Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 15
r
Rætf vsS Þárarinii Kr. Eldjárn
HTainhdi'i -■ K -'iiH.
Þessi mál bæði eru því í deigl
unni. Sumum hefur því virzt
líklegasta leiðin að reyna að
leysa þessi vandamál á einu
bretti meg sameiginlegri bygg
ingu á skólalóðnn, og mór
er engin launung á, að ég er
einn í þeim hópi, er hyggilegt
telur að kanna þessa leið. Aðr
ir sjá á þes-su svo mikil tor-
merki, að naumast þurfi um
að ræða.
Þannig standa þessi mál
í dag. Hvað úr ræðst er með
öllu óvíst, heldur engin vissa
fyrir að við heimamenn höf-
um fullt vald á að ákveða hver
leiðin verður valin.
— Eyfirðingar hafa tekið
mjög myndarlega og með góff-
um árajngri á nautgripamálum
— og Svarfdælingar vafalaust
átt gó'ðan hlut að því?
— Já, þeir hafa lengi haft
mikinn áhuga á þeim málum,
og samtök um nautgriparækt
eru mjög gömul í Svarfaðar-
dal og höfðu borig mikinn og
góðan árangur, áður en síð-
ustu áfangar með samtökum
héraðsbúa komu til.
—Þú hefur tekið mikinn
þátt í kaupfélaigsmálum. Hvað
hefurðu setið lengi í stjórn
KEA?
— 20 ár.
— Og hve lengi stjórnnar-
formaðúr?
—Tíu ár. En svo vildi ég
ekki vera það lengur og baðst
eindregið undan endurkosn-
ingu síðast. Það má ekki skilja
það svo, að ég sé eitthvag deig
ari í samvinnumálum en áður
— þau eru og verða mín hjart
ans mál, og ég tel kaupfélög-
in mestu lyftistöng til betra
lífs, — en ég taldi það skyldu
mína að vera ekki fyrir yngri
mönnum þar lengur. Öll gró-
andi félagssamtök verða að
endurnýja sig jafnt og þétt
eins og kynslóðirnar — það
verða hinir eldri að hafa í
huga.
— Hvort telur þú betra að
vera bóndi nú, en þegar þú
byrjaðir fyrir hálfr öld, Þór-
arinn?
— Ja, menn verða líklega
undrandi á svarinu. Eg held,
að það hafi verið betra ag vera
bóndi áður. Mönnum finnst
þetta líklega fjarstæða, benda
á allar framfarirnar, vélarnar,
ræktunina, húsakynnin. En
svona er þetta samt i mínum
augum, auðvitað borið saman
vig aðrar stéttir. Eg held, að
lífskjör annarra hafi batnað
meira en bænda á þessum
tíma. Áður var stritið mikið
tekjur litlar og lítið um trygg
ingar. En heimilin voru miklu
fjölmennari, þar hvíldi ekki
allt á einum, eins og nú á sér
víðast stað. Bændur voru frjáls
ari en aðrar stéttir, óháðari og
áttu fleiri kosta völ. Nú eru
húsin betri, túnin stærri, vél-
arnar fleiri, búin stærri og
tekjurnar meiri — en samt eru
bændur bundnari en áður og
ófrjálsari til athafna en aðrar
stéttir. Búið hvílir allt á bónd
anum einum og fámennri fjöl
skyldu hans. Hann getur ekki
frá því vikið, og jafnvel þótt
hann vilji skipta um starf og
stöðu, er hann oftast bundinn
-í báða skó sem þræll. Oft og
einatt á hánn engan vísan til
þess ag taka við búi, kaupa
jörð og bú, svo að hann fái
greiðslu fyrir margra ára
störf og geti lagt þann skerf
sem grundvöll að nýju lífi á
öðrum stað.
