Tíminn - 17.04.1962, Side 14
4
Fyrri hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant Heimildir eru
Æ
anlegir þangað á morgun, koma
e.t.v. ag liði.
„Eg fœ ekki séð“, bætti hann
við þann 27. s.m., — „hvernig
við eigum að geta haldið Rangoon
öllu lengur.“
Alexander kom til Burma 5.
marz, en of seint til að bjarga
Rangoon og tókst með naumind
um að flytja her sinn burtu það-
an áður en hann var umkringd-
ur. Sama dag og herinn fór burt
úr höfuðborg Burma' gengu Jap-
anir á land í Nýju-Guineu og
stefnu til Port Maresby. Degi
síðar lagði bandalagsherinn á
Jövu niður vopnin, þ.á.m. 13000
brezkir, ástralskir og bandarískir
fótgönguliðar og flugmenn. Nú
virtist ekki nema dagaspursmál,
hvenær gerð yrði innrás í Ástra-
líu og Indlan'd, og japanska út-
varpið þreyttist heldur ekki á að
lýsa þeim örlögum, er biðu þess
ara ríkja. Meðan ástralskir
stjórnspekingar töluðu um sviðið
land og það, að verja hið strjál-
býla meginland sitt til síðasta
manns, krafðist Congress-flokkur-
inn í Indlandi tafarlausrar hlut-
leysisyfirlýsingar. Gandhi, spá-
maður þess, ráðlagði ekki mót-
stöðu, og Göbbels boðaði óhjá-
kvæmilegt og yfirvofandi fall
brezka heimsveldisins ...
II. IILUTI.
6, kafli.
Að kvöldi hins 5. marz 1942,
réttum hálfum mánuði etfir fall
Singapore, tilkynnti forsætisráð-
hcrrann Alan Brooke að hann
ætti að taka við af Dudley Pound
sem .forseti C.O.S.C. (Chiefs of
Staff Committee). Þessi útnefn-
ing Brookes, aðeins þremur mán-
uðum eftir að hann hafði verið
skipaður í nefndina, var glöggt
vitni þess, hve mikils forsætisráð
herrann og embættisbræður hans
mátu hann.
Þessi - nýja embættisveiting
Brookes var þáttur í víðtækri
endurskipulagningu á yfirher-
stjórn landsins. Hálfum mánuði
áður og fjórum dögum eftir fall
Singapore höfðu verið gerðar mik
ilvægar' breytingar í hermálaráðu
neytinu.
„19. febrúar: Eftir hádegisverð
gerði forsætisráðherrann boð efti-
ir mér, og ... sýndi mér hið nýja
ráðuneyti sitt... fámennara og
miklu duglegra ... Beaverbrook er
farinn úr því. Hann er farinn til
Ameríku. Cranborne og Moyne
eru báðir farnir úr hermálaráðu
neytinu; Stafford Cripps og Oli-
ver Lyttelton hafa verið skipaðir
í það; Iíingsley, Wood og Green-
wood fara báðir. — Með fámennt
hermálaráðuneyti sem þetta, býst
ég við að afgreiðsla allra mála
gangi hraðar ...“
Af öllum þessum breytingum
var þó sérstaklega ein, sem hafði
mikii áhrif á Brooke, en það var
laus'n David Margersons, sem
hafði verið hermálaráðherra frá
því í árslok 1940, og skipun eft-
irmanns hans, James Grigg, að-
stoðarhermálaráðherra Þetta var
óvenjuleg embættisveiting, þvi að
Grigg yar opinber embættismaður,
en fyrir Brooke og herinn reynd-
ist hún mjög heppileg; Grigg,
sem hafði verið einkaritari
Churchills í fimm ár, gjörþekkti
skoðanir hans og starfshætti og
gat gefið Brooke mörg gagnleg
ráð.
Þessir tveir menn, sem báðir
voru gæddir mikilli hreinskilni,
skildu fullkomlega hvor annan og
nutu gagnkvæms trausts hvors
annars.
