Tíminn - 18.05.1962, Side 4
Þetta er mynd Ríkarðs Jónssonar af Bólu-Hjálmari. Ríkarður
hefur nú gefið Sögusafni Þingeyinga myndina. f því safni eru
rissmyndir, teikningar og málverk af um þrjátíu forystumönn-
um sýslunnar frá því um 1840. Þama eru skáld, kaupfélags-
stjórar, búnaðarfrömuðir, rithöfundar og hugvitsmenn, og því
ekki í kot vísað með mynd Ríkarðs. — Mefffylgjandi grein er
komin til með þeim hætti, að höfundur hennar, Magnús Jóns-
son, var beðinn að setja umgerð um myndina. Lýsir hann því
hver áhrif stutt sambúð við myndina hafði á hann. Tíminn vissi
um þetta og bað Magnús að segja hug sinn um Hjálmar og
myndina, sem hann gerfíi fúslega.
Listin, hin guðinnblásna
drottning allra drottninga. birt-
ist mannkyni í mörgum grein-
um. Orðsins list í ljóðúm Bólu-
Hjálmars og margra annarra
skálda hafa löngum verið þeir
ljósvitar, sem hafa lýst þjóð-
unum út úr myrkviði aldanna.
Myndlist snillingsins Ríkarðs
Jónssonar hefur ekki enn feng
iS þá viSurkenningu, sem henni
ber. Samtíminn skilur sjaldan
þau tákn, sem honum eru nær.
Mörg listaverk hans eru dreifð
víðs vegar eða einskorðuð í
hans þröngu húsakynnum.
Mynd hans af stórskáldinu Bólu
Hjálmari er að verða eign þjóð
arinnar. Gáfaður og hámennt-
aður útlendingur skildi fyrstur
manna gildi hennar og kvað
upp úhlutdrægan dóm, sem ekki
verður haggað, þegar réttur
skilningur eykst með árum og
öldum.
traustir synir, á hverju sem
gengur, og leggur formæling
við, ef þeir bregðast henni. En
að mestu snýr hann máli sínu
til guðs síns og býður honum
byrginn, ef hann vill ekki
hlusta á bænir hans:
„Legg við, faðir, líknareyra,
leið oss einhvern hjálparstig.
En viljirðu ekki orð mín heyra
eilífð náðin guðdómleg,
skal mitt hróp af heitum
dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
Líklegt er, að hefði Hjálmar
flutt mál sitt á þennan hátt fyr
ir veraldlegum konungi, þá
hefði hann ekki hlotið miklar
sæmdir fyrir. En ég held, að
drottinn hafi ekki þykkzt við
Hjálmar, þótt hann væri svona
djarfmáll. Ætla má, að hann
hafi elskað og virt þennan mik-
Myndin af skáldinu
Ekki mun það fyrnast eða
gleymast, að Bólu-Hjálmar er
eitt mesta andans manntröll ís-
lenzku þjóðarinnar á nítjándu
öld. Hann er eitt mesta undrið
af mörgum, sem orðið hafa í
persónugerð hjá örsmárr þjóð
á hjara veraldar, þar sem
heimsmenning og efnahagsmátt
ur fyrirfannst ekki. Hjálmar
fæddist við hin kröppustu kjör
og ólst upp við allan skort
menntunar og lifði langa ævi
við sárustu fátækt og fágætt
andstreymi. Nú getur enginn
gert grein fyrir því, að samt var
hann vel msnntaður í bókfræð-
um þjóðarinnar. Hann var iðn-
hagur, enn þá eru til hlutir,
sem hann gerði og vitna um list
rænan frágang. Óvéfengjanleg-
ar sagnir um skyggni hans og
dulskyn. En umfram allt var
hann ljóðskáld. Orðkyngi hans,
líkingar, myndir og stórmerki
snilldarinnar munu lifa, á með
an þjóðin man sína merkustu
syni.
Þorsteinn Erlingsson kvað;
„Vittu, þó heimskinginn hræki
á þann svörð,
þar sem Hjálmar á Bólu er
grafinn í jörð,
að konungur liggur þar liðinn.
Hin stórbrotna og funheita
lund Hjálmars var konungslund
sem aldrei þoldi áreitni eða auð
mýkingu, svo að hann reiddi
ekki til höggs sitt ægilega and-
ans bryntröll og stóðst þá ckk-
ert við, eða mönnum þótti þá
ráð að flýja, segir Ólina Andr-
ésdóttir.
Hjálmar var trúmaður mikill
og kraup bljúgur að fótskör
guðs síns, þegar raunir og lífs
þreyta sóttu að honum. En þeg-
ar frelsishræringar eru að
vakna með þjóðinni um miðja
öldi-j, yrkir hann kvæði til
Þingvallafundarins 1951. Er
það að nokkru egghvöss brýn-
ing til fundarmanna um, að
reynast ættjörðinni trúir og
ilhæfa son sinn umfram aðra
menn, þó að hann ætlaði hon-
um ekki mikla kosti í þessum
heimi. Steph. G. Stephanson
leysir þá gátu og hann segir:
„Við syngjum, ef sorgirnar
mæða, en nautnirnar ræna
okkur rómi.“
Guð þurfti heldur ekki allt
að borga fyrir Hjálmar. Ef
skáldið varð fyrir áreitni eða
vanvirðingu, greiddi það hverja
skuld svo eftirminnilega, að
guð þurfti þar hvergi nærri að
koma.
