Tíminn - 25.04.1962, Side 8
Halldór Kiljan Laxness átti
sextugsafmæii annan dag páska,
23. apríl. Tím'mn hefur fengiS
leyfi dr. phll. Steingríms J. Þor-
steinssonar, prófessors, og Helga-
fells til þess að birta eftirfarandi
ritgerS, sem er i nýútkominni
bók, AFMÆLISKVEÐJUR HEIM-
AN OG HANDAN, þar sem skáld-
13 er hyllt á þessum tímamótum.
I.
íslendingar flytja Halldóri Kilj-
an Laxness þakkir sínar og árn-
aðaróskir á sextugsafmæli hans.
Þar með flytjum við sjálfum okk-
ur farsældarkveðjur.
Þegar litið er yfir íslenzkar bók
menntir frá lokum fornrar safnrit-
unar og fram til síðustu aldamóta,
eru ekki ýkja margir höfundar ó-
bundins máls, sem haldið hafa þar
velli til langframa, — Ijóðskáldin
hafa verið þar miklu fleiri og sam
felldari. Það er því varla fjarri
lagi að spyrja hér sem svo:
Hver hefur verið og er afstaða
Halldórs Kiljans Laxness til ís-
lenzkrar tungu og fornbókmennta,
einkum fornsagnanna, og til þjóð-
legra menningarerfða?
f ræðu sinni á Nóbelshátíðinni
sagðist hann hugsa „sér í lagi til
hennar ömmu minnar gömlu, sem
yar búin að kenna mér ótal vísur
úr fomöld áður en ég lærði að
lesa“. í æsku talár hann þegar um
þessa ömmu sina, sem fóstraði
hann ungan:
Ég get þess seint og snemma
og ætíð með göfugu mikillæti,
að ég skuli vera fóstraður upp
við fótskör átjándu aldar. Amma
mín var fædd á þeim helmíngi
nítjándu aldar, sem hefur allan
svip af hinni undanförnu öld,
alin upp meðal fólks af þeim
hluta þjóðarinnar, sem var mol-
að út úr bergi forneskjunnar;
fóstra ömmu minnar lifði í Skaft-
áreldum og bar skóbætur á borð
fyrir fólk sitt. Kona, sem hefur
skammtað skóbætuir hlýtur að
leggja börnum sínum alt aðrar
lífsreglur en nú gerist. Amma
mín fóstraði mig og kendi mér
ýmsar lífsreglur er hún hafði
hlotið að sinni fóstru.--------
Ég er hreykinn af að hafa setið
við fótskör þeirrar konu sem
fjærst var því að vera tísku háð
eða aldarfari, allra kvenna,
þeirra er ég hef þekt. Súngið hef
þr hún eldforn Ijóð við mig ó-
málgan, sagt mér æfintýr úr
heiðni og kveðið mér vögguljóð
HALLDÓR KILJA
Fréttaritarl Tímans I Kaupmannahöfn, Geir ASils, símsendi Tímanum þessa mynd f gær. Hún er tekin af Hall-
dóri Kiljan á afmælisdaginn, en hann dvaldist þá í Kaupmannahöfn, og er Paul Reumert, leikari, aS óska hon-
um til hamingju.
En jafnvel í hetjusögunni um ein-
stakltogshyggju íslendingsins og
ósigrandi baráttu bóndans N fyrir
sjálfstæðu lífi er ekki að finna
bein áhrif frá fornsagnastfl.
II.
Nú verða þáttaskil í höfundar-
sögu Kiljans. Til þessa hafði hann
samið samtímasögur einar. Um
fertugt byrjar hann hins vegar á
fyrstu sögulegu skáldsögu sinni,
íslandsklukkunni. Nú var ekki að-
eins um að ræða sjálfstæðisbar-
áttu einstaklingsins, heldur þjóðar
innar allrar, andlega og efnalega.
Alkunna er, að ein aðaluppistaða
þessa margslungna sagnaflokks er
lífs- og menningargildi fornbók-
mennta okkar fyrir þjóðina — og
um það fjallað af djúpum skiln-
ingi, skáldlegum næmleika og fá-
gætri innsýn.