„Þannig hófst“, skrifaði Bro-
oke, „löng og góð samvinna okk-
ar Griggs, sem ég þakka hamingj
unni fyrir. Allan þann tíma, sem
vig unnum saman naut ég ávallt
aðstoðar hans og stuðnings, og
ég hefði ekki getag óskað mér
annars betri manas til að starfa
með. Hann er einn sá skarpasti og
skilningsgleggsti maður, sem ég
hef nokkurn tíma þekkt. Dálítið
tortrygginn að eðli.sfari, þangað
til maður hefur öðlazt traust
hans. Iljarta úr gulli. Eg man
ekki eftir því, að á milli okkar
hafi farið eitt einasta styggðar-
yrði.“
Mánud.aginn 9. marz, þegar
Brooke hafði kynnt sér efni hins
venjulega fjölda fréttaskeyta frá
vígstöðvunum, st.jórnaði hann
fyrsta herforingjafundinum.
, ,Fyrsti C.O.S.-fundurinn, sem
ég stýrði," skrifaði hann um
kvöldiö — „gekk betur en ég
hafði átt von á. Duddley Pound
var vanur að koma of seint á
þessa fundi okkar og ég var satt
að segja hálfragur við að taka
sæti hans að honum fjarverandi.
En mér til undrunar og gleði
kom góði, gamli Duddley fyrir til-
settan tíma í þetta skipti og var
þegar setztur í sætið mitt. þegar
ég kom, en forsetastóllinn hans
stóg auður og beið mín. Þetta var
einkennandi fyrir manninn. Eg
er viss um, að hann gerði þetta
af ásettu ráði. til þess ag gera
mér auðveldara fyrir og svna
mér. hversu reiðubúinn hann
væri að starfa undir forsetastjórn
minni. Eg var honum innilega
þakklátur, Portal sýndi heldur
aidrei minnstu merki um von-
brigði, sem hann hefði þó haft
fulla ástæðu til að gera, þegar ég
var settur í forsetastólinn ,..“
Brooke var hinn ákjósanlegasti
fundarstjóri, þar sem taka þurfti
til meðferðar mikinn fjölda mál-
efna, er kröfðust ákveðinnar og
tafarlausrar úrlausnar. Tveimur
árum áður, þegar hann var yfir-
foringi II. herfylkisins í Frakk-
landi, hafði hann verið þekktur
fyrir hina stuttu og skipulögðu
fundi sína, og hann lauk við dag-
skrá fundarins á helmingi styttri
tíma en fyrirrennari hans hafði
gert. Hann forðaðist öll aukaatr-
iði og það, sem ekki kom beia-
línis málinu við í umræðum og
samtölum. Hann var hvatur í hugs
un og orðum, en samt þolinmóð-
ur, hæverskur og sáttfús. Hann
var einnig mjög ákveðinn og svo
skjótur í hugsun, að hann gat
á svipstundu greint aðalatriðin frá
aukaatriðunum í hverju máli,
hversu flókið og fræðilegt, sem
það var. Á fundum hafði hann
þag fyrir vana, þegar aðrir voru
ag tala, að sitja hlustandi, með
hálflokuð augun og tók þá venju-
lega af sér gleraugun til að hvíla
sjónina. Þegar allt, sem kom mál-
inu við hafði verið sagt, skýrði
hann frá sinni skoðun í nokkr-
um fáorðum setningum. Hann
lét heldur aldrei neinn vera í
nokkrum minnsta vafa um skoð-
anir sínar. Væri hann ósammála
ei.nhverjum starfsbróður sínum,
þá sagði hann þag hispurslaust.
Og þótt hann gerði skýra og skil-
merkilega grein fyrir skoðun
sinni, þá lét hann aldrei draga
sig inn í rökræður um minnihátt
ar mál eða aukaatriði. Þegar
hann hafði tekið einþverja ákvörg
un, breytti hann henni sjaldan,
en ef hún reyndist vera röng, þá
viðurkenndi hann það hiklaust.
ÞAÐ VAR táknrænt bæði fyrir
forsætisráðherrann og Alan Bro-
oke. að á þessum tíma, þegar
Bretland virtist sífellt vera að
sökkva dýpra og dýpra niður í
fen ógæfu og ófæra,1 þá skyldu
þeir báðir vera ag hugsa um
31
missi sonarins. Hún heimsótti As
mund gamla nokkrum sinnum og
virtist hressast við það. En þó
að Árný vissi um þær ferðir henn
ar, iét hún sem ekkert væri, Þau
Ásmundur voru skilin á vissan
hátt. Dauðinn kom í veg fyrir
það, ag Ásmundur flytti til sonar
síns. Hann gerðist þá húsmaður
í næstu sveit, þar sem Hallbera
yngri var vinnukona, bjó þar í
skjóli hennar. Hann gerðist nú
brjóstveikur mjög og lítt fær til
erfiðisvinnu, en iiélt gleði sinni
og gamanspjalli til hinztu stund-
ar.
