Tíminn - 18.05.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 18.05.1962, Qupperneq 15
6—10% (Framhald af 1. síðu). fulltrúa Framsóknarflokksins, Jak obi Frímannssyni, um þaS að taka þegar í stað upp samninga við verkamenn. Þegar samningar hóf- ust milli annarra aðila, hafði bæj arstjórinn því ekkert umboð til að semja og Akureyrarbær er nú í fyrsta sinn ekki aðili að almennum kaupgjaldssamningum við verka- menn. Verður bærinn væntanlega að ganga til sérstakra samninga, þegar hann hefur tekið rögg á sig, og breytt þeirri ákvörðun, sem full trúar stjórnarfiokkanna í bæjar- ráði tóku síðastliðinn þriðjudag. Samþykkt einróma Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar boðað'i til fundar kl. 8,30 og á þeim fundi var fyrrgreind kjarabót samþykkt einróma. Vinnu- veitendafélag Akureyrar hélt einn- ig fund í dag, þar sem kauphækk- unin var samþykkt, en áður höfðu fulltrúar þess undirritað samkomu- lagið með venjulegum fyrirvara um, að endanlegt samþykki félags- fundar þyrfti með. Þá var í gær undirritaður nýr kjarasamningur á Húsavík, og er þar um svipaðar breytingar að' ræða og á Akureyri, eða 6—10% hækkun, mest á lægstu flokkunum, en minna á þeim hærri. I gær- xveldi barst Tímanum eftirfarandi Erétt um þetta frá Húsavík. Undirritaður var í dag samning ar milli ofangreindra aðila um 2. síðan kassans var skrifað með hvítum bókstöfum: Geheim — leynilegt. GySingarnir í Warsjá Starfsmenn safnsins sögðu að enginn hefði hina minnstu hug- mynd um það, hvað í kassanum væri, og byrjaði Leiser þegar að brjóta hann upp með miklum ákafa. í kassanum voru spólur, og þegar Leiser hafði séð aðeins fáa metra af þeim 3000, sem í kassanum voru vissi hann, að hér hafði hann fundið srtórmerkilegan hlut. Kvikmyndirnar voru teknar í borgarhluta nokkrum í Warsjá, sem nazistarnir höfðu árið 1940 afgirt með múr, en hverfið var að'eins ætlað Gyðingum borgar- innar. Það var þýzkur kvikmynda- tökumaður frá áróðursráðuneyt- inu, sem tekið hafði allar mynd- irnar bæði á götum úti og í hús- unum. Hvað skeði? Af þessari mynd má greinilega sjá skoðanir Goebbels. Hann hafði ætlað sér að byggja áróð'ur- inn gegn Gyðingunum á því að sýna niðurlægingu þeirra. En einhver starfsmaður ráðuneytis- ins hlýtur að hafa sannfært Goebbels um, að sýning þessarar myndar gæti haft eftirköst, og árangurinn gæti orðið annar en ætlað hafði verið í upphafi. Auk mynda úr einkasöfnum Goebbels og annarra nazista er bætt inn í mynd Svíanna tveggja myndum, sem teknar voru í Frakklandi, Englandi, Ameríku og í Vestur-Berlín. Myndin hefst með því, að varpað er fram spurningunni: Hvað skeði þarna, og hvernig gat það skeð? Síðan eru aðalpersónurnar í þessum mikla hildarleik látnar svara þessum spurningum sjálfar. breytingar á kaupi á þessa l«ið: Lægsti kauptaxti hækkar um 10% og hærri launaflokkarnir um nær 6%. Innifalin er þá sú 4% hækk- un, sem ætlað var að gengi í gildi 1. júní. Eftirvinna greiðist með 50% álagi og nætur- og helgidaga vinna með 100% álagi. Kvöldmat artími er ekki greiddur þótt áfram haldandi vinna sé. Samningurinn gildir í 6 mánuði og má segja hon um upp með eiris mánaðar fyrir- vara, ella framlengist hann um aðra 6 mánuði og er uppsegjanleg ur með eins mánaðar fyrirvara. Verði breyting á gengi íslenzku krónunnar má segja þessum samn- ingi upp með eins mánaðar fyrir- vara hvenær sem er. Húsavík, 17. maí 1962. F.h. Kaupfélags Þingeyinga Finnur Kristjánsson. F.h. Fiskiðjusamlags Húsavíkur h.f Vernharður Bjarnason. F.h. Húsavíkurbæjar Áskell Einarsson F.h. Verkam.félags Húsavíkur Sveinn Júlíusson Guðmundur Þorgrímsson íhaldið kaus Einar (Framhald af 1. síðu). bezt sjálfir að hún verður dæmd ógild af dómstólum, en sjónar- spilið sett á svið, vegna þess að þeir vita, að það myndi mælast heldur illa fyrir nú rétt fyrir kosn ingarnar, að það sé staðfest svart á hvítu, hvaða leyniþræðir liggja milli þeirra Bjarna og