Tíminn - 18.05.1962, Blaðsíða 12
ÍÞRDTTIR
RITSTJORI HALLUR SIMONARSON
Reykjavík sigraði Kefla-
vík í bæjarkeppni með 4:1
Keflvíkingar hlupu í skarðið
og mættu úrvalsliði Reykjavík-
ur í bæjakeppni í knattspyrnu
í fyrrakvöld eftir að Akurnes-
ingar höfðu á síðustu stundu
boðað forföll vegna meiðsla
nokkurra leikmanna. Litill
undirbúningur var því að
leiknum hvað auglýsingar og
annað snerti, en þó var tals-
verður reytingur áhorfenda,
sem mætti á Melavöllinn, og
það þurfti sannarlega hörku
til að híma þar allan tímann í
norðan kuldanum horfandi á
heldur slakan leik.
Og vissulega átti veðurhamurinn
sinn stóra þátt í því, að liðunum
tókst ekki að sýna neina glæsi-
knattspyrnu, en smá sprettir sá-
ust þó á milli, og Keflavíkurliðið
kom á óvart með kröftugum og
hröðum leik, og eftir hann verða
þeir taldir líklegastir til að hljóta
sæti í 1. deild næsta ár, en sem
kunnugt er töpuðu þeir úrslita-
leiknum í 2. deild í fyrra fyrir ís-
firðingum.
Skoruðu á undan
Keflvíkingar léku undan vind-
inum í fyrri hálfleik og voru þá
miklu meira í sókn, en þeim tókst
ekki að skora nema eitt mark og
var Högni Gunnlaugsson þar að
verki eftir að hafa fengið knött-
inn frá Ormari Skeggjasyni, fyrir-
Miðherjinn, Grétar Sigurðsson, Fram skoraði öll
fjögur mörk Reykjavíkurúrvalsins
liða Reykjavíkurliðsins, á mark-
teig og skoraði Högni með föstu,
óverjandi skoti. Heimir Guðjóns-
son, markvörður, fékk nóg að gera
. í markinu, og stóð sig með stakri
prýði, og geta Reykvíkingar þakk-
| að honum, að mörk Keflvíkinga
j urðu ekki fleiri í þessum hálfleik.
| Reykjavíkurliðið átti nokkur
! góð upphlaup i hálfleiknum, og
þá kom fljótt i Ijós, að vörn Kefl-
víkinga var ekki sem sterkust, en
, markvörðurinn, Kjartan Sigtryggs
. son stóð hins vegar vel í stöðu
sinni, og bjargaði eitt sinn snilld
arlega skallknetti frá Ásgeiri Sig
urðssyni. Grétar Sigurðsson og
Bergsteinn fengu báðir tækifæri
fyrir opnu marki, sem þeir fóru
illa með, og eitt sinn komst Grét-
ar í gegn, en var brugðið aftan-
frá, en dómarinn lét hina augljósu
vítaspyrnu fara fram hjá sér.
Á síðustu mínútu hálfleiksins
tókst Reykjavík að jafna. Berg-
steinn átti allan heiðurinn af mark
inu. Hann lék laglega á bakvörð-
inn um miðju vallarins og geystist
ásamt Grétari aö marki Keflvík-
inga, en miðvörðurinn var einn
til varnar. Þegar hann fór gegn
Bergsteini renndi Bergsteinn
knettinum strax til Grétars. Knött
urinn vafðist þó fyrir honum, og
þegar hann loksins spyrnti á mark
ið, var miðvörðurinn kominn fyr
ir hann, og lenti knötturinn ofan
á höfði hans og í markið. Varla
er hægt að tala um sjálfsmark í
þessu sambandi, því knötturiinn
var á leiðinni í opið markið, og
fékk Grétar því heiðurinn af því
að skora öll möxk Reykvíkinga
í leiknum, en í síðari hálfleik skor
aði hann þrjú gullfalleg mörk, sem
gerði það að verkum að áhorfend
um hitnaði lítillega í kuldanum.
Sóttu mjög
Fyrsta stundarfjórðunginn, sem
Reykjavíkurliðið lék undan vindin
um, fór knötturinn vart af vallar-
helmingi Keflvíkinga, en þeir vörð
ust vel og það var ekki fyrr en
eftir þennan stundarfjórðung, að
úrvalið náði yfirhöndinni. Berg-
steinn gaf þá fyrir, og Grétar
spyrnti viðstöðulaust í mark —
og knötturinn þaut í netið, alger-
lega óve'rjandi. Óvenju glæsilegt
mark.
Eftir markið fóru Keflvíkingar
að færast í aukana og áttu nokkur
upphlaup og miðherji þeirra, Jón
Jóhannsson, var óheppinn að skora
ekki, þegar hann átti snöggt skot,
sem rétt straukst framhjá stöng.
Þá átti Högni Gunnlaugsson mjög
gott skot, sem einnig rétt straukst
yfir þverslána. En hættan var þó
yfirleitt meiri hinum megin, og
þegar um hálftími var af leik skor
aði Grétar þriðja markið. Berg-
steinn gaf enn vel fyrir, og Grét-
ar skallaði skemmtilega í mark.