Þeir eru ófáir íslenzkir
bændur, sem orðið hafa að
hverfa frá jörð og búi, láta
svo að segja allt eftir íiggja
verðlaust og verða svo að
byrja mcð tvær hendur tómar
á nýjum stað. Þó að menn vilji
helzt halda áfram ag búa á
jörð sinni, reka meinleg örlög
og atvik menn ærið oft til um
skipta, svo að menn eiga ekki
annars kost en fara. Það er
ekki örvandi fyrir menn að
hefja búskap og leggja hart
að sér við umbætur, ef mestar
líkur eru til þess ag verða að
skilja meginhluta þess eftir
verðlaust og fá engin laun fyr
ir margra ára strit, ef nauður
rekur menn til þess að flytj
ast brott.
Það er þetta öryggisleysi,
sem er versti klafinn á íslenzk
um bændum núna, þessi ó-
vissa, þessi hætta, að þegar
einhver bóndi gefst upp eðá
verður ag flytja, þá tæki eng
inn við, og að bóndinn geti
ekki flutt með sér margra ára
erfiðislaun sér og fjölskyldu
sinni til líftryggingar í nýjum
stað. Og einhvern veginn verð
ur að bæta svo um, ag bænda
hjón geti vikið sér frá búi til
mannfunda og félagsstarfa.
— Þú leggur þá mesta á-
herzlu á að bæta öryggismál
bændanna?
— Já, mér finnst þag brýn-
asta verkefnið núna, mér finst
líf liggja við að setja hömlur
við þróun, sem er mjög hættu
leg — áður en það er um sein
an. Mér finnst bændur yfir
leitt vera uggandi þrátt fyrir
sæmilega efnahagsafkomu,
hræddir við óvissuna, daprir
og áhyggjufullir — og það er
öryggisleySið, sem því veldur.
Ráðin til úrbóta liggja ef til
vill ekki á lausu, en ég held,
að það nauðsynlegasta liggi þó
í augum uppi.
Bændur verða ag geta feng
ið miklu rýmri aðgang ag lán
utn til bústofnskaupa og betri
lánakjör. Þeir verða líka að
fá tryggingu fyrir því, að þeir
geti losnag við og fengið verð
fyrir jarðir, bústofn og um-
bætur, þegar lífið beinir leið
þeirra á aðrar brautir. Þeir
verða að losna vig klafann,
sem bindur þá. Vegir bónd-
ans — eins og annarra stétta
— verða að vera færir, hvort
sem hann vill reisa bú, taka
við búi og jörð, halda áfram
búskap eða hætta og hverfa
að öðru. Það er þetta lífsfrelsi
og lífsöryggi, sem þjóðfélagið
reynir að búa borgurunum, og
flestar stéttir hafa öðlazt á
seinni áratugum, en þróunin
hefur verið bændum öfugsnú-
in í þessu. Það er ekki aðeins
nauðsyn bænda, heldur þjóð-
félagsins alls, ag bændastétt-
in búi við þetta valfrelsi til
lífs og starfa — því aðeins
verður búskapur girnilegur og
afköst og framfarir í réttu hlut
falli við dugnag og framtak
bóndans. Það verður einnig að
finna rág til þess að gera ein-
býlingshjónum með börn lífið
frjálsara, og meg samtökum
og réttum aðgerðum er það
hægt.
Þetta sagði Þórarinn Kr. Eld
járn, bóndi á Tjörn — og hann
sagði raunar margt fleira. —
Mundu ekki ýmsir taka undir
með honum um það, hvar skór
inn kreppir helzt að bændum
núna? Hér talar maður sem
búið hefur og lifað í góðu sam
félagi við stéttarbræður sína
í góðri sveit í hálfa öld. mað-
ur, sem í senn hefur tekið eft
(ir því, sem er ag gerast, og
1 hugsað um það af gerhygli.
Landbúnaðurinn er engin smá
stoð í íslenzkri býggingu, og
mér finnst ástæða til ag fleiri
en bændur veiti orðum hans
athygli. — AK
Framhald af 7 síðu.