Sagnir herma, að sú einstæða
kona, Ólöf ríka, hafi beðið gúð
sinn um nokkur stórmerki, er
hún félli frá. Sú bæn var heyrð..
Hinn nafntogaði Ólafar-byl-
ur gekk þá yfir land og lýð.
Þegar jarðarför Hjálmars
skálds fór fram á sólríkum sum-
ardegi, urðu snögglega og ó-
vænt' þau náttúruundur, að á
skall foraðsveður með miklum
stormi, en varði skamma stund,
en á eftir varð sama góðviðrið
og áður hafði verið um daginn.
Var þessi hrina kölluð Hjálm-
ars-bylur síðan. Þótti mönnum
sem þetta væri tákn af himni
sent til minningar um, að ó-
venjulegt stórmenni kvaddi
heiminn, en um leið ádrepa til
prestsins, sem jarðsöng skáldið
og minntist hans óvirðulega í
ræðu sinni.
Skáldin hafa löngum verið
spámenn þjóðanna, enda hafa
þau það fram yfir aðra menn,
að túlka hugsjónir svo eftir-
minnilega, að gamall tíðarandi
fær ekki rönd við reist til lengd
ar. En löngum var það svo, að
þau lifðu ekki að sjá hugsjónir
sínar rætast og máttu þola
hrakning og ofsóknir. Er ljós-
ast dæmi um franska skáldið
Voltaire, sem með yfirburða
skáldskap og fáheyrðri dirfsku
varð frumhöfundur að frelsis-
viðreisn þjóðanna. En hann
varð seinni hluta ævi sinnar
að búa á landamærum tveggja
ríkja, sem höfðu hann fyrir sök
um sitt á hvað, en hann færði
sig um set eftir því, sem frið-
ur gafst.
Hjálmar skáld var orðskár og
höggviss, svo að ekki þurfti um
að binda, þegar hann reiddi sitt
andans vopn að harðýgði og
skilningsleysi sinnar samtíðar.
Auðsætt er, að ljóð hans, sem
voru lesin og lærð um land allt
á síðustu áratugum nítjándu
aldar, hafa haft mikil og var-
anleg áhrif á þjóðina til mann-
úðar og kærleiksverka.
Aðdáendum Hjálmars skálds
þótti mikið mein, að ekki var
til mynd af honum. Langt fram
yfir síðustu aldamót voru uppi
margir menn, sem mundu hann
eins og hann kom fyrir sjónir
á hans síðustu árum. Þeir voru
óspart krafðir sagna um útlit
hans. Öllum bar þeim saman
um, að hann hefði verið óvenju
lega stórbrotinn persónuleiki,
en andlitsgervi hans mjög
breytilegt eftir skapfari hverju
sinni. Hinn fjölhæfi myndagerð
armeistari, Ríkarður Jónsson,
teiknaði mynd af Hjálmari um
1920. Hann hafði leitað beztu
upplýsinga, sem fáanlegar voru
um útlit skáldsins, einkum hjá
nánustu afkomendum, og án
efa hefur hann beitt til hins
ýtrasta listskyni sínu og inn-
sæi. Ríkarður lagði mikla vinnu
og elju við myndina, segir
Finnur landsbókavörður Sig-
mundsson í hinni stórmerku
ævisögu Bólu-Hjálmars, sem
kom út árið 1960. Ríkarður tel-
ur lítinn vafa á því, að sér hafi
tekizt að ná líkingu af skáldinu.
Tilfærir Finnur í ævisögunni
veigamikil rök fyrir því.
Myndin varð fljótlega þjóð-
kunn og um leið umdeild. —
Nokkrir menn risu upp og
báru brigður á, að myndin væri
lík Hjálmari, og studdust við
umsagnir manna, sem höfðu
séð hann, en voru þá ungir að
árum. Vitað er, að útlit manna
er breytilegt eftir ýmsum að-
stæðum. Getur hver maður
skyggnzt um sína sveit. Allt
voru þetta einskisverðar þræt-
ur og ekki mark á þeim tak-
andi.
Þegar Ríkarður hafði fullgert
myndina, bar að vinnustofu
hans André Caurmont hinn
franska, sem skildi og las ís-
lenzku til hlítar. Ég hef heyrt
einn snjallasta bókmenntafræð
ing þessa lands láta svo um-
mælt, að Caurmont hafi fyrstur
manna vakið athygli sína á
Bólu-Hjálmari sem stórskáldi.
Stundum eru það afbæjar-
menn, sem skynja og gera okk-
ur skiljanleg hin djúpu rök okk
ar eigin heimilislífs.
