Tíminn - 25.04.1962, Síða 2

Tíminn - 25.04.1962, Síða 2
Höfundur og leikendur, A MORGUN ER MANUDAGUR Það er alltaf saga til næsta bæjar, þegar nýtt íslenzkt leik- rit fæðist. Nýr höfundur, Hall- dór Þorsteinsson, bókavörður, hefur samið leikrit, sem hann kallar: „Á morgun er mánu- dagur" og var frumlesið af sviðinu ( Tjarnarbæ á vegum Grímu á fimmtudagskvöld. Leikstjóri var Gunnar Eyjólfs- son, en með átta hlutverk leiks ins fóru þekktir leikarar. ★ Þau leiðinlegu mistök urðu í upphafi sýningar, að Guðmundur Steinsson fluttu misheppnað og miður smekklegt ávarp fyrir hönd Grímu, og hefði það betur verið óflutt. og er ekki heldur langt undan, þegar hún kemur heim frá Ame- ríku. Hann reynir að brúa bilið og sætta sjónarmið systkinanna fram- an af, en það tekst ekki, og í leiks- lok hefur hann snúið baki við blaðamennskunni og er farinn að vinna á vellinum. Hann tók aldrei öll sín próf; hann skortir sitt „vega bróf til vegsemdar“, og þó að það sé góð tilbreyting að ráða sig á völlinn, hvarflar að áhorfandanum, að í rauninni sé hann þegar orðinn þreyttur sbríðsmaður 1/Lfsins, er tjaldið fellur. Vinnukonan Fríða og Dagmar vinkona hennar, kjafta kerlingarnar, eru svipdaufar per- sónur; þær eru gott krydd og ekki fráleitt að hugsa sér, að þær eigi um leið að vera tákn þess vindbelg ings, sem engu þjónar nema sjálf- um sér innan þess smækkaða ramraa þjóðfélagsins, sem myndin af heimili læknishjónanna fellur inn í. Guðrún litla, dóttir læknis- hjónanna, er geðþekk persóna, sak leysið sjálft með Ameríku í hjart- anu, eins og fjölmargir íslenzkir unglingar á síðustu árum. Og undir lokin mætti hugsa sér, að það ylti á skynsemi heimilisföðurins og lipurð, hvort dóttir hans verður sannur íslendingur með hjartað á réttum stað eð dýrkar stórþjóð í austri eða vestri sér til óbóta. Boð- skapur þessa leikrits verður því sá, að lítilli þjóð eins og íslendingum, ber að hafa opinn gluggann, sem snýr að hinni stóru veröld og láta ekki einþykkni og smáþjóð'arstolt leiða sig á refilstigu, en gæta þess þó, að stórþjóðadýrkunin vaxi ekki þjóðinni svo yfir höfuð, að hún glati sjálfri sér og hætti að hugsa til næsta mánudags. „Á morgun er mánudagur" er ekki nýstárlegt leikrit; höfundur- inn felur ekki kjarnann undir allt of þykkri ábreiðu, og leikararnir koma ekki hlaupandi utan úr sal, eins og hjá Sigurði A. Magnússyni, Nordal eða Pirandello. Halldór Þorsteinsson beitir ekki brögðum, sem koma á óvart, og fólkið á svið- inu kemur svo kunnuglega fyrir, að það gæti allt eins búið í næstu íbúð. Mér virðist helzti galli þessa leikrits vera, hve oft slaknar á spennunni, en vera má, að hinn nýstárlegi flutningur þess eigi þátt í því, hve það er „dautt“ á köflum. Hins vegar er augljóst, að oft tekst höfundi að glæða það dramatískri spennu, sem bendir ótvírætt til þess, að Halldór Þorsteinsson verði góður liðsmaður í hópi íslenzkra leikskálda, ef hann leggur ekki frá sér pennann. Einkum tekst honum vel upp, þegar Ásta gerir upp reikninginn viö lif sitt, sýnu ákveðnari en |Hamlet. Sem sagt: Framhald á 15 siðu „Fé illa fóðrað hjá 15“ Vegna greinar með þess- ari fyrirsögn, er birtist í Tímanum í dag, vil ég biðju blaðið fyrir stutta athuga- semd. í grein þessari segir svo: „er sums stað'ar svo illa komið, að vafasamt er talið, hvort skepnurnar lifa þar til nýgræðingurinin