Hálfu öðru ári eftir fráfall Ás-
mundar yngra sýktist eldra barn
hans og d^. Þá "féll Gréta alveg
saman. Er'svo^var komið, vildi
bóndi Hallberu losna við hana, en
Árný tók af skarið og stundaði
hana af sérstakri alúð, unz yfir
lauk. Var orðlögð nákvæmni
hennar við Grétu. Seinasta sum-
arið, sem Gréta lifði, studdi Árný
hana eða bar út í sólskinið, er
veður var bjart og kyrrt. Gréta
lézt um haustið. En Ásmundur
dó á útmánuðum næsta vetur.
Var dauðastríð hans langt og
strangt. Ekki kom Árný til þess
að stunda mann sinn i banaleg-
unni, íét Hadberu um það. En
þó að Hallbera yngri ynni Ás-
mundi sem föður og vildi honum
allt hið bezta, var hún of mikið
ungmenni og veiklunduð til'þess
að annast hann í helstríðinu sem
þurfti með. Árný kom og bjó
mann sinn í kistuna og fórst það
vel ur hendi, eins og allt annað,
ser.i hún gerði. Og vig jarðarför
ina gerðust þau undur, að Árný
lét laka Ásmundi gröf við hlið
Grétu og hlaða leiði þeirra sani-
an. Árný var ékki sú manngerð,
sem útskýrði fyrirætlanir sínar,
né sló tilfinningum sínum út.
Hún lét verkin tala.
Og ekki var allt búig enn, sem
mæddi þessa gömlu konu. Hall-
bera fæddi andvana barn, við
læknishjálp þó, eftir langa og
kvalafulla jóðsótt. Var hún lengi
að ná sér, mátti heita aumingi
fyrsta misserið eftir barnsburð-
inn. Árný varð þá að sinna bús-
forráðum og annast hina sjúku
konu. Vig það sýndi þún bæði
mikinn dugnað og ástríki. Um
svipað leyti dó maður hennar,
eins og áður greinir. Vildi þá Ár-
ný fá Hallberu yngri heim aftur.
En þær fóstursystur og nöfnur
áttu ekki skap saman, þó að báð-
ar væru vandaðar manneskjur og
góðar. Hallbera eldri vildi ekki
biðja nöfnu sína að koma. Þó að
Árný reyndi '>að leiða henni það
fyrir sjónir, að þannig ætti það
að vera. Þær fóstursysturnar
ætt’u að stýðja hvor aðra, er í
harðbakka slægi. ,
„Ef hún býður mér að koma,
tek ég henni fegins hendi,“ sagði
Hallbera eldri. „En annars leita
ég seinast allra til hennar.“
Nú gerði Árný Hallberu yngri
orð ag hitta sig við kirkju. Þang
að fór Árný í þæfingsfærð, en
HaRbera kom ekki. Þá fór gamla
konan frá kirkjunni heim til Hall-
beru yngri og skoraði á hana að
koma með sér og bjóða sig í
vist næsta ár hjá nöfnu sinni.
Hallbera vildi ekki gera það, en
lofaði að vera óráðin fram að
sumarmálum, ef hin leitaði ti.l sín.
Hún kvaðst skyldu fara til nöfnu
sinnar, ef hún bæði sig að koma,
annars ekki. Með þessi málalok
hvarf Árný heim um kvöldið.
1 Það var ekki meira en þetta, sem
skildi fóstursysturnar. En það
var líka nóg. Árný reyndi ag fá
Hallberu eldri til þess að rétta
fram höndina, en hún var ófáan-
leg til þess,
Á hjúaskildaga var Hallbera
yngri enn óráðin, tók hún sig þá
upp og fór gangandi við þriðja
mann vestur að Djúpi. Þaðan með
bát til ísafjarðar. Þar bjuggu for-
eldrar hennar og lézt hún vera
ag finna þau. Þekkti þau þó ekk-
ert. Hún kom aldrei aftur. Nokkr
um árum síðar giftist hún sjó-
manni og átti með honum mörg
börn. Hún skrifaði fóstru sinni
einu sinni á ári, voru það góð
bréf. Bauð hún Árnýju að koma
til sín, en hún fékk sig ekki til
þess.
