Tíminn - 22.05.1962, Side 6
Opið bréf til stjórnar og framkv.
stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur
Mætti ég, fyrrverandi starfsmað
ur þeirrar stofnunar, sem þér eig-
ið að stjórna og yður hqfur verið
trúað fyrir, senda yður nokkrar lín
ur, þrátt fyrir, eða öllu heldur
vegna þess, að þér hafið ekki svar-
að bréfi mínu dags. 20. júlí 19öú,
enda mun það vera talið grundvall-
aratriði og kurteisisskylda jafnt í
viðskiptum sem öðrum samskipt-
um manna að svara erindum og
bréfum.
í þessu erindi mínu óskaði cg eft
ir að fá frið til að vinna þau verk
við stofnun yðar, sem ég hlaut að
bera ábyrgð á að væru forsvaran-
lega unnin, en þér kusuð að segja
mér upp störfum í stað þess að
verða við bón minni.
Þessi viðbrögð yðar verða vart
skilin á annan veg en þann, að
þér teljið vandvirkni minni og
verkkunnáttu ábótavant og því
gagnstætt hagsmunum Kirkjugarð-
anna að nýta þjónustu mína. Margt
fleira styður þessa ályktun, svo
sem sú staðreynd, að þér hafið
veitt svonefndum yfirverkstjóra
fulltingi yðar til að stjórna þeim
verkum, sem lögum samkvæmt
eiga að vera undir umsjón viður-
kenndra meistara, þrátt fyrir það,
að yður ætti að vera kunnugt, að
sumar. af tiltektum þessa verk-
KOSNINGASJÓÐUR
ÞaS er vinsamleg ábending til stuðningsmanna B-listans,
sem geta látið fé af hendi rakna I kosningasjóS, að hafa sam-
band við skrifstofuna í Tjarnargötu 26. Öllum slíkum framlög-
um, smáum sem stórum, er með þökkum veitt móttaka í kosn-
ingaskrifstofunni.
B - LISTINN AUGLÝSIR:
Kosningaskrifstofur B-listans við borgarstjórnarkosningarn
ar í Reykjavík 27. maí n.k., eru á eftirtöldum stöðum: Aðal-
skrifstofan er í Tjarnargötu 26. Símar 15564, 24758, 24197 og
12942. — Skrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 10 að kvöldi,
FYRIR KJÖRSVÆÐI MELASKÓLANS í Búnaðarfélagshúsinu
v/Hagatorg, sími 20328. —
Skrifstofán er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI MIÐBÆJARSKÓLANS í Tjarnargötu 26,
símar 24758 og 12942.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 c.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI AUSTURBÆJARSKÓLANS að Baldurs-
götu 18, sími 16289.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI SJÓMANNASKÓLANS að Einholti 2.
símar 20330 og 20331.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI LAUGARNESSKÓLANS OG LANG
HOLTSSKÓLA að Laugarásvegi 17, símar 38311 og 38312. —
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.h. til kl. 10 að kvöldi.
FYRIR KJÖRSVÆÐI BREIÐAGERÐISSKÓLANS að Mel
gerði 18, sími 38313.
Skrifstofan er opin frá kl. 2 e.Ii. til kl. 10 að kvöldi.
STUÐNINGSFÓLK B-LISTANS! Hafið samband við kosninga-
skrifstofurnar. Komið eða hringið og veitið alla þá aðstoð er
þið getið í té látið.
Upplýsingar varðandi utankjörstaðakosningu er hægt að fá á
skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, símar: 16066
og 19613. — Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 f.h., 1,30—6 e.h.
og 8—10 s.d. — Hafið samband við skrifstofuna og gefið henni
upplýsingar um fólk sem verður fjarri heimili sínu á kjördag.
Kosomposkrifsteftir óti ó IimhPr
Akranesi: Félagsheimili Framsóknarmanna, sími 712.
Keflavík: Suðurgötu 24, sími 1905.
Kópavogur: Álfhólsvegi 2, sími 38330.
Hafnarfjörður: Suðurgötu 35, simi 50067 (Gíslabúð).
