Tíminn - 16.05.1962, Side 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant. Heimildir eru
STRIÐSDAGBÆKUR
ALANBROOKE
Brooke var hinn ánægðasti með
þessa heimsókn til bandarísku her
æfingarstöðvanna:
.....Mjög skemmtilegur dag-
ur“, skrifaði hann um kvöldið. —
„Fór í ökuferð með Stimson her-
málaráðherra . . . Æfingarkerfi
Amerikumanna virðist prýðilegt
hvað snertir öll undirstöðuatriði,
en ég er ekki jafnviss um að
framhaldskennslan sé nógu góð
eða að þeir hafi gert sér nægilega
grein fyrir því, hve nákvæmra
æfmga og fullkominnar .kennslú
nútímahernaður krefst . . . “
.....Þag höfðu þeir sannarlega
ekki gert“, heldur Brooke áfram
— „og áttu mikið eftir ag læra.
Næst hitti ég þá á Norður-írlandi
og þeir áttu enn mikið eftir
ólært en virtust helzt vilja læra
í hinum erfiða skóla sjálfrar styrj
aldarinnar. Þar af leiðandi lærðu
þeir miklu meira í Norður-Afríku.
En þeir eru staðráðnir í því að
<ná góðum árangri í hernaðarlist-
inni, þegar þeir hafa á annað borð
fengið undirbúningsæfingu . . .“
Ályktun Ohurchills er hann
hafði kynnt sér starfsemi heræf-
ingastöðvanna var sú, að þrátt
fyrir áhuga og orku hinna ungu
hermanna, þá væri mjög vafasamt,
hvort þeir væru þess megnugir
ag keppa við Þjóðverja. „Það tek-
ur a. m. k. tvö erfið ár“, sagði
hann vig forsetann, — „að verða
hermaður“. En þegar Ismay hers-
höfðingi lét þá skoðun sína í ljós
að þag væri beinlínis morg að
tefla þessum herdeildum fram
gegn Þjóðverjum, svaraði hann:
„Því' fer fjarri. Þeir eru dásam-
legt efni og verða mjög fljótir að
læra“.
„25. júní: Fórum til skrifstof-
unnar klukkan 8,45 e. m. til þess
að ræða um amerískan liðsstyrk
til Mið-Austurlanda. Cunningham
var nýkominm til þess ag taka við
af Little aðmíráli. Klukkan 9,30
var svo farið á sameiginlegan her
foringjaráðsfund, þar sem við
tókum þann möguleika til athug-
unar að senda ameríska skrið-
drekaherdeild til Mið-Austur-
landa, en þeirri tillögu voru bæði
forsetinn og forsætisráðherrann
mjög fylgjandi. Marshall bar fram
nýja uppástungu, þess efnis, að
útvega þrjú hundrug Sherman-
skriðdreka og hundrað 105-mm.
sjálfknúnar fallbyssur, ásamt
tveimur járnbrautarferjum, til að
flytja það allt til Mið-Austur-
landa. Marshall borðaði svo mið-
degisverg me'g Dill og ég átti
mjög ánægjulegar viðræður við
hann, þar sem ég sagði honum,
að eftir nánari athugun á uppá-
stungu hans væri ég henni alger-
lega fylgjandi, en það kynni að
reynast mér mjög erfitt verk að
fá forsætisráðherrann til ag sam-
þykkja hana, þar sem hann myndi
helzt vilja styðja þá ósk forset-
ans, að senda herlið í stað vopna
og annarra hergagna. Hann viður-
kenndi, að aðstæðurnar kynnu að
vera vandasamar viðureignar og
vonaði að ég gerði mitt bezta . . .
Klukkan 2,45 e. m. fór ég aftur
til Hvíta hússins, að leggja nýja
tillöigu fyrir forsætisráðlherrann.
Þeir Dill, Little, Evatt, Cunning-
ham og Ismay voru einnig við-
staddir. Árangurinn varð betrj
en ég hafði búizt við og ntér tókst
ag sannfæra forsæt.isráðkierrann
um það, að flest mælti með því
að þessar tillögur yrðu samþykkt
ar. Ég hringdi því næst til Mars-
'hall, sem varð mjög ánægður yf-
ir árangrinum. Fór því næst heim
til Dills til þess að taka saman
farangurinn og borða miðdegis-
verð.
Klukkan 8,15 e. m. komum við
saman í sendiherrabústaðnum og
ókum þaðan til Baltimore, þar
sem flugbáturinn okkar hafði
verið dreginn á land eins og skip.
