Tíminn - 17.04.1962, Síða 15
/
íþróttir
Framhald af 12. síðu.
og 'þrisVar skorað. Ágúst skoraði
sjöunda mark Fram, en með
2 mörkum náði FH forustu í ann-
að Sinn í leiknum. Pétur og Ragn
ar skoruðu. Guðjón jafnar, og
þegar 20 mínútur voru af leik,
skorar Ragnar níunda mark FH.
Aftur jafnaði Guðjón og síðan
skoraði Karl 10—9 fyrir Fram.
Þannig var leikurinn ailtaf mjög
jafn. Örn jafnaði, Ingólfur skor
aði 11. mark Fram, en nú skor-
aði Pétur tvisvar og Ragnar úr
víti. 13—11 fyrir FH og mínúta
eftir af hálfleiknum, en Guðjóni
tókst að skora eitt mark fyrir
Fram á þessum tíma, 13—12.
Aðeins 13 mörk
Guðjón byrjaði einnig mjög vel
í síðari hálfleik og Sendi knöttinn
tvisvar í mark FH með góðum
skotum. Ragnar jafnaði úr víti,
en Ágúst skoraði 15. mark Fram.
Pétur, Ragnar (víti) og Örn skor-
uðu nú þrjú mörk fyrir FH, og
þessar 15 mín„ sem eftir voru,
hafa áður verifj ræddar í þessari
grein.
Leikur Fram var þá mjög takt-
ískur. Þeir höfðu þrjá menn fyr-
ir framan vörn FH, en léku með
þremur línumönnum — og það
flestum í einu í öðru hvoru horn-
inu, og opnaði þetta vörn FH á
miðjunni. Framarar voru nær allt
af með knöttinn, en reyndu ekki
markskot nema úr mjög góðu
færi. Hraði var ekki mjög mikill
— og FH gekk illa ag finna svar
við leikaðferð Fram og sterkri
vörn.
Samstillt liS
Lið Fram kom ákveðið og sam-
stillt til þessa leiks, og þegar
Framliðið nær sér virkilega á
strik, leikur þag taktískan og
sterkan handknattleik. Guðjón
Jónsson átti mjög góðan leik að
þessu sinni, og auk þess, sem
hann er aðaluppbyggjarinn, varð
hann einnig markhæstur með 6
mörk. Karl Benediktsson lék
sinn bezta leik í vetur og skoraði
fimm mörk, og áttu FH-ingar oft
í miklum erfiðleikum með hann.
Aðalskotmaður liðsins, Ingólfur
Óskarsson, skoraði fjögur 'ímörk,
en FH-ingar lögðu mikla áherzlu
á ag gæta hans, og varg það til
þess að nokkuð losnaði um aðra
leikmenn. Hilmar Ólafsson var
mjög traustur í vörninni, og
manni fannst alltaf að Framliðið
væri svipminna, þegar hann var
ekki á vellinum. Hilmar skoraði
tvö mörk, Ágúst tvö og Sigurður
Einarsson, hinn skpmmtilegi línu
spilari og um leið sterki varnar-
maður, þótt smár sé, skoraði eitt
mark, Aðrir leikmenn liðsins
sýndu einnig góðan lcik og Sig-
urjón og Þorgeir vörðu á köfl-
um ágætlega.
Vantaði neistann
Þótt FH sýndi á köflum í þess-
um leig hraðan og skemmtilegan
handknattleik, sem ekkert annað
lið getur sýnt eins vel hér á landi,
virtist vanta neistann í leik liðs-
ins að þessu sinni — og má vera
að fjarvera Birgis sé að einhverju
leyti ástæðan, þó ag varla eigi
það að koma að sök hjá svona
sterku liði, þótt einn ieikmann
vanti.
Einar Sigurðsson var beztur, og
mjög sterkur í vörninni. Kristján
sýndi glæsilegan leik í fyrri hálf
leik, en hvarf nær alveg í þeim
síðari, hver sem ástæðan var.
Ragnar var ag venju hættulegast
ur, og skoraði sjö mörk, en þessi
glæsilegi leikmaður hefur þó oft
fengið meira út úr leik sínum. Að-
eins fjórir leikmenn FII skoruðu
mörk í leiknum og segir það sína
sögu. Auk Ragnars skoruðu Pét-
ur 5, Kristján og Örn þrjú hvor.