Halldór er víðlesinn í heimsbók-
menntunum, þótt hann láti oft lít-
ið af því sjálfur. En skáld og rit-
höfundar eru ekki alltaf örugg-
ustu heimildarmenn um bóklestur
sinn. Hann er líka þaulkunnugur
íslenzkum bókmenntum allra tíma.
Fram að þessu virðist hann hafa
kynnt sér rækilegast bókmenntir
okkar eftir siðaskipti. En vitaskuld
hefur hann allt frá barnæsku
þekkt mikið til fornbókmennt-
anna, bæði kvæða og sagna, og
siðan lesið sitthvað af þeim ann-
að veifið. „ . . . íslenzkur rithöf-
undur getur ekki lifað án þess að
vera síihugsandi um hinar gömlu
bækur“, segir hann1. Og nú kem-
ur skeið, er hann sökkvir sér nið-
ur í fornsögurnar. í fslandsklukk-
unni eru áhrif þessa greinileg,
bæði í stíl og mannlýsingum. Hér
eæ ekki um nei/na stælingu að
ræða, klukkan á sinn eigin róm,
þótt hljómbotninn sé forn. í Ljós-
víkingnum hafði á köflum verið
breiður frásagharstíll, margorðar
lýsingar, frjálsleg mælska. Nú
verður þetta allt knappara, fáir,
skýrir drættir, stuttar setningar,
meitluð og hittin tilsvör, —
sagnastíllinn forni endurskapaður
á öðru sviði, með nýjum svip. En
um fram allt er hér um að ræða
Steingrímur J. Þorsteihsson, prófessor:
HALLDOR KIUAN LAXNESS OS FORNSÖGURNAR
úr kaþólsku. Það mælti mín móð
ir og Ólafur liljurós eru mínir
fyrstu lærdómar. Sex vetra gam-
all sat ég á rúmstokki hennar,
prjónaði illeppa handa kettinum
og nam undraverða hluti úr fom
eskju. (20—23).
Þetta skrifar Halldór eitthvað
tuttugu og tveggja ára í ófullgerðri
skáldsögu, Heiman ég fór, sem
var eitt af drögunum að fyrstu
mildu skáldsögu hans, Vefaranum
mikla frá Kasmír. Þessi gömlu
frumdrög að söguupphafi birti
hann fyrir réttum áratug, 1952,
fyrir fortölur nokkurra vina
sinna. Þarna er að finna ýmislega
vitneskju frá þeim tíma, er Hall-
dóri varð ljós köllun sín, þetta er,
eins og hann segir, „sjálfsmynd
úr æsku, dichtung und wahrheit
æskumanns um gelgjuár sín fram
til seytján ára aldurs" (6), — en
seytján ára gaf hann út fyrstu
skáldsögu sína.
En jafnframt því, sem amman
verður honum tákn alls þess já-
kvæða og góða, alls þess lífsgild-
is, sem hann hefur þegið af þjóð
legum menningarerfðum, þá rís
hann hér með hneykslunarmóði
æskunnar til uppreisnar gegn lifs
hugsjón og list fornbókmennta
pkkar.
Það stendur skrifað að menn-
íng forfeðranna eigi að vera
leiðarljós sonanna.
. . . En má ég spyrja: Hvað
vitnar um hnignun þjóðernis, ef
ekki það að leita einkenna sinna
mörg hundruð ár aftur í tímann,
að skreyta sig með nátthúfum
lángafanna? Hvað ljósara merki
um skort á nýum lífsstraumum
en að apa liðna tíð? Hvað er að
vera tröll og daga uppi, ef ekki
það?
Fortíðarstátið er ellimerki, en
meðan maðurinn minkast sín
fyrir fortíð sína, þá er hann á
.eginum fram, og svo er um
þjóðirnar ....
En mér er spurn: Hvar er
menníng forfeðranna og hvar
dygðir . . . Eru þeir ekki stór-
menni gullaldarinnar, sem vask-
astir vóru til manndrápa? . . . .