Klukkan 11 e. m. vorum við lagð
ir af stag og flugum fyrir ofan
ljósin í Baltimore með stefnuna
á Nýfundnaland.
26. júní: Svaf ágætlega um
nóttima og fór á fætur klukkan
6,30 f. m., þar sem við vorum
væntanlegir til Botley um kl. 8
f. m. Flugum yfir mýrarfláka og
vatnsósa svæði Nýfundnalands
og komum loks til Botley, litils
þorps meg timburhúsum og timb-
urkirkju. Slysalaus lending og ég
var tvær klukkustundir á landi
megan flugbáturinn tók eldsneyti.
Samferðamennirnir eru flestir
þeir sömu og í upphafi ferðar-
innar — forsætisráðherrann, lækn
ir hans, Sir Charles Wilson, ritar-
inn Martin, þjónninn, leynilög-
reglumaðuri-nn og „Pug“ Ismay..
Við erum nú langt fyrir ofan
skýin á hraðri ferð yfir Atlants-
hafið .
Þetta hefur verig mjög
skemmtileg ferð og lærdómsrík.
Ég finn, að ég er nú í enn nán-
ara sambandi við Marshall en áð-
ur, veit ag hverju hann stefnir
og við hvaða erfiðleika hann á
að stríða. Viðræðurnar við King
gera líka auðveldara fyrir okkur
ag skilja, hve miklum erfiðleikum
það er bundið að koma á náinni
samvinnu milli landhers og flota
Bandaríkjanna. Og alveg sérstak-
lega þegar Kmg horfir aðallega út
yfir Kyrrahafið, en Marshall bein
ir augunum til Evrópu . . .
Seinna: Erum enn fyrir ofan
skýin og nálgumst ísland. Nú er
komig myrkur og enda þótt klukk
riTrfi~'ivii»iiTmr~nmTrm
60
a-n sé ekki nema 10 e. m. sam-
kvæmt úrinu mínu, þá er hún
4 e. m. eftir enskum tíma.
Seinna: Stuttu eftir að ég hafði
skrifað það, sem hér að framan
stendur, b>\í ég mér upp til að
sitja í sæti annars flugstjóra og
hitti þá forsætisráðherrann þar.
Glitrandi tunglsgeislar á renni-
sléttu skýjahafi og þar sem tungl
ið var næstum fullt, þá var sú
sjón, er fyrir augu okkar bar, feg
urri og ævintýralegri en nokkur
orð fá lýst. Skömmu síðar fóru
að koma glufur á skýjatjaldið fyr-
ir neðan okkur og sjórinn birtist
ag nýju. Loks fóru að sjást dökk-
ir blettir úti við sjóndeildarhring,
sem reyndust þegar nær dró vera
norðvesturhornig á Mayo. Brátt
komum vig að ströndinni, sem
var ekki meira en svo sjáanleg í
tunglsbirtucni. Forsætisráðherr-
ann var engu síður hrifinn en ég.
Við flugum meðfram norður-
strönd Mayos og tókum stefnuna
til lands skammt sunnan við ósa
Erne-fljótsins, þaðan áfram yfir
Armagh, norðurhornið á Lough
Neagh og rétt fyrir norðan Bel-
fast. Loks yfir sundið og aftur
lil Stranraer Loch, þar sem við
lentum slysalaust og heilir á húfi
klukkan 11,10 e. m. eftir amerísk-
um tíma, en 5,10 e. m. samkvæmt
enskum tíma. Ferðin heim frá
Baltimore hafði aðeins tekið
tuttugu og fjórar klukkustundir.
Nú, þegar loftið er orðið ein
aðal samgönguleiðin yfir Atlants
hafið, hefur ein slík flugferð
harla lítil áhrif á mann. En á
þeim t.íma, sem þessi ferð var
farin, er lýst hefur verið í dag-
bók minni, hafði reglubundinni
flugþjónustu enn ekki verið kom-
ið á og hinir minnisverðu flug-
ferðir brautryðjendanna tilheyrðu
ekki löngu liðnum tíma. En ferð-
in fram og til baka skildi ógleym
anlegar minningar eftir í huga
mínum . . .
Ég man t. d. jafn greinilega
eftir því og það hefði gerzt í gær,
BJARNI ÚR FIRÐI
Stúdentinn
i Hvammi
50
hún að kalla á hann, fyrst hún
gat ekkert sagt, er hann kom,
aðeins ausið úr harmskálum?
Hvers ætlaðist hún til af honum?