30 manns, e3a sem svarar
þriSjungi af fjölgun starfs-
manna gjaldeyrisbankanna
síðan hún var lögS niSur.
ÖFUGMÆLASKÁLDIN í ríkis-
stjórninni segjast alltaf vera að
lækka skatta af tekjum manna,
en þó hækka skatttekjur ríkis-
sjóðs um mörg hundruð millj.
króna á ári. Hvernig má þetta
ske? Jú, vissulega eru þeir
greiddir af tekjum, er falla ekki
sem regn úr gufuhvolfinu. Ráð-
herrarnir nefna auðvitað aldrei
þessa staðreynd, enda tilheyrir
hún ekki öfugmælaskáldskap.
Fyrir nokkrum árum var með
fullu samþykki allra lögð niður
skömmtunarskrifstofan, sem
stjórn Stefáns Jóhanns setti á
laggirnar 1947. f sambandi við
það skeði atvik, sem tilheyrir
öfugmælaskáldskap. Húsnæði
skrifstofunnar, sem var mjög
gott og í nýju húsi, var með leigu
samningi bundið í leigu hjá rík-
inu nokkur ár eftir að skrifstof
an hætti að starfa. Leigukjörin
voru mjög hagstæð og langt um
hagstæðari en kostur var á, er
skrifstofan hætti að starfa, erida
var leigusamningurinn nokkurra
ára gamall. Nokkrar rikisskrif-
stofur voru á þessum tíma í hús
næðisvandræðum og óskuðu að
fá húsnæði skömmtunarskrifstof
unnar til afnota. En í stað þess
að leyfa það, var hinn hagstæði
leigusamningur framseldur einka
fyrirtæki og Ieigt annað húsnæði
fyrir hinar húsnæðislausu ríkis-
skrifstofur og urðu þær að
greiða allt að helmingi hærri
leigu en ef þær hefðu gengið inn
í leigusamninginn um húsnæði
skömmtunarskrifstofunnar.
Ástæðan fyrir þessari ráðdeild
var sú, að viðkomandi ráðherra
Sjálfstæðisflokksins vildi tíunda
sem sparnað allan kostnaðinn við
skömmtunarskrifstofuna, en taldi
;’þá áðstöðu skerta og skáldskap-
inn um sparnaðinn hljóma verr
ef húsnæði skrifstofunnar væri
áfram í leigu hjá ríkinu. Kostn
aðurinn var sem sé ekki aðalat-
riðið, heldur aðstaðan til að aug
lýsa sparnað.
EINU SINNI starfaði hér bif-
reiðaeinkasala ríkisins. Er hún
var lögð niður stóð svo á, að hún
átti lager af nýkeyptum hjólbörð
um er skipti milljónum að verð-
mæti. Lagerinn var í leiguhús-
næði, hjólbarðarnir skammtaðir
og afhentir af Iagernum gegn
skömmtunarseðlum. Tveir menn
önnuðust þá afhendingu. Viðkom
andi ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins var bent á, að hagkvæmast
væri fyrir ríkissjóð að selja all-
an lagerinn til notenda. Kostnað
urinn við slíkt væri laun tveggja
afgreiðslumanna takmarkaðan
tíma, en verzlunarálagningin á
hjólbarðana greiddi ekki aðeins
þann kostnað og allan éður út-
lagðan kostnað við öflun vörunn
ar, heldur skilaði hún veruleg-
um hreinum hagnaði.
Ekki þóttu þetta góð ráð. Ráð
herra ákvað að lagerinn skyldi
afhentur einkafyrirtækjum á inn
flutningsverði þegar í stað. Ríkið
tæki að sjálfsögðu á sig kostnað
inn við að losna við húsnæðið og
starfsmennina. Síðan sagðist við
komandi ráðherra hafa fækkað
opinberum starfsmönnum og spar
að ríkinu veruleg útgjöld með
umræddri ráðstöfun.
