Tíminn - 18.05.1962, Blaðsíða 16
„Með sama vinnulagi og af-
köstum og verið hafa í gatna-
gerð Reykjavíkur síðustu
fimm árin, mundi sá sögulegi
atburður ekki gerast eftir tíu
ár, heldur nákvæmlega út
reiknað 1. september árið
2020, að allar götur í Reykja-
vík hefðu verið malbikaðar".
Þetla sagði Þórður Björnsson,
borgarfulltrúi Framsóknarflokks-
ins á fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur í gærkveldi, þegar gatnagerð
aráætlun íhaldsins var þar tii um-
ræðu. Hann gagnrýndi vinnubrögð
in við' áætlunina harðlega og sýndi
fram á, hve hún er lausleg og
óraunhæf, en kvaðst að sjálfsögðu
fagna því, að hreyft væri við' þessu
mesta nauðsynjamáli Reykjavíkur,
sem hefði verið í slíku ófremdar-
ástandi ávum saman.
! Geir Hallgrímsson, borgarstjóri,
fylgdi málinu úr hlaði við þessa
aðra umræðu og ræddi nokkuð um,
í hverju skoðanamunur væri fólg-
inn á fjáröflunarleiðum til verks-
ins.
Þórður Björnsson vék síðan að
áætluninni, minnti á að gert væri
í þessari áætlun ráð fyrir, að Ijúka
malbikun gatna í borginni á tíu
árum og kostnaður áætlaður 909
millj., þar af ætti að leggja fram
úr borgarsjóði 234 millj. kr. Um
hitt væru aðeins óljósar vangavelt-
ur, hvernig afla ætti þess fjár, sem
á vantaði.
— En ég er ekki jafnsannfærð-
ur um það og borgarstjóri, sagði
Þórður, að unnt sé að ljúka þessu
mikla verki fyrir 909 millj., þótt
unnt yrði að afla fjárins, eða að
þá sé vandamál gatnagerðarinnar
leyst. — Ég vil minna á, að áætlun
þeirra þriggja verkfræðinga borg-
arinnar, sem áætlunina hafa gert,
SELL0L0SI
IÍR BARRI
STOKKHÚLMUR
- REYKJAVÍK
Hvítt: F. Ólafsson
13. a2a4 — b7b6
14. Hflel — Bc8a6
15. Bg2fl — Ba6xRc4
Friðrik segir: Svartur vill ekki
eiga hótunina Rxe5 yfir höfði sér
og ákveður því að eftirláta hvíta
biskupaparið.
Blaðið hefur fregnað, að
ungur skógfræðingur sé að
vinna að áætlun um sellólósa-
framleiðslu hér á landi. Mun
gert ráð fyrir, að efnið verði
unnið úr barrviðum, og að
hafin verði ræktun barrtrjáa í
þessum tilgangi.
Sellólósaverksmiðjan mundi
verða reist eftir að skógurinn hefði
náð tilskildum þroska, en þar er
að sjálfsögðu um árafjölda að
ræða.
Sellólósa er notað í margs kon-
ar iðnaði, og framleið'sla þess hér
mundi að líkindum valda þáttaskil-
um í íslenzkum iðnaði, auk gjald-
eyristekna, sem væntanlegur út-
flutningur kynni að gefa í aðra
hönd.
Blaðið ræddi nýlega við skóg-
fræðinginn og spurðist fyrir um
þessi áform. Hann varðist allra
frétta, en neitaði ekki, að hann
væri með slíka hugmynd á prjón-
unum. Blaðið væntir þess, að geta
síðar skýrt nánar frá þessari at-
hyglisveðru hugmynd. Framleiðsla
á sellólósa hér væri mikið ævintýri.
er mjög lausleg og í henni margir
og veigamiklir fyrirvarar. Það er
t. d. bent á, að verkfræðileg áætl-
un framkvæmdanna hafi ekki ver-
ið gerð og því hljóti kostnaðar-
áætlanir að vera mjög lauslegar.
Fleiri veigamikil atriði eru fram
tekin og benda til, að óvarlegt sé
að treysta þessari upphæð, og
reynsla síðari ára bendir til, að
þetta verk verði allmiklu dýrara,
nema til komi allt önnur tækni,
sem enga vitneskju er að fá um í
áætluninni.
Þö að aðeins sé farið fimm ár
aftur í tímann og tekið bilið frá
ársbyrjun 1957 til ársloka 1961
hefur lengd malbikaðra eða
steyptra gatna, eftir því sem næst
verður komizt, lengzt um 7,2 km.
en malargatna um rúma 4 km. Ar-
in 1957—1960 lengdust malbikaðar
götur úr 48,6 km. í 52 km., en á
(Framh. á 15. síðu).
Meðlimir úr sendinefnd Sameinaða Arabalýðveldisins heimsóttu Samband íslenzkra samvinnufélaga í gær-
morgun. Forstjóri S.f.S. og nokkrir framkvæmdastjórar þess sátu fund með hinum arabisku gestum. ___
Erlendur Einarsson tilkynnti, að SambandiS vildi bjóða 2—3 fulltrúum frá arabiska lýðveldinu til 3 vikna
dvalar hér á landi til þess að kynna þeim íslenzkt samvinnustarf. Hinir arabisku fulltrúar létu í Ijós
áhuga fyrir að úr þessu gæti orðið og skýrðu jafnframt frá því, að vaxandi áhugi væri fyrir samvinnu-
starfi í heimalandi sínu. — Meðfylgjandi mynd sýnir frá vinstri: Hannes Jónsson, fulltrúa utanríkisráðu-
neytisins, Hassan Soliman Rashawan, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu í Cairo; Helgi Péhirsson framkv.-
stjóri S.f.S.; Salah Sohar, sendiherra United Republic í Stokkhólmi; Erlendur Einarsson, forstjóri S.Í.S.;
Ahmed Aly Fahim, fulltrúi vinnumálaráðuneytisins í Cairo; Samal Slieire, ríkisráðsfulltrúi utanríkisráð-
herrans í Cairo; Valgarð J. jÓIafsson framkv.stjóri S.f.S.; Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri S.f.S. —
lutaskiptamálið
ingfest í gær
Mál þa3, sem Alþýðusam-
band íslands hefur höfðaS á
Landssamband íslenzkra út-
vegsmanna fyrir hönd Verka-
lýðsfélags Norðfirðinga, var
þingfest í félagsdómi í gær, en
síðan frestað.
Málið er eins og kunnugt er ris-
ið vegna þess, að LÍU og deildir
þess telja sig hafa sagt upp síld-
veiðisamningunum frá 1959. Til-
gangur LÍÚ er að breyta skipta-
hlutfallinu bátunum í hag,
Sjómannasamtökin á Austur-
landi telja sig hins vegar ekki hafa
fengið neina uppsögn, og sé samn
ingurinn frá 1959 því í fullu gildi,
hvað þau snertir. Samningar um
síldveiðar í sumar milli sjómanna-
samtakanna í ASÍ og LÍU hins
vegar eru nú yfirstandandi, og
skiptir því miklu, hvernig þessu
máli reiðir af.