Hann sagði einhver orð til þess
að rjúfa harmmóðuna. Þá rak frú
in upp sárasta óp, því líkt sem
hún væri vopnum stungin.
Ef frúin hefði verið krakki, hjú
eða jafningi, þá hefði hann fund-
ið einhver.n útveg. En frúin var
tiginborin kona, sem hann hlaut
að lít.a upp til. Það gerði hann
eins og úrræðalaust barn, klaufa-
legan og máttvana. Hann fann vel
að honum vafðist tunga um tönn,
er hann átti að mæta sorg hennar.
Hún þráði ljós inn í harmheim
sinn. Slikt ljós gat hann ekki bor-
ig til hennar. Henni fannst stirðn
un og dauði nálgast sig í nær-
veru hans. Sá, sem ekki getur
viknag við fráfall eiginkonunnar,
er hún deyr frá ungbörnum, býr
yfir hörku, léttúð eða fávizku,
sem hlýtur að bitna á saklausum
móðurleysingjum, fannst frú Sól-
veigu. Það særði hana óumræði-
lega. Sem betur fór varði þetta
einstæða óvæni ekki nema trvo
fyrstu sólarhringana eftir lát Gug
rúnar.
Daginn, sem Guðrún var kistu-
lögð, gekk ráðsmaðurinn á fund
frúarinnar og átti við hana langa
viðræðu. Hvort það voru heldur
orð hans eða persónutöfrar eða
hvort tveggja, þá tókst honum að
koma frúnni í skilning um að
harmur verkaði misjafnt á tilfinn
ingalíf mannsins. Sumir grétu, og
þótt að þeim þrengdi eins. og
brjóstið væri að bresta, gætu
þeir brosað svo ag segja í næstu
andránni. Aðrir bæru harm sinn
í hljóði, gætu ekki tjáð sig, en
fyndu ekki síður til en hinir, jafn
vel oft ættu þeir í miklu harðari
og sárari baráttu en þeir, sem
gætu grátið. Hann taldi, að Þór-
oddur væri einn slíkra manna.
Harmurinn hafði elt hann á rönd
um frá barnæsku. Hann hefði fyrr
sjtaðig uppi einn, og ekki bugazt.
Út úr þessari sáru raun kæmi
hann ekki allslaus meðan hann
fengi að njóta frúarinnar og elsku
legra barna. Og ráðsmaðurinn
minnti frúna á síðustu bæn Guð-
rúnar, að hún hjálpaði Þóroddi
vig uppeldi barna sinna.
Er ráðsmaðurinn hafði rætt við
frúna, bað hann Þórodd að tala
við sig. Þeir gengu upp túnig og
hlíðina. Þar fyrir ofan settust
þeir niður í brekku nálægt há-
brúninni og ræddust við. Hann
mun hafa reynt að skýra fyrir
Þóroddi hugarþel frúarinnar og
viðhorf. Og þar sem hann þekkti
frúna svo vel hefur hann óefað
gefið Þóroddi.ráð og leiðbeining-
ar. Eitt er víst, að hinni miklu
spennu var bægt frá.
Um kvöldið sátu hinn ungi
ekkill og gamla frúin sitt hvoru
megin vig kistu Guðrúnar. Þar
hvíldi hún með sveinunum sin-
um tveimur, sinn við hvorn arm.
Frúin grét látlaust, en ekkilinn
drúpti höfði. Öðru hverju dró
hann djúpt andann, þvílíkt sem
honum' lægi við andköfum.
Ráðsmaðurinn stýrði söngnum.
Hafði hann sterkan róm. Þó var
nokkur skjálfti í röddinni. Allir
voru djúpt snortnir. Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar voru sungn
ir og hugsvöluðu eins og oft áð-
ur og síðar. „Vertu gug faðir
minn“ heyrðist fyrst. Áður en
kistunni var lokað, var sungið:
„Gegnum Jesú helgast hjarta í
himininn upp ég líta má“. Og að
lokum áður en fólkig dreifðist:
„Svo að lifa og sofna hægt. Svo að
deyja, að kvöl sé bægt. Svo að
greftrast, sem guðsbarn hér,
gefðu, sætasti Jesú, mér“.