Dómari í leiknum var Karl Jó-
hannsson og dæmdi prýðilega.
Bráðaþeyr
(Framhald af 16. síðu).
drukknuðu 110 kindur á föstudag
er lækur flæddi inn í fjánhús. —
Einnig flæddi vatn inn í hlöðuna
á sama bæ, og eyðilagðist nokkuð
af heyi. Skaði bóndans á Egils-
stöðum, Bjöms Sæmundssonar, er
þeim mun meiri, þar eð hann hef
ur aðeins nýhafið búskap, og
missti hann þarna mestan hluta
bústofns síns. Annars er víðast
hvar orðið snjólaust í Vopnafirði,
og hitinn komst þar upp í 12 stig
í gær. Færð er enn sæmileg á veg
um úti, enda er umferð lítil, og
aðallega jeppar, sem aka um veg-
ina.
Hlákan í Borgarfirði eystra hef-
ur engum skemmdum valdið. Hún
vatn hefur sigið jafnóðum í jörðu.
Veturinn hefur verið erfiður og
hagleysur miklar, en nú er kom-
inn hagi út með sjónum. Hitinn í
gær var 9—10 stig.
Snjór hefur verið mjög mikill
á Egilsstöðum, en er nú alveg að
hverfa. Þar hefur verið asahláka
og þó ekki úrfelli. Finnst mönnum
þar austur frá alveg ótrúlegt, hvað
snjórinn hefur farið fljótt. Ekki
hafa orðið vatnavextir á Héraði,
en Eyvindará er einna hættuleg-
ust hvað það snertir. Hefur hún
stundum flætt yfir flugvöllinn á
Egilsstöðum. Bændur á Héraði
voru orðnir hræddir um að ef til
vill yrðu þeir uppiskroppa með
hey, en sú hræðsla er nú orðin
ástæðulaus og liggur því mjög vel
á mannskapnum. í gær var verið
að ryðja Fagradal, sem hefur ver-
ið ófær mjög lengi. Enn er Fjarð
arheiði lokuð, en verið er að opna
vegina út í sveitirnar.
Snjór bráðnar hægt á Reyðar-
firði, en krap er nokkuð mikið.
Engar skemmdir hafa orðið þar
að þessu sinni, enda ekki verið um
neina úrkomu að ræða.
Ekki hefur heldur orðið. skaði
á Djupavogi, og þar hefur ekki
rignt neitt', sem orð er á gerandi.
Mikil hlýindi hafa verið á Djúpa-
vogi að undanförnu, en þar á
undan voru frost og þurrkar, og
voru allir brunnar á staðnum orðn
ir þurrir, af þeim sökum var hlák-
an mjög kærkomin.
Að sögn fréttaritara blaðsins í
Höfn í Hornafirði hefur ekki ver
ið þar mikill snjór í vetur, og
bráðnar hann nú með eðlilegum
hætti og valda vatnavextir engum
skemmdum.
Vesturiand
Vestfirðir fóru fremur vel út úr
hlýju- og leysingakastinu. Víða
rann úr vegum, en það var allt
fremur lítilsháttar og ekki tókst
blaðinu að afla sér vitneskju um,
að neinar skemmdir hefðu orðið á
öðrum mannvirkjum. Vegurinn til
Patreksfjarðar og frá Patreksfirði
til Tálknafjarðar var illa farinn og
ekki fær öðrum farartækjum en
jeppum, og víða annars staðar voru
vegir seinfærir, ekki síður vegna
þess að frost er að fara úr jörð
en vegna leysinganna.
Á Snæfellsnesi voru vegir víða
mjög slæmir og ógreiðfærir. Á
Hömluholtadal undir Hafursfelli í
Eyjahreppi fór á gegn um veginn
við brúna. Þar lenti jeppi í og
valt, svo að dráttarvél þurfti til
að ná honum upp, og var hann
all mikið skemmdur, og nokkru
síðar bar að fólksbil úr Reykjavík
sem var á leið til Ólafsvíkur. Bíll
inn stakkst niður í raufina og
brotnaði nokkuð, en ekki mun
hafa orðið tjón á fólki.
í Borgarfirði urðu mikil flóð í
Ferjukotssíki og Hvítá við Hvítár-
bakka. Þar ruddist vatnið yfir veg
inn og varð nokkuð djúpt um
tíma, en sjatnaði síðan ört og um
hádegi í gær var aðeins feti hærra
vatn í þessum ám en vant er.
