Tíminn - 17.04.1962, Page 12

Tíminn - 17.04.1962, Page 12
T! - > >■«' . . .. .. . teRDTTIR lllllllll 3111111 ÍÞRÓ' TTIR IIH! > & fag .r*./.. ÉSííivwÍ . É :í;>í::;íííí%:íísíí®í> ••<••• RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Fram varð Islandsmeistari Sigraði FH í úrslftaleiknutn með 20—18 Fram tókst að stöðva sigurgöngu meistaraflokks FH á sunnudagskvöldið í úrslitaleiknum á íslandsmótinu og hljóta hinn eftirsóknarverða titil ,-íslandsmeistarar í handknattleik 1962", og er það í annað sinn, sem meistaraflokkur Fram verður íslandsmeistari í þessari íþróttagrein. Sigur Fram var nokkuð óvæntur, en fyllilega verðskuldaður, einkum vegna góðs lokaspretts, sem byggðist miög á hinum taktísku hliðum handknattleiksins. Víkingur varð meistarí íþremur flokkum - Valur í kvennafíokki Um miðjan síðari hálfleik leit ekki út fyrir sigur Fram. F.H. hafði þá tvö mörk yfir, 17—15, og hafði þá skorað þrjú mörk í röð, Úrslit í körfubolta í kvöld fara fram úrslitaleikirn ir í körfuknattleiksmóti íslands. í meistaraflokki karla leika IR og Ármann og nægir ÍR jafntefli til sigurs í mótinu. í 1. flokki karla leika einnig sömu félög til úrslita. Staðan í meistaraflokki karla er nú þannig: Í.R. 4 4 0 0 306—186 8 K.F.R. 5 4 0 1 296—253 8 Ármann 4 3 0 1 259—167 6 K. R. 5 2 0 3 268—310 4 f. S. 5 1 0 4 205—299 2 ÍKF 5 0 0 5 208—304 0 Stigahæstu einstaklingar í mót- inu eru þessir, en þess ber að gæta, að ÍR og Ármann hdfa leik- ið einum leik færra. Einar Matthíasson KFR 88 Bjarni Jónsson, ÍKF 86 Einar Bollason, KR 84 Sigurður Helgason, KFR 80 Guttormur Ólafsson, KR 63 Sigurður Gíslason, ÍR 60 Helgi Jóhannsson ÍR 57 Birgir Bingis, Á 56 Jón Eysteinsson ÍS 53 Lárus Lárusson, Á. 50 og sýnt ágætan leik. En þær 15 mínútur, sem eftir voru, urðu ör- lagaríkar fyrir liðið, og á þeim tókst því aðeins að skora eitt mark — og það var skorað á síðustu mínútunni. Fram sýndi þá sinn bezta leik og tókst að ná jöfnu, þegar 10 mín. voru til leiksloka. Karl Ben. og Ingólfur skoruðu, og skoraði Ingólfur úr vítakasti. Aftur fékk Fram víti, en nú tókst Hjalta að verja skot Ingólfs — en rétt á eftir á íngólfur fast lágskot, sem hafnaði í marki FH. Fram hafði mark yfir og FH breytti um leik- aðferð, lék maður gegn manni, en það misheppnaðist alveg. Allt fór í eina hringiðu á vellinum, og dóm- arinn, Karl Jóhannsson, varð að nota flautuna óspart. FH-ingar brutu mjög af sér og einum þeirra, Kristjáni Stefánssyni, var vísað af leikvelli í tvær mínútur, og þar með hrundi leikaðferðin. Karl skoraði 19. mark Fram — sennilega hið þýð'ingarmesta í leiknum — því með tveggja marka mun -virtist sigurinn blasa við. FH fékk vítakast, en Ragnari Jónssyni brást nú bogalistin í eina skiptið í leiknum og knötturinn lenti í markslánni og út aftur. Rétt á eftir fékk Fram vítakast, sem Karl skoraði örugglega úr. 20—17 og tvær mínútur eftir. Kristján var nú kominn inn á aftur — en það breytti ekki stöð- unni þótt Ragnar skoraði eitt mark fyrir FH rétt fyrir leikslokin — og það er einsdæmi, að FH skori ekki nema eitt mark á 15. mín. Þess skal getið, að hjá FH Islandsmeistarar Fram, talið frá vinstri: Ingólfur Oskarsson, Karl Benediktsson, Erlingur Kristjánsson, Guðjón Jónsson, Tómas Tómasson, Ágúst Oddgeirsson, Sigurður