Tæpum þrem vikum síðar var
lík Guðrúnar jarðsungið. Fylgdi
henni fjölmenni mikið. Sumir
sögðu þriðjungi eða helmingi
stærri líkfylgd en sýslumannin-
um. Nú var líka vor, en er sýslu-
maður dó vetur. Meðal þeirra,
sem fylgdu, var presturinn
frændi frúarinnar. sá er bag Guð-
rúnar, ásamt konu sinni, prófasts
dótturiinni frá Kirkjubóli. Prófast
urinn gamli á Kirkjubóli var þar
einnig og sonur hans, sá sami,
sem var einn sumarmánuð í Ási,
eins og áður er getið. Nú var
hann vígður aðstoðarprestur hjá
föður sínum. Guðmundur sýslu-
maður var þar einnig og frú Ragn
heiður Torfadóttir. Presttihjónin
frá Stóru-Völlum og margt annað
stórmenni.
Þóroddur var ákaflega alvarleg
ur þann dag en ekki grét hann.
Hann sat annars vegar hjá kist-
unni rétt við höfðagaflinn, meðan
húskveðjan fór fram. Kistan var
prýdd stórum áletruðum silfur-
skildi. Þann skjöld hafði Þórodd-
ur látið gera. Og fór hann í gröf-
ina. Þóroddur sat undir báðum
börnum sinum. Meybarnig hallað
ist að barmi hans, hálfhrætt við
mannsöfnuðinn. Drengurinn sat á
hinu hné föðurins og horfði ein-
arðlega á fólkið, skilningssljór á
mikilvægi stundarinnar, en at-
hugull, ef ekki hissa á öllu. Ungi
presturinn frá Kirkjubóli sat við
hlið Þóroddar, þá frú Ragnheiður
Torfadóttir. En eiginmaður henn-
ar, Guðmundur sýslumaður. stóð
við stofugluggann utanverðan,
ásamt mestum hluta líkfylgdar-
innar. Hins vegar við kistuna sat
gamla frúin meg prófastinn á
Kirkjubóli á aðra hlið, en prest-
inn frænda sinn á hina! Sóknar-
presturinn stóð við kistugaflinn,
hjá opnum glugganum og flutti
húskveðjuna. Presturinn frændi
frúarinnar talaði einnig nokkur
orð, áður en kistan var ha-fin úr
stofunni. Menn skiptust á að bera
kistuna út úr túninu. Svo var
henni lyft á svonefnd kviktré. Og
báru þau tveir valdir hestar. En
áður en það yrði var staldrað við,
og flutti þá ungi presturinn frá
Kirkjubóli kveðjuorð og bæn.
í kirkjunni töluðu sóknarprest-
urinn og prófasturinn á Kirkju-
bóli. Var það lengi í minnum
haft, hversu mikið var viðhaft
við jarðarför hinnar kornungu
konu. Töldu ýmsir að þar hefði
hún notið fóstru sinnar, hinnar
öldnu ekkjufrúar. Enda minntust
allir prestarnir hennar, bæði sem
ástríkrar móður og þess missi,
sem hún varð nú að líða En
sögðu færra um ekkilinn unga.
Þó var þar ein undantekning
Presturinn ungi frá Kirkjubóli
talaði aðallega til Þóroddar og
bað fyrir heimili hans og börn-
um. Guðrún var grafin við hlið-
ina á fóstra sínum, Sveini sýslu-
manni, var þar fylgt fyrirmælum
frúarinnar gömlu. Þóroddur hefði
helzt viljað jarða hana hjá foreldr
um sínum og ömmu, en lét að
vilja frúarinnar, sem vildi ekki
vita hana annars staðar en „í sín
um reit,“ eins og hún orðaði það.
Jarðarfarardaginn var frúin ró-
legri en áður sfðan Guðrún
dó. Hún gekk um hógvær, prúð
og virðuleg, sem tiginborinni
konu sómdi og gerði hana svo
fallega. Þó var sorg hennar aug-
ljós, en borin uppi af þreki og
rósemd. Hún gladdist við komu
hinna mörgu tignu manna. taldi
sér það til ávinnings, sem það
líka var. Fyrir og eftir jarðarför-
ina sat hún löngum á tali við hin.i
ágætu heiðursmenn og konu?
þeirra. Einkum ræddi hún mikið
vig prófastinn á Kirkjubóli, konu
hans og tengdason, sem var
frændi hennar. Aftur á móti átti
Gugmundur sýslumaður langt tal
við Þórodd og mæltist við vináttu
vig hann Ungi presturinn á
Kirkjubóli talaði einnig nokkuð
við Þórodd. Alla nóttina var set-
ið að erfisdrykkju í Ási. Hafði
Þóroddur boðið að jarðarförinni
öllu fólki í sveitinni, sem hafði
14
T f MIN N , miðvikudaginn 16. maí 1962