Tíminn - 18.05.1962, Blaðsíða 6
SJÁLFBOÐALIÐAR
B-listann vantar sjálfboðaliSa til starfa nú þegar og á kjör-
degi. — Hringið strax í aðalskrifstofuna, Tjarnargötu 26, og
látið skrá ykkur til starfa. — Látiíí B-listanum í té allan þann
tíma sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldustörf-
um er lokiS. — Símar skrifstofunnar eru 15564, 24758, 24197
og 12942.
KOSNINGASJÓÐUR
ÞaS er vinsamleg ábending til stuðningsmanna B-Iistans,
sem geta látfð fé af hendi rakna í kosningasjóð, að hafa sam-
band við skrifstofuna í Tjarnargötu 26. Öllum slíkum framlög-
um, smáum sem stórum, er með þökkum veitt móttaka í kosn-
ingaskrifsto'funni.
B - LISTINN ALJGLÝSIR:
Kosningaskrifstofur B-listans við borgarstjórnarkosningarn
ar í Reykjavík 27. maí n.k., eru á eftirtöldum stöðum: Aðal-
skrifstofan er í Tjarnargötu 26. Símar 15564, 24758, 24197 og
12942. — Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI MELASKÓLANS í Búnaðarfélagshúsinu
v/Hagatorg, sími 20328. —
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 aS kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI MIÐBÆJARSKÓLANS í Tjarnargötu 26,
símar 24758 og 12942.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI AUSTURBÆJARSKÓLANS að Baldurs
götu 18, sími 16289.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI SJÓMANNASKÓLANS að Einholti 2,
símar 20330 og 20331.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI LAUGARNESSKÓLANS OG LANG-
HOLTSSKÓLA að Laugarásvegi 17, símar 38311 og 38312. —
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI BREIÐAGERÐISSKÓLANS að Mel
gerði 18, sími 38313.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
STUÐNINGSFÓLK B-LISTANS! Hafið samband við kosninga-
skrifstofurnar. Komið eða hringið og veitið alla þá aðstoð er
þið getið í té látið.
Upplýsingar varðandi utankjörstaðakosningu er hægt að fá á
skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 23, símar: 16066
og 19613. — Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 f.h., 1,30—6 e.h.
og 8—10 s.d. — Hafið samband við skrifstofuna og gefið henni
upplýsingar um fólk sem verður fjarri heimili sínu á kjördag.
Akranesi: Félagsheimili Framsóknarmanna, sími 712.
Keflavík: Suðurgötu 24, sími 1905.
Kópavogur: Alfhólsvégi 2, simi 38330.
Hafnarfjörður: Suðurgötu 35. sími 50067 (Gíslabúð).
Vestmannaeyjar: Strandvegi 42 II. hæð. Sími 865.
Siglufjörður: Eyrargötu 17, sími 146.
Selfoss: Kaupfélagshúsinu, sími 103.
Akureyri: Sími skrifstofunnar 1443.
Skrifstofumaður óskast
Viljum ráða strax, ungan, röskan skrifstofumann
1 Bifreiðadeild Samvinnutrygginga.
Samvinnuskóla- eða önnur hliðstæð menntun æski-
leg.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannadeild SÍS,
Sambandshúsinu.
Starfsmannahald SÍS.
Gott steinhús
á stórri eignarlóð í Reykjahverfi í Mosfellssveit,
ásamt bílskúr og fleiri útihúsum, er til sölu ef við-
unanlegt boð fæst. Mikil útborgun áskilin.
Nánari upplýsingar gefur
Sveinbjörn Steinsson,
Reykjavöllum,
sími um Brúarland.
Reykjavík sigraði
(Framhald al 12 síöu)
Fjórða mark sitt í leiknum skor-
aði Grétar svo rétt fyrir leikslok.
Knettinum var spyrnt fram völlinn
og tókst Grétari með hraða sínum
að hlaupa fram fyrir miðvörðinn,
og sendi hann síðan knöttinn með
föstu skoti í markið. Úrslitin 4—1
eru nokkuð sanngjörn. Úrvalsliðið
lék mun betri knattspyrnu — en
Keflvíkingar komu þá sannarlega
á óvart, og liðið er í mikilli fram-
för.