Einarsson, Jón Friðsteinsson, Þorgeir Lúð- víksson, Sigurjón Þórarinsson og Hilmar Ólafsson, fyrirliði. (Ljósmynd: R. E.). vantaði Birgi Björnsson, og var það mikið tjón fyrir liðið. Mikil spenna Þegar úrslitaleikirnir hófust á sunnudagskvöldið var Hálogaland þéttskipað áhorfendum, húsfyllir og hiti og þrengsli mikil. Og þegar að þýðingarmesta leiknum kom, milli FH og Fram, var mikil spenna jafnt meðal leikmanna, sem áhorfenda og sjaldan hafa heyrzt önnur eins hvatningarhróp að Há- logalandi. FH byrjaði að skora og var Pétur Antonsson þar að verki, en hann skauzt laglega út í hornið og skoraði pverjandi fyrir Sigurjón. Guðjón Jónsson — bezti leikmað- ur Fram í leiknum — jafnaði með hörkuskoti, og rétt á eftir skoraði fyrirliðinn, Hilmar Ólafsson. Örn Hallsteinsson og Kristján svöruð'u með tveimur mörkum — en Fram lét það ekki á sig fá og skoraði næstu þrjú mörk. Sigurður Einars- son skoraði af línu eftir góðan undirbúning Guðjóns og síðan Ingólfur og Hilmar. Ekki leið á löngu þar til FH jafnaði, og skor- uðu Kristján og Ragnar. Þessi mikli markafjöldi í byrjun leiksins kom nokkuð á óvart, en varnir lið- anna þéttust mjög, þegar líða tók á án jafnaði með fallegasta mark- leikinn. inu í leiknum. Þá hafði hann Enn náði Fram forustunni með skotig fjórum sinnum á marki.ð góðu marki Karls Ben., en Kristj < Framhald a 15 síðu Karl Benodiktsson skorar hið þýðlngarmikla 19. mark Fram, sem raunverulega gerði út um leikinn. Ragnar Jónsson kominn innfyrir vörn Fram og sendir knöttinn í markið. Á laugardag og sunnudag fóru fram úrslit í yngri flokk- unum á Handknattleiksmót- inu, og einnig 1 meistaraflokki kvenna og 1. flokki karla. í meistaraflokki kvenna 1. deild bar Valur sigur úr býtum og varð tveimur stigum fyrir ofan næsta félag. Valur lék til úr- slita við FH og varð jafntefli í þeim leik, sem nægði Val til sigurs. Bæði liðin skoruðu sjö mörk. í 1. flokki karla kepptu Víking- ur og Fram til úrslita, og var það mjög jafn leikur. Víkingur sigr- aði með 10 mörkum gegn 9. I 2. flokki karla bar Víkingur einnig sigur úr býtur, lék til úrslita við Val Þetta var heldur slakur leik- ur, þar sem Víkingar höfðu yfir- Ieitt alltaf forustuna. í hálfleik stóð 6—4, en Val tókst að vinna upp þennan tveggja marka mun í síðari hálfleik og lauk leiknum 8—8. í framlengingu skoraði Vík- ingur fljótlega tvö mörk, en Val- ur eitt rétt fyrir leikslok og varð Víkingur því Islandsmeistari í þessum flokki. í 2. flokki kvenna kepptu Ar- mann og Víkingur til úrslita og sigruðu Ármannsstúlkurnar með 8—6. í 3. flokki karla léku Valur og KR og sigraði Valur í bráð- skemmtilegum leik með 10—9. Hinir ungu drengir sýndu oft glæsilegan handknattleik, einkum Hermann í liði Vals, og mark- vörður KR. Áðui* hafði verið keppt til úr- slita í 1. flokki kvenna, en þar sigruðu Vikingsstúlkurnar og sigr- aði Víkingur því í þremur flokk- um á mótinu, Valur sigraði í tVeimur flokkum, Fram og Ar- mann í einum. í meistaraflokki karla, 2. deild, sigraði Þróttur, og í meistaraflokki kvenna, 2. deild, Breiðablik. Það vekur athygli, að FH, sem sigraði í fimm flokkum í fyrra, sigraði nú ekki í neinum flokki. 1.12 T í MIN N, þriðjudaginn 17. apríl 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.