Þannig mætti fleira telja í sam
bandi við sparnaðarskáldskap í-
haldssamra ráðherra, bæði sjálf
stæðismanna og núverandi vara- |
liðsmanna þcirra, en slíkt má 1
líka bíða þar til næsti kvartett
verður sunginn af fjármálaráð-
herra með undirleik viðskipta-
málaráðherra.
Eitt atriði er þó rétt að benda
á strax, sem öllum ætti raunar
að vera Ijóst.
Sé auðið að spara helming
kostnaðar, eða meira, við eina
stofnun með skipulagsbreytingu
einni, þá hefur þeirri stofnun
ekki verið vel stjórnað. Hafi nú
t.d. Innfl.skrifst. verið það illa
stjórnað, að spara megi 3 millj-
ónir króna á ári með því að
flytja störf hennar í bankana og
ráðuneytin, þá hlýtur bönkunum
og ráðuneytunum að vera mun
betur stjórnað. Nú er það stað-
reynd, að margir bankastjórar
hafa stjórnað þeirri stofnun, er
síðast bar nafnið „Innflutnings-
skrifstofa“ og þrír eða fjórir af
núverandi ráðuneytisstjórum
hafa verið forstjórar þeirrar
stofnunar. Er þetta ekki
enn sönnun fyrir því, að þriggja
milljón króna sparnaðurinn og
hin illa stjórn á Innfl.skrifstof-
unni sé hreinn öfugmælaskáld-
skapur, gerður til að blekkja og
leyna eyðslu.
„Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta“.
K.
Finnska sfjarnan
(Framhaia al ö. síðu)
í Reykjavík skoðuðU ferða-
langarnir allt hið markverð-
asta, sem ferðamenn yfirleitt
skoða, en það sem vakti at-
hygli Noru, var litli torfbær-
inn á Grímsstaðaholtinu.
Slíkt hús hafði hún aldrei
séð áður.
Alltaf snjór í Esjunni
Þegar hún stóð stuttu síðar
uppi á Öskjuhlíð og horfði út
yfir bæinn og fjöllin í kring,
spurði hún, hvort alltaf væri
snjór í Esjunni. En henni var
sagt. að svo væri nú ekki,
heldur aðeins á veturna.
Henni þótti feiki gaman að
sjá fjöll, þau hafði hún aldrei
séð áður, því í Finnlandi er
fátt um fjöll-
Eftir dauða móður Noru á-
kvað finnska þjóðleikhúsið að
gangast fyrir fjársöfnun fyr-
ir þær systur. Fjársöfnunis
gekk mjög vel, og hefur þeim
nú verið séð fyrir nógu fé, til
þess að þær geti kostað sig í
skóla. Eldri systurnar tvær
búa í heimavist fyrir stúlkur,
en prófessor Bitauno Pyökári
og kona hans hafa tekið Noru
að sér.
Hjónin eru barnlaus. en
þau þau hafa hið mesta yndi
af Noru. Áður en Nora lagði
upp í þessa miklu ferð sína
til Bandaríkjanna, sögðu þau
henni að hún yrði að hvíla
sig vel á hverjum degi, og
hún mætti ekki fara að hátta
seinna en kl. 9. Þegar blaða-
mennirnir spurðu hana svo
við brottförina frá Helsing-
fors, hvað hún hyggðist nú
helzt gera í New York, sagð-
ist hún ætla að fara í leik-
hús, verzla, já, og svo yrði
hún víst að vera á hótelinu
og hvíla sig, eins og hún hafði
lofað. Sirkku, sem er hennar
dyggur förunautur og her-
bergisfélagi í ferðinni, sagði,
að ómögulegt væri að fá hana
til þess að fara að hátta, hún
væri svo full af lífsgleði og
krafti. Svo vaknaði hún eld-
snemma á morgnana og vildi
alls ekki sofa lengur.
