Tíminn - 17.04.1962, Page 13
SVIinningarorð:
Hjörtur Ingþðrsson
„Fljóta í leyni tryggða tár,
tregar brjóstum þrengja,
einn því fallinn nú er nár,
nýtra íslands drengja11.
E. G.
Hjörtur Georg Ingþórsson full-
trúi hjá Skipaútgerð ríkisins var
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í gær, að viðstöddu fjöl-
menni.
Hann var ættaður úr Húnaþingi,
sonur hjónanna Hallberu Þórðar-
dóttur og Ingþórs Björnssonar, er
lengi bjuggu góðu búi að Óspaks-
stöðum í Hrútafirði. Hallbera móð'-
ir Hjartar lifir son sinn og er nú
búsett í Reykjavík, en Ingþór faðir
hans andaðist 1934.
Hjörtur var fæddur 22. marz
1901, en andaðist hinn 8. apríl
síðastliðinn og varð því rúmlega
61 árs ag aldri. Hafði hann þá
verið starfsmaður hjá Skipaútg.
ríkisins samfleytt í 31 ár. rúman
helming ævidaga.
Hjörtur dvaldist að heimili for-
eldra sinna á Óspaksstöðum fram
yfir tvítugt við búskap og önnur
sveitastörf, en síðustu tvö árin í
heimahögum stundaði hann jafn-
framt farkennslu á vetrum. Oft
stóð hugur hans síðar á árum til
iandbúnaðarins og sjálfræðis
þess, sem sjálfseignarbóndmn nýt
ur, enda þótt hann ílentist í höf-
uðborginni.
ur við minningarathöfnina:
Kristján Jörundsson
Árig 1924 kvæntist Hjörtur eft
irlifandi konu sinni, Pálínu Helgu
Sigmundsdóttur frá Seyðisfirði,
og um sama leyti kvöddu þau
Húnaþing og fluttust til Reykja-
víkur, þar sem þau hafa búið sið
an, lengst af á ÁsVallagötu 71.
Fyrstu tvö árin í Reykjavík
stundaði Hjörtur ýmis störf, með-
al annars verzlunarstörf, en gerð
ist þá ríkisstarfsmaður og vann
ag löggæzlustörfum og fleiru
fram til ársloka 1930 að hann
réðst til starfa hjá Skipaútgerð
ríkisins, sem þá var nýstofnað
fyrirtæki..
Hjörtur Ingþórsson var vel lát-
inn og vinsæll maður, bæði með-
al samstarfsmanna og eins meðal
hinna fjölmörgu, er kynni höfðu
af honum i Reykjavík í starfi og
á heimili. En einnig hafði þann
mikil kynni af fjöldá manna úti
um all't land, þar sem strandferða
skipin koma.
Margs er að minnast eftir náið
samstarf og vináttu um mörg und
anfarin ár og er ánægjulegt að
geta sagt að á þær minningar ber
hvergi skugga.
Hjörtur var mjög dagfarsprúð-
ur, lipur í umgengnr við samstarfs
fólk, sem aðra, laus við ráðríki
og síngirni, en slík einkunn sam-
fara ríkri kímnigáfu og eðlislægri
IIARMAFREGNIN heljar þunga,
hljómar yfir sæ og grund.
Marga sveina mæta, unga,
marinn tók á skammri stund.
Bresta strengir bjartrar vonar,
biðjum Guð um þrek og frið.
Sona tveggja og tengdasonar,
tregaþrungin söknum við.
Þeir, sem út á sjóinn sækja,
sífellt hættum vita af,
skyldustörfin stöðugt rækja,
stormur þó að rjúki’ um haf.
Þeir eiga allrar þjóðar liylli,
þakkir fyrir unna dáð.
Lífs og hels er mjótt á milli,
mikil örlög hvergi slcráð.
Þegar hafsins hetjur falla,
hjörtun titra sorgar klökk.
Fyrir tryggð og ástúð alia,
ástvinirnir senda þökk.
Huggun veita von og trúin,
vinir lifa í fcgri heim.
Þegar lífsins þraut er búin,
þá er gott að mæta þeim.
Lyftum hug til ljóskins liæða,
leitum styrks í bæn og trú.
Mildur Drottinn mun hér græða,
meinin öll, sem blæða nú.
Mætra drengja minning lifir,
myrkur þó að ríki’ um sinn.