Á sunnudaginn féllu skriður á
veginn úr Múlafjalli í Hvalfirði,
en ekki meiri en svo, að vörubílar
komust ftrax yfir þær. Nokkrir
smálækir runnu á veginn, en
skemmdu hann lítið. Vegurinn var
hreinsaður á sunnudaginn og er
greiðfær.
Víðavangur
(Framhald ai 2. síðu).
„viðreisnarman.na“, sem ekki
cr flíkað framan í almenning,
hefur gersamlega mistekizt,
þag er kenningin um hið hæfi-
lega atvinnuleysi og ágæti þess
til að slá niður verkalýðssam-
tökin. Ný stórvirk framíeiðslu
tæki, sem pöntuð höfðu verið
fyrir „viðreis,n“ voru ag tínast
liingað til lands fyrstu misseri
„viðreisnarinnar“, vegna út-
færslu landhelginnar hefur
metafli borizt á land og at-
vinna því mjög m'ikil í flest-
um sjávarplássum og vegna
Kvassrar ádeilu Framsóknar-
manna, sem fundið hefur sterk
an hljómgrunn með þjóðinni,
hafa „viðreisnarmenn" orðið
að hopa á hæli á mikilvægum
vígstöðvum. Þjóðartekjumar
hafa því faríð vaxandi, þrátt
fyrir viðrcisnina, en ekki
vegna hennar. Menn geta hug-
leitt það, hvernig umhorfs
væri hér á landi, ef „viðreisn
armenn“ hefðu fengig að ráða
liér síðasta ánatuginm Land-
helgin væri enn í fjórum míl-
um og erlendir togarar skröp-
uðu burt þann þorsk, sem nú
berst á land í íslenzkum ver-
stöðvum. Bátar og skip væru
færri og úr sér gengin, upp-
bygging almennings væri lítil
sem engin, húsnæðlsskort-
ur þjakandi og húsaleiguokur
„Ieiguíbúðafélaganna" ótæpi-
Iegt, en þessi verður afleiðing
in, ef „viðreisnin“ fær að þró-
ast.
Enn þá hefur „viðreisnin“
ekki náð fullkomnun og því
eru þjóðartekjur vaxandi. En
hvert hefur aukningin á þjóð-
artekjunum farig og hvert
munu þær fara. Launþegar og
bændur í landinu fá nú miklu
minni hluta af þjóðartekjunuin
en fyrir „viðrcisn“. Það eru
stórgróffiamenn og hinir út-
völdu, sem gera út Sjálfstæð
isflokkinn, sem fleyta rjóm-
ann. Þetta cr því sannkölluð
viðreisn auðjarlanna. v
Heimilishjálp
Stórisar og dúkar tekmr •
strekkingu Upplýsingai i
sima 17045
Innilegt þakklæti og kveð.iur sendi ég öllum þeim,
er glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsókn-
um á áttræðisafmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Sigurðardóttir,
Bugðulæk 14, Reykjavík.
B-listinn
(Framhald af 1. síðu).
22. Ásbjörn Pálsson, trésmið-
ur, Kambsvegur 24
23. Jón Jónasson, járnsmið-
ur, Eskihlíð 22
24. Lárus Sigfússon, bifreið-
arstjóri, Mávahlíð 43
25. Kjartan Sveinsson, raf-
fræðingur, Heiðargerði 3
26. Sigríður Björnsdóttir, hús
freyja, Kjartansgötu 7
27. Björn R. Einarsson, hljóm
sveitarstjóri, Bókhlöðu-
stíg 8
28. Sr. Sveinn Víkingur, prest
ur, Fjölnisvegur 13
29. Egill Sigurgeirsson, hæsta
réttarlögm., Hringbr. 110
30. Þórður Björnsson, saka-
dómari, Hringbraut 22
Vatnagörðum og ætlað til sama
lands, en hrakið undan vindi og
straumi og komizt við illan leik
í eyna, blautir og hraktir. Þetta
var árabátur og drengirnir lítt
vanir að róa. Er talin furða, að
þá skyldi ekki hrekja til hafs með
útfallinu og suðaustanáttinui um
daginn. Þeir heyrðu hringingarnar
frá Grensásstöðinni, hlupu til og
kölluðu í símann, en tækið í Viðey
var bilað og ekkért heyrðist í
drengjunum. Var komið með þá
til lands í Reykjavík um kl. 4 um
nóttina. Einn átti að fermast
klukkan 10 morguninn eftir. Ann-
ar verður fermdur á sunnudaginn
kemur.