Einars. Við kosninguna komu fram þrír listar: D-listi Sjálfstæðismanna, sem á voru Gunnar Thoroddscn, Guðmundur H. Guðmundsson og Tómas Jónsson; — B-listi með Birni Guðmundssyni og G-listi með Einari Olgeirssyni. D-listi hlaut 9 atkvæði og 2 kjörna, en G-listi 4 atkvæði og Einar Olgeirsson kjör- inn. Magnús Ástmarsson, bæjar- fulltrúi krata sat lijá. B-listi hlaut eitt atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn liafði því lánað Einari Olgeirssyni eitt atkvæði. — Svo var sjónar- spilið sctt á svið til að klóra yfir þetta. Forseti lét endurtaka kosn inguna, þótt hann væri búinn að lýsa kosninguna lögmæta og Einar Olgeirsson rétt kjörinn í stjóm Sogsvirkjunarinnar. Minnihlutinn tók ekki þátt í þessari síðari „kosningu". Kom aðeins fram cinn listi Sjálfstæðisflokksins og var hann því sjálfkjörinn. Hér var því ekki um endurtekningu kosning- unnar að ræða, heldur nýja „kosn ingu“. — Sjálfstæðismenn vita gjörla, að sú ,,kosning“ verður dæmd ógild, — en halda að með því sjónarspili hafi þeim tekizt að hylja í reyk sambandið milli Bjarna og Einars. Vildi hindra (Framhald af 1. síðu). því, að samvinnufélögin fallist ekki á kjarabæturnar. En samvinnumenn létu ekki bugast fyrir svikabrigzlum stjóm- arblaðanna, heldur höfðu forust- una í að semja og þar með að tryggja verkamönnum þær kjara- bætur, sem þeir hafa nú fengið. Ríkisstjórnin hafði ekki tak á atvinnurekendum nyrðra þegar til kom. Fylgdu þeir á eftir og höfðu með því að engu mótspyrnu ríkis- stjórnarinnar og blaða hennar. Með þessu hafa samvinnufélögin enn cinu sinni átt sinn þátt í að tryggja láglaunafólki réttmætar launabætur og bjargað jafnframt vinnufriðnum, sem valdhafarnir skirrast ekki við að eyðileggja til að reyna að framkvæma kjara- skerðingarstefnuna. Af þessu geta launamenn bezt dæmt, hverju þeir mega lielzt treysta, þegar á reynir. Laos Framhald af 7. síðu. Bandarískar landnemasveitir leggja vegi í norð-austur hluta Thailands, þar sem fátæktin er mest og kommúnisminn út- hafnarbætur í suðurhluta Thai- hafa farið fram miklar hand- tökur undanfarna mánuði. Á sama hátt eru framkvæmdar hafnarbætur í suðurhluta Thai- lands, til þess að auðvelda land- göngu hersveita af sjöunda flota Bandaríkjanna, ef til kem ur. Valdhafarnir í Bandaríkjun- um hafa í raun og veru skuld- bundið sig til hervarna Thai- Iands. Samtímis beinist athyglin að baráttunni í Suður-Vietnam, hinu megin við Laos. Þar hafa Bandaríkin ekki síður hönd í bagga en í Thailandi. Skæru- hernaður er þar í fullum gangi í norðurhluta landsins og þar eiga Bandaríkjamenn einnig í höggi við einvald, sem vill halda sinni stefnu og tryggja aðstöðu sjálfs síns í því um- fangsmikla tafli, sem verið er að leika. Sérhver meiri háttar breyting í Laos hlýtur að hafa mikil áhrif í báðum hinum ríkj unum. (Þýtt úr Politiken). Gatnagerðin (Framhald af 16. síðu). árinu 1961 munu hafa verið mal- bikaðir 3,8 km. en malargötur lik- lega lengzt um 1—2 km. Holræsi hafa lengzt á sömu íimm árum um nálega 30 km. Á þessum fimm árum frá 1957— 1961 var varið til nýrra gatna 80,2 millj. kr. og til holræsa 64,5 millj. eða samtals til nýrra gatna og holræsa um 144 millj. kr. Láta mun nærri að þessir 4 km. af nýj- um malargötum samsvari 800 metr um í fullgerðri malbikaðri götu að kostnaði, svo að fyrir þessar 144 millj. hafa fengizt sem svarar 8 km. í fullgerðum götum og 30 km. í holræsum. Hefur þá liver Iengdarkm. í hverri götu með holræsi kostað 18 millj. kr., og gerð þeirra malar gatna, sem fyrir hendi eru í dag kostar ekki 909 millj., heldur 16—1700 milljónir. Og með sömu' afköstum og kostnaði og verið hef i ur síðustu 5 árin verður það ekki eftir tíu ár, heldur 58 ár og 8 mánuði, sem því marki verður náð að fullgera allar götur í Reykja- vík, sé miðað við cðlUegan vöxt borgarinnar. Það verður sem sé hinn 1. sept. 2020. Það er fallegt ártal. Þetta sýnir, sagði Þórður, að á- ætlanir