Sólin ljómar sænum yfir,
sendir geisla í hjörtun inn.
hjálpfýsi rennir stoðum undir þá
umsögn að samferðafólkið minn-
ist hans með hlýju, vinsemd og
söknuði. Þó lét hann oft í Ijós
skoðanir sínar, hiklaust og af-
dráttarlaust, hver sem í hlut átti,
og fyrir kom það, að einstaka
manni þætti hann djarfmáll um
of og höggva nærri skoðunum og
kenningum, sem ekki ætti að
hrófla við. En skopskyggni hans
var Svo rík, að oft á tíðum
greindu menn eigi með vissu,
hvort hann talaði í gamni eða al-
vöru og dró það stundum úr því,
að menn fyrtust við orð, sem
þeir hefðu þó ekki þolað öðrum.
Þótt Hjörtur væri laginn á að
skopast ag því sem hégómlegt
var og heimskulegt, var þó glettni
hans og gaman græskulaust með
öllu, enda hlífði hann sér aldrei
við sjálfhæðni. Aldrei hæddist
hann að vanköntum þeim, er lýti
valda og heldur ekki glappaskot-
um annarra, heldur valdi jafnan
þann kostinn, er manndóm þurfti
til, að breiða yfir lýtin og gleyma
mistökunum.
Ósjaldan kvað Hjörtur upp
þunga dóma yfir stjórnmálaþrasi
dagblaðanna og þá gjarnan yfir
blaðaménnskunni almennt. Marg-
jir töldu þetta sleggjudóma, sem
ekki bæri aH taka alvarlega að
öllu leyti. Má vera að svo hafi
stundum verið, en oft fylgdi þó
meiri hugur máli, heldur en virzt
gat í fyrstu, og réð þar miklu
um, að hann taldi bardágaaðferð-
ir í stjórnmálunum slíkar, að
þær væru að mörgu leyti líklegar
til mannspillirigar. Hjörtur Ing-
þórsson var hagmæltur, en flík-
aði því litt, nema þá í gamanvís-
um, sem ætlaðar voru til að lífga
upp drungalegan dag á vinnu-
stað og áttu aldrei ag verða ann-
að en dægurflugur. Hann átti þó
eitthvað í fórum sírium af ljóð-
um, sem hann hafði lagt alúð við
og hafði ánægju af.
Yfirbragg hans og fas sýndi
mann, sem fátt lætur raska ró
sinni, hvort sem þag hugboð var
rétt eður eigi.. Og víst er, að hann
bjó yfir nokkru þunglyndi, þó að
dult færi.
Með Hirti Ingþórssyni er geng-
inn góður drengur og nytasti
starfsmaður. Hann kemur ekki
oftar inn í skrifstofuna meg bros
á vör og glettni í tilsvörum. Sezt
ekki framar á móti mér við skrif-
borðið.
Hjöríur Ingþórsson og kona
hans Pálína Sigmundsdóttiri, eign
uðust eina dóttur, er dó í barn-
æsku, tvo syni og eina kjördóttur,
sem nú eru uppkomin Kristján
eldri sonurinn, er kvæntur og bú
settur í Kópavogi, Haukur, yngri
sonurinn, ókvæntur í foreldrahús-
um, og kjördóttirin Kolbrún
kvænt og búsett í South Caroline
í Bandaríkjunum.
Eg kveð Hjört Ingþórsson með
þakklæti fyrir samfylgd og sam-
verustundir.
Fjölskyldu hans votta ég inni-
lega samúð mína.
HaBur Hermannsson.
Kórar og karlakórar hafa nóg að
starfa um þessar mundir, eftir
langa og stranga vetrarstarfsemi fá
bæjarbúar að kynnast árangri
þeirrar vinnu, þar eð nú fara kór-
arnir hver af öðrum, af stað með'
sinn samsöng.
Karlakórinn Fóstbræður efndi
til tónleika í Fríkirkjunni þann 14.
apríl s.l. Söngstjórinn Ragnar
Björnsson er dugandi ungur maður
sem er hvergi smeykur við að fara
sínar eigin götur, og hefur nú bætt
kvenröddum við svo að úr verður
kjarngóður blandaður kór. Þá má
telja verkefnaval óvenjulegt, og
djarft að ráðast í slíkt stórverk
sem þættirnir úr „Fidelio“ eru og
sér í lagi að árangurinn skyldi
verða jafnágætur og raun varð á.