Vestmannaeyjar: Strandvegi 42 II. hæð. Sími 865.
Siglufjörður: Eyrargötu 17, sími 146.
Selfoss: Kaupfélagshúsinu, sími 103. <
Akureyri: Sími skrifstofunnar 1443.
SJÁLFBOÐALIÐAR:
Nú er aðeins tæp vika til kosninga, og enn er eftir að inna mikla
vinnu af höndum. B-Iistann vantar því sjálfboðaliða til starfa nú
þegar. Stuðningsmenn B-listans. Hringið strax í aðalskrifstofuna,
Tjarnargötu 26, og látið skrá ykkur til starfa. Allar hjálparhend
ur eru vel þegnar .Sjálfboðaliðar, látið B-listanum í té allan
þann tíma, sem þið mögulega getið, eftir að daglegum skyldu-
störfum er lokið. Munið, að ein vika er skammur tími. Símar
skrifstofunnar eru 1-55-64, 2-47-58, 2-41-97 og 1-29-42.
Þakkir fyrir ánægju-
lega ferð
Síðastl. sumar bauð Kvenfélag
Sauðárkróks öldruðu fólki á Sauð-
árkróki í eins dags ferðalag norður
í Eyjafjörð, til Akureyrar, að
Grund og víðar. Þetta er orðinn
fastur þáttur í starfi kvenfélagsins
að gleðja okkur gamla fólkið ■ á
þennan hátt á ári hverju. Mörg
\
BORGARST JORNAR-
KOSNINGARNAR
stjóra verða vart taldar til eðli-
legra athafna. Þegar ég og aðrir
meistarar, sem hjá yður hafa unn-
ið, vilja ekki viðurkenna skemmd-
arverkin, hafiff þér látið þá þegar
víkja úr starfi.
Þessi vinnubrögð getur meistari
ekki látið óátalin, hvorki af per-
sónulegum ástæðum né heldur.
vegna skyldna sinna sem meistari
og ábyrgðarmaður byggingarfram-
kvæmda.
Eg get ekki séð, að nokkur skilj-
anleg ástæða sé fyrir þeirri afstöðu
yðár til þeirrar stofnunar, sem þér
stjórnið, að þér teljið æskilegt aö
verkum sé þannig hagað, að þau
ónýtist að meira eða minna leyti
um leið og þau hafa verið unnin
og handahóf og kunnáttuleysi látið
ríkja um allar framkvæmdir.
Með tilliti til þess, sem nú hef-
ur verið sagt, fæ ég ekki betur séð
en ríkar ástæður krefjist þess, að
störfum, sem krefjast fagþekking-
ar, sé létt af yfirverkstjóra yðar,
enda sýnist mér vera full þörf"á
starfskröftum hans við eftirlit með
almennum framkvæmdum í kirkju
görðunum. Það kæmi þá kannske
ekki fyrir, að starfsliðið sé notað
við önnur störf, sem virðast kirkju
görðunum óviðkomandi, ef til vill
gæti hann þá einnig betur fylgzt
með meðferð efnis, sem ætlað er
til framkvæmda og fleira mætti að
sjálfsögðu telja, svo sem það, að
ekki mundi saka, ef tími gæfist, að
yfirverkstjórinn aðstoðaði við frá-
gang reikninga Kirkjugarðanna,
því sannarlega mundi almenning-
ur ekki hafa neitt á móti því að
þqir væru birtir og hægt yrffi að
sjá opinberlega, hvernig stofnunin
er rekin.
Virðingarfyllst,
Björn Guðmundsson.
Minningarrit
Nýlega er komið út minningar-
rit á 50 ára afmæli Ungmennasam
bands Borgarfjarðar. (UM.S.B.).
Þetta rit er um 60 blaðsíður í all-
stóru bandi, prentað á góðan
pappír. Það flytur fjölda ágætra
mynda, þó einstaka lélegar einnig.
Ritið flytur mikið af greinilegum
fróðleik, þótt smávillur og dálítil
hlutdrægni óprýð'i það á einstaka
stað.