Síminn bilaður
(Framhald af 1. síðu).
var í viðgerð með gat á botninunh
Annar hafnsögubáturinn var feng-
inn að láni og fóru fyrr taldir að-
ilar á honum og höfðu léttbát með
ferðis því hafnsögubáturinn er
djúpskreiður og kemst ékki upp
að í lendingunni í Viðey. Þá var
klukkan hálf þrjú um nóttina. Þeir
fundu drengina háttaða í Viðeyjar
stofu og urðu þeir komunni fegn-
ir. Báturinn, sem drengirnir fóru
á, lá við stjóra hjá eynni, en þeir
höfðu tekið hann traustataki í
Almannavarnir
Framhald £f 8. síðu.
þann „lúxus“ á sama tíma og
helmingur meðbræðra þcirra svelt
ur hálfu og heilu hungri.
E.t.v. líkjumst við enn þá frænd
um okkar, öpunum, helzt til mik-
ið. Smábörn apa eftir stærri börn
um, smámenni apa eftir stærri
mönnum og smáþjóðir apa eftir
stórþjóðum.
Reykjavík, 4. 4. 1962.
E.S. Eftir að þetta var ritað hef
ur það gerzt í sambandi við frum
varp ríkisstjórnarinnar, að skv. til
lögu dr. Bjarna Benidiktssonar.
dómsmálaráðherra, var afgreiðslu
þess frestað með rökstuddri dag-
skrá í neðri deild. f hinni rök-
studdu dagskrá segir m.a. svo um
varnirnar:.......treystir deildin
ríkisstjórninni til að hefja nú þeg-
ar undirbúning þeirra í samræmi
við meginreglur þessa frumvarps
. . . “. — Sagði dr. Bjarni, að und-
irbúningur myndi þegar í stað haf-
inn!
Öllupi þeim, er sýndu okkur ÆamúS og vinsemd við andlát og
útför eiginmanns, föður, sonar og bróður okkar,
Karls Filippussonar
bifreiðarstjóra, Hjallaveg 12,
sendum við alúðar þakkir. Sérstaklega þökkum vlð félögum hans
og samstarfsmönnum fyrir auðsýndan hlýhug og vináttu.
Filippus Ámundason og börn,
Guðrún Sigurðardóttir
Þórhildur H. Karlsdótiir
Örn D. Karlsson
Faðlr okkar,
Kjartan Ólafsson
múrarameistari, Njarðargötu 47,
andaðist 15. apríl s.l. ,
Börnin.
Hjartans þakkir flyt ég ykkur öllum, sem sýnduð
mér vinsemd og tryggð 7. apríl.
Halldóra Ólafsdóttir.
Eiginmaður minn, og faðir okkar,
Svavar Marteinsson
skrifstofustjóri,
sem andaðist miðvikudaginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju, miðvikudaglnn 18. apríl, kl. 13,30. — Blóm afþökkuð.
En þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Landsspítalasjóð.
Fjóla Sigmundsdóttlr,
Hilmar Svavarsson
Garðar Svavarsson.
Faðlr okkar,
Guðlaugur S. Eyjólfsson
frá Eskifirði
andaðist f Landsspítalanum 15. þ.m.
Jóna Guðlaugsdóttir
Þorbjörg Guðlaugsdóttir.
Móðir min,
Sólveig Stefánsson
(Jónsdóttir frá Múla)
lézt aðfaranótt þ. 13. apríl f Baltimore, Maryland, U/S.A.
Fyrir hönd systkina minna.
Ragnar Stcfánsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför mannsins mins, föður okkar og tengdaföður
Bernhards Petersen
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarliði Lands-
spítalans fyrir frábæra umönnun f veikindum hans.
Anna ?etersen
Elsa Petersen, Bernhard Petersen jr.
Othar Petersen Ævar Petersen,
Guðmunda og Gunnar Pefersen.
TÍMINN, þriöjudaginn 17. aprfl 1962
15