Inngangur tónleikanna hófst á
sálmi eftir Joh. Seb. Bach og á
eftir fylgdi „Slá þú hjartans hörpu-
strengi“ úr kantötu no. 147 einnig
eftir Bach. Bæði þessi verk eru
gullfalleg, og hið síðara sannur
gimsteinn, flutt af karlaröddum
varð þetta verk nærri yfirnáttúr-
lega fagurt, fyrir hógværa og lát-
lausa meðferð.
„Sanctus'1 eftir Gounod er fag-
urt veik með jöfnum og háleitum
stíganda, Svala Nielsen söng ein-
söng og gerði það prýðilega. Kór
úr „Tannhauser" eftir R. Wagner
er alltaf tignarlegt verk sem kór-
inn gerði ágæt skil.
Loftpressa
á bíl til leigu.
Verklegar framkvæmdir
Símar 10161 og 19620.
Veizlur
Tek að mér fermingar-
veizlur. i
Allar nánari upplýsingar
gefnar í síma 37831.
Hápunktur tónleikanna var tví-
mælalaust flutningur úr 1. og 2.
þætti op. „Fidelio“ eftir Beethov-
en. Er þarna sannarlega ekki ráð-
izt á garðinn þar sem hann er
lægstur, og er það ánægjulegt að
til skuli vera fólk sem vill leggja
á sig það erfiði og þá vinnu, sem
þarf til að flytja áheyrendum slíkt
verk, sem þetta er.
Blandaður kór og einsöngvarar,
þau Snæbjörg Snæbjarnardóttir,
Hanna Bjarnadóttir, Jón Sigur-
björhsson, Þorsteinn Hannesson,
Kristinn Hallsson, Erlingur Vig-
fússon og Gunnar Kristinsson,
fluttu einsöngsatriðin, og gerðu
það ágætlega.
Söngur kórsins var þróttmikill
þar sem með þurf ti, og hljómmýkt
í veikari söng. Söngstjórinn Ragn-
ar Björnsson hefur hér unnið
mikið og gott verk, því auðheyrt
er á stjórn hans, að skoðanir hans
eru fastmótaðar, og vinnubrögðin
samkvæmt því, enda ótrúlegur
árangur. Carl Billich aðstoðaði á
piano og Árni Arinbjarnar á
orgel, báðir vel og örugglega.
Gunnar Guðmundsson flutti ýtar-
legar og greinagóðar skýringar á
undan óperuflutningnum. Undirrit-
uð gat ekki varizt þeirri hugsun að
undirleikur hljómsveitar væri það
eina sem hæfði svo stórbrotnu
veiki sem „Fidelio“ er, og vonandi
að óperan eigi eftir að koma fyrir
almenningssjónir í heild við öll
þau beztu skilyrði sem til þarf.
U.A.
í páskafríið
Skíðabuxur úr strech-
nylon fyrir konur og
karla.
Skíðablússur,
Skíðahúfur og skíði.
Toko skíðaáburður.
Vindsængur.
Svefnpokar
Ferðagasprímusar.
Ferðamatarsett í töskur.
Myndavélar.
Veiðistangarsett.
PÓSTSENDUM.
S P 0 R T
Austurstræti 1,
Kjörgarði, Laugaveg 59,
sími 13508
Taða
Góð taða til sölu í Árnes-
sýslu.
Upplýsingar í síma 20042
Til sölu
i
er vegna flutnings, sófi og
djúpur stóll. Verð t kr.
1500,00. Borðstofuborð og
fjórir stólar úr eik kr.
800,00, Philips-útvarpstæki,
8 lampa, kr. 780,00, Ljósa-
króna, 4ra arma, kr. 300,00.
Upplýsingar
í síma 36725
Minningar-
athöfn
Jón H. Jörundsson
f dag klukkan tvö fer fram að Ingjaldslióli minningaratliöfn
um þrjá menn, sem fórust með vélskipinu Stuðlabergi í vetur,
þá Jón H. Jörundsson, Kristján Jörundsson og Karl Jónsson. -
Hér fer á cftir kveðja frá foreldrum og systkinum, er flutt verð-
T f MIN N, þriðjudaginn 17. apríl 1962
13