Tíminn - 18.05.1962, Side 8

Tíminn - 18.05.1962, Side 8
Bindindisstarf Hinn 11. maí s.l. var haldinn stofnfundur kristilegra bindindis- samtaka í SafnaSarheimili Lang- holtssafnaðar í Reykjavík. Það er Landssambandið gegit á- fengisbölinu undir forystu Péturs Sigurðssonar, ritstjóra, sem gengst fyrir slíku.samstarfi. Boðaði hann til fundar presta og safnaðarfulltrúa fyrir ári, eða 12. maí 1961, til að ræða þessi mál, og kusu þá þegar nokkrir safnað- anna í Reykjavík og nágrenni full- trúa innan sinna vébanda til að sinna þessum málum og undirbúa samband til átaka gegn áfengisböl- inu. Engin slík samtök kristinna safn aða hafa verið til hér áður og kirkj an lítt unnið markvisst að bindind- ismálum, þótt margir prestar hafi tekið þátt í baráttunni af lífi og sál. Kirkjur annarra Norðurlanda hafa hins vegar löngu stofnað til samstarfs á þessu sviði, ekki ein- ungis innan hvers lands, heldur vinna þær einnig saman og nefn- ast samtökin Den kristna samfund- ens nykterhetsrörelse, eða bind- indishreyfing kristinna safnaða. f Svíþjóð hefur t.d. slík starf- semi staðið með blóma yfir 40 ár, og margir kunnir menn gengið þar í broddi fylkingar, meðal þeirra sr. Joel Kullgren, sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna í 3 áratugi með miklum dugnaði. Svíar hafa nú 10 erindreka, sem ferðast um á vegum þessara sam- taka og flytja mörg hundruð er- indi til fræðslu og hvatningar um bindindismál í kirkjum og sam- komuhúsum. Þeir sýna einnig kvik myndir og gangast fyrir bindindis- dögum og bindindisvikum innan safnaða og kirkna. Árlega eru haldin námskeið á einhverjum vel völdum, fallegum stað, þar sem fólk er oft í alls kon ar félagsstarfsemi, sem að gagni gæti komið í þessum störfum. Hef- ur íslendingum verið boðið á þessi námskeið og nokkrir notfært sér það og orðið stórhrifnir af dugn- aði, áhuga og öllu, sem þarna fer fram. Samtökin gangast einnig fyrir ársmótum til að ræða mál sín og vekja áhuga og eftirtekt á starf- semi sinni, og kirkjur Norðurlanda halda sambandsþing bindindissam taka sinna annaf} hvort ár. Hingað til hefur íslenzka kirkj- an aðeins átt þar gesti en ekki full trúa. Það er því ekki vonum fyrr, að slík samtök eru stofnuð hér, og væri naumast vanzalaust að sitja aðgjörðarlaus hjá og horfa á svona starfsemi án einhverrar þátttöku, svo brýn sem þörfin er þó hér á landi. Söfnuðir í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi, hafa nú þegar lýst yfir vilja sínum til stofnunar samtakanna og kosið bráðabirgða- stjórn, sem undirbýr framhalds- stofnfund síðar í vor. Nauðsynlegt er, að allir söfnuðir á þessu svæði verði í samtökunum, helzt frá upp- hafi og fylgist vel með öllu, sem gjört verður til eflingar markvissu bindindisstarfi innan kirkjunnar. Svíar verja til starfseminnar allt að fjórum milljónum ísl. króna ár- lega, og sést á því, að þeim finnst það mikilsvert. Hér er því merk byrjun, sem hlúa verður að til vaxt ar og viðgangs eftir föngum. Þótt við verðum ekki þess um- komin, að ganga í spor milljóna- þjóða, þá geta samt íslenzkir söfn- uðir unnið þarna stórvirki, ef þeir eru vakandi og samtaka, gengizt fyrir eftirliti með unglingum, fræðslu um bindindismál, bindind- isdögum í kirkjum, barnastúku- starfi, námskeiðum og einnig hjálp við heimili, sem eru í hættu vegna áfengisbölsins. Akrarnir eru hvítir til uppskeru, en verkamennirnir fáir. Árelíus Níelsson. 