kem ur,“ Vegna þessara ummæla vil ég taka fram eftirfar- andi; Á þeim bæjum, sem um er að ræða, eru yfirleitt ör- fáar kindur, sem í hættu geta taiizt sökum megurðar og þá aðallega tanngallaðar gamalær. Heybirgðir munu nægar, að sögn oddvita við- komandi hreppa. Eg tel, a'ð hér sé um inn- anhéraðsmál að ræða, sem fremur var hreyft til að koma í veg fyrir Iiugsanlegt afurðatjón, sökum ónógrar fóðrunar, heldur en um svo slæma meðferð á skepnum sé a'ð ræða, að við lög varði. Get ég því ekki séð, að mál þetta hafi átt crindi í dag- blöðin. ' Með þökk fyrir birting- una. Akranesi, 19. apríl 1962. Guðmundur Pétursson. Leikritið „A morgun er mánu- daguri1 er í þrem þáttum og 7 atrið um, leikendur átta. Þó að flutning- ur þess væri nýstárlegur, er verk- ið sjálft ákaflega „venjulegt" og yfirlætislaust. Sigurður læknir er steinblindur þjóðernisdýrkandi og og svarinn óvinur veindarenglanna á Suðurnesjum og þeirrar stór- þjóðadýrkunar, sem rótlausu flæk- ingsfólki smáþjóðarinnar verður stundum á að, hrífast af. Birna kona hans er ofurvenjuleg eigin- kona með slétta húð og svíður ein þykkni húsbóndans, sem vissulega gengur öfgum næst, enda eiga sjúklingar hans jafnan meira af tíma hans en frúin. Móðir hans, Hildur, er grandvör, borgaraleg kona, með fremur snoturt hjarta- lag, en verður að tvístíga milli barna sinna, þegar óbyrjan Asta kemur heim frá Ameriku eftir vaf'asamt og dapurlegt líferni þar- lendis með ástandsmanninum Ge- org og sezt að undir þaki bróður síns með flöskuna og dátann sinn, sem verður til þess, að Sigurður flytur með sængina sína á lækn- ingastofuna, unz góði dátinn, sem Ástu virðist loks ætla að takast að elska, flýgur í vesturveg til konu sinnar og barna. Þá eru mánudag- arnir orðnir of margir í lífi henn- ar og hún kærir sig ekki um að lifa þá fleiri. Pilluglasið hennar stendur tómt á náttborðipu í birt- ingu þess mánudags, sem einu sinni var\á morgun. Birgir var æskuunnusti hennar á sínum tíma Hinn 22.—23. marz s.l. var háð í Osló þlng húselgendasambands Norðurlanda. Formaður Húseigendafélags Reykjavíkur, Páll S. Pálsson, hrl. sat þinglð sem áheyrnarfulltrúl, í boðl formanns sambandsins. Að þessu sinni var viðfangsefnið: Endurbygging eldri bæjarhluta, séð frá sjónarmiði húseigenda, og var framsögu- maðurinn kunnur hæstaréttarlögmaður norskur, Jens Gram. — Við lok þingfundar voru gerðar ályktanir um málefnið, til birtingar í hlutaðeigandi löndum. Þá var einnig gerð samþykkt þess efnis, að bjóða íslandi þátttöku í norrænu húseigendasamtökunum jafnskjótt og stofnað hefði verið landssamband á (slandi með félögum húseigenda þar, sem upplýst var, að væru aðeins tvö, í Reykjavík og á Akureyri. — Engin féiags- gjöld eru í norræna sambandinu, en þátttökunni fylgir aðeins það, að stjórnarfundir sambandsins, sem eru á tveggja ára fresti, yrðu á Íslandí 10. hvert ár, — Páll S. Pálsson var etnnig boðinn til þess að sítja 50 ára afmællshóf Húseigendasambands Noregs. Fiutti hann þar ávarp og afhenti afmælisgjöf frá Húseigendaféiagi Reykjavíkur. — Laugardaginn 7. apríl s.I. var haldinn sameiginlegur fundur í Reykjavík með fulltrúum frá stjórnum Húseigendaféiags Reykjavíkur og Húselgendafélags Akureyrar og var þar samþykkt að stofna Hús- eigendasamband íslands með fyrrnefndum félögum og að vinna að því að fleiri húseigendafélög yrðu stofnuð