Þegar Caurmont hafði nokkra
stund horft á myndir í vinnu-
sal Ríkarðar, staðnæmdist hann
við mynd Bólu-Hjálmars og
lagði þegar á hana fölur. Rík-
arður sagði honum, hvernig
hún væri tilorðin og dró ekki
dul á, að orkað gæti tvímælis,
að hún væri hin rétta ásýnd
Hjálmars. Caurmont sagði, að
sig skipti það engu máli, en
svona vildi hann hafa Hjálmar
og að myndin fullnægði skyn-
þörf sinni á tröllmenninu.
Ég, sem þessar línur rita,
hafði fyrir nokkru síðan hina
umdeildu mynd til innrömmun
ar. Lítið verk dróst á langinn
um vikuskeið. í frístundum
mínum horfði ég á myndina af
Hjálmari skáldi í stofu minni
langtímum saman. Ég leit hana
í fullri dagsbirtu eða horfði á
hana í skæru kveldljósi og
stundum í hálfrökkri. Komu þá
ýmis tilbrigði fram, sem orkuðu
á mig þannig, að ég tel hana
listaverk, sem fullnægir kröf-
um um útlit og andlitssvip
skáldsins.
Gáfaður og hámenntaður út-
lendingur skildi fyrstur manna
gildi myndarinnar og kvað upp
óhlutdrægan dóm um hana,
sem hann staðfesti með því að
leggja fram fé til að eignast
hana.
Magnús F. Jónsson.
Tilboðin opnuð
Nýlega voru opnuð tilboð í út-
boð Reykjavíkurborgar um hita-
veituframkvæmdir inni í Laugar
ási, þar sem er Sporðagrunn og
Vesturbrún. Og á þessum ' fram-
kvæmdum að vera lokig fyrir ára
mót. Lægsta tilboðið kom frá
Verk h.f. og Verklegum fram-
kvæmdum og var 3,835,975 kr.
Hið næsta frá Gunnari B. Guð-
mundssyni og Stefáni Ólafssyni
4,240,450 kr. þriðja frá Almenna
byggingafélaginu 4,436,100 kr.
fjórða frá Sandver 4,653,040 kr.
og fimmta frá Véltækni 4,977,529
kr.
Hljóp og
faldi sig
Á þriðjudagsnóttina sáu lög-
reglumenn á eftirlitsferð um
bæinn ungan mann, sem hljóp
inn í húsagarð og faldi sig,
þegar hann sá lögreglubilinn.
Lögregluþjónunum þótti atferli
hans kyndugt og fóru á eftir hon-
um inn í garðinn. Þeir fundu pilt-
inn, en hann reyndist vera með
2000 krónur á sér, sem hann gat
ekki gert grein fyrir. Pilturinn var
geymdur um nóttina og yfirheyrð-
ur á þriðjudagsmorguninn. Að-
spurður um peningana bar hann
við minnisleysi, en meðan á yfir-
heyrslunni stóð, kom kona nokkur
á fund lögreglunnar og kærði pilt-
inn fyrir að hafa stolið þessu fé
úr veski manns, sem var gestur
hennar á þriðjudagsnóttina, en
pilturinn var einnig þar í húsinu
og hafði farið þaðan skyndilega.
Minni piltsins vaknaði, er konan
hafði skýrt frá málavöxtum, og
var honum þá sleppt. Nokkrum
klukkustundum síðar var pilturinn
kærður fyrir að stela viðtæki
heima hjá sér. Lögreglan fór þá
en á stúfana að leita náungans, og
fannst hann klukkan 6, ölvaður í
bænum, og hafði selt viðtækið fyr-
ir 1000 krónur, sem hann eyddi í
bíla og brennivín.
1 nku meU dansleik
Bolungarvík, 16. maí.
Vertíð lauk hér í gær, með því
að sjómenn héldu dansleik í sam-
komuhúsinu og fór hann hið bezta
fram.
Aflahæsti báturinn að þessu
sinni varð Einar Hálfdáns, og f-ékk
hann 739 lestir i 62 róðrum og 14
veiðiferðum. Skipstjórinn var Hálf
dán Einarsson og hefur hann oft
verið aflakóngur áður. Annar varð
Þorlákur með 675,8 lestir í 72 róðr-
um og 7 veiðiferðum. Þá var Hug-
rún með 650 lestir í 90 róðrum og
Heiðrún með 559 lestir i 84 róðr-
um.
Auk þessa hafa Jón Trausti og
Bjarnarey afla'ð um 30- þúsund
mála og tunna af síld frá því um
áramót.
Nú eru að hefjast hér hafnar-
framkvæmdir og er dýpkunarskip
Grettir, komið til Bolungarvíkur
og verður hér efiaust í tvo mán-
uði við uppmokstur úr höfnimni. Er
ráð fyrir gert að byggja garð frá
sandsvæðinu á móis við brimbrjót-
inn, sem hér er, en endi brimbrjóts
ins brotnaði afar illa á s.l. vetri
svo að stórt skarð kom í skjólvegg-
inn er skipum því mjoig mikii
hætta af því að leggjast þarna. Bol-
víkingar byggja því miklar vonir
við að þessar hafnarframkvæmdir
takist sem bezt. Krjúl
4
T f MIN N, föstudaginn 18. maí 1962