Það er gott að þetta rit varð-
veitir ýmsan merkan fróðleik varð
andi hálfrar aldar starf þessa á-
gæta Ungmennasambands og það
sýnir á ýmsan hátt, hve U.M.S.B.
hefur átt mikinn og merkan þátt
í framsókn Borgarfjarðarhéraðs
undanfarin 50 ár.
Þótt ritið varði aðallega Borgar-
fjörð og Borgfirðinga, þá er
skemmtilegt fyrir ýmsa, lestrar-
félög o.fl. víðsvegar um land, að
eignast ritið. Það fæst hjá Fálkan-
um í Reykjavík og hjá U.M.S.B. í
Borgarfirði. V.G.
Videy
Ekki verður hér rakin saga
Viðeyjar. En hún á merka sögu
og þar hafa búið öndvegismenn
á ýmsum tímum. Og þar bjó
Skúli Magnússon landfógeti,
sem stundum hefur verið tal- •
inn faðir Reykjavíkur í núver-
andi mynd borgarinnar.
Þessi eyja liggur við túnflöt
höfuðborgarinnar. En hún má
muna sinn fífil fegri. Nú standa
þar enn gömul hús, sem áður
voru stórmyndarieg, en eru nú
lirörleg mjög, enda lítt við hald
ið. Landið í eyjunni mun nytj-
að til heyöflunar.
Stundum hefur verið rætt um
að Reykjavík sinnti málefnum
Viðeyjar og hefði forgöngu u.n
að endurvekja virðuleika henn-
ar. Enn þá hefur þó ekkert orð
ið úr framkvæmdum annað en
snotrar ræður, sem fljótlega
hafa gleymst.
En það er tími til koutinn,
að hefjast handa.
Sögufrægð eyjarinnar höfðar
til metnaðar höfuðborgarinnar
um að sinna endurröisn hennar
og halda við fornum bygging-
um. Viðeyjarstofa, sem Skúli
Magnússon lét reisa, er forn-
minjar, sem ekki er vansalaust
fyrir Revkjavík að láta grotna
niður hjá garði sínum.
Samhliða sögufrægð sinni er
Viðey mjög skemmtilegur stað-
ur og dýrmætur til eignar fyrir
höfuðborgina. Þar er gott að
vera á góðum sumardegi. Þar
er kyrrlátt og friðsælt og svo
f jarri ys og þis • borgarlffs'ns,
þótt stutt vegalengd sé á milli.
Við leitum oft langt vfir
skammt til hvíldar að sumrinu.
Ekki verður hér rakið nánar
hvað hægt er að gera við Við-
ey. Það er svo margt. En höfuð-
atriði. að Reykjavík skilii sinn
vitjunartíma. Og því fyrr, því
betra.
Ráfhús
Oft hefur verið rætt um, að
Reykjavík byggði sér ráðhús.
Eitthvað hefur verið safnað í
svonefndan ráðhússjóð, sem
kjósendur /ita nú ekki um,
hvort er meira en nafnið.
En hitt er víst, að fyrir noklcr
um árum var ráðhúsinu valinn
staður í norðanverðri Tjörninni.
Talið var, að samkomulag væri
um staðinn. En síðan virðast
mjög margir vera óánægðir
með staðinn.
Staðurinn er raunar falleg-
ur, en mjög dýr og aðþrengdur.
Skal ekki frekar rætt um hann
hér.
Nokkrir færir menn voru
ráðnir til að teikna húsið og
sýndist mönnum sitthvað um
það val. En þetta voru færustu
menn, og þó virðist verkið hafa
gengið seint og kunnum.við eng
ar fréttir að segja af uppdrátt-
um þeirra. Og ekki heldur, hvað
búið er að borga þeim stórar
fjáúrhæðir fyrir þeirra vanda-
sama verk.
En eitt er víst og öllum ang-
Ijóst. Enn er ekki byrjað á bygg
ingu ráðhúss.
