Tíminn - 25.04.1962, Síða 9

Tíminn - 25.04.1962, Síða 9
LAXNESS ur í hreinskrift. . . . NB Dragist mjög saman! . . . of mikið kjaft- æði, stytta, breyta“. Síðasta hrein- ritunin er líka aðeins rúmlega helmingur af lengd fyrsta upp- kasts1. Það þarf mikinn aga og á- reiðanlega líka sjálfsafneitun. til að strika út mál sitt í svo stórum stíl. Þetta hefur Halldór vafalítið alltaf gert að meira eða minna leyti, en þá væri málið einfaldað um of, ef það væri kennt fom- sagnaáhrifum einum. Hér er stíl- vitund þroskaaldurs og einnig sam stilling hennar við söguleg efni í íslandsklukkunni og síðar í Gerplu. En þessi þétti, saman- þjappaði tjáningarháttur er einn- ig upp kominn vegna lestrar og könnunar Halldórs á fornsögunum rétt áður og samtímis því, sem hann semur íslandsklukkuna (útg. 1943—46), það er að segja á sex næstu árum, eftir að hann lauk Ljósvíkmgnum (1940). Hér má færa fram sönnur. Á þessu tíma- bili (eða á árunum 1941—1946) býr hann til prentunar fimm ís- lenzkar bækur frá 13. öld: Alex- anders sögu mikla og fjórar ís- lendingasögur: Laxdælasögu, Hrafnkötlu, Brennunjálssögu og Gretti^sögu. Halldór byrjar þess- ar útgáfur tveimur árum áður en fyrsta bók íslandsklukkunnar hleypur af stokkum, og hann lýk- ur þeim sama árið og út kemur lokabindi hennar, svo gersamlega fellur þetta saman. Og Kiljan gef- ur sögurnar ekki út með fornri eða „samræmdri" stafsetningu, heldur með nútíma réttritun. Þetta eru lifandi bókmenntir á lif andi máli. III Nú hafði Halldór hugsað svo mikið um fornsögurnar, nú lá hon- um svo mikið á hjarta um þær, að samtímis því sem hann vinnur að síðasta bindi fslandsklukkunnar (Eldi í Kaupinhafn), semur hann Minnisgreinar um fornsögur í 25 köflum og birtir í Tímariti Máls og menningar 1945 og síðan í rit- gerðasafni sínu Sjálfsögðum hlut- um 1946 (hér verður til þess vitn- að). Þessar greinar ættu allir þeir að lesa, sem leggja stund á forn- íslenzkar bókmenntir. Og í rithöf- undarsögu Halldórs hafa þær mik- ið gildi, bæði í sjálfum sér, til hliðsjónar við sagnagerð hans þá og síðar — og ekki sízt til saman- burðar við Heiman ég fór annars vegar og Gerplu hins vegar. Fyrri bókin er samin rúmum tuttugu ár- um áður og^hin sjö árum síðar en, Minnisgreinar, sem er hinn ákjós-J anlegasti sjónarhóll milli þeirra. Þar kemur fram maður, sem er ekki aðeins þaulkunnur fræðirit- um um fornsögunnar, heldur hef- ur um fram allt lifað og hrærzt í þeim sjálfum, hefur hlotið næma tilfinningu og einlæga virðingu fyr ir list þeirra og lífsskoðun vík- ingaaldar. Meðal annars hefur íslenzk menning Sigurðar Nor- dals (1942) vafalaust átt hlut að því að móta viðhorf Halldórs og skilning á þessum efnum, þótt annars færi hann þar mjög eigin götur. Hann lofar gildi heiðins dóms, bæði fyrir bernsku og blómaskeið norrænna þjóða, jafn- (Framhald á 15 síðu t Þessi mynd var tekin af Halldóri, er hann var a3 leggja af staS heimleið- is með Gullfossi frá Kaupmannahöfn, eftir að tiikynnt hafði verið um veitingu Nóbelsverðlauna honum til handa, en frá þeirri ferð segir Indriði G. Þorsteinsson, er var skáldinu samferða, í þessari grein. mér sagt að þeir hjá Gyldendal hefðu boðað viðtal við hann síð- degis daginn eftir uppi á lofti í bókaútgáfunni. Til að vera vel búinn til vígs í útlandinu, þurfa blaðamenn að hafa svonefnt „collect" í fórum