(Framhald a 15 síðu >
Skíðaskáli KR í Skálafelli.
Sumarbúðastarf
KR i Skálafelli
Knattspyrnufélag Reykjavík
ur mun í sumar, ef næg þátt-
taka fæst, starfrækja sumar-
búðir í hinum myndarlega
skíðaskála sínum í Skálafelli.
Skíðaskálinn er hið heppileg-
asta hús til þessarar starfsemi,
liggur afsíðis, en er þó búið
nýtízku þægindum, sem fylgja
rafmagni og fulikomnu hitun-
arkerfi.
Ráðgert er að haldin verði 2
námskeið er standi 3 vikur hvort
og hefst fyrra námskeiðið þann
18. júní, en hið síðara þann 9.
júlí.
Tekin munu verða 30 börn á
hvert námskeið, um það bil 22
drengir og 8 telpur á aldrinum 9
til 13 ára. Munu telpurnar búa á
neðri hæð hússins en drengirnir á
þeirri efri.
í fyrra var gerður grasvöllur við
skálann og munu verða kenndar
ýmsar íþróttir og leikir, auk þess
sem farnar verða gönguferðir um
nágrenni skálanna.
Fylgt verður ákveðinni dagskrá,
sem í aðalatriðum verður sem hér
segir: Klukkan 8,00 farið á fætur
(Framnaio a 15 slðu
Laslo Papp
meistari
Daninn Chris Christensen
keppti í gær um Evróputitil sinn
millivigt í hnefaleikum, en tókst
ekki að halda titlinum. Mótherjar
hans var hinn þrefaldi ungverski
Ólympíumeistari, Laslo Papp.
Leikurinn var stöðvaður í sjöundu
lotu, en átti að vera 15 lotur. 17
þúsund áhorfendur sáu leikinn og
þeir voru aldrej í vafa um hvor
myndi sigra. Daninn átti þó góð-
ar sóknarlotur í byrjun, en síðan
komu yfirburðir Papp í ljós
Hinn nýi meistari er 36 ára. og
gerðist atvinnumaður fyrir rúmu
ári.
Korchnoj efstur - Keres
vami Tal í 2D leíkjum
Það er oft mikið að gera hjá blaðaljósmyndurunum í sambandi við íþróttaviðburði hér á landi — og
undanfarin ár hefur þeim fjölgað mjög, sem tekið hafa myndir á vellinum — samkeppnin hefur harðn-
að, enda gefst oft að líta snjallar íþróttamyndir hér í blöðunuin. Oft er það kuldaverk að híma við mörkin
í misjöfnu veðri, og ljósmyndaramir krókloppnir með myndavélina. Bjarnleifur tók þessa mynd af félög-
um sinum nýlega. Kristján Magnússon (Alþ.bl.) tók eftir viðbrögffum hans og brosti. Tóhann Vilberg er
með myndavélina við augað, og bak við hann sést 1 myndavél Ingimundar Magnússonar Vísi. Gnsjón Ein-
arsson, Tímanum, virðist í þungum þönkum, og lengst til hægri sést á breitt bak Sveins Þonnóðss. (Mbl).
Willemsted, Curacao 15. maí. —
í fyrstu umferðinni í annarri
lotu á áskorendamótjnu (áttundu
umferð) tapaði fyrrum heims-
meistari, Tal, fimmtu skák sinni
á mótinu. Hann haföi hvítt gegn
félaga sínum, Tigran Petrosjan.
sem beitti franskri vörn. Tal lék
mjög illa af sér í byrjun og gaf
skákina eftir aðeins 20 leiki. Öll-
um skákunum í þessari umferð
lauk. Fiseher hafði hvítt gegn
Benkö. sem einnig beitti franskri
vörn. Fischer vann peð og Benkö
gaf skákina eftir 391eiki, en hann
var þá með vonlaust hróks og
peða endatafl.
Paul Keres hafði svart gegn
dr. Filip og var byrjunin móttek
iff drottningarbragð, sem er sjald
sæf* tærr; skákmótum. Keres
reyndist þetta vel, náði stöðu-
l yfirburðum, sem hann fylgdi eft-
ir með fallegi’i sókn og vann hann
skákina í 36 leikjum. Geller og
Korchnoj sömdu um jafntefli eft
ir 20 leiki og eru engin tíðindi
frá þeirri skák.
NTB—Curacao 17 maí —
Korchnoj er stöðugt efstur á á-
I skorendamótinu í Willemsted.
Eftir níu umferðir hefur hann
hlotið sex vinninga en næstir eru
Petrosjan og Keres meg 5y2 vinn
ing. Geller hefur 4y2 vinning og
biðs'kák, Benkö 4%, Fischer 4 og
biðskák varð hjá Fischer og Gell-
ina með 2% vinning hvor.
í níundu umferð urðu úrslit
þau, að Keres og Tal gerðu jafn-
tefli, og einnig Petrosjan og
Korchnoj. Benkö vann Filip, en
biðskák var hjá Fischer og Gell-
er.
12
TIMIN N, föstudaginn 18. mal 1962