og veitt inntaka í sambandið. — Stofnun sambandsins var því næst tiikynnt Norræna húselgendasamband- inu, svo að ísland er nú orðinn þátttökuaðili þar. — í fyrstu stjórn Húseigendasambands íslands voru kjörnir, af fulltrúum stjórna félaganna Páll S. Páisson, hrl., Reykjavík, formaður, og sem meðstjórnendur: Leifur Sveinsson, cand. jur. Reykjavík (t.v.) og Eyþór Tómasson forstjóri Akureyri t.h.). VIDAVANGUR IDómur reynslunnar SjálfstæGisflokkurinn hefur farifj með’ meirihluta í bæjar- stjórn Reykjavíkur í meira en 30 ár. Hann hefur Því fengið t að sýna það, hvers Iva.nn er ' megnugur í stjórn borgarinin- ar og kjósendur geta því metið loforð þau, sem flokkurinn nú gefur í þeim kosningum, sem í hönd fara með liliðsjón af 30 ára reynslu. í hverri blárri bók hefur Reykvíkingum verið' heitið stór auknum framkvæmdum í hita veitumálum. 1946, í stríðslok, var hitaveita í 70% af húsum í Reykjavík, en 1955—56 var hitaveita í aðeins um 50% af húsum í Rcykjavík og sýnir það þróuntnu aftur á bak í þessum málum. Sfðastl. 12 ár hefur Þórður Björnsson, bæj- arfulltrúi Framsókniarflokks- ins, hvað eftir annað flutt til- lögur í bæjarstjórn um auknar framkvæmdir við hitaveitu og eflingu heruiar, meðal annars Iagt til, að tekið yrði 50 milij- ón króna lán til framkvæmdar- innar. Þessar tiliögur hafa all- ar verið felldar. Öruggur meirihlufi Á liitaveitunni hefur orðið stórfelidur rekstursafgangur á hverju ári og átti þessi tekju- afgangur að renna til aukning- ar hitaveituinnar. Þessi tekju- afgangur liefur verið notaðúr í annað, hefur verið tekinn inn í bæjarreksturinn. Það fé, sem veitt hefur verið tii aukning- ar hitaveitunnar, hefur ekki verið notað; á árunum 1958 til ’59 var t.d. aðeins notaður um helmingurinn af því fé, sem veitt var til hitaveituaukn ingarinnar. Minnihlutinn í bæjarstjórn gagnrýndi þetta harð'Iega, en meirihlutinn skellti við skolla- eyrum. Einkum gerðist meiri- hlutinn heyrnarsljór og sjálf- birgingslegur eftir bæjarstjórn arkosningarnar 1958, en þá fékk S jálfstæðisflokkurinn 10 bæjarfulltrúa kjörna og eini fulltrúi Alþýðuflokksins gekk í samstarf við íhaldstuginn, svo að í raun eru bæjarfulltrúar meirihlufcans 11. Með svo sterk um mcirihluta taldi Sjálfstæðis flokkurinn sig ekki þurfa að Ihlýða á eða taka tiliit til til- lagna minnihiutans, kratinn komin.n í fóstur, fylgið að ganga undan kommúnistum vegna Moskvuþjónustunnar og Framsóknarmenn með aðeins einn fulltrúa og því ekki á- stæða tii að óttast hann einan gegn ofureflinu, þótt hann héldi vel á máli sínu. Er kosningar tóku að nálg- ast, og Sjálfstæðismönnum varð ljóst, að erfitt myndi að halda hinu mikla fyigi, vökn- uðu þeir upp við vondan draum! Ónáðaði þá nú m. a. hin harða ádeila Þórðar Björns sonar í hitaveitumálunum. Gekk borgarstjóri þá fram í því að útvega Iánsfé til hita- veituframkvæmda, eins og Þórður hafði marg oft gert að tillögu sinni, en fellt Iwfð'i ver ið, og Iofar borgarstjórinn nú hitaveitu í hvert hús á næstu 4—5 árum. Láfum fcá rumska Það er gott loforð, ef stað- ið verður við það. Af dómi reynslunnar geta Reykvíking- ar dregið þá ályktun, að frá- Ieitt sé að staðið verði við lof orðið, ef Sjálfstæðisflokkurinn fær 10 til 11 borgarfulltrúa Framhald á 15. síðu 2 i T f M T N N. miðvikndasmr 25. anríl 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.