Fyrsta bæjarkeppnin
Þetta er í fyrsta skipti, sem bæj
árkeppni milli þessara bæja fer
fram, en vonandi verður það ekki
í síðasta skipti — og eins og stað
an er nú eru Keflvíkingar verð-
ugir keppinautar. Það voru marg
ir, sem létu það álit í ljós, að
úrvalslið Reykjavíkur hefði getað
verið betur skipað — en hvað,
sem því líður komst liðið allsæmi-
lega frá leiknum. Heimir átti góð
an leik í marki, svo og báðir bak
verðirnir, Árni Njálsson og Bjarni
Felixson. Sveinn Jónsson — sem
kom í stað Garðars Árnasonar —
var mjög duglegur í leiknum, bæði
í sókn og vörn, og Ormar er allt-
af drjúgur, þó honum yrðu á slæm
mistök, þegar Keflvíkingar skor-
uðu sitt eina mark í leiknum.
I framlínunni var Grétar mjög
ákveðinn eins og mörkin gefa til
kynna — en Sigurþór Jakobsson
sýndi skemmtilegasta knattspyrnu,
og samvinna hans og Bergsteins
oft mjög góð. Hægri armur sóknar
innar var minnst með í leiknum
— og það er of snemmt að velja
Ásgeir í úrvalsliðið þótt hann sé
í betra lagi efnilegur.
Hjá Keflvíkingunum voru hinir
reyndu leikmenn liðsins, Högni og
Sigurður Albertsson, beztir, sterk-
ir og leiknir leikmenn. Jón Jó-
hannsson er bráðefnilegur mið-
herji; og margir aðrir leikmenn
'liðsins lofa góðu. Þetta er ungt
m, sem vjssulega á framtíðina
fyrir sér — og með þennan efni-
við er ekki ólíklegt, að Hafsteinn
Guðmundsson eigi eftir að koma
upp „stórliði“ í Keflavík á okkar
mælikvarða. Dómari í leiknum var
Baldur Þórðarson, Þrótti.
Sumarbúðasfarf ICR
Framhald at 12 síðu
— þvottur og snyrting. 8.30 skála-
skoðun. 8.40 morgunverður. 9,15
fáninn. 9,20 morgunleikfimi. 9,30
frjálst. 10,00 létt vinna. 12,00 há-
degisverður. 13.00 leikir og íþrótt-
ir. 15,30 kaffi 16,00 leikir og
íþróttir. 19.00 kvöldverður. 19,50
fáninn. 20,00 frjálst. 21,00 kvöld-
vaka. 22,00 kvcfldskattur, 22,10 hátt
að. 22,30 kyrrð.
Hannes Ingibergsson íþrótta-
kennari og kona hans munu veita
námskeiðunum forstöðu, og eru
þeir sem hyggjast notfæra sér
þessa sumarbúðastarfsemi fyrir
börn sín beðnir að hafa sem fyrst
samband við Hannes i síma 24523.
enn frem”' - t veittar frekari nnp
lýsingar um námskeiðin í síma
13025 og eru í gegnum bæði síma
númerin skráðir þátttakendur í
námskeiðunum.
Spái í spil og bolla
miSvikudaga og laugar-
daga.
ASrir tímar eftir samkomu-
lagi.
Sími 24748
11 ára drengur
óskar eftir góSu sveita-
plássi. Er vanur.
Upplýsingar í síma 12241
eftir kl. 6
BORGARSTJÖRNAR-
KOSNINGARNAR
Umhyggja SjáifstæSis-
manna
Mbl. reynir að klóra yfir og
verja samdrátt þann, sem orð
ið hefur í íbúðabyggingum í
Reykjavík síðan Sjálfstæðis
menn tóku forystuna í ríkis-
stjóminni. En þetta er vita
gagnslaust hjá blaðinu.
Samdrátturinn hlaut að
koma sem óhjákvæmileg af-
leiðing kjararskerðingarinnar
hjá öllum almenningi. Um-
hyggja fyrir Reykjavík og öll
um hinum mörgu, sem vantar
eigin íbúðir sést e.t.v. óvíða
gleggra heldur en í samdrætti
íbúðabygginga: 1957 er byrjað
á byggingu samtals 916 nýrra
íbúða í Rvík, en 1961 er þessi
tala fallin ofan í 391 íbúð.
Það er ekki óeðlilegt, að Mbl.
beri sig aumlega, þegar það
sér í spegli tímans, flett ofan
af skrumi þess í hagsmuna-
Ímálum hins almenna borgara.
En það eru aðrar bygging-
ar, sem blómsta síðustu árin
og það eru verzlunar- og kaup
sýsluhús valdamanna Sjálf-
stæðisflokksins og bankar og
peningaverzlanir Þeir, sem
ferðast um Suðurlandsbraut-
ina, sjá hvar umhyggja Sjálf
stæðismanna ber ríkulegan
ávöxt.