þær, sem fyrir liggja eru haldlitlar, og það er ekki fyrst og fremst spurningin um það að út- vega 909 milljónir króna eða eðli- legar fjárfúlgur til gatnagerðar- innar, heldur að nýta féð betur og bæta tæknina í gatnagerðinni. Um það, hvernig bæta eigi tæknina, vantar allar tillögur, en á því velt ur allt. En ég vil samt fagna því, sagði Þórður að lokum, að þessu mesta nauðsynjamáli borgarinnar skuli hreyft, því að þar þarf svo mörgu að breyta og margt að bæta. Alfreð Gíslason lagði til, að þrjár umræður yrðu um málið, en borg arstjóri léði ekki máls á slíkum drætti, enda ríður augsýnilega meira á að samþykkja áætlunina fyrir kosningar en að vinna sæmi lega að undirbúningi málsins. Geir Hallgrímsson taldi Þórð fara með rangar tölur, og nú væru malbikaðar götur í Reykjavík 59 I km. en ekki 55,8 eins og Þórður hefði haldið fram, allir hans út- reikningar væri því hrein skáld- saga. Þórður kvaðst hafa tölur sínar um gatnagerðina á síðasta ári frá borgarstjóranum sjálfum, eða úr greinargerð hans um málið á síð- asta bæjarstjórnarfundi, en ef hann hefði nú sjálfur fundið ein- 'hverja aðra tölu, mætti alveg eins miða við hana, og kæmi þá út, að malbikun gatna í Reykjavík lyki 1. marz 2007 í stað 2020. Að vísu væri það eilítið hagstæðari tala, en eigi að síður yrði ný öld vel runnin upp áður. Það, sem ég lief hér sýnt fram á, sagði Þórður, cr engin skáld- saga. Það hljómar ef til vill eins og skáldsaga, en það er samt hinn bitri sannleikur um stjórn íhalds- ins á þessu þýðingarmikla máli Reykvíkinga. VÍÐAVANGUR (Framhald af 2. síðu). hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Borgarstjórnarmeirihlut- inn hefur rétt fram afmælis- gjöfina í nokkurri annarri mynd en lofað var oig má segja að gjöfin sé vel í samræmi við fortíðina. Hún er ný teikning af nýrri siökkVistöð á nýrri lóg í nýrrl blárri bók. Það eru drátthagir menn í Sjálfstæðis- flokknum. Og því verra sem ásfcandið verður, því stórkost- Iegri verða loforð meirihlutans . að vera. Væri ekki reynand'i fyrir hina dugmiklu íbúa höf- uðstaðarins að veita meirihlut- anum viðvörun og aukið aðliald í borgarstjórnarkosningunum? Knýjum meirihlutann til meiri framkvæmda. Maðurinn minn, Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á Skipum, Stokkseyri, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 16. maí. Guðfinna Guðmundsdóttir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall Þuríður Ólafsdóttir, Njálsgöfu 37. Börn og tengdabörn. Frá barnaskólum og gagn- fræðaskólum Reykjavíkur Vegna 100 ára afmælis samfelldrar barnafræðslu í Reykjavík, verða sýningar á skólavinnu nemenda í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar 19. og 20. þ.m. Sýningarnar verða opnar á þessum tíma: laugardag 19. maí kl. 4—8 síðdegis sunnudag 20. maí kl. 10—,12 árdegis og 2—7 síðdegis. Fræðslustjórinn í Reykjavík. TILKYNNING frá Skipulagsnefnd fólksflutninga með bifreiðum. Ákveðið hefur verið, að frá og með 15. maí 1962, þar til öðruvísi verður ákveðið, verði ekki veitt réttindi til hópferðaaksturs með bifreiðum, sem ekki hafa áður verið í hópferðaakstri. Reykjavík, 15. maí 1962. Tilboð óskast í Verkamannaskýlið við Tryggvagötu, til niðurrifs eða brottflutnings. Húsið verður til sýnis föstudaginn 18. og laugar- daginn 19. maí n.k. frá kl. 2—6 báða dagana. Söluskilmála má vitja í skrifstofu vora, Tjarnar- götu 12. III. hæð. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Jarðræktarsvæði nr. 2 Strandasýslu JwBýtustjérar Óskum eftir að ráða vanan jarðýtumann í sumar. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. F. h. stjórnarinnar Daníel Ólafsson, Tröilatungu. Býlið Bali Vestan við Hafnarfjörð er til sölu. íbúðarhús og góð útihús. Nánari upplýsingar gefur Guðjón Steingrímsson, hrl. Reykjavíkurveg 3, Hafnarfirði, sími 50960 TÍMINN, föstudaginn 18. maí 1962 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.