sínum, sem er eins konar bréf upp á það, að blaðamaðurinn megi senda fréttaskeyti, sem greiðist af mótttakanda. Og þótt kvöldið færi af eðlilegum ástæðum í það að halda upp á Nóbelsheiður Kiljans, tókst samt að fá þetta „collect" það snemma daginn eftir, að skeyta- sendingar voru ekki lengur neitt áhyggjuefni þegar komið var upp á hanabjálkann hjá þeim í Gylden dal skömmu áður en blaðamanna- fundurinn átti að hefjast. Líklegast hefur forstöðumönnum þessa mikla fyrirtækis þótt undir- ritaður lítt dönskuvaxinn blaða- maður, enda vék einn þeirra sér að mér og spurð'i hvaðan ég væri. Hann hefur kannski haldið að þetta væri einhver vitleysingur, sem væri á eftir brauðsnittum og kokteil, en léti sér minna um hinn íslenzka skáídsnilling. Ég reyndi að skýra fyrir honum, að ég væri blaðamaður utan af íslandi via Kína, sem ekki hýrgaði hann neitt. En mitt í því sem hann var að hlýða mér yfir dagblaðafjölda á ís- landi og nöfn þeirra, kom Halldór eftir ganginum, heilsaði á allar hendur og tók sér síðan stöðu við horn eða stoð þarna á loftinu mitt í blaðamannaþrönginni og byrjaði MEÐ HKL æi ■a? 1 Peter Hallberg: Úr vinnu- stofu sagnaskálds, Tímarit Máls og menningar, 14. árg., 2.—3. hefti 1953; sbr. og eftir sama höfund: íslandsklukkan í smíðum, Árbók Landsbókasafns fslands' 1955— 1956, 12.—13. árg.; Den store vav- aren, Stockholm 1954; Skaldens hus, Stockholm 1956. Á þrennum tugafmælum hefur verið gerð nokkur úttekt á Hall- dóri Kiljan Laxness, eins og um væri að ræða þjóðarforða. Halldórs var minnzt í tímariti Máls og menn- ingar, þegar hann var fertugur, en þá skrifaði Gunnar Gunnarsson um hann í það rit, verðuga grein og góða. Fleiri skrifuðu um hann fimmtugan, og nú, þegar Halldór stendur á sextugu, hafa honum ver ið gerðar heilar bækur og ýmis virðing önnur, enda er liðinn ára- tugur Nóbelsverðlauna, sem er mesti heiður, sem fallið hefur í skaut manni af hinni sjálfdæmdu bókmenntaþjóð. Þefta er réttmæt stígandi í af- mælaviðbúnaði kringum mann, sem skrifað hefur ýmsa dýrlega kafla í bókmenntum okkar, og enn eru áratugir framundan, sem ef- laust verða tímar óvæntra tíðinda af svo fjölþættum manni, sem í að- fara hinna hóglegu ára byrjar að temja sér nýtt form og skrifar leikrit. Af því sem ég hef Iesið eftir Halldór Kiljan Laxness, eru ljóð hans áleitnust; ekki vegna þess að margir hafa þau að olnbogabörnum í skáldskap hans, heldur vegna þeirra áhrifa, sem þau hafa ótví- rætt haft á alla ljóðagerið hér á landi frá síðari áratugum. Og undir ritaður vill jafnvel leyfa sér að halda því fram, að Kvæðakver Hall dórs sé eina bókin frá hans hendi, sem einkennist af að V£ra bók handa öðrum höfundum. Jafnvel í þróunarsögu Halldórs sjálfs, hafa sum ljóða hans verið fyrstu boðin um ný átök á rithöf- undarferli hans. Þeir, sem hefðu Sjálfur hefur Halldór skýrt frá því, :að hann hafi ort Unglingur- inn í skóginum, samtímis því hann var að hugsa efnið í Vefarann mikla frá Kasmír; það skáldverk sem sýndi í raun slík hamskipti að mundi jaðra við kraftaverk á venju legum mönnum. En slík innri bylting, eins og kemur fram í tveim fyrrgreindum ljóðum, miðað vig tímana, er þau voru oú, dregur síður en svo úr þeirri kenningu, að Halldór hafi ,,turnerað“, íslenzkri Ijóðagerð; sótt ag henni inni við aldagamalt háaltari hefðarinnar og boðað henni nýja