Fólk horfir á hana.
Og hvernig líður Noru sú,
eftir að hafa leikið 65 sinn-
um í Undrinu og eftir að
vera orðin fræg kvikmynda-
stjarna að auki? Það eina,
sem henni líkar ekki, að sögn
Sirkku, er, að fólk er alltaf
að horfa á hana alls staðar,
þar sem hún kemur.
Á fimmtudagskvöldið átti
Nora og förunautar hennar
að fara í Þjóðleikhúsið í boði
þjóðleikhússtjóra og horfa
þar á „My Fair Lady“, en héð-
an var svo ætlunin að fara
skömmu eftir miðnætti áleið-
is til New York, þar sem hún
fær að sjá Undrið í hinni
bandarísku útgáfu og sömu-
leiðis kvikmyndina, sem ver-
ið er að gera eftir leikritinu.
Ætlunin var að hún hitti
einnig Hellen Keller, en óvíst
er, hvort af því getur orðið
sökum veikinda Hellenar.
F.
Bæjarbókasafnið
(Framhald af 16. síðu).
f gestabók skráðu nöfn sín 5941
karlmaður og Í903 konur, alls
7844, og er það 1325 körlum og
32 konum fleira en áður, eða
1357 alls. Á lesstofuna var lánuð
úr bókageymslum 4828 bindi og
er þag 527 bindum meira en 1960.
Skiptust bindin þannig eftir
flokkum: Blöð 367, tímarit og
safnrit 467, bækur um heimspeki
leg efni 104, um trúarbrögð 94,
um félagsfræði og þjóðtrú 792,
um landafræði og ferðir 197, um
náttúrufræði 187, um hagnýt efni
376, um listir og íþróttir 108, um
bókmenntir og sálfræði 685, sagn
fræðirit 818 og skáldrit 624 bindi.
Á aðalsafninu voru lánaðar út
bækur eftir 701 íslenzkan höfund
og fara hér á eftir nöfn þeirra,
sem lánug voru út eftir 300 bindi
og þar yfir:
bindi.
1. Ármann Kr. Einarsson 1494
2. Ragnheiður Jónsdóttir 1424
3l Kristmann Guðmundssop 1351
4. Halldór Kiljan Laxness 1294
5. Guðrún Árnad. frá Lundi 1283
6. Guðmundur G. Hagalín 1062
7. Þórbergur Þórðarson 922
8. Örn Klói 901
9. Elínborg Lárusdóttir 886
Í0. Stefán Jónsson 702
11. Ingibjörg Sigurðardóttir 674
12. Jón Björnsson 554
13. Gunnar M. Magnúss 549
14. Þórunn Elfa Magnúsd. 531
15. Guðmundur Daníelssoon 484
16. Stefán Júlíusson 466
17. Oscar Clausen 1 462
18. Gils Guðmundsson 459
19. Jón Mýrdal 456
20. Jón Helgason 444
21. Jensína Jensdóttir (Jenna og
Hreiðar) ' 424
22. Hendrik J. Ottósson 423
23. Gunnar Gunnarsson 420
24. Böðvar Guðjónsson 367
25. Jón Svein'sson (Nonni) 364
26. Jón Thorarensen 327
Um síðustu áramót var bóka-
eign safnsíns 77.288 bindi, þar
af eru 43.916 skáldrit og 33.372
í öðrum flokkum.
Safnig eipnaðist á árinu 6.780
bindi, og er það 500 bindum fleira
en árið áður.
Tekjur Dagtekjusjóðs námu á
árinu 119.023.00 kr., eða 36.449,00
kr. meira en 1960.
Hjartkær móölr mfn,
Kristín KHstjánsson,
andaðist I Winnipeg 24. þessa mánaðar.
Fyrir hönd ættingja og vina
Ósk Kristjánsson.
T I M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962.
15