Reykjavík býr enn við svo
rýran hlut í húsnæðismálum
sínum, að hún verður að leigja
hús fyrir flestar aðalskrifstofur
sínar. Flestir íbúar borgarinnar
kljúfa til þess þrítugan hamar-
inn að eignast eigið húsnæði,
Þar kemur fram þróttur og
dugnaður íbúanna.
En ráðamenn borgarinnar
hafa ekki tileinkað sér þennan
þrótt og dugnað kjósenda sinna.
Það þarf raunar alveg sérstakt
metnaðarleysi til að geta sætt
sig við það ár eftir ár og áratug
eftir áratug, að búa í leiguhús-
næði, — og það fyrir höfuðborg
íslands.
Fyrir alllöngu síðan átti
Reykjavík kost á að kaupa Nat-
han og Olsens-húsið, þar sem
borgarskrifstofurnar eru nú.
Húsið var selt fyrir lítinn pen-
ing, en boðinu var hafnað.
Framsýnn lyfsali keypti Iiúsið
og Ieigði Reykjavík síðan veru-
Iegan hluta af því.
Þessari ráðdeild mun ekkert
verulega verið haldið á lofti í
blöðum borgarstjórnarmeiri-
hlntans.
f þeim mörgu kosningaloforð-
um, sem Mbl. greinir frá að
eigi að efna á næsta kjörtíma-
bili, sést ekkert minnzt á ráð-
hús eða skrifstofuhúsnæði fyrir
borgina. Hvað veldur?
Er það ný sönnun þess, að í
Reykjavík búi dugmiklir ein-
staklingar, sem keppist við að
byggja yfir sig og starfsemi
sína. En forystan sé heldur
slök, og hafi hvorki áhuga né
dug til að byggja yfir aðalskrif
stofur borgarinnar, hvað þá
annað?
B^a^arnir
Borgarstjóri upplýsti nýlega,
að það byggju enn 776 Reyk-
víkingar í braggaíbúðum, þótt
17 ár séu liðin síðan styrjöld-
inni lauk.
Hverju hafa Sjálfstæðismenn
lofað:
„Að gerð verði ákveðin áætl
un og hinar óheilnæmu íbúðir
rifnar niður jafnóðum og aðrar
eru til og þær nýju látnar í té
með viðráðanlegum kjörum“ —
Bláa bókin 1946.
„Að unnið sé að því af kappi,
að sem allra fyrst verði útrýmt
braggaíbúðum og öðrum heilsu
spillandi íbúðum í bænum.“ —
Bláa bókin 1950.
„Að útrýma sem fyrst bragga
íbúðum og öðrum lélegum íbúð
um og greiða sérstaklega fyrir
þvi, að fólk, sem þar býr, kom
ist í betra húsnæði.“ — Bláa
bókin 1954.
„Að megináherzla sé lögð á
að hraða svo sem mest má
verða framkvæmd áætlana bæj-
arstjórnar frá 17. nóv. 1955 um
byggingu íbúðarhúsa í þeim til-
gangi, að útrýmt verði herskál
um og að öðru leyti bætt úr
húsnæðisþörf þeirra, sem verst
eru settir“. — Bláa bókin 1958.
lokkar eiga ekki annan kost en
: þennan til að njóta þess að ferðast
um sumarfögur héruð okkar kæra
1 lands, og er því þetta mjög vel
hugsað af kvenfélaginu að veita
okkur þessa gleði. Ferðin í sumar
tókst með afbrigðum vel. Valdist
saman gott veður. góður farkostur
og góður félagsandi í hópnum. Vor
um við öll sérstaklega þakklát, sem
nutum þessarar ánægjulegu ferðar.
Ég hef þó hvergi séð þakklæti fyr-
ir h&na á prenti og sendi því þess-
ar fáu línur fyrir mína hönd og
áreiðanlega allra hinna, sem ferð-
arinnar nutu. — Hafið kæra þökk,
kvenfélagskonur. Guð blessi allt
ykkar starf.
Guðrún Jónsdóttir
frá Hofsstaðaseli.
6
T f M I N N, þriðjudaginn 22. maí 1962.