trú, með árangri, sem ekki er tök að rekja hér. En þetta rifjast upp nú, þegar Halldór er sextugur, af því það heyrir til úttektinni, sem alltaf er verið að gera á mönnum og verk- um þeirra í kringum afmæli. Sem blaðamaður hafði undirrit- aður nokkur skipti við afmælis- barnið fyrir og um árið 1955. Þau byrjuðu með viðtali við hann um það bil, sem Gerpla kom út. Út af fyrir sig er ekkert af slíkum sam- skiptum að segja. En hins vegar vildi svo til, að undirritaður varð fyrir þeirri heppni á blaðamanns- vísu, að vera staddur einn ís- lenzkra blaðamanna í Kaupmanna- höfn, þegar tilkynnt var að Hall- dór hefði fengið Nóbelsverðlaunin, og varð honum samskipa heim. Þessi fréttafylgd hófst eiginlega á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn með því, að allt í einu tóku ljósa- fréttir Politiken að tilkynna að HKL hefði fengið verðlaunin. Þar sem undirritaður vissi ekki hvar Halldór var að finna, og ekkert lesið Ijóðið, „Bráðum kemur betrijstóð um það í ljósafréttunum, lá tíð“, nýtt frá hendi skáldsins árið i fyrst fyrir að fara inn á Politiken 1922, þar sem „kýrnar leika við og spyrja nánar út í þetta. Þar var kvurn sinn fíngur“, hefðu mátt sagt að hann væri í Sviþjóð, en segja sér það, að tími bóka eins myndi þá um kvöldið aka í átt til og „Undir Helgahnjúk" var liðinn. l-Kaupmannahafnar. Jafnframt var að svara spurningum. pðlilega kom þar i messunni að blaðamennirnir spyrðu hver væri mestur höfundur Dana i hans augum. Ég man ekki lengur hverju Halldór svaraði, ut- an hvað hann sagði að Martin Andersen-Nexö hefði verið sinn patríark. Ég sá ýmislegt í blöðun- um daginn eftir, sem ég hafði ekki heyrt í þessu viðtali, en ég sá hvergi minnzt á það að Kiljan teldi að Nexö hefði verið sinn patríark. Þeir hafa sjálfsagt verið að fiska eftir einhverjum öðrum kalli hjá Halldóri. Viðstaða Halldórs í Höfn var ekki löng að þessu sinni, þar sem Gullfoss var á förum heim. Eg fékk þá hjá Politiken til að taka mynd af honum, þegar hann var að fara um borð, og senda hana heim til Tímans, hvað þeir gerðu. Þeir tóku einnig mynd, þar sem skipstjóri var að bjóða Halldór velkominn um borð, en hún var víst aldrei send. Halldór bjó í klefa númer fimm- tíu og þrjú á leiðinni heim. Þernan sagði mér að hann væri alltaf í fimmtíu og þrjú á leiðinni milli landa, en eins og kunnugt er, ferð- ast Halldór ekki með flugvélum, og því ekki um annað að tala en skip fyrir hann. Fimmtíu og þrjú er í éngu frábrugðinn öðrum klefum þarna á fyrsta plássi, og þar sem mér finnst að skipsferðir séu bæði seinlegar og dapurlegar, er eitt- hvað pílagrímslegt við mann, sem ekki drekkur, að fara oft með skipi milli landa. Sagt hefur verið að Halldór hafi ekki fengið því ráðið að ferðast í klefa fimmtiu og þrjú, þegar hann fór utan til að taka við verðlaununum. Reiðariíið vildi gera honum vel til og fékk honum beztu vistarveruna til umráða. Þá á hann að hafa sagt: — Nei, þetta er þá svítan hans Asbjörns Ólafs- sonar, ha! Það má segja að menn aukist að virðingu við Nóbelsverðlaun. Gullfoss feom við í Leith á heim- leið en á leiðinni þangað gerðist ekkert, enda enn svo langt að fara, að engin ástæða var til að senda skeyti, og heldur ekki gott að sjá, um hvað slíkt skeyti átti að vera, þar sem ekki var hægt að flytja fréttir af HKL eins og einhverri filmstjörnu, og betra