Er ekki endirinn á öllum fslend
íngasögum sá að Njáll er brend-
ur?
. . . Því færi betur að „hinar
fornu ættir“ gætu gleymst og
týnst hugum fslendinga fyrir
Ijómanum af dáðum nýrrar kyn-
slóðar, sem lifir! (63—65).
Um fornsögurnar segir hann:
Ég fyrir mitt leyti hef ekki
haft öllu óskemmtilegra rit milli
handa en Heimskrínglu eftir
Snorra Sturluson. . . . Maria
Grubbe eftir J. P. Jakobsen er
miklu betra rit en Njála, þar
höndlar miklu dýpri og listrænni
andi efni og form. (65—66).
Sagnastíllinn forni finnst Hall-
dóri á þessu skeiði tilbreytingar-
laus, stirðlegur, barnalegur.
Það má vel vera sem sumir
halda fram, að mál hafi ekki ver-
ið skrifað betur né talað hér á
landi en í fornöld meðan íslend-
íngar enn voru hálfgildíngs Norð
menn, og hafi farið hrakandi eft-
ir því sem Íslendíngar tóku á sig
meiri sérþjóðareinkenni. . . .
. . . Má vera að málið sé full-
gott, en það er að minsta kosti
ekki betra en ónnur mál. kanski
ekki verra heldur.... Mál er
svo fremi gott að einhver fái rit-
að á því snildarverk. Og ættir
vorar því aðeins göfugar að vor
eigin öld ali mikilmenni. (66—
68).
Vitaskuld má ekki taka of há-
tíðlega það, sem ungur höfundur
skrifar í ófullgerðu handriti, sem
hann ætlaði aldrei til útgáfu. En
hér birtist okkur þó draumurinn
um íslenzkan nútímsrthöfund,
sem verði mikill af sjálfum sér,
án þess að þurfa að njóta frægðar
þessara sílofsungnu fornbók-
mennta. Ljóst má að minnsta kosti
vera, að það var sízt neinn ákafur
þjóðernis- eða fornaldardýrkandi,
sem hálfþrítugur birti auðugt og
ólmt sköpunarmagn sitt í Vefaran
um mikla frá Kasmír eða kom
fram um þrítugt sem fullþroska
rithöfundur með Sölku Völku.
Á næsta áratug kom út Sjálf-
stætt fólk og Ljósvíkingurinn
(Heimsljós), — sagan um skáld-
snillinginn, sem komst aldrei til
þroska, sú saga, sem hefur til að
bera einhverja mestu skáldskapar-
töfra af verkum Halldórs. Með
hverri sögu eða sagnabálki kemur
fram ný tegund eða tilbrigði stíls.
persónulega stílþróun höfundar,
sem í aðaldráttum stefnir að því
að gera frásagnarhátt og tilsvör
samanþjappaðri og hnitmiðaðri.
Þetta kann að eiga síður við um
næstu skáldsögu hans, Atómstöð-
ina. Þar er stíllinn aftur léttari,
hraðari og fjörlegrí til samræmis
við efnið, Reykjavík við lok síðari
heimsstyrjaldar. Þar sem þarna er
fjallað um ýmis hitamál samtím-
ans af nokkrum móði, mætti kann-
ske ætla, að þetta væri flausturs-
verk. En með því að forvitnast inn
í skáldsmiðju höfundar, eins og
Peter Hallberg hefur gert manna
mest og bezt, verður nokkuð ann-
að uppi á teningnum. Kiljan vann
nærfellt tvö ár að þessari tiltölu-
lega stuttu sögu. Fyrst dregur
hann í fáum dráttum upp grind-
ina í sögunni, sem hann styðst
síðan við í aðalatriðum. Þá koma
fjöguj mismunandi heildarhand-
rit. í hinu fyrsta þeirra hefur
hann skrifað athugasemdir eins og
þessar: „Þessi kap. falli alveg nið-
1 Minnisgreinar um fornsögur;
Sjálfsagðir hlutir, 9.
8
T í M I N N, miðvikudagur 25. aprfl~1962| ;