, Jón Sigurbjörnsson, Ivi-istinn Hallsson og Þorsteinn Ilannesson. M.a. verða flutt kirkju- leg viðfangsefni eftir Bach og Gounod og enn fremur Pílagríma- kórinn úr Tannhauser eftir Wagn- er, auk þáttanna úr Fidelio. — Ragnar Bjömsson kvað' algengt er- lendis, að óperan eða þættir úr henni væru fluttir í konsert-formi með aðstoð hljómsveitar, enda væri hún mjög vel til þess fallin, og væri æskilegt, að hægt yrði ein- hvern tíma að flytja hana þannig hérlendis. Muntra musikanter kemur í ágúst Starfsemi Karlakórsins Fóst- bræðra hefur á umliðnum árum staðið með mjög miklumi blóma, sem marka má af þvi, að þeir hafa farið söngferðir til útlanda tvö ár í röð, seinast til Finnlands og Sovét- ríkjanna á s.l. hausti. í þeirri för naut kórinn frá- bærrar gestrisni hin fræga finnska karlakórs Muntra Musikanter í Helsingfors, sem hiklaust má telja í fremstu röð karlakóra. Fyrir at: beina og milligöngu Fóstbræðra er nú afráðið að Muntra Musikanter korni í söngför hingað til lands, seint í ágústmánuð'i n. k. og hlýtur það að vera fagnaðarefni öllum unnendum góðs kórsöngs. í dag verður haldið sundmót í tilefni af 25 ára afmæli Sund- hallar Reykjavíkur. Keppendur eru írá Reykjavík, llafnarfirði, Keflavík, Selfossi, Skagafirði og ísafirði. — Keppt verður í 100 m bringusundi karla; 50 m. skriðs. karla; 100 m. bak- sundi karla; 400 m. fjórsund, ein- staki karla; — 200 m. bringu- sund kvenna; 50 m. skriðsund kvenna; 50 m. baksund kvenna; — 200 m. bringusund ungl.; 100 m. bringusund telpna; 100 m. skriðsundi drengja; 50 métra bringusundi drengja; — 4x50 m. bringusundi kvenna og 3x50 m. þrísund karla. í 100 m. bringusundi keppa þeir Hörður og Árni og Erling- ur Jóharmsson. Hrafnhildur og Margrét Óskarsdótlir keppa baéði í 50 m. skriðsundi og baksundi Feikilega jöfn keppni verður í 4x50 m. boðsundi kvenna milli Ármanns, S.H. og Í.B.K. í fyrsta sinn í þcssari keppni keppir Guðmundur Gíslason í 400 m. fjórsundi. Blandaði kórinn á vegum Fóstbræðra æfir lokaatriði úr óperunni Fidelio eftir Beethoven undir stjórn Ragnars Björnssonar. — Myndin er aðeins af hluta kórsins. I 12 T I M I N N, fimmtudagur 12. aprfl 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.