8 Bör: „Nú förum við Hansen út og fáum okkur prufutúr á mótorhjólinu". — Talið frá vinstri: O. G. Hansen, sýsluskrifari (Eggert Ólafsson), Niels á Furuvöllum (Ingólfur Bárðarson). Lára ísaksen (Guðrún Bjarnadóttir); Bör Börson (Sigurjón Vilhjálmsson). BÖR BÖRSSON I KEFLAVIK Þegar ég heyrði, að setja ætti leikritið Bör Börsson hér á svið, langt leikrit, með 17 eða 18 leikendum, óttaðist ég, að þau í leikfélaginu hefðu ekki kunnað að sníða sér stakk eftir vexti. Frumsýningin kom mér þó á aðra skoðun. Hún sann- færði mig um, að hið unga fé- lag, þessi nýgræðingur leiklist- arinnar á Suðurnesjum hefur örugglega fest hér rætur. Sigur jón Vilhjálmsson fer með stærsta hlutverkið, sjálfan Bör Börsson jr., generalagentinn, bankastjórann og milljónerann. Hann hefur aldrei leikið fyrr, en tekst þó að gera Bör að ó- gleymanlegri persónu í hugum áhorfenda. Bör er frá höfund- arins hendi erfið ,,rulla“. í skapi hans eru sífelld veðra- brigði. Hann bæði hlær og grætur, barmar sér og hoppar af kæti, en er þó alltaf hinn sami einfaldi og sjálfumglaði Bör. Sigurjón gerir þessu öllu hin beztu skil. Þarna á að vísu ekki að vera neinn fríðleiksmað ur á ferðinni, en þó finnst mér gervið fullsterkt. Ágúst Jóhann esson leikur Bör eldri. Leikur hans er mjög góður og gervið ágætt. Ingvi Þorgeirsson leikur Óla í Fitjakoti á gamansaman hátt, en mætti vera hressilegri í fyrrihluta leiksins. Guðrún Bjarnadóttir leikur Láru ísak- sen og vakti mikla hrifningu á- horfenda í hlutverki búðarjóm- frúarinnar. Guðrún er glæsileg á sviði og hreyfingar hennar léttar og fallegar. Hún hefur nú unnið annan sigur og stærrj er húa sigraði í fegurðarsam- keppninni á laugardaginn. og hlaut þar með titilinn Fegurð- ardrottning fslands. — Önnur smærri hlutverk eru svo mörg, að of langt mál yrði að telja upp, en meðferð leikaranna í heild það góð, að þótt finna mætti hnökra hér og þar, bætir ágætur leikur sumra þessara leikenda það fyllilega upp. — Kristjáni Jónssyni hefur tekizt furðuvel að leysa sinn mikla vanda með stóran hóp óreyndra leikara. Að baki þessarar sýn- ingar liggur mikil vinna, ekki aðeins fjölmargar æfingar, eft ir venjulegan vinnudag, heldur vantaði hér flesta hluti til að setja leikinn á svið. Á sviði Ung mennafélagshússins voru gerð- ar gagngerðar umbætur. Leik- stjórinn lét m.a. setja í húsið góða sviðslýsingu á einfalda.n og frumlegan máta. — Leiktjöldin gerði Óskar Jónsson og eru þau mjög haganlega sniðin við þær erfiðu aðstæður, sem þarna eru til leiksýninga. Óskar hefur lika sýnt, að hann er góður leik- tjaldamálari. Búningana gerði Ásta Árnadóttir, en Guðrún Hin riksdóttir sá um andlitsförðun, hún annaðist það einnig í My Fair Lady. — Vonandi láta Kefl víkingar og aðrir Suðurnesja- menn ekki fram hjá sér fara þetta gullna tækifæri til að kynnast Bör í eigin persónu. S. K. Gamli Bör (Ágúst Jóhannesson). Jfísilí ■i-fMi'Míii Lára ísaksen (Guðrún Bjarnadóttir), Bör (Sigurjón Vilhjálmsson). TÍMINN, föstudaginn 18. maí-1962|

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.