Bifreiðaumboð og heildverzl
anir virðist ekki skorta fé,
þótt hinn almenni borgari
verði að neita sér um að
byggja. yfir sig cg fjölskyldu
sína.
SCosningar á hverju ári
Einn kunnur borgari, greind
ur vel, en ekki flokksbundinn,
lét sér nýlega um munn fara,
að við Reykvíkingar þyrftum
að hafa borgarstjórnarkosn-
ingar á hverju ári. Þá yrðu
miklar framkvæmdir í borg-
inni. Ilann vitnaði í kosninga
ioforðin, sem rigndi yfir fyrir
hverjar kosningar.
Hann sagði, að það myndi
dauðadómur yfir hverium
meirihluta, sem ekki efndi sín
kosningaloforð, ef kosið væri
á hverju ári. En eftir fjögur
ár væru gömlu loforðin farin
að gleymast.
Ekki skal hér tekið undir
þessa skoðun, en eðlilegt er,
að hún komi fram. Svo áber
andi eru fyrirheit Sjálfst.
manna fyrir þessar kosningar,
um stórframkvæmdir á veg
um borgarinnar
Nú bregður svo við, að bæði
í orði og verki, er játað, að
margt liggi ógert hjá garði.
frá tíð fyrirrennaranna.
Nú er lofað hitaveitu i
hvert hús. Nú er lofað fullgerð
um götum á næstu 10 árum
Nú er lofað stórauknu kölda
vatni. Nú er lofað nýrri höfn,
enn þá betri og fullkomnari
en þeirri, sem var lofað 1958,
en aldrei komst lengra en á
pappírinn og til myndskreyt-
ingar í „bláu skáldu“.
Og nú er lofað byggingar-
lóðum í stórum stíl.
Allt eru þeíta góðar fréttir
EF efndirnar verða jafn ör-
uggar og loforðin!
Persónudýrkun
Margt er líkt með skyldum.
Stundum hefur öfgunum yzt
til hægri og vinstri verið líkt
saman. Rammasta íhald og
kommúnismi séu greinar á
sama stofni. En hvað sem
segja má um þá samlíkingu,
verður því ekki í móti mælt,
að ýmislegt er líkt með þeim
fóstbræðrum.
Orð hefur farið af að komm
únistar hafi stundum ekki
með öllu verið lausir við per-
sónudýrkun. Menn minnast
Stalíns gamla. Og það er eins
og mann minni að Mbl. hafi
stundum velt vöngum yfir því
— og ekki talið til fyrir-
myndar.
En nýjasta vopn Mbl. í borg-
árstjórnarkosninguum er að
vekja hér upp eins konar per-
sónudýrkun.
Nú síðustu dagana hefur
blaðið tekið sér fyrir hendur,
að skrifa hvern langhundinn
af öðrum, til að hefja b.org-
arstjórann og forseta borgar-
stjórnar til skýjanna, per-
sónulega. Eru þessar hugvekjur
mjög myndskreyttar og varpa
björtu Ijósi yfir hvað hér
sé mikið fyrirmyndarfólk á
ferð.
Lesandinn fær það hugboð,
að nú sé allt stærra í vöfum
og meira til fyrirmyndar en
hjá íyrrverandi borgarstjór-
um.
Borgarstjórinn, sem talinn
er hógvær maður, spyr blaða-
mann Mbl., sem óskaði eftir
viðtalinu:
„Verður það ekki talin per-
sónudýrkun?“
Uggur borgarstjórans er
réttur. Skrif Mbí. eru vísir að
persónudýrkun hér á landi.
Gflpggun ¥ísis
Dagblaðið Vísir huggar sig
við það, að enda þótt Fram-
sóknarmönnum takist að fá
tvo menn kosna í borgar-
stjórn, SEM BLAÐIÐ GERIR
EINS VEL RÁÐ FYRIR, þá
verði þeir þó alltaf áhrifa-
lausir.
En ef fulltrúarnir yrðu nú
þrír?
Skrifstofustúlkur óskast
Viljum ráða strax vanar skrifstofustúlkur til að
annast bókhald og önnur skrifstofustörf.
Samvinnuskóla- eða önnur hliðstæð menntun æski-
leg.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannadeild SÍS,
Sambandshúsinu.
Starfsmannahald SÍS.
6
T f MIN N , föstudaginn 18. maí 1962