Hallbera eldri hresstist smám
saman. Og tveim árum síðar, er
hún gekk meg annað barn sitt,
seldu hjónin búið og fluttust til
Reykjavíkur, væntu sér þar meiri
hjálpar við barnsburðinn. Þar
fengu þau svo litla íbúð, að þau
gátu ekki tekið Árnýju meg sér,
en höfðu á orði að kalla eftir
henni eða sækja hana, er úr rætt
ist með húsnæðið. En einhvern
veginn fór þag þannig, að Árný
fékk aldrei tilboðið ag koma. En
hlýleg voru bréfin, sem Hallbera
sendi henni og tregablandin, því
að hún undi sér ekki sem bezt.
Og barnið missti hún í fæðing-
unni sem hið fyrra barn. Maður
hennar stundaði eyrarvinnu. Og
þag frétti Árný, að hann skvetti
í sig á milli og gerði ekki betur
en vinna fyrir heimilinu, þótt
barnlaust væri.
Árný dró það því við sig að
fara t.il Hallberu sinnar. Hallbera
yngri bauð henni oft að koma til
sín. Hún var vel stæg og átti
fjölda efnisbarna. En ekki fór
BJARNI ÚR FIRÐI
túdentinn
Hvamrni
Árný þangað. Efni hennar voru
heldur lítil, en hún var hraust
og vel vinnandi. Vann því fyrir
sér. Og nú fór hana ag langa td
þess að bera beinin í heimabyggð. ^
Hún gætti þess að eiga rúm í,
kirkjugarðinum við hlið manns ’
sins og lét sér annara um gröf
hans en almennt gerðist.
Þetta var konan, sem komin
var að Hvammi í hríðinni. Hún
var orðin einstæðingur í heima-
byggð sinni. Áttj þar engin náin
skyldmenni lengur og einhvern
veginn var því svo farið, að hún
átti þar heldur enga alúðarvini.
Hún var virt fyrir dugnað og
vandvirkni, og menn vorkenndu
henni. Nú var hún komin á átt-
ræðisaldur, og mátti því búast
við, að senn þyrfti hún á þeirri
hjálp að halda, sem gamalmenni
þarfnast. En þá voru það engir,
með sig. Henni væri vorkunnar-
sem buðu sig fram. Allir áttu nóg
laust að þiggja boð HaRberu yngri
því ag þar voru efnin nóg, sögðu
margir.
Nokkur undanfarin ár hafði
Árný verið á sama heimilinu sem
húskona. En ml vildi heimilisfað-
irinn, ag hún færi næsta vor. Og
því var hún komin í þessa ferð,
■0®raHSBœffl9iraa8®r
að hún var að leita fyrir sér um
nýtt húsnæði.
Árný var drifin ofan í volgt
rúm, og allt fyrir hana gert, sem
hugsazt gat. Allt kvöldið var hún
hress, að vísu þreytt og syfjuð,
en frísk, að því er ség varð.
En morguninn eftir var hún
komin með hita og höfuðverk mik
inn. Lá hún þann dag allan og
næstu daga. En tók þá að hress
ast. Á fjórða degi fór hún snemma
á fætur og sagðist vera búin að
ná sér. En var sjáanlega föl og
óstyrk í hreyfingum. Var þá kom
ið sæmilegt _ veður, en mikið
frost. Hafði Árný orð á því að
fara upp úr hádeginu. En hús-
freyja aftók þag með öUu. Þann
dag sat gamla konan lengi á tali
við Ragnheiði og mun hafa sagt
henni meira um sig en títt var,
því að hún var með afbrigðum
dul kona, og lét lítið uppi um
vilja sinn eða fyrirætlanir. Gekk
Ragnheiði mjög til hjarta einstæð
ingsskapur þessarar gömlu konu,
og bauð hcnni að ílendast hjá
sér. Varð Árnýju svo mikið um
þag boð, að hún brast í grát og
bag guð að launa Ragnheiði, og
U
TÍMINN, þriðjudaginn 17. aprfl 1962