að bíða með einkaviðtal við hann þangað til komið var í þann sjó sem Snorri í sigldi. Hins vegar hafði ég sam- band við Sigurstein Magnússon, ; ræðismann, og það varð að ráði, að hann léti fréttast að HKL væri | með Gullfossi. Stóð heldur ekki á svörum, því skömmu eftir að Gullfoss lagðist að bryggju í Leith. þyrptust blaða- menn um borg HKL að óvörum. Hann var raunar í landi, þegar þeir fyrstu komu, en með góðri hjálp barþjónsins urðu þeir lagðir við festar. Blaðamannafundurinn var svo haldinn í litlum sal aftur á skipinu. Það kom í Tímanum frá þessum fundi, að þeim þótti Hall- dór vel klæddur, en ég held að hann hafi ekki munað, hvort föt hans voru saumuð á Savil Row eða París. Þegar búið var úr tveim- ur gin-flöskum og nokkru betur af viský, báðu þeir Halldór að koma með sér upp á bátadekk, þar sem hann var myndaður. Eftir að fund- | inum lauk, sátu nokkrir kyrrir og | létu fara vel um sig og varð hinn | ágætasti fagnaður úr þessu, enda ! lagði HKL áherzlu á að þessa skozku herra skoiti ekki neitt. Þegar komið var langt norður í Atlantshaf, varð það að samkomu- lagi, a'ð undirritaður fengi viðtal við HKL, sem síðan var sent til Tímans í gegnum loftskeytastöð skipsins. Þetta viðtal er mér nokk- uð minnisstætt, þótt fjarlægðin við blaðið gerði það að verkum, að það varð ekki eins ýtarlegt né vel unnig og ég hefði kosið. Viðtalið áttl sér stað í númer fimmtíu og þrjú. Ég barði upp hjá honum á fyrirfram ákveðnum tíma. Hann lá undir gráu brekáni; hafði breitt það upp undir höku og lauðleitt efrivararskeggið stakk skemmtilega í stúf við gráan lit ábreiðunnar. Hvort sem það er til- viljun eða ekki, virðist mér HKL vanda þannig til lita í kringum sig, að þar skortir ekki á samræmi. Ég þurfti náttúrlega að spyrja hann um ýmislegt, og sumt af því var ekki ýkja gáfulegt, en HKL lét sér hvergi bregða; hafði brekánið yfir sér eins og feld allan tímann og horfði upp í loftið. Vegna ýmis- legs, sem á undan var gengið, mátti ætla, að hann hefði engar mætur á Tímanum, enda höfðu oft birzt miður sanngjarnar greinar í blaðinu bæði um manninn og skáld skap hans, hafa birzt síðan og biit- ast sjálfsagt enn. Hins vegar hefur blaðið aldrei mér vitanlega orðið fyrir óþægindum af hálfu HKL og svo var ekki í þessari ferð, eða í þessu viðtali, þegar hann var að veltast þarna í miðju hafi ásamt fréttamanni frá málgagni bænda- menningarinnar. Eitt af því, sem ég sendi ekki heim til blaðsins frá þessu viðtali var athugasemd, sem hann gerði við spurningu mína um, hvort hann ætlaði kannski að nota eitthvað af Nóbelspeningunum til jarðabóta á Gljúfrasteini. Þegar þessi spuming kom, hreyfði hann sig í eina skipt- ið meðan stóð á viðtalinu. Fyrst tíndi hann til ýmislegt, sem hann ætlaði að gera með peningana, eins og að eyða þeim í ferðalög og veizlur og annað sem honum datt f hug að gæti verið mest óráðsía. Síðan reis hann upp við dogg, leit til mín og spurði hvort ég héldi ekki að þetta væri fram- bærilegt svar handa bændunum, sem læsu Tímann, og hnykkti á með ha-inu sínu. Að því búnu lagð ist hann fyrir aftur undir gráa brekánið og lét hreyfingar skipsins vagga sér. Viðtalinu lauk sjcömmu síðar. Framhald á 5. síðu (£T I M I N N, miðvikudagur 25. apríl 1962. l ‘ . ‘ . I * ' 7 *,' '< 7,7. »■ 11 V) 't ■: 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.